Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 4

Morgunblaðið - 20.11.2002, Page 4
FÓLK  BIRKIR Kristinsson markvörður og Þórður Guðjónsson eru einu leikmenn Íslands sem hafa leikið báða leikina gegn Eistlandi – 1994 á Akureyri og 1996 í Tallinn. Þórður kom inn á sem varamaður í báðum leikjunum, en er nú í byrj- unarliði, en Birkir kominn á bekk- inn.  ÍSLENSKA landsliðið leikur í hvítum búningum gegn Eistlandi í Tallinn. Dómari leiksins er frá Hollandi.  LEIKNUM, sem hefst kl. 16 að íslenskum tíma, er sjónvarpað beint til Íslands á RÚV. Þess vegna verða auglýsingar frá Sím- anum og Vífilfelli á vellinum, sem er heimavöllur Floru. Sautján af átján manna manna landsliðshópi Eistlands eru leikmenn eða hafa leikið með Floru.  GEIR Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands Íslands, kemur til Tallinn í dag til að fylgjast með leiknum. Þá kom fimmtán manna hópur frá Ís- landi í hópferð til Tallinn, til að mæta á leikinn.  ATLI Eðvaldsson og leikmenn hans fengu ekki að æfa á keppn- isvellinum í gær, þar sem það var verið að þurrka völlinn upp fyrir leikinn. Völlurinn var blautur vegna snjóa, en þrjá síðustu daga hefur hann verið hitaður upp fyrir átökin og sandur settur á hann. Landsliðið æfði tvisvar á gervi- grasvelli í gær.  SÍÐAST þegar leikið var hér í Tallinn komu feðgar við sögu. Eið- ur Smári Guðjohnsen skipti við pabba sinn, Arnór, á 62. mín. Þeir feðgar náðu aldrei að leika saman landsleik, þar sem Eiður Smári meiddist stuttu síðar, en þeir áttu að leika saman í næsta landsleik Íslands, gegn Makedóníu.  FEÐGAR eru nú einnig á ferð. Haukur Ingi sóknarleikmaður er sonur Guðna Kjartanssonar, að- stoðarmanns Atla og fyrrverandi fyrirliða landsliðsins.  BALDUR Bett, knattspyrnumað- ur, hefur framlengt samning sinn við FH-inga um eitt ár. Baldur er 22 ára gamall miðjumaður sem leikið hefur með Hafnarfjarðarlið- inu undanfarin þrjú ár.  RUDI Völler landsliðsþjálfari þýska landsliðsins í knattspyrnu hefur valið framherjann Fredi Bobic í lið sitt sem mætir Hollend- ingum í vináttulandsleik á morgun. Bobic hefur ekki leikið landsleik í fjögur ár og kemur inn í liðið í stað Carsten Jancker sem er meiddur. Völler valdi einnig Hanno Balitsch frá Bayer Leverkusen í liðið en hinn 21 árs gamli miðjumaður er nýliði og kemur í stað Carsten Ramelow sem er veikur.  BOBIC sem er þrítugur, var á sínum tíma markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar er hann lék með Stuttgart, en hann hefur skor- að átta mörk í s.l. níu leikjum með Hannover 96. Bobic fékk lítið að spreyta sig með Borussia Dort- mund og reyndi fyrir sér með Bolt- on í ensku úrvalsdeildinni s.l. vor.  LOGI Gunnarsson skoraði 15 stig fyrir lið sitt Ratiopharm Ulm á sunnudag í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik er liðið lagði Chem- nitz að velli 81:77. Logi hefur skor- að að meðaltali 16,3 stig að með- altali og tekur að 3 fráköst að meðaltali. Ulm er með 10 stig að loknum 14 umferðum og er liðið í 5. sæti af alls 17 liðum.  CLAUDIO Reyna, fyrirliði bandaríska landsliðsins í knatt- spyrnu, leikur líklega ekki meira með Sunderland í vetur. Hann meiddist á hné í síðasta mánuði og var skorinn upp af þeim sökum í fyrradag. Tryggvi Guðmundsson er mjögánægður með þá stöðu, sem hann leikur gegn Eistlendingum – fremstur miðju- manna, fyrir aftan Helga Sigurðsson, miðherja. „Þetta er algjör draumastaða. Þetta er staða sem leikmaður númer tíu leikur, sem leikstjórnandi fyrir aftan miðherja. Ég hef þann hæfileika að geta leikið í nokkrum stöðum á vellinum, einnig sem miðherji og vinstri útherji. Þetta er þó drauma- staðan,“ sagði Tryggvi, sem sagði að leikurinn gegn Eistlendingum legðist mjög vel í sig. „Ég er mjög vel upp- lagður, heitur og spenntur að fá tæki- færi til að leika í byrjunarliði Íslands á ný. Ég ætla þó ekki að lofa neinu, nema að ég mun gera mitt besta. Það geri ég alltaf þegar ég mæti til leiks til að leika knattspyrnu. Það verður engin breyting þar á er við mætum Eistum. Ég ætla þó ekki að lofa neinum mörk- um,“ sagði Tryggvi. Ætlum að leggja okkur alla fram Þórður var einnig ánægður að fá tækifæri hér í Tallinn. „Ég er mjög sáttur við að vera kominn á ný í lands- liðshópinn. Það er mikill heiður fyrir mig að vera kominn aftur í þennan samstæða hóp landsliðsmanna Ís- lands, eftir langa fjarveru. Það hefur verið erfiður róður hjá mér síðan ég fór til Kanaríeyja fyrir tveimur árum – til liðs við Las Palmas. Það var mik- ill léttir fyrir mig að losna frá Spáni og halda á ný til Bochum í Þýskalandi,“ sagði Þórður og hann sagði að hann væri mjög sáttur við niðurstöðuna í sínum málum. „Ég er ánægður og glaður með það sem ég er að gera í dag. Mér var tekið vel í Bochum og ekki skemmir það að mér hefur geng- ið vel með liðinu. Ég er kominn í eins góða æfingu og ég var í þegar best gekk. Ég er spenntur fyrir leiknum hér í Tallinn. Þó að þetta sé æfingaleikur er hann landsleikur. Við ætlum allir að leggja okkur fram í því sem við er- um að gera. Það eru fleiri í landsliðinu sem eru í svipaðri stöðu og ég – eru að koma inn eftir töluverðan tíma. Það eru allir ákveðnir að sýna sig og sanna á morgun. Sýna að það sé góð breidd í íslenskri knattspyrnu og að menn séu tilbúnir þegar kallið kemur,“ sagði Þórður, sem sagðist vona að hann fengi tækifæri til að leika með tveim- ur yngri bræðra sinna, sem eru hér í Tallinn – Bjarna og Jóhannesi Karli. „Við bræðurnir vorum saman í eitt og hálft ár í Belgíu, sem leikmenn Genk. Þar fengum við aldrei tækifæri að leika saman, þó að við værum oft sam- an í hópnum. Það myndi ekki skemma ánægjuna hér, ef við myndum leika saman inni á einhvern hluta leiksins. Það kemur í ljós, en það kemur dagur eftir þennan dag,“ sagði Þórður. Allir leikið saman áður Pétur Hafliði sagði að það væri gaman að vera aftur kominn í lands- liðshópinn. „Það er ár síðan ég lék síð- ast landsleik, en í millitíðinni hef ég gengið í gegnum meiðsli og mótlæti í félagsliði mínu, Stoke. Ég þekki vel þá stöðu sem ég leik í gegn Eistum, fyrir framan miðverðina. Ég hef leik- ið hana áður með landsliðinu og gerði það í síðasta leik Stoke. Þó að breyt- ingarnar séu þónokkrar núna á byrj- unarliðinu höfum við allir leikið sam- an áður og þekkjumst vel. Það ætti að sjást hér í Tallinn, að það eru komnir leikmenn sem hafa ekki leikið lengi með, að það er vilji og barátta í hópn- um, til að sýna og sanna fyrir Atla og sjálfum okkur að við eigum heima í landsliðshópnum. Ég mun taka slag- inn,“ sagði Pétur Hafliði. Get ekki endurtekið leik Bjarka „Það er mjög ánægulegt að vera kominn á ný í landsliðið, eftir þriggja ára fjarveru. Það er alltaf gaman að hitta strákana. Við gerum okkur grein fyrir að þetta er meira en vin- áttulandsleikur – leikurinn er mikil- vægur fyrir okkur og eins og alltaf þá stefnum við á sigur,“ sagði Arnar, sem segist ekki ætla að lofa að end- urtaka afrek Bjarka bróður síns, sem skoraði öll mörk Íslands í sigurleik gegn Eistlandi í Tallinn 1996, 3:0. „Ég myndi sætta mig við það að endurtaka leikinn – skora þrjú mörk í fyrri hálfleik og leika síðan ekki seinni hálfleikinn. Það verður erfitt, ég held að ég geti ekki endurtekið leik Bjarka.“ Arnar sagði að hann hefði fengið fá tækifæri með Dundee Unit- ed. „Þrátt fyrir það tel ég að ég sé mjög vel upplagður fyrir slaginn hér. Ég vil festa mig í landsliðshópnum, enda eru geysilega skemmtileg verk- efni framundan – átta leikir í riðlinum í undankeppni EM í Portúgal, sem fer fram eftir tvö ár. Fyrsti leikurinn verður gegn Skot- um í Glasgow í mars,“ sagði Arnar. Ísland hefur tvisvar áður leikið gegn Eistlandi, vináttulandsleiki. Síð- ast þegar Bjarki skoraði mörkin þrjú og þar áður á Akureyri 16. ágúst 1994, 4:0. Þá skoraði Þorvaldur Örlygsson þrjú mörk og Þórður Guðjónsson eitt. Það yrði sannkölluð drauma- þrenna, ef þriðji sigurinn næðist á Eistlandi hér í Tallinn og ef þriðji leikmaðurinn næði að skora þrennu gegn Eistum. Mikil spenna fyrir átökin í Tallinn ÞAÐ var létt yfir landsliðs- mönnum Íslands í gærkvöldi er þeir komu út af fundi með Atla Eðvaldssyni landsliðsþjálfara, Ásgeiri Sigurvinssyni og Guðna Kjartanssyni, aðstoðarmönnum hans, og það var greinilegt að mikill hugur og spenna var í mönnum að standa sig sem best gegn Eistlendingum. Atli kallaði inn í liðið fjóra leikmenn sem hafa ekki verið lengi í byrj- unarliði Íslands – Þórð Guð- jónsson, Arnar Gunnlaugsson, Pétur Hafliða Marteinsson og Tryggva Guðmundsson, allt reynda atvinnumenn. „Ég er í sjöunda himni, enda er það mikill heiður fyrir mig að leika fyrir hönd Íslands,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, sem var síðast í byrjunarliði landsliðsins í leik gegn Pólverjum á Laug- ardalsvellinum 15. ágúst í fyrra, 1:1. Arnar lék aftur á móti sinn síðasta landsleik á Möltu 28. apríl 1999 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar í sigurleik, 2:1. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar frá Tallinn Morgunblaðið/Júlíus Þórður Guðjónsson á fleygiferð í leik með íslenska landsliðinu gegn Andorra. Fjórir „nýir“ leikmenn í lykilstöðum gegn Eistlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.