Vísir - 03.10.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 03.10.1980, Blaðsíða 2
vtsm Föstudagur 3. október 1980. 2 Ert þú farin aö huga aö sláturgerö? Sigurbjörg Guömundsdóttir, húsmóöir: Já, ég fer til þusS I vikunni. Guöbjörg Guömundsdóttir, hús- móöir: Nei, ég er ein, svo ég tek ekkert slátur. Erla Friöriksdóttir hjúkrunar- fræöingur: Já, ég fer aö gera þaö bráöum. Kakel Björnsdóttir, húsmóöir: Nei, en ég fer til Hverageröis um miöjan október, eins og ég er vön, til aö taka slátur. Laufey Jóhannsdóttlr, húsmóölr: Já, ég er nú farin aö huga aö þvi. „NÆST ÆTLA EG AÐ FLJUGA SVONA UMHVERFIS HNÖTTINN” segir Jaromlr Wagner, sem hyggsl halda áfram ferD sinni á haki flugvélar til Bandarlkjanna I dag „Hugmyndin er algerlega min og hún er þannig tilkomin, aö mig langaöi til aö sanna, aö ég gæti gert meira en þetta venjulega daglega lif gefur til- efni til,” sagöi vestur-þýska of- urmenniö Jaromir Wagner, þegar blaöamaöur VIsis hitti hann aö máli á Hótel Loftleiöum og spuröi hvernig hugmyndin aö ferö hans væri tilkomin, en eins og kunnugt er, er Wagner aö reyna aö komast frá Evrópu til Ameríku reyröur niöur á þaki flugvélar. Wagner er rúmlega fertueur fj'ölskyldumaöur _ frá Giessen i Vestur-býskalandi. Hann á sjálfur vélina, sem hann feröast á, þó hann sé ekki flug- maöur sjálfur. Fram til ársins 1978 starfaöi hann sem skrif- vélavirki, en þá tók hann til aö æfa og undirbúa þessa ferö, sem nú er hálfnuö. — Hvernig var æfingum hátt- aö fyrir þessa ferö? „Þær fólust einkum I likams- rækt og einnig festi ég svipaö tæki og er ofan á flugvélinni á kappakstursbil og æföi mig á kappakstursbrautum i Þýska- landi.” — Finnur þú aldrei til hræösiu, þegar þú stendur uppi á vélinni i háloftunum? „Nei, ekki vitund.” — Nú ert þú fjöiskyldumaöur. Hvaö finnst konunni og börnun- um um þetta uppátæki? „Konan tók þetta nærri sér til aö byrja meö, og þau voru öll meö lifiö i lúkunum, en þau hafa alveg sætt sig viö þetta núna, enda alveg sannfærö um, aö þetta gangi allt vel.” — Þaö kom I ljós, aö vantaöi fjarskiptatæki i véiina til aö þiö gætuö haldiö áfram ferö ykkar. Eruð þiö búnir aö útvega tæki? ,,Já, viö þurftum aö panta þau frá Englandi. Viö munum siöan leggja i hann snemma á föstu- dagsmorgun ef allt gengursam- kvæmt áætlun.” — Hvaö áttu langa ferö fyrir höndum núna? „ViÖ förum fyrst til Narssarssuaq, sem er um þaö bil 8 tlma flug. ÞaÖan förum viö til Goose Bay og siöan til New York, þar sem feröinni lykur.” — En hver fjármagnar ferö- ina? „Þaö hafa ýmsir aöilar veitt mér fjárstuöning til þessa, meöal annars er fatnaöurinn, sem ég er í, auglýsing fyrir framleiöendurna.” —■ Hvaö tekur svo viö, þegar heim er komiö? Ætlar þú aftur aö fara aö vinna sem skrifvéla- virki? „ Nei,ég ætla aö halda áfram á þessari braut. Ég ætla aö reyna aö fljúga á þennan hátt I kringum hnöttinn. Siöan hef ég hugsaö mér aö slá hraöamet alls kyns, og jafnvel stökkva á sklöum ofan úr háloftunum,” sagöi hinn viökunnanlegi Jaromir Wagner, hvergi bang- inn. A meöan á viötalinu stóö var ungur maöur inni i hótelher- berginu meö Wagner og kom I ljós, aö sá var Michael Batten- berg, þýskur kvikmyndafram- leiöandi, sem er aö gera mynd um Wagner. Myndin mun fjalla um lif Wagners, fyrir og eftir feröina og hefur vestur-þýsk sjónvarpsstöö þegar keypt sýningarréttinn. Agóöanum munu þeir Wagner og Batten- berg siöan skipta jafnt á milli sln. —KÞ ,,Ég hræddur? Nei, ég er aldrei hræddur,” sagði Jaromir Wagner hvergi banginn. Visismyndir EE. Flugmennirnir, sem fljúga Ulander vél Wagners, þelr Holger Groth tll hegrl og Olbln Lang.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.