Morgunblaðið - 25.09.2002, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 B 3
Man. Utd. klúbburinn á Íslandi og Úrval
Útsýn í Smáranum bjóða upp á ferð á
stórleik Man. Utd. og Newcastle
22. nóvember nk.
Beint leiguflug til Manchester með
Flugleiðum og gist í miðborg Manchester.
Flugtímar 22. nov. KEF MAN 09:00 11:35
24. nov. MAN KEF 17:00 19:35
Verð: 45.900 fyrir klúbbmeðlimi, 54.900 fyrir aðra.
Innifalið: Flug, skattar, gisting í tvíbýli í 2 nætur með
morgunverði, miði á völlinn, rútur til og frá flugvelli
og íslensk fararstjórn.
Man. Utd - Newcastle
22.-24. nóvember
Upplýsingar og skráning hjá
Úrval Útsýn í Smáranum í
síma 585 4140
eða á netfangi ludvik@uu.is
ÞÓRARINN Kristjánsson úr
Keflavík var í gær úrskurðaður í
eins leiks bann af aganefnd KSÍ
vegna fjögurra gulra spjalda. Hann
byrjar því næsta tímabil í banni.
Sama er að segja um Jón Fannar
Guðmundsson úr Grindavík sem
fékk rauða spjaldið í leiknum gegn
Keflavík á laugardaginn.
JÓN Skaftason, bjargvættur KR-
inga, byrjar líka næsta tímabil í
banni. Jón er kominn í eins leiks
bann í 2. flokki vegna fjögurra gulra
spjalda en þar sem hann er ekki
lengur gjaldgengur þar þarf hann að
taka bannið út í fyrsta leik KR í úr-
valsdeildinni næsta vor.
BJARTUR Máni Sigurðsson, fyrr-
um leikmaður ÍR og ÍBV, var at-
kvæðamesti leikmaður Endingen
sem gerði jafntefli, 23:23, við stórlið
Winterthur í svissnesku 1. deildinni i
handknattleik um síðustu helgi.
Bjartur Máni skoraði 6 mörk í leikn-
um en lið hans er í 7. sæti af 8 liðum í
deildinni. Gunnar Andrésson náði
ekki að skora fyrir Kadetten Schaff-
hausen sem vann Grasshoppers,
24:23, og er í 5. sæti.
DAGNÝ Skúladóttir skoraði eitt
mark úr vítakasti fyrir Issy sem
vann Angouléme, 23:22, á útivelli í
frönsku 1. deildinni um helgina. Hún
hafði verið mjög atkvæðamikil í
tveimur fyrstu leikjum Issy sem er í
8. sæti af 12 liðum í deildinni.
KRIS Commons, 19 ára gamall
miðjumaður hjá Stoke sem vakið
hefur verðskuldaða athygli, meðal
annars hjá liðum á borð við Man-
chester United og Liverpool, meidd-
ist illa á hné í leiknum við Ipswich
um síðustu helgi og leikur ekki meira
með liðinu á þessari leiktíð.
BRASILÍSKI knattspyrnukappinn
Ronaldo mun ekki leika með Real
Madrid gegn belgíska liðinu Genk í
kvöld eins og fyrirhugað var. Hann
meiddist á æfingu á mánudag.
ROGER Lemerre, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Frakklands, sem
lét af störfum eftir HM, hefur verið
ráðinn landsliðsþjálfari Túnis. Le-
merre fær um 1,6 millj. ísl. kr. í laun
á mánuði.
FÓLK
Halldór í Hauka
HALLDÓR Kristmannsson, fyrirliði körfuknattleiksliðs ÍR
undanfarin ár, er genginn til liðs við Hauka og leikur með
þeim í úrvalsdeildinni í vetur. Halldór segir á körfuboltavef
ÍR-inga að hann hafi byrjað æfingar seint í sumar og lið ÍR
hafi þá verið langt komið í undirbúningi sínum. Hann hafi
ákveðið að ganga til liðs við Hauka þar sem hann býr og vinn-
ur í næsta nágrenni við þá. Halldór spilaði að meðaltali í 21,8
mínútu í leik með ÍR á síðasta tímabili og skoraði 8,1 stig að
meðaltali. Hann hefur einnig spilað með KFÍ og Breiðabliki í
úrvalsdeildinni.
Willum Þór Þórsson verðuráfram við stjórnvölinn hjá Ís-
landsmeisturum KR, Aðalsteinn
Víglundsson hjá Fylki og Bjarni Jó-
hannsson hjá Grindavík en allir voru
þeir að stjórna sínum liðum á sínu
fyrsta ári. Þorvaldur Örlygsson með
KA-liðið þriðja árið í röð og Ólafur
Þórðarson skrifaði á dögunum undir
nýjan tveggja ára samning við ÍA.
Hjá nýliðunum, Val og Þrótti,
verða sömu þjálfarar – Þorlákur
Árnason er með samning hjá Val,
sem hann tók við fyrir þetta tímabil,
og Ásgeir Elíasson er í samninga-
viðræðum við Þrótt en þriggja ára
samningur hans við félagið er að
renna út.
Eyjamenn eru í þjálfaraleit eftir
að ljóst varð að Heimir Hallgríms-
son afþakkaði boð stjórn knatt-
spyrnudeildar ÍBV um að halda
starfi sínu áfram.
Óvissa hjá FH og Fram
Hjá FH og Fram ríkir óvissa með
þjálfaramálin. Sigurður Jónsson var
á sínu fyrsta starfsári sem þjálfari
FH-inga og hefur ekki verið tekin
ákvörðun hvort hann haldi áfram
með liðið. Sigurður gerði þriggja
ára samning við Hafnarfjarðarliðið í
fyrra en í honum er uppsagnar-
ákvæði af beggja hálfu.
Þá hafa Framarar ekki tekið
ákvörðun með framtíð Kristins
Rúnars Jónssonar sem stýrir Safa-
mýrarliðinu annað árið í röð. Hann á
eitt ár eftir af samningi sínum en
líkt og hjá flestum þjálfurum er
uppsagnarákvæði af beggja hálfu í
samningi hans.
Flest lið
með sömu
þjálfara
AÐ minnsta kosti sjö af liðunum tíu sem leika í úrvalsdeild karla í
knattspyrnu á næstu keppnistímabili verða með sömu þjálfarana
og stjórnuðu liðunum í sumar. ÍBV er eina liðið sem vitað er að fær
nýjan mann í „brúna“ og þá er óvíst hvað FH-ingar og Framarar ætla
að gera.
KNATTSPYRNUÞJÁLFARAR víðs-
vegar frá Evrópu voru með ráðstefnu á
dögunum þar sem flestir af fremstu
þjálfurum álfunnar lögðu fram tillögu
þess efnis að gera þyrfti hlé á deildar-
keppni yfir háveturinn til þess að gefa
eikmönnum tíma til þess að hvíla sig.
Þjálfararnir horfa þá aðallega til Eng-
ands í þessum efnum með enska lands-
iðsþjálfarann Sven Göran Eriksson
fremstan í flokki.
Leikjafjöldinn í ensku úrvalsdeildinni
yrði sá sami ef tillögur þjálfaranna
næðu fram að ganga og er gert ráð fyrir
að þriggja vikna hlé yrði gert á keppn-
nni. Mick McCarthy, landsliðsþjálfari
Íra, segir að Eriksson sé rétti maðurinn
il þess að gera atlögu að íhaldssömum
stjórnendum enska knattspyrnu-
sambandsins þar sem Svíinn hafi
reynslu af vetrarfríi sem gefið er á Ítal-
u, en hann þjálfaði m.a. Lazio.
Þjálfarar „stóru“ liðanna – Arsene
Wenger hjá Arsenal, Alex Ferguson hjá
Man. Utd. og Gerard Houllier hjá Liver-
pool, standa með Eriksson og er fyr-
rhugað að gefa vetrarfrí eftir jóla- og
áramótaleikina, eða í byrjun janúar og
fram í febrúar. Áætlað er að taka upp
vetrarfrí á næsta keppnistímabili, eða í
anúar 2004.
Margir leikmenn hafa kvartað yfir
álagi að undanförnu og síðastur til þess
var Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal,
sem óskaði eftir að fá að sleppa einum
eik til að hvíla lúin bein. Arsenal hefur
eikið tvo leiki á viku að undanförnu – í
deildakeppninni á Englandi og meist-
aradeild Evrópu. Þess má geta að Vieira
ék 66 leiki á síðasta keppnistímabili.
Eriksson vill
vetrarfrí í
Englandi
ÍÞRÓTTIR
Hlynur gaf það út í fyrra að hannværi hættur en eftir mikinn
þrýsting frá Eyjamönnum, þegar
illa gekk, ákvað hann að leika með
þeim síðari hlutann af tímabilinu.
Ingi Sigurðsson sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að hann sæi
ekki fram á annað en að hann yrði
að hætta enda kominn í krefjandi
starf sem bæjarstjóri í Vestmanna-
eyjum. Bæði Hlynur og Ingi hafa
verið lykilleikmenn í Eyjaliðinu
mörg undanfarin ár og verða skörð
þeirra vafalaust vandfyllt. Hlynur
hefur leikið samtals 187 leiki með
Eyjamönnum í efstu deild og Ingi
198 leiki.
Birkir Kristinsson, markvörður,
sagði að líklega yrði hann áfram
með ÍBV en hann á eitt ár eftir af
samningi sínum við félagið. „Ég er
ekkert að hætta og ég stefni á að
klára minn samning. Ég vil samt sjá
til hvað gerist varðandi þjálfaramál-
in og leikmannamálin áður en ég
slæ því alveg föstu,“ sagði Birkir.
Hlynur, Ingi og
Kjartan hætta
með ÍBV
Reuters
4:0, í gærkvöld. Hér leikur brasilíski snillingurinn Rivaldo, sem nú spilar
to Acuna frá Paraguay, sem er í röðum spænska félagsins.
Ívar settur á bekkinn
ÍVAR Ingimarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var settur út úr
byrjunarliði enska 1. deildarliðsins Wolves í fyrsta skipti í gær-
kvöld. Lið hans vann þá stórsigur á Preston, 4:0, og kom Ívar inn á
sem varamaður fimm mínútum fyrir leikslok. Úlfarnir lyftu sér
upp í níunda sætið með sigrinum.
Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Ipswich sem vann
Brighton, 3:1, í deildabikarnum. Ipswich er þar með komið í 3. um-
ferð en leiknum var flýtt vegna þátttöku liðsins í UEFA-bikarnum.
Arnar Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður hjá Dundee
United eftir 16 mínútna leik þegar lið hans vann Queen’s Park,
4:1, í skosku deildabikarkeppninni í gærkvöld.
FYRIRSÉÐAR eru talsverðar breytingar á leikmannahópi ÍBV í
knattspyrnu. Tveir af reyndustu leikmönnum liðsins hafa ákveðið
að leggja skóna á hilluna – Hlynur Stefánsson og Ingi Sigurðsson.
Tómas Ingi Tómasson er í sömu hugleiðingum og Kjartan Ant-
onsson ætlar að reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum.