Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.11.2002, Qupperneq 2
KÖRFUKNATTLEIKUR 2 B MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR ÍR - Hamar 107:87 Íþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, þriðjudaginn 19. nóv- ember 2002. Gangur leiksins: 0:1, 3:3, 8:3, 14:9, 14:19, 19:19, 19:21, 21:24, 30:26, 36:36, 36:38, 46:39, 51:41, 56:45, 56:47, 69:49, 71:60, 82:66, 84:77, 94:80, 96:85, 107:87. Stig ÍR: Eugene Christopher 28, Hregg- viður Magnússon 24, Sigurður Þorvalds- son 13, Eiríkur Önundarson 12, Fannar F. Helgason 11, Ómar Örn Sævarsson 8, Ólafur J. Sigurðsson 6, Pavel Ermol- inskij 5. Fráköst: 28 í vörn - 15 í sókn. Stig Hamars: Robert O’Kelley 30, Svav- ar Birgisson 26, Lárus Jónsson 12, Pétur Ingvarsson 9, Marvin Valdimarsson 6, Svavar Pálsson 4. Fráköst: 25 í vörn - 6 í sókn. Villur: ÍR 20 - Hamar 26. Dómarar: Jón Bender og Bjarni G. Þór- mundsson. Áhorfendur: Tæplega 100. Valur - Keflavík 61:114 Hlíðarendi, Reykjavík: Gangur leiksins: 0:5, 4:9, 4:29, 6:29, 13:31, 13:38, 22:42, 24:50, 26:52, 28:62, 31:62, 31:71, 35:77, 42:87, 43:87, 47:91, 47:102, 53:108, 61:114. Stig Vals: Laverne Smith 16, Bjarki Gústafsson 15, Guðbjörn Sigurðsson 10, Ægir Már Jónsson 9, Hinrik Gunnarsson 4, Gylfi Már Geirsson 3, Kjartan Orri Sigurðsson 2, Ragnar Steinsson 2. Fráköst: 23 í vörn - 16 í sókn. Stig Keflavíkur: Damon S. Johnson 33, Gunnar Einarsson 23, Kevin Grandberg 18, Guðjón Skúlason 9, Magnús Gunn- arsson 9, Sverrir Þór Sverrisson 7, Jón N. Hafsteinsson 6, Gunnar Stefánsson 5, Falur Harðarson 2, Hjörtur Harðarson 2. Fráköst: 32 í vörn - 11 í sókn. Villur: Valur 21 - Keflavík 20. Dómarar: Einar Skarphéðinsson og Georg Andersen. Áhorfendur: 42. Skallagr. - Breiðablik 71:74 Íþróttamiðstöðin Borgarnesi: Gangur leiksins: 3:5, 3:6, 9:9, 11:11, 14:18, 15:21, 20:26, 20:28, 27:32, 32:37, 38:39, 38:45, 40:51, 45:56, 50:56, 53:58, 63:59, 67:65, 69:69, 71:74. Stig Skallagríms: Isaac Hawkins 21, Pétur Sigurðsson 15, Hafþór Gunnarsson 13, Valur Ingimundarson 8, Finnur Jóns- son 6, Pálmi Sævarsson 4, Sigmar Eg- ilsson 1, Egill Egilsson 1. Fráköst: 25 í vörn - 15 í sókn. Stig Breiðabliks: Kenneth Tate 26, Frið- rik Hreinsson 13, Mirko Virijevic 11, Pálmi Sigurgeirsson 10, Jón A. Ingvars- son 9, Þórólfur H. Þorsteinsson 5. Fráköst: 30 í vörn - 9 í sókn. Dómarar: Einar Einarsson og Kristinn Óskarsson höfðu góð tök á leiknum. Áhorfendur: 190. Tindastóll - Njarðvík 85:86 Íþróttahúsið Sauðárkróki: Gangur leiksins: 5:2, 9:6, 14:18, 20:20, 25:23, 27:26, 30:29, 36:35, 39:39, 39:47, 44:50, 49:55, 56:59, 60:63, 62:65, 66:69, 70:74, 77:76, 80:82, 85:86. Stig Tindastóls: Clifton Cook 33, Krist- inn Friðriksson 14, Michail Antropov 12, Einar Aðalsteinsson 9, Maurice Carter 8, Sigurður Grétar Sigurðsson 6, Óli Barð- dal 2, Helgi R.Viggósson 1. Fráköst: 39 í vörn - 17 í sókn. Stig Njarðvíkur: G.J. Hunter 23, Páll Kristinsson 17, Friðrik Stefánsson 16, Sigurður Einarsson 10, Teitur Örlygsson 9, Halldór Karlsson 8, Guðmundur Jóns- son 2, Ólafur Ingvason 1. Fráköst: 28 í vörn - 14 í sókn. Villur: Tindastóll 25 - Njarðvík 18. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson. Áhorfendur: 330. Snæfell - Haukar 78:79 Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi: Gangur leiksins: 10:8, 18:14, 20:17, 20:20, 25:20, 30:26, 38:38, 42:40, 46:42, 50:44, 53:44, 55:50, 57:58, 59:60, 61:67, 67:72, 71:74, 73:78, 76:78, 78:79. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 23, Clifton Bush 22, Helgi Reynir Guð- mundsson 8, Jón Ólafur Jónsson 6, Georgi Bujuklien 6, Daði H. Sigurþórs- son 4, Andrés M. Heiðarsson 4, Sig- urbjörn Þórðarson 3. Lýður Vignisson 2. Fráköst: 26 í vörn - 11 í sókn. Stig Hauka: Stevie Johnson 18, Sævar Haraldsson 14, Predrag Bojovic 11, Mar- el Guðlaugsson 10, Davíð Ásgrímsson 7, Ottó Þórsson 7, Þórður Gunnþórsson 5, Lúðvík Bjarnason 4, Ingvar Guðjónsson 3. Fráköst: 30 í vörn - 5 í sókn. Villur: Snæfell 19 - Haukar 15. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Erlingur Erlingsson, voru lítið áberandi í leiknum, sem er til merkis um góða frammistöðu. Áhorfendur: 220. Staðan: KR 7 6 1 620:525 12 Keflavík 7 5 2 725:558 10 Grindavík 7 5 2 623:538 10 Haukar 7 5 2 601:558 10 Njarðvík 7 5 2 563:551 10 ÍR 7 4 3 592:616 8 Tindastóll 7 3 4 606:619 6 Breiðablik 7 3 4 629:638 6 Snæfell 7 2 5 538:560 4 Hamar 7 2 5 666:759 4 Skallagrímur 7 1 6 520:618 2 Valur 7 1 6 497:640 2 1. deild karla ÍS - Stjarnan..................................... 73:72 Staðan: KFÍ 6 5 1 519:491 10 Reynir S. 5 4 1 454:366 8 Ármann/Þróttur 6 4 2 545:505 8 Þór Þorl. 6 4 2 492:454 8 Selfoss/Laugd. 5 2 3 375:396 4 Fjölnir 5 2 3 424:457 4 Stjarnan 5 1 4 361:381 2 ÍS 6 1 5 409:448 2 Höttur 4 1 3 260:341 2 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Atlanta - Toronto............................ 117:92 New York - Detroit .......................... 94:91 Golden State - LA Clippers ............ 89:99 New Jersey - Denver....................... 99:79 San Antonio - Cleveland ................ 104:78 KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur Suður-Afríka - Senegal....................... 1:1 Shaun Bartlett 66. - Mamadou Niang 68.  Senegal sigraði í vítaspyrnukeppni, 4:1, og hlaut Nelson Mandela-bikarinn. Sara Jónsdóttir er Íslandsmeistari í ein- liðaleik kvenna í badminton en ekki Ragna Ingólfsdóttir eins og sagt var í myndatexta Morgunblaðsins í gær. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING Áhorfendur á Sauðárkróki fengu svosannarlega nokkuð fyrir krónurn- ar sínar þegar Tindastóls og Njarðvík- ur mættust og gestirnir höfðu betur 86:85. Bar- ist var frá fyrstu mín- útu til hinnar síðustu, liðin léku ágæta vörn og sóknarleikurinn var frábær lengst- um hjá báðum liðum, og sigurinn hefði eins og tölurnar sýna getað fallið hvor- um megin sem var. Lengst af fyrri hálfleik var allt í járn- um, allt þar til rétt fyrir hálfleik þegar gestirnir komust þrisvar inn í klaufa- legar sendingar heimamanna og náðu að breyta stöðunni á síðustu mínútu hálfleiksins úr 39:41 í 39:47. Í þriðja leikhluta komu heimamenn mun ákveðnari til leiks og þrátt fyrir að Njarðvíkingar næðu mest 10 stiga for- skoti í upphafi leikhlutans var það for- skot saxað jafnt og þétt niður og rétt fyrir lok leikhlutans var munurinn eitt stig, en karfa á lokasekúndunni var gestanna og munurinn þrjú stig. Þegar hér var komið sögu voru þrír heima- manna komnir með fjórar villur, þeir Axel, Helgi og Antropov og setti það ótvírætt mark sitt á leikinn. Frumkvæðið var gestanna í síðata leikhuta, en þó tókst heimamönnum tví- vegis að jafna og komast yfir, og þegar 45 sekúndur lifðu af leiknum var mun- urinn eitt stig og brotið á Hunter sem skoraði úr öðru skotinu, og strax var brotið á sóknarmanni Tindastóls Helga Viggóssyni, sem einnig skoraði úr öðru vítinu og enn var munurinn eitt stig. Njarðvíkingar hófu sókn en Tindastóls- menn náðu boltanum, og brotið var á Cook sem skoraði úr öðru vítinu og náði að jafna. Njarðvíkingar hófu leikinn og Krist- inn braut á Teiti sem skoraði úr öðru skotinu og Tindastólsmenn áttu bolt- ann og innan við 10 sek. til loka. Carter fékk langa sendingu fram völlinn og Hunter fylgdi honum og kom í veg fyrir að hann næði að skora og sló boltann út af vellinum. Áhorfendur vildu meina að um brot hefði verið að ræða og létu vel í sér heyra, en dómararnir voru vissir í sinni sök og dæmdu Tindastól innkast þegar 2 sekúndur voru eftir og tóku heima- menn leikhlé, en hver svo sem áformin voru nýttust þau ekki og Njarðvíkingar hrósuðu sætum sigri. Tæpt í Stykkishólmi Haukar sigruðu Snæfell með einustigi, 79:78, í gærkvöldi þar sem Stevie Johnson tryggði sigurinn þegar hann hitti úr vítaskoti er 1,6 sekúnda var til leiksloka. Mikið jafn- ræði var með liðum Snæfells og Hauka framan af leik í gærkvöldi og nánast jafn á öllum tölum í fyrsta leikhluta. Góð barátta var í liðunum í þessum leik- hluta sem og reyndar í öllum leiknum. Helst var að þriggja stiga skotin vildu ekki niður hjá hvorugu liðinu. Í lok fyrri hálfleiks tók Snæfell góða rispu með Helga Reyni og Clifton í fararbroddi, en staðan í hálfleik var 46 stig Snæfells gegn 42 stigum Hauka. Eftir jafnan fyrri hálfleik var seinni hálfleikurinn mikið sveiflukenndari. Í upphafi síðari hálfleiks hélt kraftur heimamanna áfram og náðu þeir um tíma níu stiga forskoti á Haukana. Á þessum tíma léku heimamenn ágæta vörn sem kom dálitlu fáti á gestina. En um miðjan þriðja leikhluta gáfu Hauk- arnir í og náðu að jafna og komast yfir í lok leikhlutans. Fjórði leikhluti var eign Haukanna, mun meiri kraftur í þeim enn Snæfelli, enda héldu þeir um það bil fimm stiga forskoti alveg fram á síðustu mínútu leiksins. Þegar 9 sek. voru eftir jafnaði Clifton fyrir Snæfell og mikil spenna var í húsinu, Haukar tóku leikhlé og skipulögðu leik sinn síð- ustu andartökin. Stevie átti að fá bolt- ann og keyra að körfunni. Þetta heppn- aðist því þegar 1,6 sek. var eftir var brotið á honum og fékk hann tvö víta- skot þar sem hann hitti úr fyrra skotinu, sem dugði til sigurs. Haukaliðið var afar jafnt í leiknum, liðið er með unga og skemmtilega leik- menn innanborðs. Snæfellsliðið stóð sig vel í leiknum og voru leikmenn súrir í leikslok. Enn og aftur tapa þeir leik í fjórða leikhluta þrátt fyrir að breiddin hafi aukist í liðinu og fleiri leikmenn eru að koma inn á. Í síðasta leikhlutanum vöktu innáskiptingar hjá Snæfelli at- hygli, t.d. hvað Helgi Reynir og Hlynur hvíldu mikið. Helgi Reynir Guðmundsson átti mjög góðan leik í liði Snæfells, stjórn- aði spilinu vel að vanda. Hlynur Bær- ingsson var að leika einn sinn besta leik á heimavelli í vetur, skoraði 23 stig, tók 12 fráköst og barðist mjög vel bæði í vörn og sókn. Clifton Bush var einnig afar sterkur á báðum hlutum vallarins, með 13 fráköst og 22 stig. Georgi Buj- uklien, sem er kominn aftur til leiks með Snæfelli, en hann lék og þjálfaði liðið fyrir tveimur árum, eykur breidd- ina mikið í liðinu, en hann átti ágæta innkomu. Andrés Heiðarsson skilaði varnarhlutverkinu vel í leiknum. Lýður Vignisson og Jón Ólafur Jónsson fundu sig engan veginn í þessum leik og hafa oftast verið betri. Hjá Haukum lék Sævar Haraldsson mjög vel, fljótur og kraftmikill bak- vörður, sem lék vörn heimamanna oft grátt. Stevie Johnson hefur trúlega oft verið meira áberandi, hann komst oft lítið gegn sterkri vörn Snæfells, en þeg- ar á þurfti að halda í lokin stóð hann vel undir væntingum og bjargaði liði sínu fyrir horn. Þá var Predrag Bojovic mjög ógn- andi með sínum þriggja stiga skotum. Marel Guðlaugsson átti einnig ágæta kafla í leiknum en lítið bar hins vegar á Ingvari Guðjónssyni. Blikar höfðu betur Leik Skallagríms og Breiðablikslyktaði með naumum sigri Breiða- bliks 71:74. Framan af leit út fyrir að þetta yrði daufur leikur en í restina breyttist hann í mikinn spennu- leik. Fyrri hálfleikur var slakur hjá báðum liðum. Liðin fengu margsinnis dæmd á sig skref eða misstu boltann klaufalega. Blikarnir voru þrátt fyrir allt greini- lega mun ákveðnari í leik sínum. Lengi vel hirti Mirko Virijevic flest fráköstin á sama tíma og Isaac Hawkins náði sér ekki á strik hjá Skallagrímsmönnum. Staðan í hálfleik var 32:37. Eftir hlé héldu Blikar áfram að auka muninn. Þeir fengu mun meira svigrúm í sóknarleik sínum og miðjusvæðið stutt frá körfunni var oft autt svæði. Í síðasta leikhluta fóru hlutirnar að ger- ast. Skallagrímsmenn skoðuðu 15 stig á móti 7 stigum gestanna og komust yfir 67:65. Þarna varð kúvending í varnar- leik heimamanna jafnframt sem Isaac Hawkins lét meira til sín taka undir körfunni. Hraðinn var keyrður upp, en Blikar áttu svar við því og á síðustu tveimur mínútum leiksins breyttu þeir stöðunni úr 69:69 í 74:71. Jón A. Ingvarsson og Kenneth Tate fóru á kostum og voru bestu menn Breiðabliks í þessum leik. Jón átti 7 stoð sendingar og tók 11 fráköst og yfirvegun hans á síðustu mínútu skipti miklu um hvorum megin sigurinn lenti. Auk þess voru Mirko Virijevic og Friðrik H Hreinsson góðir, sérstaklega í fyrri hálf leik. Hjá Skallagrími voru Hafþór Gunn arsson og Isaac Hawkins atkvæðamest ir. Isaac tók 26 fráköst í sókn og vörn Léleg notkun í vítaskotum síðustu mín útur auk þess sem stress og skortur á sigurvilja kom í veg fyrir tvö dýrmæt stig fyrir Skallagrím. Keflavík kjöldró Val Keflvíkingar kjöldrógu Val rækilegaað Hlíðarenda í gærkvöldi – byrj uðu með látum, höfðu 29:4 forystu eftir níu mínútur og höfðu að eins fengið á sig þrjár villur. Sigurinn var aldr ei í hættu og Keflavík vann 114:61. Fyrsti leikhluta var nánast sprettur frá upphafi til enda. Gestirnir úr Kefla vík spiluðu stífan varnarleik og gáfu heimamönnum afar lítinn tíma til að spila enda fór oft svo að Valsmenn komust ekki yfir miðju. Það dró vígtennurnar úr þeim en Keflvíkingar slógu ekkert af. Í næsta leikhluta náðu Valsmenn að klóra í bakkann og halda í horfinu, þar munað um að Ægir Jónsson kom sterkur inná Hin mjög svo ágenga vörn Keflavíkur var búin að draga mesta máttinn úr Vals mönnum þegar kom fram í þriðja leik hluta og þó að þeir gæfu allt sitt í leikinn dugði það skammt gegn ofureflinu. „Besta sóknin er að spila vörn því góð sókn fylgir alltaf í kjölfarið,“ mælt Gunnar Einarsson spaklega eftir leikinn en hann átti góðan leik fyrir Keflavík „Þjálfarinn lagði upp með að einbeita sér FJÖGUR lið eru nú jöfn með tíu stig, tveimur stigum á eftir KR-ingum, í Intersport-deildinni í körfuknattleik karla. Keflavík, sem burstaði Val að Hlíðarenda, Grindavík, Haukar, sem lögðu Sneæfell með einu stigi í Stykkishólmi og Njarðvík sem vann Tindastól nyrðra með einu stigi. Breiðablik lagði Skallagrím í Borgarnesi með þremur stigum þannig að segja má að þrír af fimm leikjum sem fram fóru í gærkvöldi hafi verið æsispennandi. Það sama verður ekki sagt um leik Vals og Keflavíkur. ÍR-ingurinn Eugene C Á suðupunkti síðustu sekún Ríkharður Hrafnkelsson skrifar Björn Björnsson skrifar Guðrún Vala Elísdóttir skrifar Stefán Stefánsson skrifar HANDKNATTLEIKUR 1.deild kvenna, Esso-deild: Vestmannaeyjar: ÍBV - FH.......................19 Í KVÖLD GUNNLAUGUR Erlendsson körfuknattleiksmaður hefur til- kynnt félagaskipti úr úrvals- deildarliðinu Hamri í Hveragerði í sameiginlegt lið Selfoss og Laugdæla sem leikur í 1. deild. Gunnlaugur hefur leikið vel með liði Hamars í vetur og er þriðji stigahæsti leikmaður liðsins með 17 stig að meðaltali í leik. Gunn- laugur er 21 árs gamall fram- herji og verður hann löglegur með Selfoss/Laugdælum 13. des- ember n.k. Pétur Ingvarsson þjálfari og leikmaður Hamars sagði í gær að hann vissi ekki af hverju Gunnlaugur hefði ákveðið að yfirgefa Hamar. „Hér mega allir koma og æfa og reyna að komast í liðið. Að sama skapi mega allir fara ef þeim líkar ekki dvölin,“ sagði Pétur. Gunnlaugur frá Hamri TVEIR körfuknattleiksdómarar munu freista þess að gerast alþjóð- legir dómarar á næstunni en Körfu- knattleikssambandið samþykkti í vikunni að senda þá Jón Bender og Sigmund Má Herbertsson á nám- skeið fyrir tilvonandi alþjóðadóm- ara. Þeir félagar verða undir verndar- væng Jan Holmin, sem er eftirlits- dómari hjá FIBA, en hann mælti með Jóni og Sigmundi þegar hann kom á Valsmótið hér á landi í haust. Prófið sjálft verður haldið í apríl. Kristinn Albertsson, sem hefur verið FIBA-dómari um nokkurra ára skeið, endurnýjaði ekki alþjóða- réttindi sín í haust og eftir að Leifur Garðarsson var ráðinn skólastjóri í Hafnarfirði er óvíst að hann hafi tíma til að sinna dómarastörfum á vegum FIBA. Tveir í FIBA-próf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.