Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 1
2002  FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A FH LYFTI SÉR UPP Í 5. SÆTI MEÐ SIGRI Á FRAM / C3 ÞÓREY Edda Elísdóttir, FH, keppir í dag í úr- slitum í stangarstökki á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í München í Þýskalandi. Hefst keppnin klukkan 16 og má reikna með að hún standi í um þrjá tíma, en alls eru það fimmtán konur sem reyna með sér. Þess má geta að að- eins ein þeirra þriggja kvenna sem unnu til verðlauna á Evrópumeistaramótinu í Búdapest fyrir fjórum árum verður á meðal þátttakenda í úrslitunum í dag. Það er Yvonne Bushbaum frá Þýskalandi en hún vann bronsverðlaunin í Búdapest þegar keppt var fyrsta sinni í stang- arstökki kvenna á EM utanhúss. Evrópumeist- arinn, Anzhela Balakhonova, Úkraínu, og Þjóð- verjinn Nicole Rieger-Humbert eru fjarri góðu gamni að þessu sinni og ljóst að krýndur verður nýr Evrópumeistari í þessari grein. Þórey keppir í úrslitum í dag Hlynur Jóhannesson, handknatt-leiksmarkvörður, samdi í gær við norska úrvalsdeildarfélagið Stord. Til stóð að Hlynur myndi spila með Team Helsinge í dönsku úrvals- deildinni í vetur en hann lék í Dan- mörku með Midtsjælland í 1. deild á síðasta tímabili. Áður varði Hlynur mark HK í Kópavogi til margra ára. Stord hafnaði í fjórða sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Ég var ekki búinn að undirrita samninginn við Team Helsinge en það dróst vegna sumarfría, bæði hjá mér og forráðamönnum félagsins. Síðan hafði umboðsmaðurinn minn samband við mig, sagði mér frá því að norska félagið þyrfti markvörð strax, og ég ákvað að slá til. Það sem freistaði mín mest með að fara til Noregs er að Stord tekur þátt í Evr- ópukeppni í vetur, og hefur ráðið einn þekktasta þjálfara Svía, Jesper Svensson, sem hefur gert lið Sävehof að meisturum hvað eftir annað á undanförnum árum,“ sagði Hlynur við Morgunblaðið eftir að hann gekk frá samningnum í gær. Hlynur samdi við Stord MIKIÐ stuð var á kylfingum á fyrsta degi Íslandsmótsins á Strandarvelli í gær. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili setti vallarmet af bláum teigum er hún lék á 69 höggum, einu höggi undir pari. Gamla metið átti Ragnhildur Sig- urðardóttir úr GR en hún lék eitt sinn á 70 höggum. „Ég var einn undir eftir níu og lék síðari níu holurnar á pari. Ég lenti aldrei í teljandi vandræðum, byrjaði reyndar á skolla á fyrstu holunni og það voru nokkur von- brigði því ég var á miðri braut í upphafshögginu og átti fínt högg inn á miðja flöt í því næsta en bolt- inn hoppaði rosalega og yfir flöt- ina. Fugl fylgdi í kjölfarið og eftir það gekk allt að óskum,“ sagði Ólöf María þegar hún hafði lokið leik. Örn Ævar Hjartarson, Íslands- meistari úr Golfklúbbi Suðurnesja, jafnaði í gær vallarmetið af hvítum teigum þar sem meistaraflokkskylf- ingar leika. Hann kom inn á 66 höggum, fjórum undir pari vall- arins. Árið 1995 lék Birgir Leifur Hafþórsson úr Leyni á 66 höggum. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Ólöfu Maríu og Erni Ævari.Morgunblaðið/Arnaldur Íslandsmeistarinn, Örn Ævar Hjartarson, GS, hóf titilvörnina í gær og lék einstaklega vel á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi á Strandarvelli við Hellu í gær. Hann jafnaði vallarmet Birgis Leifs Hafþórssonar, lék á 66 höggum, fjórum undir pari vallarins. Vallar- met og jöfnun ■ Íslandsmeistarinn/C2 Eistlendingurinn Erki Nool, Evr-ópumeistari í tugþraut fyrir fjórum árum, varð að gera sér annað sætið að góðu að þessu sinni, fékk 8.438 stig. „Eftir það sem Jón hefur gengið í gegnum á síðustu árum, þar sem hann hefur ekki náð að ljúka keppni á heimsmeistaramótum og á síðustu Ólympíuleikum, lít á þetta sem mikinn sigur fyrir hann. Jón náði nú öðrum besta árangri sem hann hefur náð á ferli sínum,“ sagði Vésteinn, sem hefur fylgt Jóni eftir á öll stórmót undanfarin fimm ár. „Menn geti ekki annað en glaðst yfir því að Jón hefur náð sér á strik, það þarf sterk bein til þess að rífa sig upp úr öldudalnum og það hefur Jóni tekist. Hann var nú að ljúka sinni þriðju tugþrautarkeppni á þessu ári með miklum sóma. Þessi árangur nú veitir honum byr undir báða vængi og verður vonandi til þess að Afreks- sjóður ÍSÍ sjái sér fært að styðja við bakið á Jóni af fullum krafti svo hann geti einbeitt sér að íþróttaiðkun sinni á næstu misserum,“ sagði Vésteinn. Er glaður fyrir hönd Jóns Arnars „ÉG er ánægður fyrir hönd Jóns Arnars að hann skyldi ná svo langt sem raun ber vitni, en að sjálfsögðu hefði ég viljað að hann krækti í bronsið,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, landsliðsþjálfari í frjáls- íþróttum, eftir að ljóst varð að Jón Arnar Magnússon hafði hafnað í 4. sæti í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í München í gærkvöldi. Jón fékk 8.238 stig, varð 152 stigum á eftir Lev Lobodin, sem varð þriðji. Roman Sebrle vann með yfirburðum, fékk 8.800 stig. ■ Kominn á kortið/C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.