Morgunblaðið - 31.10.2002, Side 2
ÍÞRÓTTIR
2 B FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Ísland – Þýskaland 20:27
Ludvika, heimsbikarmótið í Svíþjóð, World
Cup, B-riðill, miðvikud. 30. október 2002.
Gangur leiksins: 0:2, 2:5, 4:5, 5:8, 7:8, 8:11,
10:11, 10:12, 13:12, 13:14, 17:17, 17:21, 18:24,
19:25, 20:27.
Mörk Íslands: Patrekur Jóhannesson 6,
Ólafur Stefánsson 5/1, Einar Örn Jónsson
4/1, Sigurður Bjarnason 1, Heiðmar Felix-
sson 1, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Sigfús
Sigurðsson 1, Aron Kristjánsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 22
(þaraf 7 aftur til mótherja), 14 (5) langskot,
lína 4 (2), horn 2, hraðaupphlaup 2 (2).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Þýskalands: Florian Kehermann 7
Stefan Kretzschmar 4, Christian Schwarzer
4, Christian Zeitz 4, Mark Dragunski 3,
Pascal Hens 2, Markus Baur 2/1, Adrian
Wagner 2, Daniel Stephan 2.
Varin skot: Henning Fritz 18/3 (þaraf 4 aft-
ur til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Valetyn Vakula og Aleksandr
Ljutowik, Úkraínu. Voru ekki óhliðhollir ís-
lenska liðinu.
Áhorfendur: 795, fullt hús.
Rússland – Júgóslavía 31:32
Alexandre Toutchkine 10, Alexel Rastvorts-
ev 6 - Dragan Sudzum 10, Zikla Milosajevic
8, Vladimir Petric 7.
Staðan:
Þýskaland 2 2 0 0 58:44 4
Rússland 2 1 0 1 70:60 2
Júgóslavía 2 1 0 1 56:62 2
Ísland 2 0 0 2 48:66 0
A-RIÐILL:
Danmörk - Egyptaland ........................ 27:26
Lars Krogh Jeppesen 5, Lasse Boesen 5,
Joachim Boldsen 4 - S. Belal 6, Hagazy 5.
Svíþjóð - Frakkland.............................. 24:24
Magnus Wislander 5, Martin Frändesjö 5 -
Jérome Fernandez 7, Cédric Burdet 4.
Staðan:
Svíþjóð 2 1 1 0 49:47 3
Frakkland 2 1 1 0 48:46 3
Danmörk 2 1 0 1 49:50 2
Egyptaland 2 0 0 2 49:52 0
KÖRFUKNATTLEIKUR
KR – Keflavík 61:82
KR-húsið, 1. deild kvenna:
Gangur leiksins: 0:2, 6:2, 6:11, 11:11, 16:15,
18:19, 19:19, 19:28, 21:33, 29:35, 29:38, 29:43,
39:43, 41:53, 45:58, 51:64, 55:77, 61:77, 61:82.
Stig KR: Hanna Kjartansdóttir 16, Hildur
Sigurðardóttir 15, Gréta M. Grétarsdóttir
11, Helga Þorvaldsdóttir 9, Tinna Sig-
mundsdóttir 6, María Káradóttir 2, Guðrún
Sigurðardóttir 2.
Stig: Keflavík: Sonja Ortega 21, Marín
Karlsdóttir 20, Kristín Blöndal 12, Rann-
veig Randversdóttir 11, Birna Valgarðs-
dóttir 7, Anna M. Sveinsdóttir 6, Andrea
Færseth 2, Lára Gunnarsdóttir 2, Svava
Stefánsdóttir 1.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Rúnar
Gíslason.
Áhorfendur: 50.
Haukar - Grindavík ...............................71:63
Njarðvík - ÍS ...........................................70:57
Staðan:
Keflavík 5 5 0 369:280 10
KR 5 3 2 335:308 6
Grindavík 5 3 2 349:343 6
Njarðvík 5 2 3 324:341 4
Haukar 5 2 3 288:326 4
ÍS 5 0 5 246:313 0
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Orlando – Philadelphia...........................95:88
Sacramento – Cleveland ........................94:67
LA Lakers – San Antonio ......................82:87
Shaquille O’Neal lék ekki með Lakers
vegna meiðsla. Kobe Bryant skoraði 27 stig
í leiknum en brást bogalistin í 4. leikhluta og
hitti þá aðeins úr 9 af 27 skotum.
Tracy McGrady, Orlando, skoraði 31 stig.
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Dortmund - Arsenal...................................2:1
Tomas Rosicky 38., 63. (víti) - Thierry
Henry 18. - 52.000.
Eindhoven - Auxerre.................................3:0
Arnold Bruggink 34., D. Rommedahl 48.,
Arjen Robben 64. Rauð spjöld: Phillippe
Mexes og O. Kapo báðir Auxerre. - 32.000.
Staðan:
Dortmund 5 3 1 1 8:6 10
Arsenal 5 3 0 2 9:4 9
Eindhoven 5 1 2 2 5:8 5
Auxerre 5 1 1 3 3:7 4
Leikir sem eftir eru:
12. nóvember:
Auxerre - Dortmund/Arsenal - Eindhoven
B-RIÐILL:
Spartak Moskva - Basel ....................Frestað
Liverpool - Valencia ..................................0:1
- Francisco Rufete 34. - 41.831.
Staðan:
Valencia 5 4 1 0 14:4 13
Liverpool 5 2 1 2 9:5 7
Basel 4 1 2 1 7:9 5
Spartak 4 0 0 4 1:13 0
5. nóvember:
Spartak Moskva - Basel
12. nóvember:
Valencia - Spartak/Basel - Liverpool
C-RIÐILL:
AEK Aþena - Genk.....................................1:1
Vasilis Lakis 30. - Wesley Sonck 22. - 22.000.
Real Madrid - Roma...................................0:1
- Francesco Totti 27. - 65.000.
Staðan:
Real Madrid 5 2 2 1 14:6 8
Roma 5 2 2 1 2:3 8
AEK 5 0 5 0 6:6 5
Genk 5 0 3 2 1:8 3
12. nóvember:
Roma - AEK Aþena/Genk - Real Madrid
D-RIÐILL:
Inter - Rosenborg.......................................3.0
Alvaro Recoba 31., Janne Saarinen 52.
(sjálfsmark), Hernan Crespo 72. - 33.686.
Lyon - Ajax..................................................0:2
Steven Pienaar 7., Van der Vaart 90. Rautt
spjald: Cristian Chivu, Ajax 62. - 38.584.
Staðan:
Inter 5 2 2 1 10:7 8
Ajax 5 2 2 1 5:3 8
Lyon 5 2 1 2 11:8 7
Rosenborg 5 0 3 2 3:11 3
12. nóvember:
Rosenborg - Lyon/Ajax - Inter
England
1. deild:
Stoke - Watford...........................................1:2
Sheff. Wed. - Millwall .................................0:1
Derby - Sheff. Utd. .....................................2:1
Staðan:
Portsmouth 15 12 2 1 35:13 38
Leicester 15 9 4 2 23:14 31
Norwich 16 8 6 2 26:11 30
Watford 16 9 3 4 23:22 30
Sheff. Utd 16 8 4 4 26:20 28
Nottingh. 15 7 5 3 26:15 26
Coventry 16 6 6 4 20:19 24
Wolves 14 7 2 5 31:17 23
Rotherham 16 6 5 5 28:20 23
Reading 15 7 2 6 18:14 23
Gillingham 16 6 4 6 18:23 22
Burnley 16 6 4 6 23:29 22
Derby 16 6 3 7 17:21 21
Cr. Palace 15 4 8 3 26:20 20
Bradford 16 4 7 5 16:21 19
Millwall 16 5 4 7 17:25 19
Preston 15 3 8 4 21:24 17
Ipswich 14 4 4 6 18:18 16
Walsall 16 4 4 8 22:27 16
Wimbledon 16 4 4 8 16:23 16
Stoke City 16 3 5 8 17:27 14
Sheff. Wed. 16 2 6 8 13:22 12
Grimsby 16 3 3 10 16:32 12
Brighton 14 1 1 12 11:30 4
TENNIS
Stigamót Tennissambands Íslands, Haust-
mót, Kópavogur, 29. október 2002.
Raj Bonifacius vann Andra Jónsson í úr-
slitaleik einliðaleiks karla 6:2 og 6:0.
Sigurlauk Sigurðardóttir vann Rebekku
Pétursdóttir í úrslitaleik kvenna 7:5, 6:1.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin:
Hveragerði: Hamar – Keflavík ............19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – KR ...........19.15
Stykkish.: Snæfell – Breiðablik ...........19.15
Hlíðarendi: Valur – Haukar .................19.15
Í KVÖLD
Júgóslavar sýndu mátt sinn
LEIKUR Rússa og Júgóslava á öðrum degi heimsbikarmótsins í hand-
knattleik var hreint frábær. Júgóslavar höfðu betur, 32:31 eftir að hafa
lent þremur mörkum undir um miðjan síðari hálfleikinn. Hraðinn var
mikill, stórskemmtilegar sóknir á báða bóga og varnarleikur þokka-
legur á köflum.
Baráttugleði Júgóslava var mikil og þar skildi á milli liðanna, Rússar
sáttir við stórsigur á Íslendingum frá deginum áður og Júgóslavar sár-
ir eftir tapið fyrir Þjóðverjum. Eftir að staðan hafði verið 15:14 fyrir
Júgóslavíu í hálfleik komust Rússar í 18:16 og 23:20. Munurinn hélst lítt
breyttur fram eftir hálfleiknum en Júgóslövum tókst að komst yfir með
fjórum mörkum í röð er níu mínúturvoru eftir, 28:26. Rússar jöfnuðu
29:29 og 30:30 áður en Júgóslavar gerðu tvö mörk og hinn stórgóði
markvörður Júgóslava, Danijel Sanic, varði vítakast frá Rússum.
Nokkrir leikmenn Júgóslava fóru á kostum í gær og það er greinilegt
að Íslendingar verða að leika mjög vel allan leikinn í dag ætli þeir sér
sigur. Hornamenn Júgóslava voru frábærir og markvörðurinn einnig
en hornamennirnir gerðu 18 mörk samtals og Saric varði 18 skot.
Markvarslan var í fínu lagi ogvörnin mjög góð, þegar við
komumst til að stilla henni upp.
Margt gekk vel og
framan af leystum
við vel að Ólafur
var tekinn úr um-
ferð. Bullið á tíma-
varðarborðinu virtist fara illa í
okkur, þó svo ég kenni því ekki
um, en á þeim tímapunkti varð
breyting á til hins verra hjá okkur.
Við verðum að fækka þessum mis-
tökum sem við gerum í sókninni og
ef við náum því þá eigum við að
geta staðið okkur vel það sem eftir
er.“
Markvarslan var í lagi, vörnin
líka en sóknin brást en engu að
síður keyrið þið á fullum krafti í
hraðaupphlaup?
„Já, við erum að þróa okkar leik
og það kostar alltaf eitthvað að
gera slíkt og maður verður að þora
að prófa það. Við erum búnir að fá
fullt af góðum mörkum út úr þessu
en verðum kanski að skoða betur
hvenær skynsamlegt er að hægja
aðeins á sér í hraðaupphlaupunum.
„Verðum að nýta betur
möguleika okkar einum fleiri“
Nú er næst að taka á móti Júgó-
slövum en þeir eru mjög frískir
þessa dagana og ekki skemmir það
fyrir stemmningunni hjá þeim að
leggja Rússa. Það er því erfitt
verkefni annað kvöld, sigurinn
kveikir örugglega í þeim. Eitt enn
verð ég að taka fram og það er að
við verðum að nýta það þegar við
erum einum fleiri, svo ég tali nú
ekki um að vera tveimur fleiri. Það
er skelfilegt að geta ekki nýtt sér
slíka stöðu,“ sagði Guðmundur.
Klikkum á því sama
„Þetta var betra í kvöld en í gær
en við klikkum samt á sömu atrið-
unum og á móti Rússum. Við ger-
um allt of mikið af mistökum og
tæknileg mistök mega ekki ná
tveggja stafa tölu en við erum
sjálfsagt með ein tuttugu slík og
það er allt of mikið,“ sagði Einar
Örn Jónsson hornamaður eftir
leikinn.
„Mistökin hjá okkur eru líka af
verstu tegund, sendingarnar í
hraðaupphlaupum brugðust of oft
og við sendum ekki útaf heldur
beint í hendurnar á mótherjanum
sem kom síðan í bakið á okkur.
Engu að síður var margt jákvætt
hjá okkur í þrjá stundarfjórðunga,
baráttan í vörninni var fín og
markvarslan einnig en sókin var
síðir. Ef við náum að sameina það
sem var gott á móti Rússum og
það sem var gott í kvöld þá verður
þetta fínt á morgun á móti Júgó-
slavíu, ég ábyrgist það. Þjóðverjar
spila rosalega skemmtilegan hand-
bolta og mun skemmtilegri en í
fyrra. Rússar eru hins vegar brot-
hættari en Þjóðverjar. Rússar eru
samt með mjög sterkt lið sem sést
best á því að þeir vinna okkur með
ellefu mörkum og til þess þarf
mjög sterkt lið,“ sagði Einar Örn.
Fyrri hálfleikurinn var fjörugur ogskemmtilegur, bæði lið léku
mjög góða vörn, það er að segja þegar
liðin náðu að stilla
upp í almennilega
vörn en hraðinn var
slíkur að það var ekki
nærri alltaf sem það
tókst. Íslendingum tókst ágætlega að
koma í veg fyrir að Þjóðverjar skor-
uðu eins auðveld mörk úr hraðaupp-
hlaupum og Rússar gerðu í fyrra-
kvöld, en þeir verða samt að gæta sín
á svonefndri annarri bylgju, þar brást
vörnin nokkrum sinnum í gær.
Þjóðverjar byrjuðu á að setja mann
út á móti Ólafi Stefánssyni, gerðu tvö
fyrstu mörkin og komust síðan í 5:2.
Þá hrökk Guðmundur Hrafnkelsson í
gang svo um munaði og átti hann
mjög góðan leik. Guðmundur þjálfari
skipti örar inn á nú en oft áður og
snemma leiks kom Aron Kristjánsson
í sóknina og síðar meir Heiðmar Fel-
ixson þannig að tveir örvhentir leik-
menn voru fyrir utan, nokkuð sem
ekki er algengt hjá íslenska landslið-
inu. Róbert Sighvatsson skipti nokkr-
um sinnum við Sigfús Sigurðsson á
línunni og gekk það einnig ágætlega.
Henning Fritz, markvörður Þjóð-
verja, byrjaði rosalega í síðari hálf-
leik, varði gott langskot og síðan í
næstu sókn frá Guðjóni Vali Sigurðs-
syni í hraðaupphlaupi. Engu að síður
komust Íslendingar 13:12 yfir með
tveimur mörkum Ólafs og einu frá
Patreki og voru óheppnir að komast
ekki tveimur mörkum yfir þegar
dómarar dæmdu ranglega skref á
Ólaf sem var kominn einn í hraðaupp-
hlaup. Þess í stað skoruðu Þjóðverjar
í tvígang og komust yfir á ný.
Skömmu síðar voru tveir þýskir rekn-
ir af
milli
héldu
skor
hinn
unsk
ar úr
Ef
an 17
mörk
lensk
Bjar
Ef
röð o
tíma
engu
leysa
inleg
inni
Þa
með
merk
fyrst
leiku
sekú
Gu
gær,
reku
þó ha
ir að
ógna
og A
Miklu bet
þrátt fyrir
ÞAÐ var allt annað að sjá til íslenska landsliðsins í handknattleik í
gærkvöldi en í fyrrakvöld þegar þeir steinlágu fyrir Rússum. Mót-
herjarnir að þessu sinni voru Þjóðverjar og þeir höfðu betur, unnu
27:20 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 11:10 fyrir þá. Engu að
síður var leikur íslenska liðsins miklu mun betri en eins og svo oft
áður kom slæmur kafli þar sem Þjóðverjar gerðu út um leikinn. Ís-
lensku leikmennirnir geta gert enn betur og ætla sér það ef marka
má samtöl við þá og þrátt fyrir að hafa leikið betur í gær voru þeir
langt frá því að vera ánægðir.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
frá Svíþjóð
Patrekur Jóhannesson bruna
Verðum að
þora að
prófa
nýja hluti
ÞETTA var betra í dag en í gær en ekki nógu gott samt. Við spiluðum
betur, miklu betur, í dag en í gær og það er margt mjög jákvætt við
leik liðsins í kvöld. Það sem verður okkur að falli er fyrst og fremst
mistök sem við gerum í sókninni, tæknileg mistök sem voru allt of
mörg,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir leik-
inn í gær gegn Þjóðverjum og var talsvert upplitsdjarfari en eftir
fyrsta leikinn sem var gegn Rússum og tapaðist með 11 marka
mun.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
frá Svíþjóð
!
"!
#
$ % &'
Guðmundur Þ. Guðmundsson lands-
liðsþjálfari eftir leikinn gegn Þjóðverjum