Morgunblaðið - 03.12.2002, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 B 7
FÓLK
HEIÐMAR Felixson átti mjög góð-
an leik fyrir Bidasoa sem sigraði
Galdar, 25:24, í spænsku 1. deildinni í
handknattleik um helgina. Heiðmar
skoraði 9 mörk og var markahæstur
sinna manna.
RÚNAR Sigtryggsson komst ekki
á blað í liði Ciudad Real sem burstaði
Torrevieja á útivelli, 28:16. Ciudad
Real og Barcelona eru jöfn í efsta
sæti með 22 stig og Ademar Leon er í
þriðja sæti með 20 stig.
BARCELONA vann öruggan sigur
á Ademar Leon, 30:23, en Haukar
mæta Ademar Leon á Spáni í fyrri
leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópu-
keppni bikarhafa um næstu helgi.
ÞORVARÐUR Tjörvi Ólafsson
komst ekki á blað fyrir Aarhus GF
sem sigraði Team Helsinge, 33:30, í
dönsku 1. deildinni í handknattleik á
sunnudag. Róbert Gunnarsson sem
einnig leikur með Aarhus var fjarri
góðu gamni vegna meiðsla en liðið er í
7. sæti með 13 stig. Kolding er á
toppnum með 17 stig.
DANÍEL Ragnarsson skoraði 5
mörk fyrir Haslum sem sigraði Heim-
dal, 29:25, í norsku 2. deildinni. Heim-
ir Örn Arnarson skoraði 1 mark en
Theodór Valsson tókst ekki að skora.
GUNNAR Berg Viktorsson skor-
aði 1 mark fyrir Paris SG sem sigraði
Tolouse, 32:30, í frönsku 1. deildinni.
Paris er í 5.–6. sæti með 23 stig en
Montpellier er í efsta sæti með 33
stig.
Fram vann sætan sigur á Gróttu/KR í 1. deildarkeppni karla í
handknattleik á laugardaginn, 24:20.
Eftir að hafa verið
sex mörkum undir í
hálfleik sneru Fram-
arar leiknum sér í
hag, völtuðu yfir
gestina í seinni hálfleik og skoruðu
17 mörk á móti sjö mörkum gest-
anna og unnu að lokum góðan sigur.
Það var ekki neitt sem benti til
þess í upphafi leiks að Fram ætti eft-
ir að veita Gróttu/KR nokkra mót-
spyrnu. Heimamenn léku hreint
herfilega fyrstu mínúturnar, sóknar-
leikur þeirra var í molum og skot
þeirra á mark andstæðinganna léleg.
Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfn-
aður höfðu heimamenn aðeins náð að
skora eitt mark á móti sex mörkum
gestanna sem virtust ætla að valta
yfir Fram. Grótta/KR, með Alexand-
er Peterson í fararbroddi, náði mest
sjö marka forystu í fyrri hálfleik og
þegar flautað var til leikhlés var
staðan 7:13 gestunum í hag og fátt
sem benti til annars en að gestirnir
færu heim með þau stig sem í boði
voru.
Það var hins vegar annað uppi á
teningnum í seinni hálfleik. Fram-
arar, sem átt höfðu vondan fyrri
hálfleik, komu mjög ákveðnir til leiks
í þeim seinni, skoruðu tvö fyrstu
mörk hálfleiksins og áður en langt
var liðið voru þeir búnir að jafna
metin 15:15. Gestirnir náðu með
harðfylgi að breyta stöðunni í 16:18,
en þá hrundi leikur þeirra. Þeir áttu
engin svör við góðum varnarleik
heimamanna, Fram skoraði sex
mörk í röð og eftir það var ekki
spurning hvorum megin sigurinn
myndi lenda.
Heimamenn í Fram áttu mjög
góðan seinni hálfleik eftir að hafa
leikið herfilega í þeim fyrri. Þorri
Björn Gunnarsson og Magnús Er-
lendsson áttu ágætan leik fyrir
Fram en það var liðsheildin öðru
fremur sem skóp þennan sigur fyrir
heimamenn. Alexander Peterson
átti góðan leik fyrir Gróttu/KR í
fyrri hálfleik sem og Hlynur Morth-
ens sem lokaði markinu á köflum en
eins og allt liðið sáust þeir varla í
seinni hálfleik.
Fram sneri
við blaðinu
Benedikt
Rafn
Rafnsson
skrifar
og staðráðnir í að
sem taldi að eftir
ðunginn hafi sínir
horft um öxl eftir
ÍR hafi ekki náð
„Við vorum undir
að koma okkur á
að gera taktístkar
varnarleik sínum
kust ekki,“ sagði
stoltur af sínu liði
u sinni. „Strákun-
rautir sem lagðar
yfirvegaðir. Lyk-
rst og fremst góð
rnar, þar brutum
ður.“
ánægður með að
vinna stóran sigur og að menn hafi haldið sínu
striki allt til enda, ekki farið að slaka á þegar
ljóst var að sigurinn var í höfn. „Ég vildi vinna
stóran sigur úr því kostur var á, því neita ég
ekki,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals.
Lékum sem ein heild
„Við bjuggum okkur mjög vel undir leikinn
og þar á Geir [Sveinsson] þjálfari stærstan þátt-
inn. Undirbúningurinn skilað sér í glæsilegum
og stórum sigri,“ sagði Snorri Steinn Guðjóns-
son, fyrirliði Vals, eftir sigurinn á ÍR. „Fyrir
þennan leik vorum við óánægðir með frammi-
stöðu okkar í síðustu tveimur eða þremur leikj-
um og því kom ekkert annað til greina núna en
að reka af sér slyðruorðið. Það tókst svo sann-
arlega. Við lékum sem ein heild og sýndum
fram á að í okkar liði er að finna sterka liðs-
heild,“ sagði Snorri Steinn ennfremur. Snorri
sagði ennfremur að samherjar hans hefðu náð
að einbeita sér vel að leiknum og það hafi best
komið í ljós þegar ÍR-ingar brugðu af vana sín-
um og léku annars konar vörn en þeim er alla-
jafna tamt. Það hafi ekki slegið Valsliðið út af
laginu, menn hafi einfaldlega verið undir það
búnir og tekist að laga sinn leik að breyttum að-
stæðum. „Það var aðeins hik á okkur í byrjun,
en það stóð ekki lengi yfir og við leystum þau
mál sem komu upp,“ segir Snorri sem tekur
undir með þjálfara sínum að það hafi einnig
borið vott um góða einbeitingu að það var
hvergi slakað á klónni á lokasprettinum þrátt
fyrir að sigurinn væri örugglega í höfn. „Það
var að mínu mati það jákvæðasta við leik okkar,
það er að halda fullum dampi allt til leiksloka,“
sagði Snorri Steinn Guðjónsson, fyrirliði Vals.
a stóran sigur
Morgunblaðið/Golli
i ÍR, og Geir Sveinsson, þjálfari Vals.
ÞAÐ ríkti dauðaþögn í og við bún-
ingsklefa ÍR-inga eftir leikinn við
Val. Leikmennirnir tíndust inn,
með höfðuðið ofan í bringu. Júlíus
Jónasson þjálfari lokaði dyrunum,
og síðan glumdi stuttur en snarp-
ur reiðilestur hans fram á gang.
Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR-
inga, var dapur í bragði þegar
Morgunblaðið ræddi við hann eftir
ræðu Júlíusar. „Þetta var öm-
urlegt í alla staði. Við fórum illa
með dauðafærin strax í byrjun,
klúðruðum hvað eftir annað einir
gegn markverðinum, og urðum
hreinlega hræddir við hann,“
sagði Bjarni. Enda var Roland
Eradze þeim óþægur ljár í þúfu
og varði 22 skot í leiknum.
„Í seinni hálfleiknum ætluðu
menn að snúa leiknum við upp á
eigin spýtur, hver fyrir sig, og það
er að sjálfsögðu ekki hægt. Við
lékum ekki sem lið og spiluðum að
auki þá lélegustu vörn sem við
höfum sýnt í vetur. Þar með var
engin markvarsla og í framhaldi
af því engin hraðaupphlaup. Þetta
var einfaldlega mjög lélegt hjá
okkur. Það er fullt af góðum leik-
mönnum í okkar hópi en við þurf-
um að læra betur að spila sem lið,
læra að gefa á næsta mann í stað-
inn fyrir að skjóta alltaf sjálfir.“
Bjarni tók ekki undir það að
tapið væri afleiðing af reynsluleysi
ÍR-inga í toppbaráttu. „Nei, við
höfum allir staðið í þannig baráttu
í gegnum yngri flokkana þar sem
við vorum alltaf að slást við þessa
stráka í Val. Þetta er því ekkert
nýtt. Þetta var hreinn aum-
ingjaháttur og við þurfum heldur
betur að taka okkur taki. Vonandi
mætum við sterkir til leiks í bik-
arkeppninni á miðvikudaginn eftir
þetta spark,“ sagði Bjarni Fritz-
son.
Þetta var einfaldlega
mjög lélegt hjá okkur
Frosti segir að í gegnum tíðina hafiValur verið sigursælt lið sem
hafi leitt af sér auknar kröfur til leik-
manna liðsins. Þessa
hefð skorti hinsvegar
hjá ÍR en liðið hafi
nú á að skipa af-
bragðsleikmönnum
sem eigi framtíðina fyrir sér, en að
sama skapi verði erfitt að klífa þá
tinda sem Valsliðið hefur klifið marg-
oft á undanförnum áratugum.
„Leikurinn gegn Val á laugardag-
inn var í raun fyrsta prófið sem ÍR-
liðið tekur í efstu deild. Leikmenn
liðsins eru ekkert síðri en leikmenn
Vals og Hauka en þeir kolféllu á
þessu prófi í rimmu liða sem ætla sér
að vera í toppbaráttunni í vor,“ segir
Frosti og minnist þess hverjar kröf-
urnar voru hjá þeim rauðklæddu.
„Það var aldrei fagnað eftir sigur-
leiki hjá Val, ekki fyrr en einhverjir
titlar unnust. Þegar ég var með ÍR
var meðalmennskan það sem menn
þekktu, og við fögnuðum hverjum
sigri eins og við höfðum orðið Ís-
landsmeistarar. ÍR-liðið í dag er í allt
öðrum klassa en það sem áður þekkt-
ist hjá félaginu en þeir þurfa nú að
horfa fram á veginn. Júlíus Jónasson
þjálfari þeirra þarf að hlúa að sjálfs-
traustinu, sem var í molum gegn Val.
Það var ekki annað að sjá en að Ro-
land Eradze markvörður Vals hafi
sigrað í sálfræðihernaðinum því ÍR-
ingar þorðu varla að skjóta á markið
í ákjósanlegum færum í síðari hálf-
leik. Í stað þess að þruma á markið
úr horni eða af línu þá voru allir að
reyna að vippa eða snúa knettinum
framhjá besta markverði landsins,“
bætti Frosti við en taldi að ÍR ætti
eftir að koma sterkara til baka frá
þessum ósigri á heimavelli.
„Það kæmi mér ekkert á óvart ef
ÍR og Valur myndu leika til úrslita
um titilinn, eins og áður segir eru lið-
in áþekk að getu maður gegn manni.
Það þarf ekki að fara nema nokkur
ár til baka og skoða þessa sömu leik-
menn er þeir voru í yngri flokkum fé-
lagana. Þá voru liðin að berjast um
titlana í bikar og deild og ÍR-liðið
veit að það getur ýmislegt en liðs-
heild Vals er sterkari þessa stundina
og Eradze á sinn þátt í því.“
Frosti Guðlaugsson hefur leikið
bæði með ÍR og Val
„ÍR skortir
hefðina
sem ríkir
hjá Val“
„HEFÐIN er það fyrsta sem
kemur upp í hugann er maður
ber saman ÍR og Val,“ segir
Frosti Guðlaugsson en hann lék
megnið af sínum ferli í liði ÍR en
var í herbúðum Vals 1992–1994
og þekkir hornamaðurinn því
vel andrúmsloftið sem ríkir hjá
Reykjavíkurliðunum.
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
1
+
2+ 3
4
'
5
6
*
'
'0
*
0
7
*
0
3
2
()
*+
04
66
6.
(
8(
9
,(
*+
5*
::
44
$#
Morgunblaðið/Golli
Björgólfsson þess að skjóta yfir „múrinn“ sem er fastur fyrir, en hann
. Þorvaldsson, Markús Máni Michaelsson og Þröstur Helgason.
HANDKNATTLEIKUR