Morgunblaðið - 09.08.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.08.2002, Qupperneq 4
 DAGNÝ Edda Þórisdóttir og Jóna K. Þórisdóttir enduðu í 33. sæti í tvímenningi á heimsmeistara- móti unglinga í keilu í Taílandi. Þær léku á 2.004 stigum í 6 leikjum sem gerir 167 að meðaltali. Þórhall- ur Hálfdánarson og Steinþór Jó- hannsson spiluðu á 2.196 eða 183 að meðaltali og höfnuðu í 42. sæti. Næst á dagskrá mótsins er liða- keppni.  PÓLVERJINN Robert Korzen- Hiowski, sem keppti í 50 km göngu karla á Evrópumótinu í frjálsíþrótt- um í München í gær, sigraði á besta tíma sem náðst hefur í greininni. Korzeniowski gekk kílómetrana 50 á þremur klukkustundum, 36 mín- útum og 39 sekúndum, en gamla metið átti Valerí Spítsín frá Rúss- landi, 3.37, 26. Árangur Korzen- iovskis er ekki skráður sem heims- met þar sem keppni í 50 km göngu fer fram utan leikvanga og því eru leiðirnar sem gengið er misjafnar frá einu móti til annars.  GARETH Graham, N-Írinn sem leikið hefur með Eyjamönnum í Símadeildinni í sumar, leikur sinn síðasta leik fyrir ÍBV á morgun þegar Eyjamenn fá Grindvíkinga í heimsókn. Graham heldur til Eng- lands eftir helgina en hann hefur verið í láni frá Brentford.  HERTHA Beríin, lið Eyjólfs Sverrissonar, samdi í gær við bras- ilíska varnarmanninn Fabio Cam- illo eða Neno eins og hann kallaður. Leikmaðurinn er 27 ára gamall og kemur til Herthu frá Gremio. Hjá Herthu hittir Neno fyrir tvo landa sína, framherjanana Alex Alves og Marcelinho.  HERTHA mætir meisturum Dortmund í upphafsleik þýsku 1. deildarinnar á Westfalen-leik- vangnum í Dortmund í kvöld.  ENSKA úrvalsdeildarliðið Leeds United fékk í gær góðan liðsstyrk en þá gengu miðvallarleikmennirnir Nick Barmby og Paul Okon til liðs við félagið. Leeds greiddi Liverpool 365 milljónir fyrir Barmby en Okon, sem er fyrirliði ástralska landsliðsins, kom til liðsins á frjálsri sölu þar sem hann var leystur und- an samningi við Watford í vor.  OKON er þriðji ástralski lands- liðsmaðurinn í liði Leeds, en með liðinu leika nú þegar Harry Kewell og Mark Viduka. Þess má auk þess geta að Terry Venbles, knatt- spyrnustjóri Leeds, þjálfaði lands- lið Ástralíu í undankeppni HM 1998.  ÞÝSKA handknattleiksliðið Lemgo hefur framlengt samninga við þrjá landsliðsmenn félagsins. Christian Schwarzer og Florian Kehrmann skrifuðu undir samn- inga sem gilda til ársins 2005 og ris- inn Wolker Zerbe til 2006.  GEORGE Best, fyrrum knatt- spyrnustjarna í liði Manchester United, er á góðum batavegi eftir lifraraðgerð sem framkvæmd var á honum fyrir tíu dögum. Best fékk að ganga í fyrsta sinn eftir aðgerð- ina og var haft eftir læknum á Cromwell sjúkrahúsinu í London í gær að Best liði vel og ekki hefði komið í ljós annað en að aðgerðin á honum hefði gengið að óskum. Best er 56 ára gamall og var illa haldinn af lifrarsjúkdómi eftir áralanga óhóflega neyslu áfengis.  ZLATKO Zahovic hefur verið valinn í slóvenska landsliðið í knatt- spyrnu á nýjan leik en Slóvenar mæta Ítölum í vináttuleik síðar í mánuðinu. Zahovic fór heim með skömm frá HM í Japan og S-Kóreu fyrr í sumar eftir deilur við þjálf- arann, Screko Katanec, en nýskip- aður landsliðsþjálfari Slóvena, Boj- an Prasnikar, ákvað að taka hann í sátt og valdi hann í liðið. FÓLK Íslenska liðið mætir Andorra 21.ágúst og Ungverjum 7. septem- ber í vináttulandsleikjum á Laugar- dalsvelli en tekur svo á móti Skotum og Litháum í undankeppni Evrópu- móts landsliða í byrjun október. Leikurinn við Skota fer fram 12. október en Litháar koma í heimsókn fjórum dögum síðar. Eins og undanfarin ár mun KSÍ selja miða á leikina fjóra í samstarfi við ESSO og verða miðar m.a. seldir í forsölu á þjónutustöðvum olíufélags- ins. Þá hefur sú nýbreytni verið tekin upp að selja áskrift á leikina fjóra á Netinu á sérstöku tilboðsverði. Salan fer fram dagana 10.–17. ágúst á heimasíðum KSÍ, www.ksi.is, og ESSO, www.esso.is. Sæti í 1. verðflokki á kostar 6.000 kr. fyrir leikina fjóra en sæti í 2. verðflokki 4.000 kr. Til samanburðar er miða- verð í forsölu á leik Íslands og Skot- lands 3.500 kr. í sæti í 1. verðflokki en 2.500 kr. í sæti 2.verðflokki og þá kostar 4.000 á leikinn á leikdag í betri sætin en 3.000 í hin. Þeir sem kaupa á miða á Netinu fá ekki alla miðana í einu heldur munu þeir geta nálgast þá fyrir hvern leik á þeirri þjónustumiðstöð ESSO sem þeir kjósa. Aðeins helmingur sæta á Laugardalsvelli verður seldur á Net- inu og hvetur Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fólk til þess að tryggja sér miða sem fyrst á Netinu til þess að tryggja landsliðinu góðan stuðning í leikjunum fjórum. Sagði hann enn fremur að líklega yrði uppselt á leik Íslands og Skot- lands þar sem a.m.k. 2.700 áhang- endur skoska landsliðsins hefðu mik- inn áhuga á að fylgja liðinu hingað til lands, en búist er við að liðin tvö berj- ist um annað sætið í riðlinum og þar með aukaleiki um sæti á Evrópu- mótinu sem fer fram í Portúgal eftir tvö ár. Miðasala á Netinu KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands, KSÍ, hyggst á næstu dögum nýta sér Netið til miðasölu í fyrsta sinn, en þá verða seldir miðar á fjóra leiki karlalandsliðsins í knattspyrnu sem fara fram í haust. Á Netinu verður eingöngu hægt að kaupa miða á alla fjóra leikina en ekki einstaka leiki. Það má segja að ég hafi gefist upp í1.500 metra hlaupinu, ég fann til ofarlega í hásininni á vinstri fæti þar sem ég meiddi mig í vor. Fyrir vikið var sem mig vantaði all- an kraft í vinstri fót- inn og því fór ég svona hægt yfir,“ sagði Jón spurður um síðustu greinina, 1.500 m hlaup, þar sem hann rak lestina á 4.59,95, einhverjum slakasta tíma sem hann hefur náð í greininni undanfarinn áratug. Þegar keppni hófst í gærmorgun þótti mörgum ljóst að keppnin um bronsið myndi standa á milli Jóns Arnars og Lobodins. Sebrle var greinilega í sérflokki og líklegt þótti að Nool myndi krækja í silfurverð- launin gengi allt eðlilega. Þegar á hólminn var komið reyndist Nool ekki eins sterkur og oft áður, einkum í spjótkasti þar sem hann var um 10 metrum frá sínu besta. Fyrir vikið var Lobodin skammt á eftir ólympíu- meistaranum lengst af. Jón Arnar tapaði hins vegar nokkuð í verðlauna- baráttunni þegar hann náði sér ekki á strik í fyrstu grein dagsins, 110 m grindahlaupi. Þar kom hann í mark á 14,61 sek., um þriðjungi úr sekúndu frá því sem viðunandi getur talist. Um leið missti hann af mikilvægum stigum. Í kringlukastinu var Jón einnig nokkuð frá því sem vonir stóðu til, kastaði 45,12, og Lobodin jók enn forskotið með því að kasta um þrem- ur metrum lengra. Þegar sjö greinar voru að baki var ljóst að mjög yrði á brattann að sækja hjá Jóni við að nálgast verðlaun. Segja má að end- anlega hafi slokknað á þeim mögu- leika þegar hann komst aðeins yfir 4,90 metra í stangarstökki á sama tíma og Lobodin stökk 5,20 og Nool 5,30. Góður árangur Jóns í spjótkasti, 63,96, hjálpaði lítt upp á sakirnar í ní- undu grein. Greinilegt var að Jóni var ætlað fjórða sætið nú líkt og á EM fyrir fjórum árum. „Það er fyrst og fremst afar gott fyrir sjálfstraustið að verða þó þetta framarlega. Nú er næsta skref að jafna sig aðeins á þessari þrekraun og taka síðan til við æfingar af fullum krafti. Líkamlega er ég í ágætu standi þrátt fyrir sárindin í hásininni og því á ekkert að vera því til fyr- irstöðu að ég nái fyrri styrk,“ sagði Jón Arnar þegar hann hafði kastað mæðinni eftir stranga keppni í gær. „Nú hef ég aðstöðu á nýjan leik til þess að einbeita mér að æfingum af fullum krafti og þá er bara að ein- henda sér í það. Ég hef sýnt og sann- að að ég er mættur til leiks af alvöru og vona að menn hafi trú á því sem ég er að gera. Þetta ár hefur verið já- kvætt, ég hef komist vel í gegnum þrjár þrautir. Ofan á þetta þarf ég að byggja,“ sagði Jón, sem keppir næst í bikarkeppni FRÍ um aðra helgi. Þess má geta að þetta er í átjánda sinn sem Jón Arnar vinnur sér inn yfir 8.000 stig í tugþraut á ferlinum. Sebrle var aðeins 11 stigum frá Evrópumótsmeti Bretans Dailys Thompsons frá 1986, en það er 8.811 stig. Til að slá það hefði tími hans í 1.500 m hlaupinu þurft að vera tæp- lega tveimur sekúndum betri. Vakti það nokkra athygli að Sebrle skyldi ekki slá betur í klárinn á lokakaflan- um til að bæta metið úr því hann var svo skammt frá því. Þetta er í annað sinn á árinu sem Sebrle fær nákvæm- lega 8.800 stig í tugþraut, en hann vann alþjóðlega mótið í Götzis í Aust- urríki í vor með sama stigafjölda. Ber hann höfuð og herðar yfir aðra tug- þrautarmenn um þessar mundir. Þrefaldur heimsmeistari í greininni, landi hans Tomás Dvórák, er meidd- ur um þessar mundir. Hann náði sér ekki á strik í München af þeim sökum og heltist úr lestinni þegar hann felldi upphafshæð sína í stangarstökki. Kominn á kortið á ný Reuters Silfurverðlaunahafinn í tugþrautinni, Erki Nool frá Eistlandi, til vinstri, ásamt Evrópumeistaran- um, Roman Sebrle frá Tékklandi, í lok tugþrautarkeppninnar á EM í München í gærkvöldi. „ÉG er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn inn á kortið á nýjan leik; sá „gamli“ er mætt- ur til leiks á ný,“ sagði Jón Arnar Magnússon, þreyttur en glaður í bragði eftir að hafa lent í fjórða sæti í tugþrautarkeppni Evr- ópumótsins í frjálsíþróttum í München í gærkvöldi. Jón fékk 8.238 stig, var 152 stigum á eft- ir Rússanum Lev Lobodin, sem fékk bronsverðlaun. Erki Nool frá Eistlandi varð annar með 8.438 stig en Evrópumeistari varð Tékkinn Roman Sebrle, önglaði saman 8.800 stigum. „Auðvitað hefði ég viljað vera ofar, en sá möguleiki var úr sög- unni þegar kom að síðustu greininni þar sem mér gekk ekki sem best í grindahlaupinu og kringlukastinu,“ sagði Jón. Ívar Benediktsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.