Morgunblaðið - 25.10.2002, Side 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 2002 C 3
FJÓRIR leikmenn voru úrskurð-
aðir í eins leiks bann vegna brottvís-
ana á fundi aganefndar KKÍ í fyrra-
kvöld. Tveir þeirra leika með liðum í
úrvalsdeildinni, Intersport-deildinni,
Kenneth Tate, Breiðabliki, og Svav-
ar Birgisson, Hamri. Svavar leikur
ekki með Hamri í kvöld þegar lið
hans tekur á móti meisturum Njarð-
víkinga í Hveragerði og Tate verður
ekki með Blikum á móti ÍR á sunnu-
daginn.
RÓBERT Gunnarsson, línumað-
urinn sterki úr Fram, er í fjórða sæti
yfir markahæstu leikmenn í dönsku
úrvalsdeildinni í handknattleik. Ró-
bert, sem leikur á línunni hjá Århus
GF, hefur skorað 47 mörk í níu leikj-
um liðsins.
JOE Royle fyrrum knattspyrnu-
stjóri Everton og Manchester City
hefur slegist í hóp þeirra sem koma
til greina sem næsti knattspyrnu-
stjóri Ipswich. Peter Reid sem sagt
var upp störfum hjá Sunderland á
dögunum þykir enn líklegastur til að
taka við stjórninni á Portman Road.
ARSENAL mætir Blackburn í
ensku úrvalsdeildinni á morgun og
takist ensku meisturunum að skora í
leiknum verður það 50. leikurinn í
röð sem Arsenal tekst að skora hjá
andstæðingum sínum. Giovanni van
Bronckhorst hefur náð sér af
meiðslum og fær væntanlega að
spreyta sig í liði Arsenal sem og
Frakkinn Robert Pires sem lék sinn
fyrsta leik með aðalliðinu í sjö mán-
uði – kom inná sem varamaður þegar
Arsenal tapaði fyrir Auxerre í
Meistaradeildinni.
DAMIEN Duff, útherjinn knái hjá
Blackburn, getur ekki leikið með fé-
lögum sínum vegna meiðsla en
Dwight Yorke og Andy Cole eru
báðir heilir heilsu og verða saman í
fremstu víglínu gegn Arsenal.
COVENTRY fékk í gær Brian
Kerr, 21 árs miðvallarleikmann, að
láni í mánuð frá Newcastle. Hann
meiddist í fyrra og hefur ekki náð að
festa sig í sessi í liði Newcastle.
STEVEN Gerrard, miðjumaður
hjá Liverpool, sem hefur ekki getað
leikið tvo síðustu leiki liðsins vegna
meiðsla sem hann hlaut í landsleik í
sl. viku, mun leika með liðinu gegn
Tottenham á morgun.
BRYAN Robson, fyrrverandi fyr-
irliði enska landsliðsins og knatt-
spyrnustóri Middlesbrough, er ekki
í viðræðum við Stoke, eins og sagt
hefur verið frá í blöðum á Englandi.
ADRIAN Heath, fyrrverandi leik-
maður Stoke, Lou Macari, fyrrver-
andi knattspyrnustjóri Stoke, og
George Burley, sem hætti hjá Ips-
wich á dögunum, voru orðaðir við
Stoke í gær.
FRANCESCO Cozza tryggði
Reggina rétt til að leika við Juventus
í 16-liða úrslitum ítölsku bikar-
keppninnar í gærkvöldi, er hann
skoraði mark liðsins, sem tapaði fyr-
ir Modena, 1:1. Reggina vann heima-
leikinn, 1:0, og kemst því áfram á
marki skoruðu á útivelli.
LIÐIN sem mætast í 16-liða úrslit-
unum 4. og 18. desember eru: Regg-
ina – Juventus, Sampdoria – Per-
ugia, Piacenza – Chievo, Ancona –
AC Milan, Bari – Inter, Empoli –
Lazio, Vicenza – Bologna og Triest-
ina – Roma.
CRAIG Bellamy, sóknarleikmaður
Newcastle, sem var skorinn upp við
meiðslum í hné í Bandaríkjunum í
maí, er líklega úr leik á ný. Meiðsli
hans hafa tekið sig upp á ný. Þetta
eru slæm tíðindi fyrir Newcastle.
SEPP Blatter, forseti Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, FIFA,
sagði í gær í viðtali við blaðið Sports
Business, að hann muni láta af störf-
um sem forseti eftir þetta kjörtíma-
bil, 2006, en þá verður hann 70 ára.
Hann var fyrst kjörinn forseti FIFA
1998 og endurkjörinn í ár. „Það má
segja að seinni hálfleikurinn sé rétt
hafinn hjá mér og margt skemmti-
legt eftir að gerast,“ sagði Blatter.
FÓLK
Haraldur fékk einn skolla á fyrriníu holunum, lék þriðju holuna,
sem er par fimm á sex höggum. Síðan
fylgdu níu pör og á þrettándu hol-
unni, sem er par fimm fékk Haraldur
fugl og aftur á næstsíðustu holunni,
sem er par fjórir. Glæsilegur árangur
hjá Haraldi.
Suðurnesjamönnunum gekk ekki
eins vel í gær. Örn Ævar lék aðra hol-
una á fimm höggum, en hún er par
þrír. Síðan fékk hann skolla á fjórðu
og fimmtu holu en í kjölfarið fylgdu
þrír fuglar og virtist kappinn kominn
á fínt skrið, einn yfir pari eftir átta
holur. Skolli á níundu og því tvo yfir
eftir fyrri níu holurnar.
Síðari níu lék hann á fimm yfir,
fékk skolla á 11., 13., 15., 16 og 18.
holuna.
Helgi Birkir byrjaði hræðilega í
gær, fékk skolla á fyrstu holu og
skramba á þeirri næstu, rétt eins og
Örn Ævar. Var því kominn þrjá yfir
eftir tvær holur. Fjögur pör fylgdu í
kjölfarið en síðustu þrjár á fyrri níu
voru slæmar, skrambi á sjöundu
braut og skollar á tveimur síðustu og
því sjö yfir pari á fyrri níu holunum.
Síðari níu voru betri hjá Helga
Birki, fjögur pör, síðan skollar á 14.
og 15. holunni og þrjú pör í lokin.
Eins og áður segir er Ísland í 18.–
27. sæti ásamt Austurríki, Brasilíu,
Taipei, Ítalíu, Hollandi, Noregi,
Puerto Ríkó, Skotlandi og Venesúela.
Alls taka 62 þjóðir þátt í mótinu.
Bandaríkjamenn eru í nokkrum
sérflokki en þeir léku á sjö undir pari
í gær, einn keppandi þeirra var á
fjórum undir, annar á þremur undir
en sá þriðji lék á fjórum yfir pari.
Frakkar eru í öðru sæti á tveimur
höggum undir pari.
Leikið er á tveimur völlum og eru
tvær efstu þjóðirnar á sama velli og
íslenska liðið, en hinn völlurinn er
Bunga Raya Course sem er einnig
par 72, en heldur styttri.
„Við gerðum okkur vonir um að
vera í um 20. sæti þegar uppi er stað-
ið, 15. sæti væri frábær árangur,“
sagðiRagnar Ólafsson, liðsstjóri ís-
lenska liðsins, í gær en Ragnar var þá
að þurrka farsíma sinn sem hafði gef-
ist upp í rakanum. „Það er alltaf
móða á gleraugunum mínum þar sem
rakinn er gríðarlegur og hitinn fór
upp 38 gráður í dag. Við erum ekki
vanir slíku og þessir hlutir hafa mikil
áhrif á keppendur. Það er mikill hug-
ur í okkar mönnum og þeir Örn Ævar
og Helgi Birkir eru langt frá því að
vera sáttir við fyrsta keppnisdaginn
og ætla sér að gera betur í framhald-
inu,“ sagði Ragnar.
Íslenska landsliðið í golfi byrjar
ágætlega á HM í Malasíu
Haraldur
lék á höggi
undir pari
ÍSLENSKA landsliðið í golfi er í 18.–27. sæti eftir fyrsta daginn á
heimsmeistaramóti áhugamanna sem fram fer á Palm Course-
vellinum í Malasíu. Íslenska sveitin lék á sex höggum undir pari
samanlagt. Haraldur H. Heimisson úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék
best íslensku keppandanna í gær, kom inn á 71 höggi, einu höggi
undir pari vallarins. Örn Ævar Hjartarson úr Golfklúbbi Suðurnesja
lauk leik á 7 höggum yfir pari og Helgi Birkir Þórisson, einnig úr
Golfklúbbi Suðurnesja, kom inn á níu höggum yfir pari og taldi ekki í
gær.
Til að svo megi verða hefur Amst-el Light gerst stór styrktarað-
ili, en þetta vörumerki styrkir einnig
bandarísku mótaröð-
ina í golfi. Lynn
Raynault starfar hjá
fyrirtækinu og kom
hingað til lands á
dögunum til að kynna verkefnið.
„Þeir sem drekka Amstel Light eru
fólk í yngri kantinum, fólk sem er
með þokkalega góðar tekjur og
finnst gaman af útiveru og framandi
hlutum. Ferð til Íslands til að leika
golf um miðja nótt er eitthvað sem
við teljum að viðskiptavinir okkar
kunni að meta,“ segir Raynault.
Bruce Revman er framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Time4Media og
hann á í raun heiðurinn af væntan-
legu golfmóti. En hvers vegna golf
um miðja nótt á Íslandi?
„Það er auðvitað einstakt eins og
þú veist að spila golf á Íslandi. Marg-
ir landar mínir setja upp furðusvip
þegar ég segi þeim frá golfi á Íslandi,
landslaginu hér, golfvöllunum, sem
eru mjög góðir, og þegar ég bæti því
við að hér sé hægt að spila um miðja
nótt yfir sumarið þá halda menn end-
anlega að ég sé orðinn eitthvað bil-
aður. Þessar aðstæður eru einstakar
og það er ekki hægt að gera neitt
þessu líkt annars staðar í heiminum.
Ég held að þessi möguleiki sé mjög
spennandi fyrir marga kylfinga í
Bandaríkjunum, að fara eina svona
ferð til Íslands og spila um miðja
nótt og njóta alls þess sem hægt er
að njóta hér, fara í Bláa lónið, fara á
hestbak, skoða hvali, fara á snjósleð-
um upp á jökla og á bátum niður
straumharðar ár. Svona ferð yrði
gríðarleg upplifun fyrir marga landa
mína,“ sagði Revman.
Fyrirtækið ætlar í mikla herferð
er líður á veturinn til að kynna mótið
hér á landi, sem mun kallast Amstel
Light Iceland Open. Skrifaðar verða
greinar um það og auglýsingar birt-
ar í Golf Magazine, Ski tímaritinu og
Skiing Gear blaðinu. Auk þess á
Time4Media og rekur golfonline.-
com. Þeir sem nota þessa miðla að
staðaldri eru fjölmargir og má búast
við að um tíu milljónir lesenda sjái
umfjöllunina sem verður frá febrúar
og fram í júní auk þess sem 1,9 millj-
ónir fara mánaðarlega inn á golfon-
line.com. „Við gerðum smáprufu í
fyrra með þetta mót, hún gekk vel og
í kjölfarið kom Amstel Light inn í
dæmið. Núna er komið að því. Við er-
um með réttu styrktaraðilana og allt
annað til að gera þetta mót að al-
vörugolfmóti,“ sagði Revman.
Morgunblaðið/Kristinn
n Johnson berjast um frákast í leik Hauka og Keflavíkur í gær.
Þrír búnir
að skrifa
undir hjá
KR-ingum
EINS og Morgunblaðið hefur
greint frá í vikunni fá Íslands-
meistarar KR-inga í knattspyrnu
góðan liðsstyrk fyrir næsta tíma-
bil. Nú er það orðið staðfest því
leikmennirnir þrír hafa skrifað
undir samninga við KR-sport sem
annast rekstur meistaraflokks
karla.
Kristján Örn Sigurðsson gerði
þriggja ára samning en hann er
22 ára gamall varnarmaður sem
lék með KA. Skotinn Scott Ram-
sey og Garðar Jóhannsson gerðu
báðir samning til tveggja ára.
Ramsey kemur til KR frá Grinda-
vík og Garðar frá Stjörnunni.
Í fréttatilkynningu sem KR-
Sport sendi frá sér í gær kemur
fram meðal annars;
„Stjórn KR-Sport og þjálfari eru
mjög ánægð með að samningar
hafi tekist við leikmennina. Þeir
koma til með að styrkja leik-
mannahóp KR og verða mik-
ilvægir hlekkir í uppbyggingu á
framtíðar knattspyrnuliði KR.“
Stefnt að „alvöru“golfmóti fyrir erlenda kylfinga
Aðstæður á Íslandi
sagðar spennandi
NÆSTA sumar er stefnt að því að halda fjölmennasta golfmót sem
haldið hefur verið hér á landi fyrir erlenda og innlenda kylfinga. Það
eru GR, GK og fyrirtækið Time4Media sem standa að mótinu, en
mótið var haldið í fyrsta sinn í fyrra. Nú skal hins vegar blásið í lúðra
og stefnt er að því að hafa mótið mjög veglegt.
Eftir
Skúla Unnar
Sveinsson