Morgunblaðið - 31.10.2002, Page 3

Morgunblaðið - 31.10.2002, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2002 B 3 Kvenna- landsliðið fer til Slóveníu STEFÁN Arnarson og Örn Ólafsson, þjálfarar landsliðs kvenna í handknatt- leik, hafa valið 16 leikmenn til þess að taka þátt í æfingaleikjum í Slóveníu 2. til 6. nóvember. Leiknir verða þrír leikir við Slóvena og fara þeir fram í Ljubij- ana. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Berglind Hansdóttir, Val, og Helga Torfadóttir, Víkingi. Hornamenn: Anna Blöndal, Stjörnunni, Dagný Skúladóttir, Issy Les-Moulineaux (Frakklandi), Hanna Stefánsdóttir, Haukum, Ragna Karen Sigurðardóttir, Gróttu/KR – nýliði. Línumenn: Inga Fríða Tryggvadóttir, Haukum, Margrét Vilhjálmsdóttir, Stjörnunni – nýliði. Útileikmenn: Drífa Skúladóttir, Val, Dröfn Sæmundsdóttir, FH – nýliði, Guð- munda Ósk Kristjánsdóttir, Víkingi, Harpa Melsteð, Haukum, Hrafnhildur Skúladóttir, Tvis/Holstebro (Danmörku), Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni – nýliði, Kristín Guðmundsdóttir, Sindal (Danmörku), Ragnhildur Guðmunds- dóttir, Haukum.  DAGUR Sigurðsson reyndi að hita upp fyrir leikinn en hætt var við að láta hann leika. „Ég var mjög nærri því en eftir á að hyggja held ég að það hafi verið rétt hjá þjálfurunum að hafa vit fyrir mér og láta mig ekki leika,“ sagði Dagur rétt áður en leik- urinn hófst. Hann hélt í morgun áleiðis til Japans.  VIÐUREIGN Aberdeen og Moth- erwell í skosku deildabikarkeppn- inni var frestað í gærkvöldi, en 21 úr hópi leikmanna og stjórnenda Aber- deen liggur nú rúmfastur sökum flensu.  ENSKA knattspyrnusambandið hefur fengið í hendur ákæru frá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna óláta sem stuðnings- menn enska landsliðsins höfðu í frammi í landsleik Englands og Slóv- akíu á dögunum. UEFA hefur einnig ákært knattspyrnusamband Slóvak- íu fyrir að aðhafast ekkert er stuðn- ingsmenn liðsins höfðu í frammi kyn- þáttafordóma í garð ensku lands- liðsmannanna Emile Heskey og Ashley Cole í leiknum.  ENGLENDINGAR eiga yfir höfði sér háa sekt en Slóvakar fá vænt- anlega ekki að hafa áhorfendur á næstu heimaleikjum liðsins. Dæmt verður í málunum tveimur 21. nóv.  MICHAEL Jordan, þekktasti körfuknattleiksmaður fyrr og síðar, mun ekki verða í byrjunarliði Wash- ington Wizards í vetur í NBA-deild- inni, og er þetta í fyrsta sinn á 15 ára ferli hans sem atvinnumaður að Jordan er „á bekknum“ í upphafi leiks. Jordan segir í viðtali við NBC að sér þyki hlutverk sitt vera mik- ilvægt eigi að síður. „Ég er ekki framtíðin í þessu liði og ég veit hvernig ég get hjálpað liðinu í vet- ur,“ segir Jordan sem er fertugur að aldri og hefur unnið sex meistara- titla með Chicago Bulls.  GRANT Hill lék að nýju með Or- lando Magic í fyrrakvöld í NBA- deildinni í körfuknattleik en Hill hef- ur verið meiddur undanfarin tvö keppnistímabil, vegna ökklabrots. Hill lék í 33 mínútur og skoraði 18 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoð- sendingar.  ALLT bendir til þess að Gary Pay- ton verði látinn fara frá NBA-liðinu Seattle Supersonics á næstunni en samningur hans við liðið rennur út í lok keppnistímabilsins. Payton er ekki sáttur við ákvarðanir eigenda liðsins á undanförnum árum og telur að Seattle eigi ekki möguleika á meistaratitli á næstu árum.  ÍTALSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að Juan Sebastian Veron gæti verið á förum til Lazio að nýju þegar opnað verður fyrir félaga- skiptin í ensku úrvalsdeildinni í jan- úar. Lazio er reiðubúið að láta leik- mann upp í kaupin á Veron og hafa nöfn Alvaro Recoba, Mohamed Kall- on og Stephane Dalmat verið nefnd í því sambandi.  ÞÝSKIR fjölmiðlar eru harðorðir í garð Bayern München eftir fall liðs- ins í Meistaradeildinni og þeirri stað- reynd að þátttöku Bæjara í Evrópu- keppninni á þessu tímabili er lokið. „Skömm“ er aðalfyrirsögnin í Bild og þar segir ennfremur; mesta nið- urlægingin í sögu Bayer München. Ottmar Hitzfeldt, þjálfari liðsins, fær sinn skerf og sum blöð ganga svo langt að segja að hann eigi að segja starfi sínu lausu.  SKOSKI kylfingurinn Colin Montgomerie hefur neitað þeim orð- rómi að hann hyggist hætta á næsta ári en hinn 39 ára gamli Montgomer- ie hefur átt við þrálát meiðsl í baki að stríða. „Ég vil hætta sem atvinnu- maður eins nálægt toppnum eins og hægt er. Hvort það verður eftir tvö, fjögur eða sex ár er ekki gott að segja. Ég ætla hinsvegar ekki að leika golf sem atvinnumaður, vitandi það að ég sé á niðurleið, það sem eft- ir er ferilsins,“ sagði Montgomerie við BBC. FÓLK f velli með um tuttugu sekúndna ibili en þeir voru skynsamir og u boltanum lengi og náðu að ra með því að henda boltanum á n risavaxna línumann, Mark Drag- ki, en Ólafur jafnaði fimm sek. síð- r skemmtilegu hraðaupphlaupi. ftir þrettán mínútna leik var stað- 7:17 og Þjóðverjar skoruðu fjögur k í röð eftir klaufaleg mistök ís- ka liðsins í sókninni. Sigurður rnason minnkaði muninn, 21:18. ftir hléið komu þrjú þýsk mörk í og staðan orðin 24:18. Á þessum a misstu Þjóðverjar mann útaf en u að síðar var réttilega dæmd leik- a á íslenska liðið. Raunar var leið- gt að sjá hversu illa gekk í sókn- einum fleiri. að sem eftir var leiks var jafnræði liðunum en þau undur og stór- ki gerðust að Ísland fékk sína tu brottvísun þegar síðari hálf- ur hafði staðið í 23 mínútur og 56 úndur, þá var Sigfúsi vikið af velli. uðmundur var maður leiksins í , lék eins og hann gerir best. Pat- ur átti ágætan leik, svo og Sigfús ann skoraði ekki mikið. Þrátt fyr- ð vera lengstum með mann á sér aði Ólafur meira en gegn Rússum Aron kom sterkur inn. tra tap Morgunblaðið/Mikael Forslund ar í gegnum þýsku vörnina og skorar eitt af sex mörkum sínum. ÁHORFENDUR brugðust, sagði í fyrirsögn Borlänge Tidningen í gær eftir leikina þar í bæ í fyrra- kvöld. Ástæðan var að aðeins um 600 áhorfendur lögðu leið sína á leikina, en mótshaldarar bjuggust við að það yrði fullt hús, eða 1.700 manns. Ein af ástæðum þess að fáir áhorfendur voru fyrsta kvöldið var að íshokkíleikur var í næsta bæ og þangað flykktist fólk enda íshokkí vinsæl íþrótt í Svíþjóð. Enginn ís- hokkíleikur er í nágrenninu í kvöld þegar Ísland mætir Júgóslövum og búast aðstandendur mótsins við fullu húsi enda mætast Rússar og Þjóðverjar í fyrri leik kvöldsins. Fáir áhorfendur Eftir þrjár mínútur voru KR-stúlkur með 6:2 forystu en þá hrukku gestirnir í gang og jöfnuðu þegar hittnin brást KR illilega auk þess að Keflvíkingar voru mun sterkari í frá- köstum. Jafnt var með liðunum þar til í byrjun annars leikhluta en þá hertu gestirnir enn meira á sprettinum og við því átti KR ekkert svar svo að tíu stig skildu liðin að í leikhléi, 29:39. KR-stúlkur komu ákveðnar til síð- ari hálfleiks og náðu með ærinni fyr- irhöfn að minnka muninn niður í fjögur stig á sjö mínútum, 45:41. En þar við sat, baráttan kostaði sitt og Keflvíkingar áttu nóg eftir, stilltu einbeitinguna og hættu ekki fyrr en munurinn var 20 stig, 51:71, og tæp- ar fimm mínútur til leiksloka. Þar með var sigurdraumur KR úti og baráttuþrekið fjaraði út. „Við vorum ekki nógu harðar í frá- köstum og þær tóku of mikið af sókn- arfráköstum,“ sagði Hildur Sigurð- ardóttir úr KR eftir leikinn en hún átti góðan leik ásamt Hönnu Kjart- ansdóttur og Grétu Maríu Grétars- dóttur. KR-stúlkur börðust nógu mikið en kappið var oft of mikið. Hildur hafði nóg að gera við að reyna halda aftur af nýjum erlendum leik- manni Keflavíkur. „Við vissum lítið um útlending þeirra þó að hann hafi verið á Íslandi í fyrra. Það var erfitt að eiga við hana, hún virtist alltaf geta skotið og var klók í fráköstun- um. Deildin verður mjög jöfn í vetur, margir eru komnir með útlendinga og fleiri munu eflaust koma.“ Við annan tón kvað hjá Önnu Mar- íu Sveinsdóttur leikmanni og þjálf- ara Keflvíkinga. „Þetta var frábær leikur hjá okkur, sérstaklega varn- arleikur á köflum auk þess að við hittum þokkalega vel og spiluðum saman sem lið. Við ætluðum okkur að byrja með góða vörn og ná hraða- upphlaupum, eins og við höfum lagt upp með í öðrum leikjum. Það tókst og þegar við höfðum hleypt þeim inn í leikinn í byrjun síðari hálfleiks sett- um við í gírinn aftur og þá var ekki að spyrja að leikslokum,“ sagði Anna María eftir leikinn. Sonja Ortega var drjúg með 21 stig auk þess að sýna góða tækni við að taka fráköst. Mar- ín Rós Karlsdóttir skoraði úr fimm þriggja stiga körfum og Kristín Blöndal, Birna Valgarðsdóttir og Rannveig Randversdóttir voru drjúgar. Erla Þorsteinsdóttir lék ekki með en þjálfarinn reiknar með að hún verði tilbúin í næsta leik. Öruggt hjá Keflavík KEFLAVÍKURSTÚLKUR héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi, er þær unnu sinn fimmta leik þegar þær lögðu KR að velli í Vesturbænum 82:61. Þær náðu strax undirtökunum og þegar Vesturbæingar náðu að saxa aðeins á for- skotið spýttu þær í lófana og stungu af. Stefán Stefánsson skrifar POUL Hansen, þjálfari danska úr- valsdeildarliðsins AGF frá Árósum, segir íslensku knattspyrnumennina þrjá hjá Lokeren ekki vera þá leik- menn sem hann og Ólafur H. Krist- jánsson aðstoðarþjálfari hafi verið að skoða þegar þeir gerðu sér ferð til Belgíu á mánudaginn að sjá lið Lokeren etja kappi við Andwerpen. „Íslendingarnir eru ekki inni í myndinni hjá okkur,“ sagði Hansen í samtali við BT í gær og vildi lítið gefa út á í hvaða erindagjörðum hann og Ólafur hefðu verið. Ólafur er sagður þekkja vel til Íslending- anna Arnars Þórs Viðarssonar, Arn- ars Grétarssonar og Rúnars Krist- inssonar hjá Lokeren, einkum þó Arnars Þórs. Segir blaðið að þeir fé- lagar hafi líklega verið að leita eftir markaskorara og nefnir m.a. til sög- unnar tvítugan Gíneumann, Samb- egou Bangoura, sem þykir afar markheppinn og er í röðum Lok- eren. Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. „Ég skal viðurkenna að ég fylgdist með hon- um en þar með er ekki sagt að þetta sé sá leikmaður sem ég er að leita eftir,“ segir Hansen. Íslendingarnir koma ekki til greina ÞAÐ var hraður handknattleikur sem leikinn var í fyrstu umferð heimsbikarmótsins í Borlänge í fyrrakvöld. Í leik Júgóslavíu og Þýskalands, sem Þjóðverjar unnu 31:24, voru sóknirnar 122 talsins, 62 hjá Júgóslövum og 60 hjá Þjóð- verjum. Í leik Íslands og Rússlands, sem Rússar unnu 39:28, voru sókn- irnar tveimur færri eða 120 talsins. Þar sem hver handboltaleikur stend- ur í 60 mínútur er ljóst að á hverri mínútu eru tvær sóknir í leik Íslands og Rússlands og rúmlega tvær sókn- ir á mínútu í leik Júgóslavíu og Þýskalands. Hraðinn í alþjóðlegum handknattleik hefur aukist mikið síðustu árin og má sem dæmi nefna að leik Júgóslavíu og Rúmeníu í fyrsta úrslitaleik heimsbikarmótsins árið 1971 lauk með sigri Júgóslava 17:15 eftir tvær framlengingar. Staðan í hálfleiki hjá Júgóslövum í fyrradag var 17:12 fyrir Þýskaland. Mikill hraði í Svíþjóð ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.