Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 C FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Nefndin
Miðar verða seldir í forsölu í Víkinni, s. 581 3245,
og hjá Erni Guðm. s. 892 6462,
Jóhannesi Guðm. s. 564 1695, og Sigurði Georgss. s. 896 3940.
Herrakvöld Víkings
verður haldið föstudaginn 15. nóv. nk. í Víkinni
og hefst kl. 19:30.
Dagskrá:
Gestur: Einar Kárason rithöfundur.
Veislustjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri.
Skemmtiatriði: Hin landsfræga eftirherma Jóhannes Kristjánsson.
Léttur pistill: Guðjón Guðmundsson, Gaupi íþróttafréttamaður.
Happdrætti: Glæsilegir vinningar.
KNATTSPYRNA
UEFA-keppnin
Önnur umferð, seinni leikur:
Hertha Berlín - Apoel Nicosia ................4:0
Michael Preetz 8., Marcelinho 13., Stefan
Beinlich 61., Luizao 67.
Hertha vann samanlagt 5:0.
Frakkland
Ajaccio - Auxerre ......................................1:0
Le Havre - Lyon........................................1:2
Skotland
Bikarkeppnin:
Dunfermline - Glasgow Rangers .............0:1
Spánn
Bikarkeppnin:
Numancia - Celta Vigo..............................1:0
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Selfoss/Laugdælir - ÍS..........................76:69
Þetta voru fyrtu stig liðsins en ÍS er enn án
stiga.
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Essodeildin:
Selfoss: Selfoss - ÍR ...................................20
Vestmannaeyjar: ÍBV - UMFA ................20
1. deild kvenna, Essodeildin:
Kaplakriki: FH - Valur ..............................20
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Grafarvogur: Fjölnir - Þór Þ. ....................20
Sandgerði: Reynir - Ármann/Þróttur ......20
Í KVÖLD
Markaðurinn er mjög erfiðurnúna og ég held að það séu
aðeins tvö laus störf í Englandi um
þessar mundir, hjá Sheffield
Wednesday og Barnsley,“ sagði
Guðjón en skömmu eftir samtalið
var frá því greint að Chris Turner
hefði verið ráðinn knattspyrnu-
stjóri hjá Wednesday. Áfram eru
þó tvö lið án stjóra því Turner yf-
irgaf stjórastöðuna hjá enska 3.
deildarliðinu Hartlepool.
„Það er mikið af stórum nöfnum
í þessum bransa sem eru atvinnu-
laus og til að mynda var Joe Royle
búinn að vera atvinnulaus í sautján
mánuði áður en hann var ráðinn til
Ipswich. Pulis sem fór til Stoke var
búinn að vera án starfs í tæp tvö ár
svo það getur liðið nokkur tími þar
til eitthvað hleypur á snærið hjá
manni. Þetta er auðvitað hundleið-
inleg staða sem ég er í en maður
verður að hafa taugar í þetta líka. “
Guðjón segist vilja reyna til
þrautar hvort hann komist að í
Englandi en hann segir mikinn
mun að starfa þar heldur en á
Norðurlöndum. „Ég afþakkaði boð
í sumar og haust um að fara til fé-
laga á Norðurlöndum. Ég tók að
mér þetta tímabundna verkefni hjá
Start en eftir að hafa kynnst vinnu-
umhverfinu þar þá er munurinn
gríðarlegur í Noregi og í Eng-
landi.“
Guðjón
með allar
klær úti
„ÞAÐ er ekkert að gerast hjá
mér eins og er en ég með allar
klær úti aðallega þó hér á Bret-
landseyjum,“ sagði Guðjón
Þórðarson knattspyrnuþjálfari í
samtali við Morgunblaðið í gær
en hann er fluttur aftur til Stoke
eftir tímabundið starf hjá Start í
Noregi.
Filippo Inzaghi, framherji AC Mil-an og ítalska landsliðsins í knatt-
spyrnu, segist í viðtali við franska
blaðið l’Equipe vera þeirrar skoðun-
ar að ítalska knattspyrnan sé sú
sterkasta í Evrópu þó svo að margir
vilji meina að ítalska knattspyrnan
hafi dregist aftur úr á undanförnum
misserum og bæði deildirnar á Spáni
og Englandi séu sterkari.
„Þó svo Meistaradeildin sé
skammt á veg komin hefur AC Milan
sýnt það og sannað að það hefur
burði til að ná langt og ég vona að
ítalska knattspyrnan sé aftur að
komast á þann stall sem hún var á.
Það er engin launung að við stefnum
á að vinna Meistaradeildina,“ segir
Inzaghi. AC Milan hefur þegar
tryggt sér farseðilinn í aðra umferð
Meistaradeildarinnar ásamt Juvent-
us og möguleiki er á að Ítalir eigi
fjóra fulltrúa í 16 liða úrslitum
keppninnar því bæði Inter og Roma
eiga góða möguleika á að komast
áfram.
Inzaghi hefur heldur betur látið að
sér kveða á tímabilinu. Þessi snagg-
aralegi framherji hefur skorað 17
mörk á leiktíðinni og er sem stendur
markahæstur í Meistaradeildinni
með 8 mörk.
Inzaghi gekk í raðir AC Milan í
fyrra frá Juventus og með tilkomu
hans hefur sóknarleikur Mílanóliðs-
ins styrkst verulega.
„Ég hef fundið mig ákaflega vel
hjá AC Milan og ég vonast innilega til
þess að geta endað feril minn hjá fé-
laginu,“ segir Inzaghi sem er 29 ára
gamall.
Inzaghi segir fyrirmynd sína á
knattspyrnuvellinum vera Hollend-
inginn Marco van Basten sem gerði
garðinn frægan með AC Milan á ár-
um áður og var einn af lykilmönnum
þess þegar það var sterkasta fé-
lagslið í Evrópu með leikmenn á borð
við Ruud Gullitt og Frank Rikjard
innanborðs.
Reuters
Filippo Inzaghi, AC Milan, fagnar marki í leik gegn Tórínó.
Ítalska knattspyrn-
an sú sterkasta
SVEIT Golfklúbbs Reykjavíkur gekk
ekki nægilega vel á öðrum degi Evr-
ópumóts klúbba í golfi sem haldið er á
Parco de Madici við Róm á Ítalíu.
Sveitin lék í gær á 150 höggum, sem er
þremur höggum betra en fyrsta dag-
inn en dugði þó ekki nema í 16.–17.
sæti af 23 sveitum.
Pétur Óskar Sigurðsson lék best GR-
inga í gær, kom inn á 73 höggum en
Birgir Már Vigfússon, sem lék fyrsta
hringinn á 74 höggum, lauk leik í gær
á 77 höggum og Björn Þór Hilmarsson
á 84 en hann lék á 79 fyrsta daginn eins
og Pétur Óskar.
Franskur klúbbur er í efsta sætinu á
280 höggum, tveimur höggum betri en
Vilamoura-klúbburinn í Portúgal. GR
er á 303 höggum eins og skoski klúbb-
urinn.
Í einstaklingskeppninni er Englend-
ingur bestur á 137 höggum, Birgir Már
er í 28.–32. sæti á 151 höggi, Pétur
Óskar í 33.–36. sæti á 152 höggum og í
60. sæti er Björn Þór á 163 höggum en
keppendur eru 69 talsins.
Erfitt hjá
sveit GR
ARGENTÍNUMAÐURINN D
Maradona hefur ákveðið að áf
dómi sem féll í gær á Ítalíu ve
skattamála knattspyrnumann
en skattayfirvöld á Ítalíu vilja
rúmlega 2,3 milljarða ísl. kr. í
hlut sem Maradona er sagður h
stungið undan er hann lék sem
Marado
Brasilíumaðurinn í liði Herthu, Alex Alves, í baráttu við varnarmann Apo
isson lék ekki með Herthu í gær er liðið tryggði sér rétt til að kepp
Þær raddir gerast sífellt hávari að hann rói hugsanleg
önnur mið og hefur m.a. verið
getum að því að hann taki
þjálfun Barcelona en Louis
Gaal þykir orðinn valtur í ses
stól þjálfara félagsins. Eriksson
með samning við enska kn
spyrnusambandið fram yfir E
ópukeppnina eftir tvö ár.
Eftir að Adam Crozier, fr
kvæmdastjóri enska knattspyr
sambandsins, sagði starfi
lausu í síðustu viku og í framh
inu Steve McLaren aðstoðarþj
ari hófust vangaveltur þess e
að Eriksson taki einnig hatt
og staf. Reyndar hefur Eriks
neitað því að fyrir dyrum stand
Framt
Göra
SVEN Göran Eriksson, lands-
liðsþjálfari Englendinga í kna
spyrnu, hittir forráðamenn
enska knattspyrnusambands
ins í dag þar sem ræða á fram
hans sem landsliðsþjálfara.
MIKILL vindur ríkir á Perelada- golf-
vellinum á Spáni þar sem 2. stig úrtöku-
mótsins fyrir evrópsku mótaröðina í
golfi átti að hefjast í gær en forsvars-
menn keppninnar hafa ákveðið að fresta
keppni vegna ofsaveðurs á svæðinu þar
til í dag, föstudag. Birgir Leifur Haf-
þórsson, GL, leikur á Perelada-vellinum
en einnig er keppt á tveimur öðrum völl-
um á 2. stigi úrtökumótsins.
Birgir Leifur lék
ekki vegna veðurs
JOE Royle, knattspyrnustjóri Ips-
wich, er á höttum eftir miðherja, til
að hressa upp á leik liðsins. Hann vill
fá Francic Jeffers lánaðan frá Ars-
enal í mánuð.
PORTÚGALSKI landsliðsmaður-
inn Luis Figo staðfesti það í gær, að
hann vildi leika með ensku liði áður
en hann hætti. „Ég vil þaka þátt í
ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Figo,
30 ára, leikmaður hjá Real Madrid.
REAL Madrid keypti hann frá
Barcelona fyrir tveimur árum, en
þangað kom hann frá Sporting
Lissabon 1995. Hann valdi frekar
Spán en Ítalíu en Juventus og
Parma vildu fá hann og ítölsk lið
vilja hann enn.
SIR Alex Fergusson, knatt-
spyrnustjóri Man. Utd., hefur lengi
haft augastað á Figo.
SUÐUR-Kóreumenn vonast til að
Richard Møller Nielsen, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu,
taki við landsliði þeirra. Þeir hafa
verið án þjálfara síðan að Hollend-
ingurinn Guus Hiddink hætti störf-
um eftir HM sl. sumar.
HOWARD Wilkinson, nýráðinn
knattspyrnustjóri Sunderland, gekk
í gær frá ráðningu Svíans Stefan
Schwarz, 33 ára, í starf þjálfara hjá
liðinu, en Schwarz er einnig leik-
maður liðsins. Hans á að hafa yfir-
umsjón með þjálfun yngri leikmanna
liðsins. Schwarz hefur yfir mikilli
reynslu að ráða – hefur leikið með
Arsenal, Benfica og Fiorentina.
FÓLK