Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 9
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 B 9 Á Íþróttavef mbl.is er ítarleg umfjöllun um enska boltann, nýjustu fréttir, úr- slit leikja, staðan og nöfn leikmanna. Skjóttu á úrslitin Á vefnum er einnig netleikur þar sem hægt er að skjóta á úrslit leikja og eru veglegir vinningar frá Adidas í boði fyrir heppna þátttakendur. FYLGSTU MEÐ ÞVÍ NÝJASTA enski boltinn Í fyrsta leikhluta mátti glöggt sjáað taugar leikmanna beggja liða voru þandar út í ystu æsar. Mikið var um mistök og boltinn fór löngum stundum liða á milli án þess að annað næði að skora. Liðin skiptust þó á að ná forystu en Njarðvík náði örlitlum undirtökum og komst mest þremur stigum framúr KR-ingum. Í öðrum leik- hluta var svipað uppi á teningnum. Njarðvík náði þó mest fimm stiga forskoti án þess þó að ná að hrista KR almennilega af sér. KR lék ekki jafnvel og þegar best lætur en náði samt að halda í Njarðvík. Í upphafi síðari hálfleiks virtist sem KR-vélin væri hrokkin í gang. Liðið náði forystu í fyrsta skiptið í leiknum og komst mest í þriggja stiga forystu. Njarðvík sýndi ein- dæma baráttu og greinilegt var að liðið var ekki tilbúið til að gefa bik- arinn auðveldlega upp á bátinn. Með mikilli þrautseigju náði Njarð- vík aftur yfirhöndinni og var yfir í þriðja leikhluta 47:46. Síðasti leikhlutinn var þrunginn enn meiri spennu. Njarðvík náði sex stiga forskoti snemma fjórðungs en sem fyrr gáfust KR-konur ekki upp og náðu að skera á muninn. Mjög slæmur kafli hjá Njarðvík undir lok- in olli því að liðið skoraði aðeins þrjú stig á um fimm mínútum. KR nýtti sér það til hins ítrasta. Er ör- skammt var til leiksloka var Njarð- vík einu stigi yfir en þá skoraði Helga Þorvaldsdóttir úr þriggja stiga körfu og breytti stöðunni þannig að KR náði tveggja stiga for- ystu. Er tvær sekúndur voru eftir brutu KR-ingar á Helgu Jónsdóttur sem á ótrúlegan hátt skoraði úr báð- um vítaköstunum og því þurfti framlengingu til að skera út um leikinn. KR-konur tóku framlenginguna strax í sínar hendur. Þær skoruðu fyrstu tvö stigin fljótt og sigu svo hægt og rólega framúr. Njarðvík- urkonur virtust vera búnar með allt sitt þrek, bæði andlegt og líkamlegt og misstu boltann oft klaufalega og náðu ekki að verjast af sama krafti og fyrr í leiknum. Þegar Kristín Björk Jónsdóttir skoraði þriggja stiga körfu er um tvær mínútur lifðu leiks og kom KR í 76:70 má segja að sigur liðsins hafi verið í höfn. Hjá hinu unga og óreynda liði Njarðvíkur stóð hin bandaríska Ebony Dickenson uppúr. Ásamt því að skora 27 stig hleypti hún sjálfs- trausti og krafti í leikmennina í kringum sig. Allt liðið á þó hrós skil- ið fyrir mikinn baráttuvilja en ljóst er að Njarðvík þarf að bíða lengur eftir bikarmeistaratitli í kvenna- körfunni. KR-stúlkur léku vel sem lið. Helga Þorvaldsdóttir var stigahæst með 24 stig og á eftir henni komu Carrie Coffmann og Kristín B. Jónsdóttir með 17 stig hvor. Mikil breidd er í liðinu sem skilaði sér greinilega undir lokin er liðin voru farin að þreytast. Reynslan reyndist liðinu einnig dýrmæt og skóp að lok- um sigurinn. KR-ingar fögnuðu sigri á Njarðvíkingum, 81:74, í æsispennandi bik- arúrslitaleik kvenna í körfuknattleik í Laugardalshöll á laugardag. Njarðvík hafði frumkvæði í leiknum og nauma forystu lengst af. KR- konur voru þó nærri því að stela sigrinum undir lokin en þá náði Njarðvík að knýja fram framlengingu. Í henni sýndi KR að reynslan hefur mikið að segja og seig framúr og sigraði örugglega. KR vann þar sinn níunda bikarmeistaratitil í körfuknattleik kvenna. Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Morgunblaðið/Ásdís Kristín Jónsdóttir, fyrirliði KR-liðsins, kyssir bikarinn. Reynslan færði KR bikarinn KR-konur unnu tvöfaldan sigur ífyrra, bæði í deild og bikar og hafa því þónokkra reynslu í leikjum sem þessum. „Við þekkjum þessa sig- urtilfinningu og höfðum sama hungr- ið til að sigra og í fyrra,“ sagði Kristín. Bjóstu við Njarðvíkurliðinu svona sterku? „Við erum búnar að vinna þær frekar auðveldlega í vetur og komum því kannski ekki alveg tilbúnar í byrj- un leiks. Síðan sáum við það að við yrðum að fara að spila eins og menn.“ Hvernig tókst ykkur að taka á hinni bandarísku Dickenson? „Hún gefur þeim greinilega mikið sjálfstraust og passar vel inn í þetta lið. Þær börðust vel og áttu góðan leik. Við þurftum bara að stöðva þær sem lið – ekki bara hana.“ Hvað var mikilvægasta augnablik- ið í leiknum? „Tvímælalaust þegar Helga Þor- valdsdóttir skoraði úr þriggja stiga körfu undir lok leiksins. Þær voru með unninn leik í höndunum en þá komumst við tveimur stigum yfir,“ sagði Kristín sem var svo þotin í fagnaðarlætin í búningsklefanum. Helga Þorvaldsdóttir var marka- hæst KR-inga með 24 stig og var eins og Kristín í sigurvímu eftir leikinn. „Við náðum aldrei að hrista þær al- mennilega af okkur. Þær voru mjög hungraðar í sigur eins og við. Leik- urinn var ekki mikið fyrir augað nema útaf spennunni. Hittnin var ekki nógu góð og það var mikið um mistök,“ sagði Helga. Það leit út fyrir á tímabili að Njarðvík væri komið með örugga for- ystu í fjórða leikhluta en þið gáfust ekki upp? „Þetta var rosa spenna því hver einasta karfa var svo erfið. Hverri körfu var vel fagnað. Við náðum líka að skora fyrstu körfuna í framleng- ingunni og ég held að þær hafi aðeins misst trúna eftir það.“ Hver var ykkar helsti styrkur í dag? „Við höfðum trú á okkur og vissum að við ættum þetta inni. Þær komu mjög tilbúnar til leiks og Ebony Dickinson var mjög góð hjá þeim.“ Þið náðuð að halda andlitinu allan leikinn þrátt fyrir að þær hafi verið skrefinu á undan lengst af, hvað olli því? „Reynslan hefur þar mikið að segja. Þrátt fyrir að spila ekki vel lentum við aldrei langt undir.“ Þjálfarinn ykkar, Keith Vassell, var að þjálfa og fór svo beint að spila sjálfur. Hafði þetta áhrif á liðið? „Nei, ekki neitt, kannski á hann. Ég held að hann hafi verið orðið stressaður í lokin en þetta truflaði okkur ekki neitt,“ sagði Helga. Bjóst enginn við þessu Hið unga lið Njarðvíkur má vel við una að hafa sýnt jafngóðan leik og raun varð á laugardag. „Þetta var rosa barátta í báðum liðum og hörku körfubolti. Við ætluðum okkur alla leið en það tókst ekki í þetta sinn,“ sagði Auður R. Jónsdóttir, fyrirliði Njarðvíkur. Þetta var rosaleg spenna allan leikinn, en svo sigu þær framúr ykk- ur í framlengingunni, hvernig misstu þið þær svona framúr ykkur? „Við stóðum okkur ekki alveg nógu vel í vörninni, það var kannski þreyta og reynsluleysi.“ Bjuggust þið við leik sem yrði svona jafn? „Það bjóst enginn við þessu nema við í liðinu og kannski tveir til þrír aðrir.“ Það var mikið um mistök í leikn- um, hvers vegna? „Þetta var bara klaufaskapur. Skotin úr þessum opnu færum verða náttúrlega að fara ofan í ef maður ætlar að vinna svona leik.“ Hversu miklu máli skipti að hafa Dickenson í liði með ykkur? „Mjög miklu. Hún skoraði hátt í 30 stig og hjálpaði okkur hinum mikið í vörn og sókn og því skiptir miklu að hafa stelpu með jafnmikla reynslu og hún. Ég held þó að hún hafi verið orð- in svolítið þreytt undir lokin. Ég held að það séu allir mjög stoltir af okkur að hafa staðið svona í þeim. Áhorf- endur höfðu mikið að segja og stóðu sig eins og hetjur,“ sagði Auður. Við vorum hungr- aðri í sigur KR-konur voru sigurreifar í kjölfar sigursins á Njarðvík í bikar- keppni kvenna í körfuknattleik og flæddi kampavínið úr klefa þeirra langt fram á ganga í Laugardalshöllinni. Kristín Björk Jónsdóttir fyrirliði brosti út að eyrum og mætti í spjall með kampavínsflöskuna í hendinni. „Þetta var mjög jafn leikur og úr- slitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Liðið sem vildi sig- urinn meira hafði hann. Að vísu höfum við einnig meiri reynslu en þær og það hefur mikið að segja. Í þessum leik virtist reynsl- an ekki hjálpa okkur mikið. Þær byrjuðu betur, við vorum eig- inlega undir allan leikinn en tókum þetta svo í framlengingunni. Reynslan og viljinn voru kannski helst okkar megin í framleng- ingunni,“ sagði Kristín. Eftir Írisi Björk Eysteinsdóttur Kristín Björk Jónsdóttir, fyrirliði bikarmeistara KR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.