Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 2

Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar – Keflavík 72:90 Ásvellir, úrvalsdeild karla, Intersportdeild- in, fimmtudagur 24. október 2002. Gangur leiksins: 0:4, 5:4, 9:13, 11:20, 13:26, 16:28, 18:34, 25:36, 30:40, 34:45, 36:51, 40:56, 48:56, 48:64, 56:69, 62:61, 62:79, 70:79, 70:84, 72:90. Haukar: Stevie Johnson 29, Ingvar Guð- jónsson 15, Marel Guðlaugsson 9, Sævar I. Haraldsson 7, Þórður Gunnþórsson 7, Hall- dór Kristmannsson 3, Lúðvík Bjarnason 2. Fráköst: 18 í vörn – 16 í sókn. Keflavík: Damon S. Johnson 20, Kevin Grandberg 17, Jón Nordal Hafsteinsson 11, Guðjón Skúlason 11, Gunnar Einarsson 10, Magnús Gunnarsson 7, Sverrir Þ. Sverr- isson 6, Hjörtur Harðarson 5, Gunnar H. Stefánsson 3. Fráköst: 15 í vörn – 16 í sókn. Villur: Haukar 16 – Keflavík 19. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Ben- der. Sluppu þokkalega frá erfiðum leik. Áhorfendur: Ríflega 150. Valur – Breiðablik 70:75 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 0:4, 4:4, 9:16, 14:22, 19:25, 19:29, 23:36, 29:38, 29:42, 35:42, 39:46, 43:46, 43:48, 47:48, 47:55, 50:58, 57:61, 57:65, 65:69, 65:72, 68:72, 70:75. Valur: Ólafur M. Ægisson 18, Bjarki Gúst- afsson 14, Laverne S. Jr. 13, Hinrik Gunn- arsson 11, Hjörtur Þ. Hjartarson 5, Ævar H. Jónsson 5, Ragnar N. Steinsson 4. Fráköst: 29 í vörn – 14 í sókn. Breiðablik: Kenny Tate 29, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16, Friðrik H. Hreinsson 14, Jón Arnar Ingvarsson 8, Valdimar Helga- son 4, Þórarinn Örn Andrésson 2, Eyjólfur Ö. Jónsson 2. Fráköst: 29 í vörn – 15 í sókn. Villur: Valur 20 – Breiðablik 25. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Sigmundur Herbertsson. Áhorfendur: Um 80. Snæfell – Grindavík 66:78 Stykkishólmur: Gangur leiksins: 15:11, 23:21, 34:26, 40:30, 42:42, 49:44, 49:50, 54:60, 58:68, 62:72, 66:78. Snæfell: Clifton Bush 19, Helgi Reynir Guðmundsson 17, Hlynur Bæringsson 15, Lýður Vignisson 8, Sigurbjörn Þórðarson 5, Jón Ólafur Jónsson 2 Fráköst: 29 í vörn – 9 í sókn. Grindavík: Darrel Lewis 24, Páll Axel Vil- bergsson 23, Helgi Jónas Guðfinnsson 13, Guðmundur Bragason 8, Guðlaugur Eyj- ólfsson 6, Jóhann Þór Ólafsson 2, Pétur Guðmundsson 2. Fráköst: 25 í vörn – 15 í sókn. Villur: Snæfell 14 – Grindavík 16. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson, ágætir. Áhorfendur: 190. Tindastóll – Skallagr. 95:86 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 4:5, 8:5, 13:10, 19:12, 28:19, 33:19, 40:25, 47:32, 52:32, 55:37, 58:40, 63:40, 65:45, 68:57, 75:63, 77:66, 80:68, 84:70, 89:75, 93:83, 95:86. Tinsastóll: Clifton Cook 21, Maurice Cart- er 17, Axel Kárason15, Michail Antropov 15, Helgi Rafn Viggósson 12, Kristinn Frið- riksson 10, Óli Barðdal 5. Fráköst: 30 í vörn – 17 í sókn. Skallagrímur: Hafþór Gunnarsson 28, Pét- ur Már Sigurðsson 17, Isaac Hawkins 17, Sigmar Egilsson 7, Egill Örn Egilsson 6, Pálmi Þór Sævarsson 5, Finnur Jónsson 3, Ari Gunnarsson 3. Fráköst: 22 í vörn – 18 í sókn. Villur: Tindastóll 15 – Skallagrímur 20. Dómarar: Einar Einarsson og Bjarni G. Þórmundsson. Áhorfendur: 320. KNATTSPYRNA Ítalía Bikarkeppnin, samanlögð úrslit innan sviga.: Modena – Reggina............................2:1 (2:2)  Reggina áfram á marki skoruðu á úti- velli. Toríno – Empoli ................................1:2 (1:3) Svíþjóð Djurgården – Sundsvall ...........................2:1  Djurgården er svo gott sem orðið sænsk- ur meistari. Skotland Bikarkeppnin: Hibernian – Glasgow Rangers.................2:3 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Essodeildin: Ásvellir: Haukar – HK...............................20 KA-heimilið: KA – Þór Ak. ........................20 Selfoss: Selfoss – UMFA...........................20 Hlíðarendi: Valur – Stjarnan ....................20 Vestmannaeyjar: ÍBV – FH......................20 Víkin: Víkingur – Grótta/KR.....................20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Hveragerði: Hamar – UMFN..............19.15 Seljaskóli: ÍR – KR ...............................19.15 Í KVÖLD  KRISTJÁN Finnbogason, mark- vörður KR, gekk í gær frá nýjum tveggja ára samningi við félagið. Kristján hefur leikið 273 leiki fyrir KR og er fimmti leikjahæsti leikmað- ur félagsins.  ÞAÐ er mikill hugur í Berti Vogts, landsliðsþjálfara Skotlands, eftir tvo sigurleiki á fjórum dögum – fyrst á Íslandi í Reykjavík 12. októ- ber og síðan á Kanadamönnum. Skotar áttu að mæta Írum í vináttu- leik 30. apríl. Sá leikur hefur verið færður fram til 12. febrúar og er hann liður í upphitun fyrir Evrópu- leik gegn Íslandi í Glasgow 29. mars.  ÞÁ hefur Vogts fengið vináttuleik gegn Austurríkismönnum í apríl og er sá leikur liður í undirbúningi fyrir Evrópuleik Skota gegn Þjóðverjum, sem verður 7. júní í Glasgow.  BRASILÍUMAÐURINN Juninho, 29 ára, hjá Middlesbrough er farinn til Brasilíu, þar sem hann verður næstu vikurnar við sjúkraþjálfun. Juninho meiddist illa á hné og vonast til að geta snúið aftur til Newcastle í byrjun janúar.  NORSKI landsliðsmarkvörðurinn Steinar Ege er á leiðinni frá þýska liðinu Kiel, þó svo að hann sé samn- ingsbundinn liðinu til ársins 2005. Uwe Schwenker, framkvæmda- stjóri Kiel, kallaði Ege á sinn fund í vikunni og sagði honum að það væru ekki not fyrir hann lengur. Ege er þriðji markvörður liðsins – á eftir þýska landsliðsmarkverðinum Henning Fritz og Svíanum Mattias Andersson.  EGE segist ekki vera á hraðferð frá Kiel. „Ég þarf að fá gott tilboð til að ég hreyfi mig.“ Vitað er að lið á Spáni hafi sýnt Ege áhuga.  GUNNAR Pettersen, landsliðs- þjálfari Noregs, segir að það sé slæmt fyrir norska landsliðið ef Ege fær ekki að spreyta sig. Búist var við spennandi leik í Ás-völlum þar sem Haukar fengu Keflvíkinga í heimsókn. Hafnfirðing- ar höfðu komið á óvart og unnið fyrstu tvo leikina, Breiða- blik og Njarðvík, og allir vita hvers megn- ugir Keflvíkingar eru enda er liðinu spáð sigri á Íslandsmótinu. En eftir fyrsta leikhluta virtist fátt benda til að einhver spenna yrði í leiknum. Reyndar var jafnræði fyrstu fjórar mínúturnar en þá tók Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflvíkinga, leikhlé. Hann setti sína menn í pressuvörn og svæðisvörn sem skilaði sér mjög vel og gekk ungum og lítt reyndum leikmönnum Hauka illa að ná góðum skotum. Ofan á það bættist að vörn heimamanna var slök þannig að Keflvíkingar náðu að skora 28 stig gegn 16 stigum heimamanna. Hafnfirðingar mættu gríðarlega ákveðnir í næsta leikhluta. Allt annað var að sjá til liðsins í vörn og þar fóru fremstir í mikilli baráttu Sævar Har- aldsson og Lúðvík Bjarnason. Kefl- víkingar héldu áfram í svæðisvörninni og það vakti furðu að Jón Nordal, sem hafði leikið mjög vel í vörn og sókn í fyrsta leikhluta, hvíldi fyrri helming þessa leikhluta. Haukar höfðu betur í hlutanum, 18:17 og voru inni í leikn- um enda munaði aðeins 11 stigum. Heimamenn náðu muninum niður í átta stig, 48:56 en þá kom gríðarlega skemmtilegur kafli hjá gestunum þar sem vörnin virkaði eins og hún gerir best. Boltinn gekk ekki nægilega vel hjá Haukum og Keflvíkingar náðu alltaf að færa vörnina þannig að tveir menn væru í þeim sem var með bolt- ann. Staðan 56:69 eftir þrjá leikhluta. Keflvíkingar mættu með maður á mann vörn til síðasta leikhutans og léku þá vörn ágætlega – þegar þeir nenntu því. Þeir breyttu stöðunni í 62:79, slökuðu þá á og Haukar gengu á lagið og staðan var 70:79 þegar rúm- ar þrjár mínútur voru eftir. Þá settu Keflvíkingar í gang á ný og gerðu 11 stig gegn tveimur á lokakaflanum. Leikurinn var ágætis skemmtun, en leikmenn gerðu talsvert mikið af mistökum, bæði í vörn og sókn. Hauk- ar eru með ungt lið, sem getur vel náð langt þegar strákarnir hafa allir feng- ið nægilegt sjálfstraust. Það kemur og því þurfa þeir alls ekki að örvænta. Stevie Johnson er frábær leikmaður sem mikið mæðir á og stendur hann fyllilega undir því. Ingvar Guðjónsson er einnig sterkur en hann hangir óþarflega mikið á boltanum og mætti huga meira að félögum sínum sem stundum þurftu að bíða nokkuð eftir boltanum í ákjósanlegu skotfæri. Hjá Keflavík er valinn maður í hverju rúmi og rúmlega það. Í gær- kvöldi lék liðsheildin ágætlega en engu að síður að geta gert miklu bet- ur. Menn áttu fína kafla til skiptis, Jón Nordal í fyrsta leikhluta, Kevin Grandberg í þeim næsta og svo tók einn við af öðrum. Damon Johnson lék vel en hefur þó oft gert meira upp á eigin spýtur en þarf þess þó alls ekki. Reynslan dugði Grindvíkingum Í upphafi leiks Snæfells og Grinda-víkur var jafnræði með liðunum en þegar leið á fyrsta leikhluta náðu heimamenn yfir- höndinni þar til á síð- ustu mínútu hálf- leiksins að leikmenn Grindavíkur jöfnuðu 42:42. Á þessum kafla léku heima- menn mjög vel og náðu mest tíu stiga forskoti. Grindvíkingar beittu pressu- vörn um allan völl megnið af fyrri hálfleik og er nokkuð ljóst að það fór orka hjá heimamönnum í að brjóta hana niður, sem kom í ljós þegar leið á leikinn. Annars var varnaleikur lið- anna góður, sérstaklega hjá Snæfelli í fyrri hálfleik og hjá Grindavík í þeim síðari. Það er ekki fyrr en á fimmtu mínútu síðari hálfleiks sem Grindvík- ingar komust fyrst yfir í leiknum og náðu þá strax sex stiga forskoti, og eftir það gáfu þeir aldrei færi á sér. Á þessum kafla kom Helgi Jónas Guð- finnsson allt í einu í ljós og skoraði þrjár þriggja stiga körfur á stuttum kafla en hann hafði ekki sést í leikn- um. Við að lenda undir virtust heima- menn missa móðinn, þreyta var kom- in í leikmenn og þolinmæðin hvarf. Fjórði leikhluti var langslakasti hluti leiksins, stigaskorið 10:15 fyrir Grindavík, hálfgert óðagot á báðum liðum en gestirnir samt með góð tök á stöðunni. Í liði Snæfells, sem er allt að koma til, lék Helgi Reynir Guðmundsson sinn besta leik í vetur, stjórnaði sókn- arleiknum vel, skoraði 17 stig og keyrði hraðann upp, var þó orðinn þreyttur í lokin sem kostaði nokkur mistök. Clifton Bush lék mjög vel í fyrri hálfleik, sérstaklega í sókninni en þá skoraði hann 17 stig af 19 í heildina. Hann tók 15 fráköst en á eft- ir honum í fráköstum kom Hlynur Bæringsson með 12. Hlynur er að koma mjög öflugur inn í lið Snæfells og fellur betur og betur inn í hópinn, var ógnandi bæði í sókn og vörn. Lýð- ur Vignisson og Sigurbjörn Þórðar- son áttu ágæta spretti í leiknum. Hjá Grindavík voru það þrír menn sem báru liðið uppi í fyrri hálfleik, skoruðu t.a.m. öll stig liðsins í hálf- leiknum. Þeir léku afar vel Páll Axel Vilbergsson og Darrel Lewis, skor- uðu sín sautján stigin hvor. Heima- mönnum gekk illa að ráða við þá tvo og Guðmund Bragason. Í síðari hálf- leik kom Helgi Jónas Guðfinnsson mjög sterkur inn með sín 13 stig og mikla ógnun. Guðlaugur Eyjólfsson átti einnig góðan kafla í síðari hálfleik. Tæpt hjá Blikum á Hlíðarenda Valsmenn eru að sækja í sig veðriðeftir slæma tapleiki í byrjun móts en þeim tókst samt ekki að leggja Breiðablik að velli þegar liðin mættust á Hlíðar- enda í gærkvöldi. Blikar héldu alltaf forskoti og þó það væri naumt er leið á leikinn var endaspretturinn þeirra í 75:70 sigri. „Við ætluðum að stela okkar fyrsta sigri og þetta eru mikil vonbrigði,“ sagði Bergur Már Emilsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við ætluðum ekki að missa þá frá okkur eins og gerst hefur með önnur lið en það vantaði herslumuninn á þessa trú sem menn verða að hafa á sigri.“ Kópavogsliðið náði strax forystu og jók hana jafnt og þétt uns munaði 13 stigum, 42:29. Valsmenn lögðu þó ekki árar í bát, minnkuðu muninn niður í sjö áður en blásið var til leikhlés og eftir það gáfu þeir allt í leikinn og söxuðu forskotið niður í eitt stig á meðan ekkert gekk hjá Blikum. Baráttan kostaði sitt og Blikar hafa áður komist í hann krapp- an. Þeir rifu sig upp úr lægðinni og það var meira en Valsmenn réðu við. „Við spiluðum ákaflega illa í þess- um leik en það var samt þægilega að vinna leikinn þrátt fyrir að spila svona illa og ég er ánægður með það,“ sagði Jón Arnar Ingvarsson, leikmaður og þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Við byrjuðum að vísu vel fyrstu þrettán mínúturnar en spiluðum eftir það sér- lega illa. Varnarleikurinn var reyndar skárri en í síðustu leikjum en við þurf- um að gera miklu betur í sóknarleikn- um.“ Kenneth Tate var atkvæðamestur Blika með 29 stig og 18 fráköst. Skallagrímur enn án stiga Valur Ingimundarson, fyrrverandiþjálfari Tindasóls, mætti með lið sitt úr Borgarnesi til Sauðárkróks í gær og mátti þar lúta í lægra haldi. Heima- menn tóku fljótlega frumkvæðið og fóru þar mikinn Axel Kárason sem átti frábæran fyrri hálf- leik og Clifton Cook sem einnig var mjög góður. Tindastólsmenn keyrðu upp hrað- ann og í lok leikhlutans þegar tíu sek- úndur voru eftir skoraði Hafþór glæsilega þriggja stiga körfu fyrir Skallagrím og lagaði stöðuna í 25:19 en Clifton svaraði þegar með skoti frá miðlínu og jók aftur forskot heima- manna í 28:19. Í öðrum leikhluta gerðu heima- menn nánast út um leikinn og lengst- um var um tuttugu stiga munur. Sem fyrr voru það Axel og Clifton sem fóru fyrir en nú komu einnig Helgi Rafn og Carter vel inn í leikinn á með- an leikur gestanna var bitlítill og sóknirnar þungar og aftur lék Clifton sama leikinn, stal bolta þegar þrjár sekúndur voru til hlés og skoraði þriggja stiga körfu um leið og blásið var til leikhlés, og var þá staðan 58:40. Í þriðja leikhluta slökuðu heima- menn á og losnaði þá um besta mann Skallagríms, Hafþór Gunnarsson, sem setti niður þrjú þriggja stiga skot í röð og lagaði verulega stöðuna, en þá voru Sigmar Egilsson og Pálmi Þór komnir með fjórar villur og gátu ekki beitt sér sem skyldi. Kristinn þjálfari lét yngri mennina reyna sig er á leið og sá þá Antropov um að skora og þannig lönduðu heimamenn góðum sigri í fyrsta heimaleiknum í deildinni. Kristinn Friðriksson var að vonum ánægður í leikslok: „Þetta var ágætt við lékum vel í fyrri hálfleik, þriðji leikhluti var afleitur hjá okkur en við náðum að vinna úr þessu og þetta er aldeilis ekki besti leikurinn okkar til þessa. Við erum með grunnan vara- mannabekk en þegar við fáum Einar og Sigga inn í liðið verður það gíf- urlegur styrkur. Við vorum þræl- heppnir að ná í þessa stráka frá Þór og þeir eiga eftir að gera góða hluti með okkur í vetur,“ sagði Kristinn. „Leikur okkar hefði mátt vera betri,“ sagði Valur Ingimundarson. „Við fórum einfaldlega ekki í gang í fyrri hálfleik og Tindastólsmenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir þess- um stigum. Við þurfum helst að styrkja liðið eitthvað, þetta hefur ver- ið erfið byrjun hjá okkur og það er býsna erfitt að sjá sig í góðri stöðu í næstefstu deild en vera svo allt í einu kominn í slag efstu deildar. En ég hef tröllatrú á þessum strákum,“ sagði Valur Ingimundarson. Grindvíkingar taplausir FJÓRIR leikir voru í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Haukar töpuðu sínum fyrsta leik er þeir fengu Keflavík í heimsókn. Þá eru aðeins tvö lið eftir taplaus í deildinni, Grindavík, sem vann Snæfell í gær, og KR-ingar sem leika þriðja leik sinn í kvöld er þeir heimsækja ÍR-inga. Tindastóll er með fjögur stig eftir sigur á Skallagrími og Breiðablik einnig eftir sigur á Val. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Ríkharður Hrafnkelsson skrifar Stefán Stefánsson skrifar Björn Björnsson skrifar Stevie Johnson og Damon E g m g b l u a k þ 2 l s b R v S f m h k m i f FÓLK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.