Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 1
2002 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ATLI SAKNAR Á STUNDUM SPARISJÓÐSINS / B2
ÓMAR Valdimarsson knatt-
spyrnumaður, sem leikið með
Fylkismönnum undanfarin ár,
hefur gert munnlegt samkomulag
við sitt gamla félag, Selfoss, um
að ganga til liðs við félagið og
jafnframt því að leika með liðinu
mun hann verða aðstoðarmaður
Kristins Björnssonar þjálfara.
Ómar er 32 ára gamall traust-
ur varnarmaður sem á að baki 53
leiki með Fylkismönnum í efstu
deild en hann gekk í raðir Árbæj-
arliðsins frá Selfyssingum fyrir
nokkrum árum.
Ómar verður Selfyssingum
góður liðsstyrkur í 2. deildinni á
komandi sumri en mikill hugur
er í Selfyssingum sem urðu í
fimmta sæti í deildinni á síðustu
leiktíð.
Ómar til
Selfoss
Það er mikill hugur í okkar her-búðum eftir afleitt tímabil síð-
astliðið sumar. Ég ber mikla virð-
ingu fyrir leikmönnum liðsins og
þeirri vinnu sem þeir hafa lagt á
sig síðastliðin þrjú ár. Þar af leið-
andi gat ég ekki skorast undan
þegar leitað var til mín og ég beð-
inn að taka við liðinu á nýjan leik,“
sagði Heimir, en hann þjálfaði
kvennalið ÍBV á árunum 1999–
2001.
Olga Færseth, sem er 27 ára, lét
fyrst að sér kveða með Keflavík 16
ára gömul árið 1991, skoraði 54
mörk í 12 leikjum í næstefstu
deild. Þaðan lá leið hennar til
Breiðabliks, þar sem hún skoraði
45 mörk í 37 leikjum í efstu deild
og Olga varð Íslandsmeistari með
Blikum 1992 og 1994.
Olga hefur leikið með KR frá
árinu 1995 – hefur skorað 144
mörk í 101 leik í efstu deild. Var
Íslandsmeistari með KR 1997,
1998, 1999 og 2002. Hún varð
markahæst í efstu deild 1994, 1997,
1998, 2000, 2001, og 2002 en hún er
eina knattspyrnukonan sem hefur
skorað 20 mörk í deildinni þrjú ár í
röð, 2000–2002. Olga er marka-
hæsti leikmaður efstu deildar frá
upphafi með 189 mörk í 138 leikj-
um.
Olga Færseth
semur við ÍBV
OLGA Færseth, landsliðskona í knattspyrnu, mun leika með liði ÍBV
á næstu leiktíð, en Olga hefur leikið með liði KR frá árinu 1995 og
varð m.a. Íslands- og bikarmeistari með liðinu á sl. leiktíð. Heimir
Hallgrímsson verður þjálfari Eyjaliðsins og segir hann að Pálína
Bragadóttir muni einnig leika með ÍBV á næstu leiktíð, en Pálína er
28 ára varnarmaður og hefur leikið 48 leiki með KR í efstu deild.
Morgunblaðið/Golli
Valsmenn fögnuðu auðveldum sigri á ÍR-ingum í toppbaráttu 1. deildar í handknattleik í Austurbergi á laugardaginn, 31:19. Myndin
hér að ofan var tekin í leik FH og Stjörnunnar í Kaplakrika, þar sem liðin skildu jöfn á sunnudagskvöld, 25:25. FH-ingar undirbúa sig
undir að taka aukakast fyrir framan varnarmúr Stjörnunnar. Allt um leiki helgarinnar á B6, B7, B8, B9 og B10.
BÍLDSHÖFÐI 510 8020
SMÁRALIND 510 8030
SELFOSS 480 7000
WWW.INTERSPORT.IS