Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 4
 KHALYL Enrique Gutierrez Torres, handknattleiksmaður frá Púertó Ríkó, hefur að undanförnu æft með 1. deildarliði HK. Að sögn Hilmars Sigurgíslasonar, formanns handknattleiksdeildar HK, hefur engin ákvörðun verið tekin með framhaldið.  HILMAR sagði að Torres, sem er örvhentur og getur bæði leikið sem skytta og hornamaður, fengi lengri tíma til að sýna sig og sanna. Enda hefði meira verið horft til næsta tímabils en þess sem nú stendur yfir þegar hann var fenginn til landsins.  JÓHANN Steinarsson, knatt- spyrnumaður frá Keflavík, sem lék með ÍR í sumar og áður með Tinda- stóli, KA og Keflavík, hefur æft með 1. deildarliði Njarðvíkur að undan- förnu. Hann lék æfingaleik með Njarðvíkingum gegn FH, þar sem FH-ingar sigruðu, 3:1.  FRANSKA knattspyrnusamband- ið hefur úrskurðað Anelka í tveggja leikja bann, fyrir að hann mætti ekki er hann var valinn í franska lands- liðið fyrir leik gegn Júgóslavíu 20. nóvember. Anelka mun þó geta leik- ið með Manchester City, þar sem bannið gildir aðeins í Frakklandi.  MANCHESTER United hefur samið við Sporting Lissabon í Portú- gal um skipti á leikmönnum og sam- vinnu um þjálfun og almenna þekk- ingu á knattspyrnunni. Net enska félagsins stækkar því óðum en það er með samskonar tengsl við félög í Írlandi, Belgíu og Ástralíu. Miguel Riberio Telles, forseti Sporting, staðfesti í gær að samkomulag hefði verið gert á milli félaganna og það yrði formlega undirritað fljótlega.  ANTWERPEN í Belgíu er eitt af þessum „venslafélögum“ Manchest- er United en þar hafa ungir leik- menn enska liðsins fengið tækifæri til að spila og öðlast reynslu í sterkri deildakeppni. Á meðal þeirra er Luke Chadwick, sem nú er í aðal- liðshópi Manchester United.  DON Hutchison gerir sér vonir um að leika með West Ham gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í dag. Hutchison hefur verið frá keppni í tíu mánuði vegna alvarlegra meiðsla, sem hann hlaut einmitt í leik gegn Middles- brough snemma á árinu.  DAVE Hancock, sjúkraþjálfari Leeds, segir að litlu hafi munað að meiðsli Robbie Fowlers í mjöðm byndu enda á knattspyrnuferil hans. Fowler meiddist í apríl og er fyrst nú að ná sér á strik og lék m.a. síð- ustu tíu mínúturnar gegn Charlton um síðustu helgi. FÓLK  ARSENAL vann alla þrjá leikina gegn Manchester United í fyrra, 4:0 í deildabikarnum og 3:1 og 1:0 í deildinni. Með síðastnefnda sigrin- um, marki frá Sylvain Wiltord, tryggði Arsenal sér meistaratitilinn – á Old Trafford.  SÍÐASTI sigur Manchester Unit- ed á Arsenal var þann 25. febrúar 2001. Hann var eftirminnilegur, 6:1.  MANCHESTER United og Arsen- al hafa unnið úrvalsdeildina í níu skipti af tíu frá því hún var stofnuð. United 7 sinnum og Arsenal tvisvar. Aðeins Blackburn hefur náð að kom- ast upp á milli þeirra með sigri sín- um árið 1995.  MANCHESTER United hefur samtals 14 sinnum orðið enskur meistari en Arsenal hefur sigrað 12 sinnum. Aðeins Liverpool, með 18 meistaratitla, er sigursælla í ensku knattspyrnunni en þessi tvö félög.  MANCHESTER United hefur unnið fjóra síðustu leiki sína og ekki tapað í síðustu sex.  ARSENAL er með 35 stig eftir 16 leiki, sem er besti árangur félagsins á þessum tíma frá því úrvalsdeildin var stofnuð.  BÆÐI lið eru með fimm stigum meira en þau voru með á sama tíma í fyrra.  DENNIS Bergkamp vonast til þess að skora sitt 100. mark fyrir Arsenal í leiknum í dag. Manchester United hefur sótt ísig veðrið að undanförnu, þrátt fyrir meiðsli lykilmanna, og er nú sex stigum á eftir Arsenal. Takist liðinu að sigra, opnar það baráttuna um meistaratitilinn upp á gátt. „Það er gífurlega mikilvægt fyrir okkur að sigra og við bíðum laugardagsins með óþreyju. Við þurfum að fá gíf- urlegan stuðning frá áhorfendum, þeir þurfa að hjálpa okkur í þessum mikla slag,“ sagði Juan Sebastian Veron, argentínski miðjumaðurinn hjá Manchester United, sem hefur náð sér af veikindum og er tilbúinn í leikinn í dag. Varnarmaðurinn John O’Shea, sem hefur unnið sér fast sæti í liði Manchester United í vetur, segir að mikið sjálfstraust sé í hópnum eftir sigrana á Newcastle og Liverpool. „Fyrir nokkrum vikum var algjör- lega búið að afskrifa okkur. Nú höf- um við snúið blaðinu við og ætlum okkur hagstæð úrslit gegn Arsenal. Sigurinn gegn Liverpool var frábær en nú eigum við gífurlega baráttu fyrir höndum. En við hlökkum allir til og höfum mikla trú á að okkur takist að leggja Arsenal,“ sagði írski varnarmaðurinn. Gary Neville, Laurent Blanc og Quinton Fortune hafa náð sér af meiðslum og eru í leikmannahópi United. Fjórir sterkir leikmenn eru hins vegar enn frá keppni, þeir Dav- id Beckham, Rio Ferdinand, Roy Keane og Nicky Butt. Reyndar var uppi orðrómur í gær um að Beckham og Ferdinand væru orðnir leikfærir og Alex Ferguson ætlaði sér að koma á óvart með því að tilkynna þá í byrjunarliði sínu klukkutíma fyrir leik. Keown tilbúinn til að leysa Campbell af hólmi Arsenal saknar enska landsliðs- miðvarðarins Sols Campbells, en hann tekur út eins leiks bann í dag. Martin Keown, varnarjaxlinn reyndi, er hins vegar tilbúinn í slag- inn á Old Trafford og verður vænt- anlega í byrjunarliði Arsenal í fyrsta skipti síðan 25. september. Þá meiddist hann í leik gegn PSV Eindhoven í meistaradeild Evrópu. Keown hefur komið inn á sem vara- maður í tveimur síðustu leikjum Ars- enal, gegn Roma og Aston Villa. „Ég er tilbúinn í leikinn á Old Trafford. Allt hefur gengið að ósk- um, og ég bæti stöðugt við mig eftir því sem ég reyni meira á mig. Ég var hissa þegar ég var tekinn inn í leik- inn gegn Roma, fyrirvarinn var svo stuttur að ég fór nánast allslaus til Ítalíu en var þó af tilviljun með vega- bréfið með mér,“ sagði hinn 36 ára gamli Keown, sem lék í 10 mínútur í Róm og í 20 mínútur gegn Aston Villa og stóð fyrir sínu að vanda. Arsenal hefur leikið án nokkurra sterkra leikmanna að undanförnu en þeir eru allir á réttri leið. Ashley Cole gæti komið á ný í liðið í dag, og þá eru þeir Lauren, Nwankwo Kanu og Ray Parlour allir komnir í gang og gætu farið inn í leikmannahópinn. Það má búast við því að mörk verði skoruð í dag því bæði lið hafa verið á skotskónum að undanförnu. Sóknar- mennirnir skæðu í liðunum verða ef- laust í sviðsljósinu, þeir Thierry Henry hjá Arsenal og Ruud van Nistelrooy hjá United, og margir líta á leikinn sem einvígi tveggja bestu sóknarmanna Englands. Leikmannahóparnir eru þannig skipaðir: Man. Utd.: Barthez, G. Neville, Brown, Silvestre, O’Shea, Forlan, Scholes, Fortune, Giggs, Solskjær, Van Nistelrooy, Blanc, Veron, P. Neville, Stewart, May, Ricardo. Arsenal: Shaaban, Taylor, Luzhny, Lauren, Cole, Keown, Cyg- an, Stepanovs, Tavlaridis, Vieira, Gilberto, Edu, van Bronckhorst, Wiltord, Pires, Ljungberg, Henry, Bergkamp. Opnast baráttan upp á gátt á Old Trafford? ÞAÐ er skammt stórra högga á milli í ensku knattspyrnunni um þessar mundir. Um síðustu helgi mættust tvö af stórveldum úrvals- deildarinnar, Liverpool og Manchester United, og í dag er svipuð rimma á dagskránni. Aftur eru leikmenn Manchester United í eld- línunni, að þessu sinni á heimavelli, og þeir fá í heimsókn sjálfa Englands- og bikarmeistarana í Arsenal – liðið sem sumir telja það besta í heimi um þessar mundir og hefur skorað í síðustu 55 deild- arleikjum sínum. Reuters Juan Sebastian Veron og Ruud van Nistelrooy fagna marki í leik með Manchester United. Veron kemur á ný inn í lið United gegn Arsenal, eftir meiðsli. PUNKTAR Almennt er þó talið að Henryþurfi að láta í minni pokann fyr- ir öðrum hvorum Brasilíumanninum, Ronaldo eða Roberto Carlos, sem leika báðir með Real Madrid og þykja sigurstranglegir í kjörinu. Di Stefano var maðurinn á bakvið velgengni Real Madrid á fyrstu ár- um Evrópukeppni meistaraliða, þeg- ar félagið sigraði fimm ár í röð, frá 1956 til 1960, og hann var sjálfur kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu árin 1957 og 1959. Mistök hjá Man. Utd. að fá ekki Henry Les Kershaw, fyrrverandi „njósn- ari“ hjá Manchester United, segir að það hafi verið yfirsjón hjá sér að fá ekki Thierry Henry til félagsins á sínum tíma. „Ég sá Henry spila nokkrum sinnum með Mónakó þegar hann var kornungur, 17-18 ára. Hraðinn var gífurlegur en hann átti mjög margt ólært. En það er stór- kostlegt að sjá til hans núna,“ sagði Kershaw við enska blaðið Daily Mirror. Thierry Henry er einmitt maðurinn sem eflaust gerir mestan usla í vörn Manchester United í dag en margir telja að Frakkinn fljóti sé besti sóknarmaður heims um þessar mundir. Rætt er um þrjár eftirtektar viðureignir á vellinum – það er West Brown gegn Henry, Martin Keown gegn Ruud van Nistelrooy og miðju- barátta Vieira og Fortune. „Thierry Henry bestur í Evrópu“ ALFREDO Di Stefano, einn af frægustu knattspyrnumönnum heims, sem nú er heiðursforseti Real Madrid, segir í viðtali við spænska blaðið As í gær að Thierry Henry hjá Arsenal sé besti knattspyrnumaður Evrópu og hafi verið það um nokkurt skeið. Di Stefano spáir Henry sigri í kjörinu um knattspyrnumann Evrópu sem lýst verður síðar í þessum mánuði. Reuters Thierry Henry fagnar marki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.