Vísir - 03.10.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 03.10.1980, Blaðsíða 13
VÍSIR Föstudagur 3. október 1980. íslensk flugsaga í Dresku flugtímariti (ríki mannsins tlt er komin bókin Riki manns- ins, drög að geðheilsufræði eftir norska lækninn Vibeke Engel- stad. Þýðingu annaðist Skúli Magnússon en Iöunn gefur bókina út. Bók þessi hefur hlotið norræn verðlaun i samkeppni um alþýð- leg fræðirit. í formála sem Páll Skúlason, prófessor i heimspeki( skrifar, kemur meöal annars fram að höfundur bókarinnar kappkostar að skirskota til lifs- skilnings lesanda sins, þekkingar hans og reynslu, auk ýmissa fræösluþátta er koma fram i bók- inni. Bókin er 149 blaðsiður að stærð. Seljaskúli Vegna fréttar Visis um lok fyrsta áfanga Seljaskóla i Breið- holti, skal tekið fram að yfirhúsa- smiðameistari var Páll Friðriks- son. í hinu virta breska flug- tímariti Aircraft lllu- strated eru flugmál á ís- landi tekin til umf jöllunar. September- og október- hefti þessa blaðs segja sögu fiugsins í stuttu máli en þar er þó ekki minnst á þann vanda sem Flugleiðir hafa undanfarið átt við að glíma, enda ólíklegt að greinin sé unnin á þeim tíma. Einnig er í október- ritinu myndsjá um flugvél- ar varnarliðsins á Kefla- víkurf lugvelli en þær myndir tók Baldur Sveins- son kennari. Eins og áður segir er saga flugs eða flugfélaga ekki rakin ítarlega í þessu riti en þar er fjallað um sögu f lugf élaganna er stóðu að Flugleiðum, auk hinna stærri flugfélaga lcecargo og Arnarflugs. —AS Til vinstri má sjá Phantomþoturnar sem enn þykja full- komlega gildar til sins brúks, þótt stöðugt bætist tækni- nýjungar við samskonar vélar. Á milli mynda af Phantomþotunum er „Fljúgandi radarstöðin, en þær vélar voru í upphafi eingöngu notaðar hér á landi, utan Bandaríkjanna, en nú hafa f leiri lönd tekið slikar vélar í sina þjónustu. Undir venju- legum kringumstæðum eru 2 vélar til staðar en 3 ef sér- staklega stendur á. Efst til vinstri í opnu hins breska tímarits má sjá Orion kafbátaleitarvélarnar. Ovinur olíufurstanna INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg - Sími 33560 17 ðsáttur við Guðmundur Túlinius heitir maður og er verkfræðingur að mennt. Hann er nú á förum til Nigeriu til starfa og af þvf tilefni ræddi Helgarblaðið við hann. i viötalinu ræðst Guömundur m.a. mjög harkalega á lifsstn islendinga Það er haust og þá fara bændur til fjalla að smala kindum sinum. Helgarblaðsmenn fóru f leitir noröur á Ströndum ný- lega og segir frá þvi i blaðinu: frá leitunum, þokunni, kindun- um, hundunum, mönnunum, veörinu og sfðast en alls ekki sist: leitinni aö Ingólfi...! i Helgarpoppi er sagt frá nýlegum hljómleikuin hinnar vinsælu hljómsveitar Police i Frakklandi: Fréttaljósi er varpað á Pálma landbúnaðarráðherra og kjúklinga og svfn, Sigmar B. Hauksson veröur með leiðbeiningar til sælkera, Gisli Jónsson skrifar pistil að noröan og annað efni veröur á sinum stað. mmmsm SS^iwSiiÍiÍÍÍiíiÍii i Margrét Helga Jóhannsdóttir, leikari, hefur vakið mikla athygli að undanförnu og þykir standa sig meö afbrigðum vel i hverju leikritinu af öðru. i Helgarviötal- inu kemur Margrét Helga viða viö og leik- ur á als oddi. Hún segir m.a. aö flest hlut- verk sin hafi hún fengiö af þvi að hún sé .feitari en hinar”. „Morðinginn hefur verið hcljarmenni að burðum. Hann hefur komiö aftan að henni, brugðið rafmagnsleiðslu um hálsinn og kyrkt hana. Allt bendir til þess að liann hafi hlotið þjálfun i að vega menn á skjótan og hávaða- lausan hátt”. Sérstæð sakamál fjalla um moröið á Doriu Schroeder, sem var 57 ára gömul en þótti eigi að siöur i lauslátara lagi. áansafS' (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.