Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 B 5  JUAN Sebastian Veron segir það ekki koma til greina af sinni hálfu að yfirgefa Manchester United í lok leiktíðarinnar og fara á ný til Lazio eins og fjölmiðlar á Ítalíu fullyrtu í vikunni. „Mér dettur ekki í hug að fara frá Manchester, ég vil bara að það sé á hreinu. Ég gerði fimm ára samning við félagið og ætla að gera mitt besta til að standa við hann,“ sagði Veron um helgina í samtali við Manchester Evening News.  VERON viðurkenndi hins vegar að það hefði tekið sig lengri tíma að venjast ensku knattspyrnunni en hann hefði vonað. Það breytti þó ekki þeirri staðreynd að hann ætlaði að halda sig hjá Manchester-liðinu.  LES Ferdinand meiddist í leik Tottenham og Everton á laugardag- inn. Hann hafði rétt skorað eina mark Tottenham í leiknum, sem endaði með jafntefli, þegar hann fékk þungt högg á höfuðið og varð að fara af leikvelli. Líkur eru á því að Ferdinand leiki ekki með Totten- ham í síðari leiknum við Chelsea í undanúrslitum deildabikarkeppn- innar, en hann er ráðgerður á White Hart Lane annað kvöld. Ferdinand skoraði eina mark Tottenham í fyrri leiknum, sem Chelsea vann, 2:1.  GERARD Houllier hefur gríðar- legan áhuga á að fá Hollendinginn, Patrick Kluivert til Liverpool fyrir næstu leiktíð. Fregnir frá Englandi herma að Liverpool sé þegar komið í viðræður við Barcelona og Kluivert vegna málsins og að Houllier sé reiðbúinn að greiða fyrir hann sem nemur þremur milljörðum króna.  STEVEN Gerrard, Vladimir Smicer og Chris Kirkland þykja ósennilegir til að leika með Liver- pool gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. Gerrard fór af leik- velli á 33. mínútur gegn Southamp- ton um helgina vegna meiðsla í lær- vöðva. Smicer kom í hans stað en var aðeins á leikvellinum í 26 mínútur. Þá fékk hann högg á annað hnéð og varð að láta staðar numið þar með. Kirkland er meiddur á ökkla.  DAVID Pleat stjórnarmaður Tottenham Hotspur var staddur í Þýskalandi í sl. viku þar sem hann var í viðræðum við forráðamenn Bayern München. Markmiðið með ferðinni var að krækja í framherjann Carsten Jancker en Tottenham hef- ur áhuga á að leigja hann frá Bayern út leiktíðina. Í síðustu viku benti allt til þess að Jancker færi til Herthu Berlín en á síðustu stundu slitnaði uppúr samningaviðræðum.  BRASILÍSKI knattspyrnusnill- ingurinn Vava (Edvaldo Izidio Netto), sem varð heimsmeistari 1958 í Svíþjóð og 1962 í Chile, er látinn. Vava, sem skoraði tvö mörk í úr- slitaleiknum gegn Svíum 1958, 5:2, var afar leikinn innherji og vinnu- samur. Eftir HM í Svíþjóð fór hann til Spánar og lék um tíma með Atlet- ico Madrid.  MARK Viduka, framherji Leeds, gæti átt yfir höfði sér leikbann, en Martin Keown, varnarmaður Arsen- al, segir hann hafa gefið sér oln- bogaskot í leik liðanna í gær. Atvikið mun hafa gerst þegar boltinn var víðsfjarri og fullyrðir Keown að at- vikið muni sjást á myndbandsupp- töku. Fyrir leikinn fullvissaði David O’Leary, knattspyrnustjóri Leeds, almenning um, að ef einhver leik- manna hans yrði uppvís að óviðeig- andi framkomu, innan vallar eða ut- an, færi sá hinn sami umsvifalaust á sölulista.  MÁLIÐ er sérstakt í ljósi þess að Martin Keown fékk eins leiks bann eftir að myndbandsupptaka sýndi hann gefa Mark Viduka olnbogaskot í leik liðanna á Highbury á síðstu leiktíð. „Ég veit ekki hvort þetta var viljandi eður ei, en það er kaldhæðn- islegt að sami leikmaður og sama lið skuli eiga í hlut og þegar ég fékk mína refsingu á síðasta tímabili,“ sagði Keown í viðtali við BBC. FÓLK náð Manchester United að stigum þótt þrjú stig fáist úr þeim leik. Martin Keown, varnarmaður Ars- enal, var sáttur við eitt stig í heim- sókn sinn á Elland Road. „Þetta voru ágæt úrslit fyrir okkur. Það eru ekki mörg lið sem fara héðan með eitt stig,“ sagði hann í leikslok. „Það er ekki heiglum hent að jafna gegn Leeds á heimavelli eftir að hafa lent undir og því tel ég okkur hafa gert vel. Að mínu mati þá sýndum við þann styrk að þessu sinni sem á þarf að halda til þess að vinna sigur í deildinni. Á undanförnum vikum höfum við leikið gegn efstu liðunum og náð fínum árangri gegn þeim, tel okkur frekar hafa verið betri en þeir þegar á heildina er litið,“ sagði Keown. „Þetta voru sanngjörn úrslit,“ sagði O’Leary. Starfsbróðir hans hjá Arsenal, Arsene Wenger, var ekki eins sáttur við stigið, sagði það þó skárra en ekkert. „Við þurftum þrjú stig en fengum aðeins eitt, því mið- ur. Niðurstaða helgarinnar var Manchester United hagstæð. Úrslit- in voru ef til vill sanngjörn því þetta var erfiður leikur. Manchester-liðið á eftir að koma í heimsókn á Elland Road síðar á leiktíðinni og það verð- ur fróðlegt að sjá hvernig því vegn- ar,“ sagði Wenger sem tók undir með starfsbróður sínum hjá Leeds að leikmenn beggja liða hefðu hagað sér vel, ólíkt því sem oft hefði verið í viðureignum þessara liða á undan- gengnum misserum. Robson var óhress Hinn þrautreyndi knattspyrnu- stjóri Newcastle, Bobby Robson, var ekkert að skafa utan af því eftir jafn- tefli við neðsta lið deildarinnar, Leicester. Sagði hann sitt lið hafa leikið hræðilega illa. Sérstaklega var fyrri hálfleikurinn dapur, hreinlega sá slakasti sem liðið hefur leikið á keppnistímabilinu að mati Robsons. Markalaust jafntefli liðanna á St. James’ Park gerði að verkum að Manchester náði tveggja stiga for- skoti á Newcastle í efsta sæti. „Við getum þakkað fyrir að hafa ekki ver- ið undir í hálfleik,“ sagði Robson. „Við lékum betur í síðari hálfleik, fengum nokkur færi en gekk ekki að nýta þau og því fór sem fór. Sér- staklega var sárt að sjá Alan Shea- rer fara illa að ráði sínu í góðum fær- um sem hann alla jafna nýtir,“ sagði Robson sem þrátt fyrir allt lítur björtum augum fram á veginn. „Framundan eru nokkrir leikir sem við eigum að vinna og því tel ég okk- ur eiga góða möguleika á að halda áfram í toppbaráttunni, en þá er einnig ljóst að við verðum að leika betur en að þessu sinni,“ sagði Rob- son. Færin vantaði ekki Liverpool-liðið heldur áfram að valda stuðningsmönnum sínum von- brigðum. Nú náði liðið aðeins jafn- tefli á móti Southampton, sem einnig hefur verið í basli upp á síðkastið. Ekki vantaði þó að Liverpool fengi færin í leiknum, einkum framan af, en illa gekk að nýta þau. Michael Owen skoraði snemma leiks en það reyndist eina mark liðsins. Emile Heskey var í sókninni með Owen en honum féll allur ketill í eld. Frakk- inn Nicolas Anelka kom inn á sem varamaður eftir um stundarfjórð- ungs leik í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Kevin Davies jafnaði metin fyrir gestina á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og þar við sat. Bæði lið fengu færi á að hirða sigurinn en allt kom fyrir ekki. „Við leikum einfaldlega illa um þessar mundir, það þýðir ekkert að draga fjöður yfir það, eða bera á borð afsakanir,“ sagði Phil Thomp- sons, starfandi knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn. „Eina lausn- in er að gera eitthvað í málinu, sem sagt leita lausna á þeim vanda sem við erum í. Það þarf að gerast hratt, annars heltumst við úr lestinni í keppninni um meistaratitilinn. Að þessu sinni byrjuðum við vel og síð- an datt botninn úr þegar á leið,“ sagði Thompson sem þarf að mæta með sveit sína á Old Trafford í kvöld. Gordon Strachan var hins vegar mjög ánægður með framgöngu sinna manna og annað stigið á An- field. „Eftir tapið fyrir Rotherham í bikarnum í vikunni er ég mjög stolt- ur af því hvernig mínir menn léku gegn Liverpool, því tapið á miðviku- daginn var virkilega sárt.“ nafn sitt í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar AP Gianfranco Zola, Frank Lampard, með hendur á lofti, Eiður Smári Guðjohnsen og Emmanuel Petit fagna Jimmy Floyd Hasselbaink, eftir að hann skoraði sitt annað mark gegn West Ham, Mario Stanic er á leið til þeirra til að taka þátt í fögnuðinum. HECTOR Cuper þjálfari Inter kom knattspyrnuáhugamönnum á Ítalíu í opna skjöldu um helgina þar sem hann notaði fjóra framherja frá upphafi gegn Parma á San Siro- leikvanginum. Cuper hefur hingað til verið þekktari fyrir ofuráherslu á varnarleik en hann sagði eftir 2:0 sigur liðsins að það væri hægt að nota margar mismunandi aðferðir til að sigra. „Ég taldi að okkur tæk- ist að halda boltanum betur innan liðsins með þessari leikaðferð og við fengum fleiri marktækifæri en áð- ur,“ sagði Cuper en Inter velti Róma úr efsta sætinu og er nú með 41 stig, einu meira en Róma. Vieri skoraði annað mark Inter, með skoti af 25 m færi. Fabio Capello máttu sætta sig við að horfa upp á leikmenn Róma gera 1:1 jafntefli á útivelli gegn Udinese. Gabriel Batistuta skoraði mark Róma á 83. mínútu en Muzzi misnot- aði vítaspyrnu fyrir Udinese á 88. mínútu. Francesco Totti lék ekki með Róma vegna meiðsla en Capp- ello sagði að Róma ætti að geta lifað það af að leikmenn liðsins væru meiddir. „Auðvitað er betra að hafa Totti í okkar liði en leikmannahópur Róma er það öflugur að við eigum að falla saman þótt einn leikmaður sé meiddur,“ sagði Cappello. Franski landsliðsframherjinn David Trezeguet fékk mikið lof frá Marcello Lippi þjálfara Juventus eftir 3:0 sigur liðsins gegn Atalanta. Juventus er aðeins fjórum stigum á eftir Inter en Trezeguet skoraði eitt mark í hvorum hálfleik. „David er einstakur framherji, frábær leik- maður,“ sagði Lippi. „Bakaraliðið“ Chievo er aðeins að missa flugið eftir að hafa verið í efsta sæti deildarinnar framan af vetri. Chievo tapaði 3:1 á útivelli gegn Bologna en liðið er í 5. sæti með 33 stig, einu meira en AC Milan. Sókndirfska Cupers skilaði Inter í efsta sætið Reuters Christian Vieri fagnar eftir að hafa skorað fyrir Inter gegn Parma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.