Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.10.2002, Qupperneq 1
2002  FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HARALDUR LÉK Á HÖGGI UNDIR PARI Á HM Í MALASÍU / C3 PATRICK Vieira, hinn skapbráði fyrirliði Arsenal, var í gær sektaður um 25 þús. sterl- ingspund og dæmdur í tveggja leikja keppn- isbann, fyrir að hafa sent dómaranum Andy D’Urso tóninn, eftir að hann sýndi Vieira rauða spjaldið í kjölfarið á seinna gula spjaldinu sem hann fékk í leik gegn Chelsea 1. september. Vieira, sem lét D’Urso fá það óþvegið, missir af deildarleik á útivelli gegn Fulham 3. nóvember og leik gegn Sunder- land í deildarbikarkeppninni á Highbury fjórum dögum seinna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vieira hefur verið settur í bann af ensku aganefnd- inni. Hann var dæmdur í sex leikja bann í október 1999, fyrir að hafa hrækt á Neil Ruddock, leikmann West Ham, í leik. Vieira í tveggja leikja bann ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fengið grænt ljós á að kaupa nýjan fram- herja þegar leikmannamarkaðurinn í ensku úrvalsdeildinni verður opn- aður á ný í janúar. Í leiknum við Olympikos í fyrrakvöld var Fergu- son aðeins með einn framherja til brúks – Úrúgvæann Diego Forlan – því bæði Ruud van Nistelrooy og Ole Gunnar Solskjær voru frá vegna meiðsla. Ferguson segir á heima- síðu Manchester United að hann þurfti að fá meiri breidd í sóknarlín- una enda sé mikið álag í úrvals- deildinni og Meistaradeildinni fram undan og hann gefur til kynna að framherjinn sem hann hyggst kaupa komi eingöngu til með að spila leiki liðsins í úrvalsdeildinni. Ferguson er sagður líta til þeirra liða sem eru á leið út úr Meist- aradeildinni í leit að framherja og hefur nafn þýsku meistaranna í Bayern München verið helst nefnt í því sambandi en þátttaka í keppn- inni hangir á bláþræði. Bæjarar hafa í herbúðum sínum nokkra framherja sem Ferguson er hugs- anlega með á lista sínum, eins og Brasilíumanninn Giovanni Elber, Claudio Pizaro, Roque Santa Cruz og Alexander Zickler. Á næstu vik- um koma fjölmiðlar til með að velta upp hinum ýmsu nöfnum nú þegar Ferguson hefur gefið það út að hann ætli að taka upp veski sitt og strax í gær mátti sjá nöfn eins og Gabriel Batistuta, Vincenzo Mont- ella, Paolo Di Canio og Oliver Nau- ville. Þá hefur Eiður Smári Guð- johnsen sömuleiðis oftar en einu sinni verið orðaður við Manchester- liðið. Ferguson fær grænt ljós Aðsókn- armet í Noregi LJÓST er að aðsóknarmet verður sett í norsku úrvals- deildinni í knattspyrnu í ár en þegar einni umferð er ólokið er heildartala áhorf- enda komin upp í 1.085.417. Það þýðir að að meðaltali hafa mætt 6.202 áhorfendur á hvern leik í deildinni en besta aðsókn hingað til var árið 2000 en þá komu að með- altali 5.722 áhorfendur á hvern leik. Árni Gautur Arason og samherjar hans í Rosenborg eru með besta aðsókn allra liða í deildinni en að meðal- tali hafa komið liðlega 14.000 áhorfendur á Lerkendal- völlinn í Þrándheimi og er það besta aðsókn norsku meistaranna frá upphafi. Morgunblaðið/Kristinn Haukamaðurinn Sævar I. Haraldsson sendir hér knöttinn til samherja en að baki honum er Jón Nordal Hafsteinsson, leikmaður Keflvíkinga – í leik liðanna í úrvalsdeildinni í körfuknattleik að Ásvöllum í gærkvöldi, þar sem Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi. Sjá umsögn á C2. Stemmningin var engu lík og ástundum eins og best gerist á leikjum enskra liða. Leikurinn var reyndar ágæt skemmtun þar sem liðin skildu jöfn, 2:2, en það sem vakti at- hygli blaðamanns Morgunblaðsins var „stemmningin“ sem virtist vera búin til á staðnum og væri stuðningsmönnum Basel í blóð borin. En svo reyndist ekki vera. „Stuðningsmenn liðsins leggja mikið á sig í dag líkt og liðið, en það var ekki mikið sungið á leikjum Ba- sel áður fyrr. Fólk mætti á völlinn og klappaði af og til þegar eitthvað gerðist,“ sagði Christian Kern mark- aðsstjóri Basel í samtali við Morg- unblaðið. „Eftir að St. Jakobs-völlurinn var vígður árið 2001 tóku stuðnings- menn liðsins aðra stefnu en áður. Þeir hittast nú í litlum hópum nokkr- um sinnum í mánuði víðsvegar um borgina. Á þeim fundum er ákveðið hvaða söngva á að syngja á leikjum liðsins. Fólk er með á nótunum og allir vita nákvæmlega hvernig á að bregðast við í öllum tilfellum. Ég við- urkenni það fúslega að við „stálum“ okkar stemmningu og reynum að líkja eftir því sem gerist hjá Eng- lendingum. Það er ekki hægt að líkja því saman hvernig þetta er í dag miðað við áður. Stuðningsmenn liðs- ins gera það sem þeir geta og eru ánægðari fyrir vikið, hvernig sem fer,“ sagði Kern og bætti því við að stuðningsmenn Basel hefðu smitað frá sér áhuga til annarra liða í Sviss. „Vonandi verður „enskur“ blær á svissnesku deildinni á næstu miss- erum, án þess að það gangi of langt því við erum ekki með nein vandamál hjá stuðningsmönnum okkar.“ Stuðningsmenn Basel vekja athygli „Stálum“ ensku and- rúmslofti SVISS er ekki þekkt fyrir knattspyrnuhefð sem líkja má við það sem þekkist á Englandi eða Spáni, en á leik Basel og spænska liðsins Valencia í Meistaradeildinni sl. þriðjudag á St. Jakob-vellinum var engu líkara en að 30 þúsund stuðningsmenn svissneska liðsins hefðu ekki gert neitt annað um ævina en að syngja þekkt stuðn- ingslög. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson ■ Sviss og.../C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.