Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    242526272812
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 4
FYRRVERANDI landsliðs- maður Noregs, framherjinn Jan Åge Fjørtoft, mun leika með Lilleström á keppn- istímabilinu sem hefst um miðjan apríl. Í frétt Nettavisen segir að enginn leikmaður hafi í raun „haft kjark“ til þess að leika í treyju númer 10 eftir að íslenski landsliðs- maðurinn Rúnar Krist- insson fór frá liðinu til Lokeren í Belgíu. Áður höfðu þekktir norskir leik- menn gert garðinn frægan með „tíuna“ á bakinu í liði Lilleström og má þar nefna Ståle Solbakken, Tom Sundby og Tom Lund. Jan Åge Fjørtoft lék með Sta- bæk á sl. keppnistímabili eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku en hann lék lengi í Þýskalandi. Samningur hans við Lille- ström þykir sérstakur þar sem hann mun aðeins verða til taks í heimaleikjum liðs- ins sem varaskeifa – og mun ekki leika með liðinu á útivelli. Fjørtoft fer í treyju Rúnars FÓLK  FRAKKINN Patrick Vieira miðjumaðurinn snjalli í liði Arsenal ætlar að vera um kyrrt hjá Lund- únaliðinu en hvað eftir annað hafa birst fréttir þess efnis að hann sé á leið frá félaginu. Vieira, sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Ars- enal, sagði eftir ósigur sinna manna á móti Juventus að eini möguleikinn á að hann færi væri sá að félagið vildi losna við sig.  REAL Madrid, Barcelona og Manchester United hafa borið ví- urnar í Vieira Talsmenn Arsenal segjast vera í viðræðum við Vieira um nýjan samning. Talið er að laun hans munu hækka um helming.  MARCEL Desailly, franski varn- armaðurinn hjá Chelsea, gagnrýnir drykkjuvenjur enskra knattspyrnu- manna harðlega í nýútkominni bók sinni, „Capitane.“ Hann segir að fyrst eftir að hann kom til Chelsea hafi áfengisneysla leikmanna liðsins oft keyrt úr hófi fram. Til dæmis hafi Gianluca Vialli, þáverandi knattspyrnustjóri, neyðst til að setja áfengisbann á leikmenn sína í flugi og akstri eftir leiki, í kjölfarið á drykkjulátum eftir frækinn sigur á Galatasaray í Tyrklandi.  DESAILLY nefnir einnig atvik úr æfingaferð með Chelsea til Kan- aríeyja. Þar hafi hópur af yngri leikmönnum félagsins setið á bar hótelsins, klæddir engu nema nær- buxum.  GLENN Hoddle, stjóri Totten- ham, hefur krafist þess að stjórn félagsins fái fjármagn til að kaupa leikmenn í sumar. Tottenham hef- ur ekki gengið sem skyldi á leiktíð- inni og tap í fjórum leikjum í röð hefur sannfært Hoddle um að leik- mannahópur liðsins sé ekki nógu sterkur.  KRISTIAN Kjelling landsliðs- maður Norðmanna í handknattleik sló í gegn í sínum fyrsta leik með spænska handknattleiksliðinu Ademar Leon í fyrrakvöld. Kjell- ing, sem gekk í raðir spænska liðs- ins frá Drammen í síðustu viku, skoraði 11 mörk þegar Ademar Leon burstaði Barakaldo, 31:19. TVEIR ungir körfuknattleiksmenn úr KR, Finnur Atli Magnússon og Grétar Örn Guðmundsson, halda í dag í keppnisferð um Evrópu með breska körfuknattleiksliðinu Gloster Jets. Förinni er heitið til Belgíu, Tékklands og Austurríkis og munu piltarnir leika níu leiki og koma heim fimmtudaginn 4. apríl. Ástæða þess að þeim er boðið að koma með er að breska félagið kom hingað í fyrra og piltarnir héldu síð- an til Bretlands milli jóla og nýárs með íslenska drengjaliðinu Kob- enboger þar sem þeir tóku þátt í móti. Þar stóðu piltarnir sig vel og var því boðið í þessa ferð. Gloster Jets fer árlega í ferð sem þessa og venjan er að bjóða sterkum leik- mönnum úr öðrum liðum með en þetta er í fyrsta sinn sem liðið býður erlendum leikmönnum með sér. Leikið verður á risamóti í Vín- arborg í Austurríki þar sem saman koma um 2.500 krakkar á öllum aldri og keppa í körfuknattleik. Síð- an er leikinn einn leikur í Belgíu og þrír í Tékklandi. „Þetta er voða spennandi og verð- ur örugglega skemmtilegt,“ sögðu þeir félagar áður en þeir lögðu af stað í ævintýraferðina. Hvað kostn- að varðar brostu þeir þegar þeir voru spurðir hvort þeir bæru allan kostnað af ferðinni og sögðu : „Já, já, eða foreldrarnir réttara sagt.“ Morgunblaðið/Golli Körfuknattleiksmennirnir Finnur Atli Magnússon og Grétar Örn Guðmundsson verða á ferð og flugi um Evrópu á næstunni. Fara í æfinga- ferð um Evrópu Glomnes sagði í samtali viðAdresseavisen í gær að sínir menn væru knattspyrnumenn, ekki langhlauparar, og þess vegna léti hann þá ekki hlaupa eftir götunum eða í kringum stöðuvötn. Þar vitn- aði hann til þess að fastur liður í þjálfun Teits á liði Brann er að láta leikmenn liðsins hlaupa í kringum vatn í nágrenni borgarinnar. „Ef þú hleypur mikið, verður þú góður hlaupari. Að mínu mati eru hlaupaúthald og fótboltaúthald tveir ólíkir hlutir. Í fótboltanum eru menn stöðugt að nema staðar og hlaupa af stað, hlaupa aftur á bak og til hliðar. Í langhlaupum er bara farið í eina átt. Við höfum sýnt fram á að hlaupaþjálfun með bolta skilar jafnmiklu og lang- hlaup, og það er tímasóun að hlaupa út um borg og bý,“ segir Glomnes. Blaðið segir að mikill munur sé á því hve miklum tíma leikmenn Sogndal og Brann eyði með eða án bolta á æfingum. Hjá Brann bygg- ist 40 prósent æfinga á þrekæf- ingum en 20 prósent hjá Sogndal. Meistarar Rosenborg séu á sömu slóðum og Sogndal en hjá Lille- ström, sem kom mest á óvart í fyrra og hafnaði í öðru sæti úrvals- deildarinnar, sé aðeins 5 prósent æfingatímans eytt í þrek. Teitur svarar fyrir sig í Adresseavisen og segir að sín þjálfunaraðferð hafi skilað góðum árangri. „Hlaupaþjálfun er góð í réttum hlutföllum og það sést best á því hve vel okkar lið er jafnan á sig komið þegar deildakeppnin hefst. Mér er sama um menntun og fræði hjá Glomnes. Ég hef kynnt mér þjálfun hjá félögum víða um heim og hef séð hvernig bestu félögin stýra sinni þrekþjálfun,“ segir Teitur Þórðarson. Teitur Þórðarson gagnrýndur fyrir þjálfunaraðferðir sínar hjá Brann „Verða ekki betri af að hlaupa í kring- um stöðuvötn“ TEITUR Þórðarson, þjálfari Brann, og Torbjörn Glomnes, þjálfari Sogndal, eru komnir í hár saman. Deiluefni þessara tveggja stjórnenda í norsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu er áhersla á langhlaup í þjálfun og það er Glomnes sem gagnrýnir Teit harkalega fyrir að láta leik- menn sína hlaupa út um allar sveitir í nágrenni Bergen. Hann segir að enginn verði betri knattspyrnumaður með því að hlaupa í kringum stöðuvötn. Teitur Þórðarson á heimavelli Brann í Bergen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C (22.03.2002)
https://timarit.is/issue/250288

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C (22.03.2002)

Aðgerðir: