Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 C 3  JÚLÍUS Rafnsson, forseti Golf- sambands Íslands, hélt stutta tölu við upphaf Íslandsmótsins á Strand- arvelli í gærmorgun. Hann minntist Frímanns Gunnlaugssonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra GSÍ, sem lést á árinu og kylfingar minntust hans með einnar mínútu þögn.  GUÐMUNDUR Magnússon móts- stjóri setti síðan 60. Íslandsmótið í golfi og Júlíus forseti sló fyrsta höggið af kvennateig því það voru stúlkurnar sem hófu leik klukkan átta árdegis í gær. Höggið hjá for- setanum var fínt og vel nothæft fyrir pari á fyrstu brautinni. Fyrsti kepp- andinn til að slá var Helga Rut Svan- bergsdóttir úr GKj og tókst upphafs- högg hennar með ágætum. Mótið fór því vel af stað.  FYRIR þá sem vilja fylgjast með gangi mála á Íslandsmótinu er hægt að fylgjast nokkuð grannt með á heimasíðu GSÍ, golf.is, en skor verð- ur fært þar inn á þriggja holna fresti þannig að menn geta fylgst vel með þótt þeir séu ekki á staðnum. Einnig verður sagt frá gangi mála á mbl.is.  KLÚBBFÉLAGAR í Golfklúbbn- um á Hellu eru aðeins 118 og því má telja það kraftaverki líkast að svo lít- ill og fámennur klúbbur skuli geta haldið jafn stórt mót og Íslandsmótið er. Völlurinn er í mjög góðu standi og öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar.  INGI Rúnar Gíslason úr Keili þarf ekki að stökkva hátt til að fylgjast með kúlunni sinni þegar hann slær því Einar Karl Haraldsson há- stökkvari er kylfusveinn hjá Inga Rúnari. Einar Karl sagðist lítið vera í golfi sjálfur en hann hefði gaman af að fylgjast með þeim bestu.  BJÖRGVIN Þorsteinsson, sem nú keppir fyrir Golfklúbb Vestmanna- eyja, er kominn með langan pútter eins og stöðugt er að verða algeng- ara. Björgvin sagðist hafa skipt fyrir nákvæmlega ári. „Eftir tvo hringi á síðasta Íslandsmóti var mér nóg boð- ið, hringdi í félaga minn og bað hann að lána mér einn langan, sem hann gerði, og ég hef verið með svona langan pútter síðan,“ sagði Björgvin.  BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili lék í gær á 71 höggi, einu höggi yfir pari, sem er nákvæmlega eins og hann lék fyrsta hring árið 1995 þegar hann varð Íslandmeistari í fyrsta sinn. Síðan þá hefur hann bætt tveimur Íslandsmeistaratitlum í safnið, 1999 á heimavelli í Hvaleyr- inni og 2000 á Akureyri. FÓLK Það mátti fljótlega merkja á leik-mönnum FH að þeir mættu til leiks með sjálfstraustið í lagi eftir gott gengi í síðustu leikjum. Það voru þó Framarar sem fengu fyrstu mark- tækifærin í leiknum. Þorbjörn Atli fór illa með gott færi á 7. mínútu og fimm mínútum síðar kiksaði Eggert Stefánsson úr opnu færi. FH-ingar létu þetta ekki slá sig út af laginu. Þeir náðu smátt og smátt undirtökunum í leiknum og sérstaklega á miðsvæðinu þar sem Heimir Guðjónsson var í aðalhlut- verki. FH-ingar sóttu að Frömurum hátt uppi á vellinum og á köflum var pressan þung upp við mark Fram- ara. Jónas Grani Garðarsson hefði hæglega getað skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleiknum en honum brást bogalistin og Safamýrar- drengirnir máttu prísa sig sæla að halda jöfnu eftir fyrri hálfleikinn. FH-ingar hófu síðari hálfleikinn líkt og þeir enduðu þann fyrri. Gunnar Sigurðsson sýndi snilldar- markvörslu þegar hann varði þrumuskot Jóns Þ. Stefánssonar og rétt á eftir misnotaði Jónas Grani enn eitt færið. Stuðningsmenn Hafnarfjarðarliðsins voru farnir að ókyrrast og þeir héldu svo sannar- lega niðri í sér andanum þegar Þor- björn Atli slapp einn inn fyrir vörn FH en Daði Lárusson bjargaði sín- um mönnum með glæsilegri mark- vörslu. Framarar virtust missa móð- inn við þetta atvik því fimm mínútum síðar tókst Jónasi Grana loks að brjóta ísinn og við það var eins og blaðran spryngi því í kjölfar- ið fylgdu þrjú mörk á aðeins 13 mín- útum. Framarar minnkuðu muninn í 2:1 en FH-ingar voru ekki lengi að kæfa möguleika þeirra því þeir svör- uðu fyrir sig rétt í þann mund sem Framarar voru hættir að fagna marki Sævars Guðjónssonar. Bæði lið fengu ágæt færi undir lokin og ekki varð betur séð en Framarar hefðu átt að fá vítaspyrnu þegar Þorbjörn Atli var felldur á lokamín- útunum. „Við erum í góðum gír þessa dag- ana og liðið spilar mjög sannfær- andi. Við höfum spilað blússandi sóknarleik sem skilað hefur mörgum mörkum og ég get ekki verið annað en ánægður með leik strákanna hér í kvöld. Eins og leikurinn þróaðist var þetta bara spurning hvenær en ekki hvort okkur tækist að skora fyrsta markið og eftir að það kom litum við ekki til baka. Þetta var geysilega mikilvægur sigur og nú verðum við bara að fylgja honum eftir þegar við fáum meistarana í heimsókn á mánudaginn,“ sagði Sigurður Jóns- son, þjálfari FH, við Morgunblaðið en hann tók út leikbann og fylgdist með lærisveinum sínum úr áhorf- endastúkunni. FH-liðið var mjög heilsteypt og nánast hvergi veikan hlekk að finna. Tilkoma Calums Betts og Atla Við- ars hefur eflt mjög sóknarleikinn hjá FH-ingum og segja mörkin tíu í síð- ustu þremur leikjum sína sögu. Vörnin var traust með Ásgeir Ás- geirsson sem besta mann, Heimir var öflugur á miðjunni og Jón Þor- grímur gerði varnarmönnum Fram lífið leitt allan tímann. Með sama áframhaldi halda FH-ingar áfram að fikra sig upp töfluna. Framarar áttu á brattann að sækja mestallan tímann. Þeir fengu þó fín færi til að ná forystu en var refsað grimmilega. Miðjan var afar döpur og lykilmaður eins og Ágúst Gylfason náði sér ekki á strik og munar um minna. Það var helst Freyr Karlsson sem náði að skapa eitthvað fyrir þá bláklæddu en í heild léku Framarar undir getu og verða að taka sig á ef ekki á illa að fara. „Við áttum ekkert meira skilið út úr þessum leik. FH-ingarnir voru betri og unnu verðskuldaðan sigur. Við vorum heppnir að vera ekki und- ir í hálfleik og það var aðeins tíma- spursmál í síðari hálfleik hvenær FH kæmist yfir. Það hefur vantað neistann í lið okkar í allt sumar og þegar við höfum fengið tækifæri til að slíta okkur frá botnbaráttunni höfum við ávallt klúðrað því. Það er ekki spurning að við verðum að taka okkur taki og hressa upp á leik okk- ar,“ sagði Gunnar Sigurðsson, mark- vörður Fram, við Morgunblaðið. FH-ingar fikra sig upp ÞAÐ verður ekki annað sagt en FH-ingar hafi unnið afar verðskuld- aðan sigur á Frömurum á heimavelli sínum í Kaplakrika í gærkvöldi, í lokaleik 8. umferðar sem frestað var á sínum tíma vegna þátttöku í Inter-toto-keppninni. FH-ingar höfðu tögl og hagldir allt frá byrjun leiks og unnu sannfærandi 3:1-sigur sem kom þeim upp í fimmta sæti deildarinnar en Framarar sitja í áttunda sæti og ef marka má frammistöðu þeirra í gær eiga þeir í vændum baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Guðmundur Hilmarsson skrifar                                             ! "               # $%"  &     '&    (  )             '     *  " &#         +,          ! " # $    % %   &'( )   * +  ,-  .$  /      0  1 /  23-4 -       15-& 2"-44 6/ 7+ 7/ /82-.  9      -".//.   ' & 0 ( 1. ,    "* %5 . /23/ # 4 5   & '  &  /   !!  6      $ + :  ""1!4       ;        ( <  )   .$  1    =>-4  ,?@  * +9  %'+.     1< $  A2-4 #  /       19 $ AB-4 , C -      & '7118&  *   9  &  7:38&  * & ; <6   & '7-18&  *  / : / 6   "B7=/8 ;B7==8 ;"72.8 >"72:8 "A1A4 3  r . u r , g n a - - - a r ð r í r f . - , höggi á eftir Erni Ævari. Hann hóf leik á tíundu holu og byrjunin lofaði ekki góðu því hann fékk par á holuna, sem er stutt par fjórir og tiltölulega auðveld „fugla- hola“, en ef til vill ekki sem fyrsta hola dagsins. Síðan kom skolli og annar til, þá par og loks fugl á 14. holunni. Þrjú pör fylgdu í kjölfarið og skolli á 18. holunni og því tvö högg yfir pari eftir níu holur. Tryggvi lét það hins vegar ekki á sig fá og hóf síðari hringinn, þann fyrri á vell- inum, með glæsibrag. Þrír fuglar í röð og allt í einu var hann kominn einu höggi undir pari eftir tólf holur. Par var næst á dagskránni og síðan fugl. Aftur par og fugl og loks tvö pör. Flott spilamennska á síðari hringnum en hann lék Tryggvi á fimm undir pari. Fimm kylfingar eru höggi á eftir Tryggva, á tveimur höggum undir pari. Haraldur Hilmar Heimisson, GR, Gunnar Þór Gunnarsson, GKG, Ottó Sig- urðsson, GKG, Pétur Óskar Sigurðsson, GR, og Sigurpáll Geir Sveinsson, GA. Höggi þar á eftir koma fjórir kylfingar úr fjórum klúbbum. Sigurður Pétursson, GR, Helgi Birkir Þórisson, GS, Styrmir Guðmundsson, GK, og Björgvin Þor- steinsson, GV. Þrír kylfingar léku á pari í gær, Kristinn Árnason úr GR, Willy Blumenstein úr Leyni á Akranesi og Birgir M. Vigfússon, GR. Það voru því 14 sem léku á pari eða betur á fyrsta degi. starinn látum Morgunblaðið/Arnaldur hún nýlega slegið inn á flöt. VALSMENN taka þátt í Granollers-mótinu í handknattleik sem fram fer í Granollers á Spáni dagana 3.–10. september næstkomandi. Þetta er sama mótið og Íslandsmeistarar KA tóku þátt í á síðasta ári, en KA- menn höfnuðu í öðru sæti á eftir franska liðinu Montpellier. Auk Valsmanna og gestgjafanna í Granollers leika á mótinu frönsku félögin Creteil og Tolouse. „Ég lít á þetta mót sem góðan undirbúning fyrir tímabilið. Liðin eru sterk sem við komum til með að mæta og það verður fróðlegt að sjá hvernig okkur tekst til á móti þeim,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið, en Geir þekkir vel til á þessum slóðum en hann lék í tvö ár með liði Granollers. Valsmenn á Granollers-mótið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.