Morgunblaðið - 25.09.2002, Page 4
FÓLK
Á lokahófi Knattspyrnufélags ÍA
um helgina völdu leikmenn félagsins
Reyni Leósson knattspyrnumann
ársins. Garðar Gunnlaugsson var
kjörinn efnilegastur og Ólafur Þór
Gunnarsson var valinn Búnaðar-
bankaleikmaður ársins.
STURLAUGUR Haraldsson hefur
verið endurráðinn aðstoðarmaður
Ólafs Þórðarsonar, þjálfara ÍA, og
þá mun hann jafnframt þjálfa 2. flokk
félagsins sem hampað hefur Íslands-
meistaratitlinum undanfarin tvö ár.
BALDUR Bett var útnefndur leik-
maður ársins hjá FH-ingum sem
héldu lokahóf sitt um helgina. Ásgeir
Gunnar Ásgeirsson var kjörinn efni-
legasti leikmaður liðsins.
SINISA Kekic var kjörinn leik-
maður ársins hjá Grindvíkingum og
Alfreð Jóhannsson sá efnilegasti.
Hjá kvenfólkinu varð Guðlaug
Sunna Gunnarsdóttir valin leikmað-
ur árins og Brynhildur Tyrfings-
dóttir sá efnilegasti.
KRISTÓFER Sigurgeirsson var
valinn knattspyrnumaður ársins hjá
Breiðabliki á lokahófi Blikanna og
hjá kvenfólkinu varð Margrét Ólafs-
dóttir fyrir valinu.
GUNNAR Berg Viktorsson komst
ekki á blað fyrir París SG sem tapaði
fyrir Chambery, 28:27, í frönsku 1.
deildinni í handknattleik á sunnu-
daginn.
GUNNAR fékk ekkert að spreyta
sig í sókninni heldur lék hann varn-
arleikinn. Gunnar sagði í samtali við
Morgunblaðið að samkeppnin um
stöður væru hörð í liðinu og þó svo að
hann hefði lítið fengið að spreyta sig í
sókninni þá þýddi ekkert að leggja
árar í bát. Samningur Eyjamannsins
við París SG rennur út eftir þetta
tímabil.
SOULEYMANE Oulare, Gíneu-
maðurinn sem verið hefur á mála hjá
Stoke, er farinn frá félaginu. Sam-
komulag náðist á milli hans og fé-
lagsins að rifta samningnum og er
farinn til Belgíu þar sem hann er bú-
settur. Oulare hefur átt við meiðsli
og veikindi að stríða meira og minna
frá því hann gekk í raðir Stoke og á
tímabili var hann hætt kominn vegna
lungnasjúkdóms.
SPÆNSKI landsliðsmaðurinn í
knattspyrnu, Juan Carlos Valeron,
mun ekki leika knattspyrnu næstu
tvo mánuðina þar sem hann brotnaði
á fæti í leik með liði sínu Deportivo
La Coruna í gær. Valeron lenti í sam-
stuði við leikmann Valladolid í leik
liðanna um helgina.
ALEXANDER Zickler, leikmaður
Bayern München, er að missa þol-
inmæðina í herbúðum félagsins og
ætlar hann að óska eftir því að verða
settur á sölulista. Zickler, sem er 28
ára gamall, hefur mátt sætta sig við
að verma varamannabekkinn ótt og
títt hjá Bæjurum enda margir snjall-
ir framherjar fyrir hjá félaginu.
Hertha Berlin, lið Eyjólfs Sverris-
sonar, og Bayer Leverkusen hafa
sýnt áhuga á að fá Zickler í sínar rað-
ir.
DENNIS Wise, knattspyrnumað-
urinn óstýriláti sem Leicester rak í
sumar, skrifaði í gær undir samning
við enska 1. deildar liðið Milwall.
Samningur Wise, sem er orðinn 35
ára gamall, er til loka tímabilsins.
GERARD Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, segir að Michael
Owen verði vítaskytta liðsins áfram
þó svo að honum hafi brugðist boga-
listin á móti WBA um síðustu helgi.
Reyndar hefur Owen ekki gengið
sem skyldi af vítapunktinum því í 15
vítaspyrnum sem hann hefur tekið
fyrir aðalliðið hefur hann klúðrað 7.
PORTSMOUTH, toppliðið í ensku
1. deildinni, hefur sýnt áhuga á að fá
ítalska framherjann Fabrizio Rav-
anelli til liðs við sig. Þetta er haft eft-
ir umboðsmanni „silfurrefsins“, sem
er á mála hjá Derby.
Enska knattspyrnusambandið ættiað útbúa styttu af Íslendingnum
og gefa afsteypur til menntastofnana
vítt og breitt um landið, því Guðni
Bergsson er fyrirmynd þeirra sem
telja sig ekki geta sameinað atvinnu-
mennsku og nám. Hann er afreks-
maður á báðum sviðum,“ segir Gar-
side m.a. í grein sinni um Guðna, sem
er sá erlendi leikmaður sem lengst
hefur verið á mála hjá enskum liðum,
í fjórtán ár. Í sjö ár hefur hann verið
hjá Bolton Wanderers en hann kom
fyrst til Tottenham frá Val árið 1988.
Guðni segir að hugarfarið sé mis-
munandi í löndunum tveimur. „Hér á
Englandi eru ungir knattspyrnu-
menn með hugann við að komast á
samning hjá atvinnumannaliðum, 15–
16 ára gamlir, sem svokallaðir lær-
lingar. Fátt annað kemst að í þeirra
huga og námið situr oft á hakanum
komist þeir á samning og byrja að
leika með liðum sínum. Á Íslandi er
þessu öfugt farið, knattspyrnan er
áhugamálið og ungir knattspyrnu-
menn hafa ekkert val, þeir verða að
mennta sig. Atvinnumennskan er
ekki sjálfsögð, eins og hér á Eng-
landi. Ég stóð í þessum sporum á Ís-
landi, valdi lögfræðina og ákvað að
klára námið eftir að ég gerðist at-
vinnumaður,“ segir Guðni og bætir
því við að hann hafi reynt að miðla af
reynslu sinni til yngri leikmanna
Bolton liðsins. „Tölfræðin sýnir að að-
eins 1⁄10 hluti þeirra leikmanna sem
komast á samning sem lærlingar ná
alla leið og gera samninga sem at-
vinnumenn. Þessar tölur sýna að
menn verða að hafa varaplan og þar
er menntunin mikilvægust,“ segir
Guðni.
Miklar breytingar hafa verið á liði
Bolton frá því að Guðni kom til liðsins
og er fyrirliðinn ánægður með þró-
unina hjá félaginu. „Ég hef átt góðar
stundir hjá Bolton, dóttir mín fæddist
hér, sonur minn gekk í skóla hér og
það er nánast fyndið að heyra þau
tala ensku með sama hreim og inn-
fæddir borgarbúar,“ segir Guðni, en
eiginkona hans og börnin tvö hafa bú-
ið á Íslandi undanfarin misseri og
beðið þess að Guðni lyki sínum ferli
hjá Bolton.
„Ég var glaður að eitthvað lið sýndi
mér áhuga eftir að ég hafði lítið leiki
með Tottenham vegna bakmeiðsla.
Er ég kom til Bolton voru ekki marg-
ir þekktir leikmenn í liðinu, Alan
Stubbs og Jason McAteer voru þeir
þekktustu. Það er því ótrúlegt að sjá
breytinguna sem Sam Allardyce hef-
ur gert sem knattspyrnustjóri félags-
ins. Hver hefði trúað því að Bolton
myndi mæta til leiks með leikmann úr
heims– og Evrópumeistaraliði, Youri
Djorkaeff, og fyrrum Evrópumeist-
ara frá Real Madrid, Ivan Campo?
Knattspyrnunni hefur fleygt fram frá
því ég kom hingað fyrst. Erlendir
leikmenn hafa komið inn með meiri
tækni og hraða sem ungir enskir leik-
menn verða nú að tileinka sér ætli
þeir sér að ná langt. Við erum með
nokkra slíka hér í Bolton og framtíðin
er því björt fyrir félagið,“ segir
Guðni.
Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Bolton,
er fyrirmynd ungra Englendinga um að sameina atvinnumennsku og nám
Reuters
Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton (t.h.), á hér í höggi við Hollendinginn Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd., á dögunum. Guðni fékk níu í
einkunn fyrir leik sinn og sagt var að hann hafi haft Van Nistelrooy í vasanum þegar Bolton skellti United eftirminnilega, 1:0.
Vill styttur af Guðna
um allt England
ÞEIR sem hafa atvinnu af því að
leika knattspyrnu á Bretlands-
eyjum eru í sviðsljósinu nánast
um hverja helgi og hafa fæstir
lagt grunninn að framtíð sinni
utan við knattspyrnuvöllinn er
ferli þeirra lýkur. Í grein enska
blaðamannsins Kevin Garside
sem birtist á dögunum í Daily
Mirror er Guðni Bergsson
nefndur til sögunnar sem „mjög
sérstakt“ tilfelli en Guðni lauk
lögfræðinámi samhliða atvinnu-
mennskunni og hyggst snúa til
Íslands næsta vor til þess að
starfa við fagið.
Fyrirsögnin á greininni um Guðna Bergsson í Daily Mirror.