Morgunblaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 4
GUÐFINNUR Kristmannsson
skoraði eitt mark fyrir Wasaiterna
sem steinlá fyrir Lugi, 33:23, í
sænsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik í fyrrakvöld. Wasaiterna er í 10.
sæti af tólf liðum með 8 stig.
KNATTSPYRNUMAÐURINN
Dennis Wise hefur farið fram á að fá
lögreglufylgd þar til 16. nóvember er
lið hans Millwall mætir Leicester í
ensku 1. deildinni, en Wise hefur
fengið hótunarbréf frá stuðnings-
mönnum Leicester að undanförnu. Í
haust var Wise sagt upp störfum hjá
Leicester eftir að hann hafði ráðist á
félaga sinn, Callum Davidson, í æf-
ingaferð liðsins með þeim afleiðing-
um að Davidson kinnbeinsbrotnaði.
WISE hefur hinsvegar farið í
skaðabótamál gegn Leicester og
krafist þess að fá rúmlega 260 millj.
ísl. kr frá liðinu. Nú hafa stuðnings-
menn Leicester tekið til sinna ráða
og sent Wise fjölmörg bréf þar sem
honum er hótað að eitthvað slæmt
muni henda hann í nánustu framtíð
láti hann ekki málið gegn Leicester
niður falla. Lögreglan mun því verða
í næsta nágrenni við Wise á næstu
dögum.
STIG Töfting segist ekki fara frá
Bolton fyrr en samningur hans renn-
ur út næsta sumar, en félagið stytti
samninginn á dögunum eftir að hann
var dæmdur í fjögurra mánaða fang-
elsi fyrir að ganga í skrokk á tveimur
mönnum á veitingastað í Kaup-
mannahöfn í sumar. Eftir að samn-
ingurinn var styttur hefur verið þrá-
látur orðrómur um að Töfting gangi
til liðs við Árósa AGF þegar opnað
verður fyrir félagsskiptagluggann í
byrjun næsta árs.
CHRIS Turner var í gær ráðinn
knattspyrnustjóri Sheffield Wedn-
esday. Hann var áður við stjórnvöl-
inn hjá þriðju deildar liðinu Hartle-
pool. Turner segir það verða sitt
fyrsta verk að tryggja liðinu áfram-
haldandi veru í 1. deild. Þegar það
verður tryggt verður stefnan sett á
úrvalsdeildina á nýjan leik.
BORTOLO Mutti var í gær vikið
úr starfi þjálfara hjá ítalska 1. deild-
arliðinu Reggina. 3:0 tap á móti Laz-
io í fyrrakvöld var kornið sem fyllti
mælinn hjá stjórnendum liðsins sem
er með 5 stig eftir átta leiki og situr í
fjórða neðsta sæti deildarinnar. Við
þjálfun Reggina tekur Luigi de Can-
io sem m.a. hefur stýrt Napoli.
JOE Royle, knattspyrnustjóri Ips-
wich, segist vonast til þess að sigur
liðsins á Middlesbrough í deildabik-
arnum í fyrrakvöld verði til þess að
auka sjálfstraust leikmanna, ekki
veiti af þar sem Ipswich hefur ekki
vegnað sem best á leiktíðinni og er
um þessar mundir í 20. sæti af 24 lið-
um í 1. deild.
ALLNOKKRIR stuðningsmenn
Leeds eiga yfir höfði sér sektir og
jafnvel bann frá kappleikjum eftir að
þeir rifu upp sæti á leikvangi Shef-
field United og hentu inn á völlinn
eftir að lið þeirra tapaði 2:1 fyrir
Sheffield í deildabikarnum í fyrra-
kvöld. Enska knattspyrnusamband-
ið hefur málið til rannsóknar en
myndir náðust af óeirðaseggjunum.
ENSKA knattspyrnusambandið
hefur ákveðið að herða mjög öryggi
með David Beckham þegar hann er í
verkefnum á vegum landsliðsins.
Þetta er gert í framhaldi af því að
upp komst um síðustu helgi að tveir
menn höfðu á prjónunum að ræna
eiginkonu Beckhams og tveimur
sonum þeirra.
FABIO Capello, þjálfari Roma á
Ítalíu, staðfesti í gær að hann hefði
mikinn áhuga á að fá Englendinginn
Steve McManaman til liðs við sig en
honum hefur gengið illa að festa sig í
sessi hjá Evrópumeisturunum frá
því hann gekk í raðir liðsins frá Liv-
erpool fyrir þremur árum.
FÓLK
Eins og fram hefur komið í frétt-um er ástandið hjá Brann ekki
burðugt og óvíst er hvað Teitur ger-
ir. „Ég er ekki búinn að ákveða hvað
ég geri. Það næsta hjá mér er að fara
í frí og síðan verðum við bara að sjá
til hvað gerist. Ég hef sagt að ég eigi
tvö ár eftir af samningi mínum og á
meðan ekkert annað gerist er ég
þjálfari hér. Það er hins vegar alveg
ljóst að það verður að gera eitthvað
og það verður að styrkja liðið því það
er alveg vonlaust að ná einhverjum
árangri í deildinni með þann mann-
skap sem ég er með núna. Ég er bú-
inn að segja forráðamönnum Brann
að ætli þeir að gera eitthvað af viti á
næstu leiktíð verði að kaupa í það
minnsta þrjá sterka leikmenn frá
efstu liðunum hér. Það er gjörsam-
lega vonlaust að halda inn í nýtt
tímabil við þær aðstæður sem verið
hafa hjá félaginu – með hnífinn að
hálsinum allt tímabilið.
Ég veit ekki hvað stjórnin gerir en
á næstu vikum mun hún fara yfir það
sem hefur gerst í ár hjá okkur og
hvað kemur út úr því veit maður
aldrei. Peningamálin eru auðvitað
mest aðkallandi því félagið er gjör-
samlega á hausnum – það er ekkert
flóknara en það. Það er verið að tala
um eitthvað sem hugsanlega geti
gerst til að bæta stöðuna á næstu
mánuðum, en hvað það er og hvort
það er rétt veit ég ekki þannig að
ástandið er í raun allt í lausu lofti,“
segir Teitur.
Nú er óvenjulegt að þrátt fyrir
gengi liðsins er þjálfaranum ekki
kennt um eins og oft vill verða.
„Já, það er nú oftast þannig og við
það verða menn að lifa séu þeir þjálf-
arar. Ég er hins vegar ánægður að
menn sjá að þetta var ekki hægt.
Raunar hafa forráðamennirnir sagt
að þetta væri ekki hægt nema með
því að kaupa menn, en þess í stað er-
um við búnir að selja heilt lið síðan
ég kom hingað fyrir þremur árum.“
Hann sagði að nokkur félög hefðu
haft samband við sig á tímabilinu en
hann hafi jafnan svarað því til að
hann væri samningsbundinn Brann.
Hvað gerist á næstu mánuðum
treysti Teitur sér ekki til að spá fyrir
um, en sagði ljóst að breytingar
væru nauðsynlegar, breytingar til
hins betra.
Leikurinn í Tallinn verður ekki
auðveldur fyrir Íslendinga
Ísland leikur landsleik í Eistlandi
20. nóvember. Þú þekkir vel til þar í
landi enda varstu landsliðsþjálfari
Eista áður en þú tókst vð Brann fyrir
þremur árum. Áttu von á að þetta
geti orðið skemmtilegur leikur?
„Já, ég gæti best trúað því. Eist-
neska landsliðið er á hraðri uppleið
og það hafa orðið miklar framfarir
hjá liðinu. Liðið leikur nú orðið mjög
skipulega og agað þannig að það er
liðin tíð að leikir við Eista séu eitt-
hvað auðveldir. Ég fylgist enn vel
með liðinu, enda eru strákarnir sem
ég var með þegar ég var þjálfari enn
í landsliðinu og ég hef gaman af að
fylgjast vel með og fæ upplýsingar
um hvernig liðinu er stillt upp og
annað sem viðkemur liðinu.
Liðinu hefur gengið nokkuð vel og
það er alveg ljóst að þetta verður
ekki léttur leikur fyrir Ísland. Ég
var í Tallinn í fyrrasumar og sá
landsleik við Hollendinga, sem þeir
unnu nú reyndar á endanum, 3:2.
Eistar voru lengi vel 2:1 yfir og voru
Hollendingar heppnir að tapa hon-
um ekki,“ sagði Teitur.
Spurður um hvort hann yrði heið-
ursgestur á leiknum, sagði Teitur:
„Nei, heiðursgestur verð ég nú ekki
en það er búið að hafa samband við
mig og spyrja hvort ég vilji ekki
koma og sjá leikinn. Ég ætla að sjá
til, við erum á leiðinni í frí og ég veit
ekki hvar ég verð þegar leikurinn
verður.“
Með hverjum myndir þú halda ef
þú yrðir á vellinum?
„Ætli ég yrði ekki að halda með
báðum og að dómarinn væri norsk-
ur!?
Nei, auðvitað myndi ég halda með
Íslandi,“ sagði Teitur.
Það var erilsamt og erfitt síðasta tímabil hjá Teiti Þórðarsyni, þjálfara Brann, en nú ætl-
ar hann að taka sér gott frí áður en hann ákveður hvert framhaldið verður hjá sér
Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, hafði ríka ástæðu til að fagna eftir sigurinn á Sandefjord og að erfiðu keppnistímabili loknu.
Breytinga er þörf
„ÞÚ GETUR nú rétt ímyndað þér hvort það er ekki þungu fargi af
manni létt eftir að hafa sloppið við að falla,“ sagði Teitur Þórðarson,
þjálfari norska liðsins Brann, kampakátur í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi. Teitur náði að tryggja sæti liðs síns í deildinni
á síðustu stundu með því að vinna síðari leikinn í aukakeppni um
laust sæti í deildinni. Naumara gat það vart verið.
Á heimsmeistarakeppni kvenna-
landsliða í knattspyrnu sem fram
fer í Kína næsta haust verður gerð
tilraun með að nota fimm dómara í
hverjum leik.
Að venju verður einn dómari og
tveir aðstoðardómarar á hliðarlín-
unum en að auki verða dómarar
fyrir aftan mörkin. Markmiðið með
dómurunum sem staðsettir verða
fyrir aftan mörkin er í fyrsta lagi
að fylgjast með leikmönnum sem
láta sig falla í vítateignum og í öðru
lagi að fylgjast með því þegar leik-
menn halda í keppnistreyjur hvor
annars í föstum leikatriðum á borð
við hornspyrnur.
Nefnd á vegum Alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins, FIFA, vonast
til þess að breytingin verði jákvæð
og verði sú viðbót sem til þurfi þar
sem knattspyrnan sé mun hraðari í
dag en áður. FIFA vill hinsvegar
ekki að farið verði að dæma eftir
myndbandsupptökum líkt og gert
er í fjölmörgum atvinnumanna-
íþróttum í Bandaríkjunum.
Fimm
dómarar
á HM
í Kína