Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 C 3
MARK Duffield, leikjahæsti
knattspyrnumaður landsins í deilda-
keppni, gekk í gær til liðs við 2.
deildalið Tindastóls en hann hefur
spilað með KS á Siglufirði undanfar-
in sjö ár. Mark, sem er 38 ára, á að
baki 358 leiki í öllum fjórum deildum
Íslandsmótsins á 22 árum í meist-
araflokki. Þar af 53 í efstu deild með
ÍA, Víði og KA.
SVEINBJÖRN Ásgrímsson, ann-
ar reyndur jaxl sem lék með Skalla-
grími í úrvalsdeildinni 1997, er kom-
inn í raðir Tindastóls. Sveinbjörn
var þjálfari og leikmaður með Hvöt á
Blönduósi á síðasta tímabili en lék
þar á undan með Tindastóli.
BALDUR Ólafsson, körfuknatt-
leiksmaðurinn hávaxni sem leikur
með CW Post Pioneers í Bandaríkj-
unum, er kominn til landsins í frí og
leikur líklega með KR gegn Njarðvík
í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum
Íslandsmótsins í körfuknattleik.
Baldur, sem lék síðast með KR 1998,
spilaði með b-liði KR-inga gegn
Njarðvík í gærkvöld.
KEFLAVÍK sigraði ÍA, 3:2, í æf-
ingaleik í Reykjaneshöllinni. Guð-
mundur Steinarsson, Adolf Sveins-
son og Hafsteinn Rúnarsson
skoruðu mörk Keflvíkinga en Hjört-
ur Hjartarson og Hálfdán Gíslason
svöruðu fyrir Íslandsmeistarana.
GUÐJÓN Þórðarson, knatt-
spyrnustjóri Stoke, gerir sér góðar
vonir um að geta haldið Deon Burt-
on út leiktíðina en lánsamningur
Stoke og Derby rennur út eftir leik
Stoke og Chesterfield á morgun.
„Við höfum rætt við Burton og hon-
um líst vel á þær hugmyndir okkar
að hann verði með okkur út tímabil-
ið,“ segir Guðjón.
OLE Gunnar Solskjær, norski
sóknarmaðurinn hjá Manchester
United, meiddist á ökkla í leik liðsins
við Boavista í meistaradeild Evrópu
í fyrrakvöld og missir af næstu leikj-
um. Hann verður heldur ekki með
norska landsliðinu sem mætir Túnis
í næstu viku.
SOLSKJÆR segist stefna að því
að geta spilað á ný í 8-liða úrslitum
meistaradeildarinnar, í fyrstu vik-
unni í apríl, en tíminn verði að leiða
það í ljós. Hann hefur skorað 20
mörk fyrir Manchester United í vet-
ur og það er því mikið áfall fyrir
ensku meistarana ef hann verður frá
í einhvern tíma.
STEFAN Kretzschmar, hinn
skrautlegi landsliðsmaður Þjóðverja
í handknattleik sem leikur með
þýska meistaraliðinu Magdeburg,
hefur tekið stefnuna á að vera með
Magdeburg í síðari leiknum gegn
danska liðinu Kolding í undanúrslit-
um Meistaradeildarinnar sem fram
fer í Danmörku um aðra helgi.
KRETZSCHMAR kjálkabrotnaði
á æfingu þýska liðsins fyrir nokkrum
vikum en þar sem aðgerðin tókst vel
þá hefur hann ekki gefið upp alla von
að geta náð síðari leiknum. Fyrri
leikur Magdeburg og Kolding verð-
ur í Þýskalandi á morgun.
ROY Keane, fyrirlið Manchester
United, hefur tilkynnt að hann muni
ekki leika með Írum vináttulandsleik
gegn Dönum í Dublin á miðvikudag-
inn kemur. Keane hefur verið
meiddur og vill fá sig góðan fyrir
lokaátök United í Evrópukeppninni
og um enska meistaratitlinn.
HOLLENSKI landsliðsmaðurinn
Jaap Stam, leikmaður með Lazio á
Ítalíu, sem hefur tekið út fjögurra
mánuða leikbann vegna lyfjamis-
notkun, er kominn á ný í hollenska
landsliðshópinn – verður með er Hol-
land mætir Spáni í næstu viku.
LUIS Felipe Scolari, landsliðs-
þjálfari Brasilíu, teflir fram níu leik-
mönnum, sem léku gegn Íslandi á
dögunum, í vináttuleik gegn Júgó-
slavíu sem fer fram í Flórenz á Ítalíu
í næstu viku. Þá verður Ronaldo á ný
með í landsliðshópnum, sem skipar
tuttugu leikmenn, en ekki Rivaldo,
sem er meiddur.
FÓLK
FORSVARSMENN Nýherja
fengu staðfestingu á því í gær
að kylfingarnir Ian Woosnam
og Mark McNulty verða á með-
al keppenda á Canon-golf-
mótinu sem fram fer á Hvaleyr-
arvelli 30. júlí nk. Þetta er
þriðja árið í röð sem Canon set-
ur upp golfmót hér á landi þar
sem heimsfrægir kylfingar
glíma við heimavöll Keil-
ismanna í Hafnarfirði í keppni
við 14 íslenska kylfinga.
Skemmt er að minnast þess að
Retief Goosen frá S-Afríku
hafði betur eftur harða baráttu
við Björgvin Sigurbergsson á
mótinu í fyrra en Goosen sigr-
aði ma. á Opna bandaríska
meistaramótinu í fyrra.
Ian Woosnam er 44 ára gam-
all og er frá Wales. Hann er einn
þekktasti kylfingur heims og
hefur verið á meðal tekjuhæstu
kylfinga á Evrópumótaröðinni
allt frá árinu 1982. Woosnam er
varafyrirliði Ryder-liðs Evrópu
sem keppir við Bandaríkjamenn
í september á þessu ári.
Mark McNulty er frá Zimb-
abve í Afríku og var annar á
lista yfir tekjuhæstu kylfinga
Evrópu árið 1987 og 1990 en
hann varð fimmti árið 1996.
McNulty er 49 ára gamall og
hefur sigrað á 16 atvinnu-
mannamótum í Evrópu og 32
mótum víðsvegar um heim.
Woosnam og McNulty
glíma við Hvaleyrina
AC Milan endaði ævintýri HapoelTel Aviv í UEFA-keppninni
með því að leggja ísraelska liðið að
velli á heimavelli sínum San Siro, 2:0,
í gær. Tel Aviv sigraði í fyrri leikn-
um, 1:0, sem fram fór á Kýpur og
taugar stuðningsmanna Milan voru
vægast sagt þandar til hins ítrasta
enda hafði Hapoel Tel Aviv lagt
enska liðið Chelsea og ítalska liðið
Parma að velli á leið sinni í átta liða
úrslitin.
„Við erum með frábært lið frá litlu
landi og við sýndum hvað við getum.
Það er ekki slæmt að tapa aðeins ein-
um leik í slíkri keppni,“ sagði Dfor
Kashtan, þjálfari Tel Aviv. „Við viss-
um að okkur tækist að skora mark
en það hefði verið skelfilegt að fá á
okkur mark á heimavelli,“ sagði
Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan.
Hooijdonk hetja Feyenoord
á De Kuip gegn PSV
Mikil spenna var á De Kuip-leik-
vanginum í Rotterdam í gær þar sem
Feyenoord og PSV áttust við í átta
liða úrslitum UEFA-keppninnar í
knattspyrnu. Giorgi Gakhokidze
leikmaður PSV misnotaði sjöttu víta-
spyrnu liðsins gegn Feyenoord í
uppgjöri hollensku liðanna.
Pierre van Hooijdonk, leikmaður
Feyenoord, gerði engin mistök í
sjöttu vítaspyrnu liðsins og tryggði
sæti í undanúrslitum keppninnar.
Úrslitaleikurinn mun fara fram á De
Kuip, heimavelli Rotterdamliðsins,
og Hooijdonk sá svo sannarlega til
þess að halda í von stuðnigsmanna
liðsins að Feyenoord komist í úr-
slitaleikinn með því að jafna leikinn á
90. mínútu. Mark van Bommel hafði
áður komið heimaliðinu yfir á 77.
mínútu, en fyrri leik liðanna lauk
með 1:1 jafntefli. Það vekur athygli
að þetta er í fjórða sinn á þessu tíma-
bili sem liðin skilja jöfn að loknum
venjulegum leiktíma.
Dortmund ekki í vandræðum
Leikmenn Borussia Dortmund
hristu af sér slenið í síðari leiknum
gegn Slovan Liberec en fyrri leik lið-
anna lauk með markalausu jafntefli í
Tékklandi. Þjóðverjarnir skoruðu
fjögur mörk í síðari hálfleik en þeir
Amoroso, Koller, Ricken og Ewerth-
on skoruðu mörkin.
Inter rauf tíu ára sigurgöngu
Valencia á heimavelli
Inter frá Ítalíu náði að sigra Val-
encia að velli á Spáni með einu marki
gegn engu en fyrri leik liðanna lauk
1:1 og því þurftu Spánverjarnir að
skora í tvígang til þess að knýja fram
framlengingu en það tókst ekki.
Sigur liðsins var sérstaklega
ánægjulegur fyrir hinn argentínska
Hector Cuper sem stýrði áður
spænska liðinu í tvígang í úrslit
Meistaradeildar Evrópu. Inter tókst
að gera það sem engu liði hefur tek-
ist allt frá því í september árið 1992
en Valencia hafði ekki tapað á heima-
velli í Evrópukeppi í 33 leikjum í röð.
Valencia tapaði fyrir ítalska liðinu
Napoli, 5:1.
Francesco Toldo markvörður Int-
er var vikið af leikvelli á 88. mínútu
en hann fékk þá aðra áminningu sína
í leiknum fyrir að tefja leikinn. Cup-
er hafði þá þegar notað alla vara-
menn sína og þurfti miðvallarleik-
maðurinn Francisco Javier Farinos
að taka við hlutverki Toldos. Það var
ekki laust við að það færi um stuðn-
ingsmenn ítalska liðsins á lokamín-
útum leiksins en Farino hafði í nógu
að snúast í þær fimm mínútur sem
eftir lifðu af leiknum.
Ævintýri Tel Aviv
lauk á San Siro
DORTMUND, Feyenoord og Mílanó-liðin Inter og AC Milan tryggðu
sér sæti í undanúrslitum UEFA-keppninnar í knattspyrnu í gær-
kvöld. Feyenoord lagði PSV að velli í mögnuðum leik í Hollandi en
Þýska liðið Dortmund átti ekki í vandræðum með Slovan Liberec frá
Tékklandi. Milan endaði ævintýri ísraelska liðsins Hapoel Tel Aviv
með sigri á San Siro á Ítalíu en grannar þeirra Inter náðu að leggja
Valencia að velli á Spáni, 1:0.
Reuters
Pierre van Hooijdonk, framherji Feyenoord, fagnar sigurmarki
sínu í vítaspyrnukeppni gegn PSV Eindhoven í Rotterdam.
arnum í krullu
Morgunblaðið/Kristján
Ísmeistara, rennir steininum eftir
beittur á svip.
u
"
$'
"
'
#
($
'
(
#
#' !$ %
'
"
%
) $
,+
$
"#$
! % &'
) &*
'* #&*
'*
+ &,',
# &-'-
& )
#/ '
) &0
/ '0
Danskur læknir
vill leyfa
notkun á EPO
TORBEN Jahnsen, danskur íþróttalæknir,
sagði í viðtali við norsku útvarpsstöðina P4
í gær að leyfa ætti notkun á hormóninu
EPO sem svo margir íþróttamenn hafa not-
að á undanförnum árum. Jahnsen segir að
á meðan það sé leyfilegt og löglegt að nota
svokölluð „hæðarhús“ þar sem íþrótta-
menn reyni að auka magn rauðra blóð-
korna í blóðvökva sínum, ætti EPO að vera
löglegt efni. „Hvers vegna sefur fólk í sér-
útbúnum herbergjum þar sem súrefn-
ismagnið er minna en við sjávarmál? Hvers
vegna dvelja íþróttamenn og -konur við æf-
ingar hátt yfir sjávarmáli? Jú, það er ein-
ungis til þess að auka magn rauðra blóð-
korna í blóðvökva og þar með eykst
afkastageta þeirra. Ég get ekki séð að það
sé nokkur munur á þessum aðferðum þar
sem þær skila sömu niðurstöðu og notkun á
EPO-hormóninu,“ segir Jahnsen en hann
beinir spjótum sínum aðallega að norskum
íþróttamönnum sem eru í fremstir í flokki í
notkun á „hæðarhúsum“ til þess að bæta
árangur sinn.
CHRIS Coleman, leikmaður enska úrvals-
deildarliðsins Fulham, slasaðist illa í bílslysi
fyrir 14 mánuðum síðan og hefur frá þeim
tíma ekkert leikið knattspyrnu. Þessi fyrr-
verandi fyrirliði Fulham og landsliðsmaður
Wales vonast nú til þess að martröð sín sé á
enda því hann mun í næstu viku leika sinn
fyrsta leik frá því hann slasaðist, þegar
hann spilar með varaliði Fulham.
Coleman missti stjórn á Jagúarbifreið
sinni með þeim afleiðingum að hún lenti ut-
an vegar og slasaðist leikmaðurinn mjög
illa. Hann tvíbrotnaði meðal annars á fót-
legg og hefur þurft að gangast undir sex að-
gerðir vegna þess. Læknar gáfu honum nán-
ast enga von um að geta leikið knattspyrnu
á nýjan leik en Coleman neitaði að kyngja
þeim tíðindum og hefur undanfarna mánuði
lagt hart að sér við að komast í form.
„Fjórtán mánuðir er langur tími en ég vil
láta á það reyna hvort ég geti náð fyrri
styrk. Ég var á tíma svartsýnn um að ég
gæti leikið aftur,“ segir Coleman.
Martröð Chris
Colemans á enda
ÍÞRÓTTIR