Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 12
af í tvær mínútur fyrir vikið og var alls ekki sáttur við þá ákvörðun dómaranna sem ráku hann þá út af í tvær mínútur til viðbótar. Ólafur var líka rekinn tvívegis út af undir lokin þannig að við vorum alltaf ein- um til tveimur færri síðustu mín- Við vorum komnir í 26:21 þegarnokkrar mínútur voru eftir en þá kom slæmur kafli hjá okkur. Kuleschow átti að fá vítakast en ekkert var dæmt og þeir komust í hraðaupphlaup. Kuleschow lét dómarana heyra það, var rekinn út úturnar,“ sagði Alfreð í samtali við Morgunblaðið. Lokakaflanum lýsir hann þannig: „Við fengum aukakast þegar 4 sek- úndur voru eftir. Við tókum mark- vörðinn út af og bættum manni í sóknina. Boltinn var sendur á Kul- eschow, sem sendi strax á Perunicic og hann skoraði með skoti af um 10 metra færi um leið og leiktíminn rann út.“ Alfreð sagðist hafa lýst því marg- oft yfir að hans menn myndu vinna síðarði leikinn í Slóveníu. „Ég sagði hverjum sem vildi hlusta að við myndum vinna í síðari leiknum með sex mörkum. Það gekk ekki alveg eftir vegna þess hvernig lokakafl- inn spilaðist, en sigurinn var nógu stór. Nú bíður maður bara eftir að verði dregið á þriðjudaginn og mér er nokk sama hvaða lið við fáum en það yrði þægilegt að fá Kolding frá Danmörku, það er stutt og þægilegt ferðalag,“ sagði Alfreð. Hann sagði Ólaf Stefánsson hafa leikið mjög vel. „Hann gerði 4 mörk í fjórum skotum og átti helling af sendingum sem gáfu mark,“ sagði Alfreð. Ótrúlegt hjá Magdeburg „VIÐ lékum rosalega vel og hefðum átt að vinna stærri sigur,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari handknattleiksliðs Magdeburg í Þýska- landi, eftir að liðið vann Celje Pivovarna Lasko 28:25 í Slóveníu. Perunicic gerði síðasta mark Magdeburg á síðustu sekúndunni og það dugði til að liðið kæmist í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Celje vann fyrri leikinn í Þýskalandi 31:29 og því varð Magdeburg að vinna með þremur mörkum, 27:25 hefði ekki dugað.  GUNNAR Heiðar Þorvaldsson skoraði þrennu fyrir ÍBV og Atli Jó- hannsson tvö mörk þegar Eyjamenn lögðu Dalvík, 5:3, í deildabikar- keppni KSÍ í Reykjaneshöll á sunnu- daginn. ÍBV hafði 5:0 forystu í hálf- leik en þrír varamenn Dalvíkinga löguðu stöðuna undir lok leiksins.  GUNNAR Heiðar skoraði líka fyr- ir ÍBV gegn Grindavík á laugardag- inn en það dugði skammt því Grind- víkingar sigruðu, 3:1. Sinisa Kekic skoraði 2 mörk og Scott Ramsey eitt.  FRAMARARNIR Sævar Guðjóns- son og Edilon Hreinsson voru báðir reknir af velli þegar lið þeirra tapaði fyrir KA, 4:2, á laugardagskvöldið. KA vann sinn þriðja sigur í jafmörg- um leikjum og hefur skorað 12 mörk. Ásgeir Már Ásgeirsson og Hreinn Hringsson gerðu tvö mörk hvor fyrir norðanmenn.  HJÖRTUR Hjartarson skoraði tvívegis fyrir Íslandsmeistara Skagamanna þegar þeir unnu Þór, 3:2, á laugardaginn. Guðjón H. Sveinsson skoraði fyrsta mark ÍA en Jóhann Þórhallsson og Þórður Hall- dórsson svöruðu fyrir Þór.  ÞÓRSARAR töpuðu aftur á sunnudaginn, þá fyrir FH-ingum, 4:0. Jónas Grani Garðarsson skoraði tvö marka FH og þeir Jón Þorgrím- ur Stefánsson og Ásgeir Gunnar Ás- geirsson eitt hvor. Kristján Örnólfs- son hjá Þór var rekinn af velli í lok fyrri hálfleiks fyrir að toga niður sóknarmann FH.  VÍKINGAR skelltu KR-ingum óvænt, 2:0, með mörkum frá Stefáni Erni Arnarsyni og Sumarliða Árna- syni á fyrstu 18 mínútum leiksins. Þetta er fyrsti sigur Víkings á KR í níu ár.  BJARKI Guðmundsson, mark- vörður Stjörnunnar, var rekinn af velli eftir aðeins 23 mínútur gegn Breiðabliki, ásamt Blikanum Ívari Jónssyni en þeir lentu í stympingum eftir að Ívar braut á Bjarka. Stjarn- an vann, 1:0, og skoraði Garðar Jó- hannsson sigurmarkið.  ÓLAFUR Gunnarsson, varnar- maður Stjörnunnar, leysti Bjarka af hólmi í markinu og hélt hreinu.  BALDVIN Þór Hallgrímsson knattspyrnumaður, sem lék með Leiftri síðasta sumar, er genginn til liðs við 1. deildar lið Breiðabliks.  LOKEREN missti af dýrmætum stigum í baráttunni um Evrópusæti þegar liðið tapaði, 1:0, fyrir Molen- beek í belgísku 1. deildinni. Aðeins tveir Íslendinganna, Arnar Grétars- son og Arnar Þór Viðarsson, voru í byrjunarliðinu en Rúnar Kristinsson var á varamannabekknum, nýkom- inn af sjúkrahúsi vegna nýrnasteina- kasts – lék síðustu 17 mínútur leiks- ins, og Auðun Helgason er meiddur í nára.  ROMARIO heldur áfram að minna landsliðsþjálfara Brasilíu, Luiz Fe- lipe Scolari, á sig en Scolari vill ekki velja hann í landslið sitt eins og kom- ið hefur fram. Romario skoraði tví- vegis fyrir Vasco Da Gama um helgina og er kominn með 9 mörk í 8 leikjum í brasilísku deildakeppninni.  TOTTENHAM hefur boðið Man- chester United um 900 milljónir króna fyrir sóknarmanninn Dwight Yorke og búast má við því að gengið verði frá kaupunum síðar í vikunni.  JÓHANNES Karl Guðjónsson sat á varamannabekk Real Betis sem gerði jafntefli, 1:1, við Villarreal í spænsku 1. deildinni.  GUÐFINNUR Kristmannsson og félagar hans í sænska handknatt- leiksliðinu Wasaiterna lögðu IF Guif á útivelli, 22:28, í gærkvöld. Was- aiterna er í þriðja sæti í 1. deild með 12 stig, einu færra en efsta liðið. Tvö efstu liðin komast í átta liða úrslit um sænska meistaratitilinn. Guðfinnur skoraði eitt mark í leiknum. FÓLK Tvenndarleikjum lauk á laugar-deginum þar sem Guðmundur og Halldóra Ólafs úr Víkingi sigruðu Kjartan Briem og Al- dísi R. Lárusdóttur úr KR nokkuð örugg- lega, 3-0. Öllu meiri spenna var á sunnu- deginum þegar flestir úrslitaleikir fóru fram. Áður en kom að úrslitum í einliðaleik var spilað til úrslita í tví- liðaleik. Þar unnu Guðmundur og Markús Árnason félaga sína úr Vík- ingi, Adam Harðarson og Matthías Stephensen, yngri bróðir Guðmund- ar, nokkuð örugglega. Í kvenna- flokki báru Lilja Rós og Halldóra sigurorð af Aldísi og Kristínu Á. Hjálmarsdóttir úr KR, 3-0. Í undanúrslitum í einliðaleik kvenna áttust við Aldís úr KR og Víkingurinn Halldóra. Eftir að hvor hafði unnið þrjár lotur með ærinni fyrirhöfn var komið að úrslitalotu. Halldóra var komin með vænlega 10:6 stöðu og þurfti aðeins eitt stig til viðbótar en Aldís tók sig til og vann 6 næstu bolta, sem skilaði 12:10 sigri og sæti í úrslitum. Í hinum undan- úrslitunum sigraði Lilja Rós nokkuð örugglega Kristínu í KR. Úrslita- leikurinn var mjög spennandi en þrátt fyrir að Aldís næði oft góðu for- skoti sagði reynsla Lilju Rósar til sín, til dæmis í fjórðu lotunni þegar hún var 1:4 undir en sigraði 11:6. Úrslitaleikir karla voru ekki síður spennandi. Guðmundur hafði þó öll ráð í hendi sér þegar hann vann Kjartan Briem. Víkingurinn Adam Harðarson, sem er næstefstur á styrkleikalistanum lenti í hremming- um á móti félaga sínum Markúsi og þurfti oddalotu. Þar náði Markús 6:1 forskoti en Adam sýndi mikinn styrk þegar hann sneri taflinu við og vann 11:8. Guðmundur í atvinnumennsku „Þetta var baráttuleikur en ég tapa oft lotum og þessir strákar taka meiri framförum en ég,“ sagði Ís- landsmeistarinn Guðmundur Eggert og taldi nýjar reglur sem segja að leikið sé upp að 11 stigum í staðinn fyrir 21 vera af hinu góða. „Leikirnir eru styttri og þó að það sé erfiðara er það skemmtilegra og tekur meira á taugarnar enda getur ýmislegt gerst.“ Guðmundur glímir við stúdents- próf á félagsfræðibraut í Mennta- skólanum við Sund í vor og hyggst síðan halda á vit ævintýranna. „Ég fer í atvinnumennsku til útlanda í ágúst. Það er ekki alveg á hreinu hvert ég fer en mig langar mest til Danmerkur. Þá vil ég fara fullt og gera eitthvað. Ég er búinn að bíða lengi eftir að komast út í atvinnu- mennsku en síðustu fjögur ár verið meira og minna að keppa erlendis en núna ákvað ég að hætta því fyrir skólann. Ég var ákveðinn í að ljúka stúdentsprófi til að vera alveg öruggur. Ég hef ekki ákveðið hvað ég verð lengi í atvinnumennskunni og gef því einhver ár en meiðsl geta samt alltaf komið upp,“ sagði Guð- mundur. Hann hefur keppt með dönsku liði undanfarin ár og sýnt að hann er boðlegur á alþjóðlegum mót- um. „Ég get alveg verið bjartsýnn, til dæmis vann ég Walesbúa, sem kom hingað til Íslands og hefur verið atvinnumaður í fjögur ár og spilar í toppliði í Danmörku. Það verður ef- laust erfiðara að spila úti en skemmtilegra þegar maður getur einbeitt sér alveg að íþróttinni og ég hlakka mikið til.“ Lilja Rós leggur spaðann á hilluna „Þetta var frekar erfitt. Ég fer þetta á reynslunni, var til dæmis að spila við Aldísi í úrslitum en það er fyrsta sinn sem hún kemst þangað á meðan ég veit ekki hvað oft ég hef gert það,“ sagði Lilja Rós. Hún hefur æft borðtennis í tíu ár en meiðsl hrjáð hana í vetur. „Ég æfi eiginlega ekkert en spilaði samt í flokkakeppn- inni – ætlaði reyndar bara að spila í tvíliðaleik á þessu móti en ákvað taka líka þátt í einliðaleiknum. Nú er ég hætt, ætlaði reyndar að vera hætt en er núna alveg ákveðin. Ég er búin að vera meidd í baki í allan vetur og hef þess vegna ekki getað æft. En þegar kemur að Íslandsmóti langar mann svo mikið að vera með.“ Lilja Rós og Guðmund- ur vörðu titla sína Morgunblaðið/Jim Íslandsmeistararnir Lilja Rós Jóhannesdóttir og Guðmundur E. Stephensen. ÞÓ að úrslit á Íslandsmótinu í borðtennis í TBR-húsinu við Gnoðarvog um helgina, kæmu fáum á óvart gæddu nýjar regl- ur, þar sem keppt er að 11 stig- um í stað 21s áður, mótið lífi. Þannig mátti ekkert út af bregða og meiri von er á óvænt- um úrslitum þegar leikirnir eru stuttir. Það kom samt ekki í veg fyrir að Víkingurinn Guðmundur E. Stephensen, sem sigraði þre- falt og Lilja Rós Jóhannesdóttir, sem sigraði tvöfalt, verðu titla sína. Víkingar unnu reyndar í öllum flokkum nema 1. flokki kvenna – þar sigraði Hulda Pét- ursdóttir frá Nesi, íþróttafélagi fatlaðra á Suðurnesjum. Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.