Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 4
FÓLK
ÚRVALSDEILDARLIÐ ÍR fær
liðstyrk eftir áramótin þegar
Steinar Arason byrjar að leika
með liðinu. Steinar stundar nám
og leikur körfubolta í Þýskalandi
en hefur ákveðið að snúa aftur
heim til Íslands. Síðasta vetur lék
Steinar með Skallagrím í Borg-
arnesi og skoraði þar 12,1 stig að
meðaltali í leik.
ÍSLENDINGARNIR Jakob Sig-
urðarson og Helgi Margeirsson
leika með körfuknattleiksliði Birm-
ingham Southern-háskólans og
hefur liðið tapað báðum leikjum
sínum á leiktíðinni. Jakob er stiga-
hæsti leikmaður liðsins með 13 stig
að meðaltali og leikur að meðaltali
32 mínútur í leik. Helgi hefur lítið
komið við sögu hjá liðinu í fyrstu
tveimur leikjunum, Jakob lék með
KR hér á landi en Helgi með liði
Tindastóls.
PÉTUR Marteinsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, sem meiddist
á hné í landsleik gegn Eistlandi í
Tallinn, verður í leikmannahópi
Stoke, sem mætir Gillingham á
útivelli í ensku 1. deildarkeppninni.
FRANSKI landsliðsframherjinn,
David Trezeguet, verður í byrj-
unarliði Juventus í fyrsta sinn á
leiktíðinni gegn Reggio Calabria
næsta miðvikudag í ítölsku bik-
arkeppninni. Trezeguet skoraði
flest mörk allra á sl. leiktíð eða 24
alls en hefur lítið leikið í haust
vegna meiðsla á hné sem hann
hlaut á undirbúningstímabilinu.
BLACKBURN vonast til þess að
geta fengið tyrkneska landsliðs-
framherjann Hakan Sukur til liðs-
ins í byrjun janúar. Hinn 31 árs
gamli Sukur er samningslaus eftir
að hann fór frá ítalska liðinu
Parma í sumar. Sukur mun ræða
við Graeme Souness, knattspyrnu-
stjóra Blackburn, um helgina á
Englandi. „Við viljum fá Sukur til
liðsins og ætlum að bjóða honum
samning til loka leiktíðarinnar, að
þeim tíma loknum er þá hægt að
meta stöðuna á ný. Ef honum líkar
dvölin og við verðum ánægðir með
hann þá er ekkert vandamál að
semja á ný og þá til lengri tíma,“
segir Souness.
ANDY Cole og Dwight Yorke
hafa aðeins skorað fimm mörk til
samans það sem af er leiktíðinni
fyrir Blackburn auk þess sem Cor-
rado Grabbi virðist lítt skárri en
fyrrum „radarpar“ Manchester
United.
JOSE Antonio Camacho, fyrrum
þjálfari spænska landsliðsins í
knattspyrnu, er líkast til á leiðinni
til Benfica þar sem hann mun
stýra liðinu til loka leiktíðarinnar.
Camacho mun stýra liðinu í fyrsta
sinn í dag er liðið mætir Sporting.
Jesualdo Ferreira var áður þjálf-
ari Benfica sem hefur haft tíu
þjálfara í sínum röðum sl. sjö ár og
ætlar Camacho aðeins að taka
verkefnið að sér í stuttan tíma.
FRAKKINN, Bruno Cheyrou,
sem leikur með enska liðinu Liver-
pool, verður frá keppni næstu vik-
urnar vegna meiðsla. Hinn ungi
framherji fór af leikvelli eftir að-
eins 10 mínútur í leik Liverpool og
Vitesse sl. fimmtudag í UEFA-
keppninni.
ÞAÐ verða erfiðar æfingar hjá
norska úrvalsdeildarliðinu Lille-
ström í jólamánuðinum en leik-
menn liðsins hafa ekki æft sameig-
inlega eftir að leiktíðinni lauk þar í
landi í lok október sl.
Arne Erlandsen þjálfari liðsins
og aðstoðarmaður hans, Logi Ólafs-
son, voru langt frá því að vera sátt-
ir við ástand leikmanna liðsins er
þeir gengust undir þrekpróf er liðið
kom saman til æfinga á ný.
„Almennt séð voru niðurstöður
þrekprófa undir þeim viðmiðum
sem við höfum séð á þessum tíma
árs, við treystum okkar leik-
mönnum til þess að æfa sjálfir á
þessum tíma en við vitum nú að
margir þeirra hafa verið meira í
sófanum en góðu hófi gegnir,“ seg-
ir Erlandsen við Romerikes Blad og
segir uppskriftina einfalda. „Þeir
sem hafa slakað á í fríinu fá nú að
hlaupa meira en aðrir í desember.“
Fabio Capello, 56 ára, er talinn einnhæfasti þjálfari heims og margir
telja að hans tími sé að renna upp sem
landsliðsþjálfari Ítal-
íu. Hann var leik-
maður með AC Milan
í tuttugu ár, sneri sér
síðan að þjálfun og
undir hans stjórn varð AC Milan fjór-
um sinnum ítalskur meistari og sig-
urvegari í Evrópukeppni meistara-
liða 1994. Capello fór til Spánar 1996
og þjálfaði Real Madrid í eitt ár og
fagnaði Spánarmeistaratitli 1997. Frá
Mardid hélt hann til Rómar og 1999
varð Roma bikarmeistari og 2001
ítalskur meistari undir hans stjórn –
fagnaði sínum fyrsta meistaratitli í 18
ár.
Capello sagði á fundi með frétta-
mönnum fyrir Evrópuleikinn að Ars-
enal væri besta lið Evrópu um þessar
mundir, að hans mati, og að liðið væri
það vel mannað að það gæti farið alla
leið. „Arsenal hefur stóran hóp leik-
manna sem eru í mjög háum gæða-
flokki. Þeir búa yfir þreki, gæði knatt-
spyrnunnar sem þeir leika eru mikil,
hraðinn geysilegur og leikmenn búa
yfir mikilli tækni. Leikmannahópur
liðsins er það stór að þjálfarinn getur
leyft sér að hvíla sterka leikmenn
þegar við á. Liðsandinn er greinilega
mjög góður hjá Arsenal og leikmenn
vinna geysilega vel saman og lifa sig
inn það sem þeir eru að fást við,“
sagði Capello.
Þegar Capello var spurður á fund-
inum hvort Arsenal gæti rutt Real
Madrid, sem er spáð Evrópumeist-
aratitlinum, úr vegi, sagði hann: „Hér
eru um tvö mjög ólík lið að ræða. Real
er skipað úrvali af stórstjörnum, sem
allar vilja skína. Leikmenn vilja alltaf
vera með knöttinn, en þegar maður
hugsar um varnarvinnuna þá er Ars-
enal sterkara lið. Leikmenn liðsins
bíða yfirvegaðir eftir að að ná knett-
inum frá andstæðingnum og þeir eru
fljótir fram þegar þeir ná honum. Ég
er mjög hrifinn af leikaðferð Arsen-
al,“ sagði Capello og það vakti athygli
hvað orð hans voru sterk er hann lýsti
leikmönnum Arsenal, mótherjum sín-
um, fyrir leik í Evrópukeppninni.
„Knattspyrnan sem Arsenal leikur
hefur vakið mikla athygli um Evrópu.
Arsene Wenger hefur náð stórkost-
legum árangri með liðið. Ég þekki
hann vel. Kynntist honum þegar hann
var þjálfari Mónakóliðsins í Frakk-
landi. Hann er greinilega hæfasti
þjálfarinn sem er í brasanum núna,“
sagði Capello, sem var orðaður sem
landsliðsþjálfari Englands er Kevin
Keegan hætti sem landsliðsþjálfari.
Það eru fleiri þjálfarar en Capello
sem eru hrifnir af vinnubrögðum
Wenger. Atli Eðvaldsson, landsliðs-
þjálfari Íslands, sagði í Tallinn í Eist-
landi á dögunum að vinnubrögð Wen-
ger væri honum að skapi. „Wenger
skammar leikmenn sína aldrei. Hann
leggur sig fram að leiðbeina þeim,
þannig að sömu mistökin séu ekki
gerð aftur,“ sagði Atli.
Arsenal náði frábærum enda-
spretti á sl. keppnistímabili – vann
tvöfalt, bæði deild og bikar. Það vakti
mikla athygli í Englandi hvað Arsen-
al-liðið byrjaði vel, en síðan komu
fjórir tapleikir í röð. En leikmenn
liðsins hafa náð að rétta úr kútnum og
sýndu mjög góðan leik í Róm.
Wenger sagði í upphafi keppnis-
tímabilsins að það hefði komið sér á
óvart hvað léttleikinn væri mikill hjá
leikmönnum sínum, þar sem álagið á
þeim hefði verið mikið. Margir þeirra
hafi verið á ferðinni í heimsmeistara-
keppninni um sumarið. „Þeir leika á
sama krafti og þeir gerðu undir lokin
á síðasta keppnistímabili – setja hvert
metið á fætur öðru. Leikgleðin og
samvinnan er mikil,“ sagði Wenger
og hann hélt ró sinni er liðið var búið
að tapa fjórum leikjum í röð á dög-
unum, en það hafði ekki þekkst í her-
búðum Arsenal í nítján ár, að tapa svo
mörgum leikjum í röð. „Við þurfum
ekki að örvænta. Það getur enginn
íþróttamaður haldið fullum dampi
endalaust. Spretthlauparar vinna
ekki öll mót sem þeir taka þátt í, held-
ur ekki tennisleikarar eða kylfingar.
Það kemur alltaf fyrir að íþróttamenn
verða að sætta sig við ósigur, en góðir
íþróttamenn halda alltaf styrk sínum.
Það munu strákarnir mínir gera,“
sagði Wenger.
Fabio Capello, þjálfari Roma, er hrifinn af Arsenal-liðinu
AP
Það var létt yfir leikmönnum Arsenal að leik loknum í Rómarborg, eftir glæsilegan sigur þeirra á Roma, 3:1.
Besta lið
Evrópu
„HVAÐ var ég búinn að
segja … Henry var maðurinn
sem myndi refsa okkur, ef við
sofnuðum á verðinum,“ hefði
Fabio Capello, hinn kunni knatt-
spyrnuþjálfari ítalska liðsins
Roma, réttilega getað sagt við
sína menn eftir að þeir urðu að
sætta sig við tap fyrir Arsenal á
Ólympíuleikvanginum í Róm í
meistaradeild Evrópu, 3:1. Það
var franski miðherjinn Thierry
Henry sem var maðurinn á bak
við sigur Arsenal, skoraði öll
þrjú mörk leiksins. Fyrir leikinn
sendi Capello út stormviðvörun
– Hafið góðar gætur á Henry!
Eftir
Sigmund Ó.
Steinarsson
Leikmenn Lilleström latir í fríinu