Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 C 3
Getraunir í Víkinni
Uppgjör í Sumargetraunaleik Víkings verður í Víkinni á morgun, laugardag,
kl. 11.00, en eins og flestum er kunnugt sigraði hópurinn bæði í 1. og 2. deild í
sumar. Eftir uppgjörið verður vetrarstarfið kynnt ásamt því að opið verður fyrir
venjulega getraunastarfsemi.
Við minnum einnig á skokkhópinn sem starfræktur er í Víkinni
á laugardagsmorgnum sem og á aðgang að tækjasalnum.
Sjáumst í Víkinni!!
FÓLK
BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylf-
ingur úr Keili, lék í gær á Euro-
pro-mótaröðinni á 68 höggum eða
þremur höggum undir pari Duds-
bury vallarins og dugði það honum
til að komast áfram. Í gær hitti
Björgvin níu brautir og 14 flatir á
réttum höggafjölda. Púttin voru að
þessu sinni 29.
BJÖRGVIN er á 144 höggum en
þeir sem léku á höggi meira kom-
ust ekki áfram. Björgvin var einn
af sex sem léku hringina tvo á 144
höggum. Í gær fékk Björgvin þrjá
skolla og sex fugla og síðustu hol-
urnar lék hann á fugli, fugli og
pari.
DAGUR Þórisson, miðherji í úr-
valsdeildarliði Grindavíkur í körfu-
knattleik, mun ekki leika með lið-
inu í vetur vegna meiðsla. Dagur
sleit krossband í hné í leik á
Reykjanesmótinu fyrir nokkru
gegn Haukum og mun gangast
undir aðgerð á næstunni og verður
því ekki klár í slaginn fyrr en á
næsta tímabili.
ÞÁ geta Grindvíkingar ekki not-
að miðherjann Nökkva Má Jónsson
í upphafi Íslandsmótsins þar sem
Nökkvi er með brotið rifbein og
verður frá af þeim sökum næstu
vikurnar.
BALDUR Ólafsson mun leika
með úrvalsdeildarliði KR í vetur,
en Baldur hélt utan til Spánar fyr-
ir skemmstu og gerði samning til
eins árs við körfuknattleiksliðið
Leche Breogan Lugo sem leikur í
efstu deild þar í landi. Baldur lék
með varaliði félagsins og sam-
kvæmt frétt á heimasíðu KR kunni
Baldur ekki við sig á Spáni og ósk-
aði eftir að fá samningnum rift.
KVENNALIÐ Keflvíkinga í
körfunni verður erfitt viðureignar í
vetur þegar Erla Þorsteinsdóttir
og Carrie Coffman verða mættar
til leiks. Erla hefur verið meidd en
er byrjuð að æfa og beðið er eftir
leikheimild fyrir Coffman, sem lék
með liðinu í fyrra.
GHENADI Khalepo, félagi Ró-
berts Sighvatssonar og Sigurðar
Bjarnasonar hjá þýska handknatt-
leiksliðinu Wetzlar hefur fengið
þýskan ríkisborgararétt. Khalepo
er 33 ára og á að baki 72 landsleiki
fyrir Hvíta-Rússland. Hann hefur
búið í Þýskalandi í níu ár og m.a.
leikið með Lemgo, Nettelstedt og
Düsseldorf auk Wetzlars.
GUENTER Netzer, leikmaður
þýska heimsmeistaraliðsins á HM
1974, hefur keypt svissnesku fjöl-
miðlafyrirtækið KirchSport AG.
Það gerði hann með aðstoð fyrrver-
andi forstjóra Adidas. Þar með hef-
ur Netzer eignast réttinn á útsend-
ingum í sjónvarpi frá HM 2006 sem
einmitt fer fram í hans heimalandi.
Auk þess þá á fyrirtækið sýning-
arréttinn frá leikjum efstu deildar
þýsku knattspyrnunnar. Ekki hef-
ur verið greint frá kaupverði fyr-
irtækisins sem stóð á brauðfótum
vegna slæmrar fjárhagsstöðu.
FORRÁÐAMENN enska 3. deild-
ar liðsins Exeter City segja ekki
lengur hafa áhuga á að ræða við
Paul Gascoigne um að hann taki að
sér knattspyrnustjórn hjá félaginu.
Til stóð að þeir ræddu við Gasc-
oigne en hætt var við fundinn og
engin skýring gefin á. John Corn-
forth, framkvæmdastjóri Exeter,
segir að 61 maður hafi lagt inn um-
sókn um starfið og rætt verði við
17 þeirra.
ÍÞRÓTTIR
Samvinna
Þróttar
og Hauka
KNATTSPYRNUDEILDIR
Þróttar í Reykjavík og
Hauka í Hafnarfirði hafa
ákveðið að vinna saman með
meistaraflokka félaganna í
kvennaflokki. Ekki þó með
því að sameina þá og tefla
fram einu liði. Stefnt er að
því að bestu leikmenn félag-
anna tveggja spili undir
merkjum Þróttar í úrvals-
deildinni næsta sumar en
þeir leikmenn sem ekki séu
tilbúnir til að spila þar leiki
með Haukum í 1. deild. Þrótt-
ur vann Hauka í úrslitaleik 1.
deildarinnar í haust og
tryggði sér með því úrvals-
deildarsæti. Haukar eiga
marga efnilega leikmenn
sem hafa verið orðaðir við
úrvalsdeildarlið í haust en nú
virðast mestar líkur á að þeir
leiki með Þrótti, í samvinnu
við Hauka.
ALLS leika 117 útlendingar frá 24
þjóðum í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik á þessari leiktíð, þar af
níu Íslendingar, en með Þjóðverj-
um eru 290 leikmenn samnings-
bundnir liðum í deildinni, sem
margir segja að sé sú sterkasta í
heiminum. Útlendingar eru því um
40% leikmanna sem eru á mála hjá
félögunum. Svíar eiga fjölmenn-
asta hóp útlendinga í deildinni, en
alls er 21 Svíi samningsbundinn fé-
lagsliðum í deildinni, þar af eru
sex markverðir en Svíar hafa lengi
átt hóp góðra markvarða sem tald-
ir hafa verið meðal þeirra bestu í
heiminum. Frakkar og Danir eiga
11 leikmenn í deildinni hvor þjóð.
Þar á eftir koma Norðmenn með
tíu og þar næst Íslendingar og
Júgóslavar með 9 leikmenn. Átta
Pólverjar leika í deildinni, Rúss-
arnir eru sex, Spánverjar og Hvít-
Rússar eiga fjóra leikmenn. Króat-
ar, Hollendingar, Tékkar, Austur-
ríkismenn eiga þjá fulltrúa hver
þjóð, tveir Svisslendingar spila í
þýsku 1. deildinni, svo og tveir
Suður-Kóreumenn. Finnar eiga
einn fulltrúa, einnig Úkraína, Slóv-
enía, Slóvakía, Túnís og það sem
e.t.v. vekur mesta athygli er að
einn leikmaður frá Brasilíu og einn
frá Nígeríu eru samningsbundnir
liðum í deildinni en hvorug þess-
ara þjóða hefur verið aðsópsmikil
á stórmótum í handknattleik í
gegnum tíðina.
Íslendingarnir níu í deildinni
eru; Ólafur Stefánsson og Sigfús
Sigurðsson hjá Magdeburg, Guð-
jón Valur Sigurðsson og Patrekur
Jóhannesson með Essen, Róbert
Sighvatsson og Sigurður Bjarna-
son eru á mála hjá Wetzlar, Gústaf
Bjarnason hjá GWD Minden, Gylfi
Gylfason með Wilhelmshaverner
og Einar Örn Jónsson hjá Wallau
Massenheim. Eru Íslendingarnir í
deildinni nú fjórum fleiri en í
fyrra.
40% útlendingar
í þýsku deildinni
Einar Örn Jónsson
KSÍ bauð Jóhannesi á leikinn
JÓHANNES Eðvaldsson, fyrr-
verandi fyrirliði íslenska
landsliðsins í knattspyrnu, sem
búsettur hefur verið í Glasgow
í Skotlandi í 27 ár, verður á
meðal áhorfenda á Laug-
ardalsvellinum á morgun þeg-
ar Íslendingar taka á móti
Skotum í undankeppni EM. Jó-
hannes sagði í viðtali við Morg-
unblaðið á miðvikudaginn að
sér þætti verst að geta ekki
komið til Íslands og séð leik-
inn, en síðdegis þann sama dag
hringdi Eggert Magnússon,
formaður KSÍ, í Jóhannes og
bauð honum á leikinn á kostn-
að KSÍ.
„Ég kom alveg af fjöllum
þegar Eggert sagði mér að
KSÍ hefði ákveðið að bjóða mér
á leikinn. Það verður gaman að
vera á meðal áhorfenda enda
hef ég taugar til beggja þjóða,
þótt hjartað slái með íslenska
liðinu,“ sagði Jóhannes, sem
kemur til landsins í dag.
Það er mjög fín stemmning íhópnum og dagskipunin hjá
mér fyrir leikinn er einföld. Við ætl-
um að vinna Skotana og ég tel ágæta
möguleika á að það geti tekist,“ sagði
Ólafur í samtali við Morgunblaðið í
gær frá Hótel Selfossi þar sem
landsliðshópurinn dvelur fram að
leik í góðu yfirlæti. Ekki var hægt að
æfa fyrir austan í gær vegna mikillar
bleytu á vellinum og var gripið til
þess ráðs að keyra í bæinn og var æft
innandyra í Fífunni í Smáranum.
„Ef 80–90 prósent af liðinu ná góð-
um leik þá held ég að við getum lagt
Skotana að velli. Leikirnir tveir sem
við höfum spilað að undanförnu hafa
að mörgu leyti verið mjög góðir og
vonandi getum við haldið áfram á
sömu braut og byggt ofan á það sem
við höfum gert. “
Ólafur hefur undanfarna daga ver-
ið að skoða spólu frá leik Skota við
N-Íra sem háður var í síðasta mán-
uði. „Skotarnir spila mjög fast og
ákveðið og við verðum að vera til-
búnir að mæta þeim af hörku. Þetta
snýst um að leikmenn mæti til leiks
með vilja og metnað til að ná árangri
og ef þeir hlutir verða í lagi þá óttast
ég ekki úrslitin,“ sagði Ólafur.
Ólafur tilkynnir byrjunarlið sitt
fyrir hádegi en ekki er alveg ljóst
hvort Guðmundur Viðar Mede geti
leikið þar sem hann hefur átt við
flensu að stríða.
Ungmennalandslið Íslands mætir Skotum í undan-
keppni EM og Ólympíuleik á Kaplakrikavellinum
Dagskipunin hjá
Ólafi er sigur
ÍSLENSKA ungmennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum
undir 21 árs aldri, leikur í dag sinn fyrsta leik í undankeppni Evr-
ópumótsins þegar það mætir Skotum á Kaplakrikavelli kl. 15.30.
Leikurinn er jafnframt leikur í undankeppni Ólympíuleikanna í Aþenu
2004. Leikurinn er sá þriðji undir stjórn Ólafs Þórðarsonar, þjálfara,
en leikirnir tveir á undan voru báðir vináttuleikir til undirbúnings fyrir
leikinn við Skota og leikinn við Litháa sem fram fer á Kaplakrikavelli
á þriðjudaginn. Ólafur stýrði sínum mönnum til sigurs á móti Ung-
verjum, 1:0, en liðið tapaði síðan fyrir Frökkum, 2:1, ytra.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ólafur Þórðarson
Morgunblaðið/Golli
ústafsson reynir að stöðva hann.
EIÐUR Smári Guðjohnsen sagði í við-
ali á netmiðlinum Sky í gær að jafn-
efli við Skota yrðu viðunandi úrslit en
hann vonaðist þó eftir sigri með dygg-
um stuðningi íslenskra áhorfenda. Eið-
ur Smári, sem leikur sinn 19. landsleik,
sagði að Skotar ættu í vændum mjög
erfiðan leik á Laugardalsvellinum.
„Það er ekki auðvelt að koma til Ís-
ands og ætlast til að ná hagstæðum úr-
slitum. Við verðum með meirihluta
áhorfenda á okkar bandi og ég veit að
stemmningin á vellinum verður brjál-
æðislega góð. Sjálftraustið er gott í
hópnum og þetta verður einn stærsti
eikur nokkurra leikmanna í liðinu sem
þeir vilja örugglega sanna sig í. Við
viljum í það minnsta fá eitt stig út úr
eiknum en þrjú stig gæfu okkur byr í
seglin og mikið sjálfstraust upp á fram-
haldið,“ sagði Eiður.
Eiður Smári
segir jafntefli
viðunandi