Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 4

Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 4
FÓLK  ÞORVARÐUR Tjörvi Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Århus GF þegar liðið tapaði 33:22 fyrir Aal- borg HSH í Álaborg í fyrrakvöld, en Aalborg HSH mætir Gróttu/KR í síðari viðureign liðanna í Áskor- endakeppni Evrópu í handknattleik í Álaborg í dag.  Í gær var dregið í riðla í undan- keppni Evrópumóts 17 og 19 ára landsliða karla í knattspyrnu. 19 ára lið Íslands, sem Guðni Kjartansson þjálfar, er í riðli með Ísraelsmönn- um, Hollendingum og Moldövum og 17 ára liðið, sem Lúkas Kostic þjálf- ar, er í riðli með Rússlandi, Litháen og Albaníu.  LEE Bowyer miðvallarleikmaður Leeds United á yfir höfði sér leik- bann hjá UEFA fyrir afar ruddar- legt brot í leik Leeds og Malaga í 3. umferð UEFA-keppninnar. Bowyer braut illa á mótherja sínum og lét það ekki nægja heldur traðkaði ofan á andliti hans. Dómarinn veitti því atviki ekki athygli en myndavélar sjónvarpsmanna náðu því og þar með verður Bowyer réttilega napp- aður af aganefnd UEFA.  MICHAEL Bridges leikur ekki meira með Leeds á leiktíðinni. Bridges, sem nýbyrjaður var að spila á nýjan leik eftir að hafa verið frá meira og minna í tvö ár vegna hné- og ökklameiðsla, haltraði útaf snemma leiks í leiknum á móti Malaga – illa meiddur á hásin.  CARLO Cudicini hefur verið út- nefndur leikmaður ársins hjá Chelsea. Ítalinn hefur farið á kost- um á milli stanganna hjá liði Chelsea og er klárlega kominn í hóp bestu markvarða í ensku úrvalsdeildinni. Framherjinn Carlton Cole var kjör- inn efnilegasti leikmaður félagsins.  EIÐUR Smári Guðjohnsen verður væntanlega á varamannabekk Chelsea í dag þegar liðið sækir Middlesbrough heim á Riverside leikvanginn. „Boro“ er taplaust á heimavelli síðan 27. apríl en þá tap- aði liðið fyrir Chelsea, 2:0.  LÁRUS Orri Sigurðsson verður væntanlega í byrjunarliði WBA sem mætir Aston Villa.  HERMANN Hreiðarsson og Heið- ar Helguson mætast á Portman Road í ensku 1. deildinni þegar Ips- wich og Watford leiða saman hesta sína. Báðir verða í byrjunarliðunum svo væntanlega takast þeir á, enda eru þeir báðir þekktir fyrir að kalla ekki allt ömmu sína í baráttu inni á vellinum.  STOKE á erfitt verkefni fyrir höndum í dag en þá tekur liðið á móti toppliði Portsmouth. Á meðan allt hefur gengið eins og í sögu hjá Portsmouth hefur gengi Stoke verið afleitt og í síðustu 10 leikjum hefur liðið tapað níu sinnum og gert eitt jafntefli.  ÍVAR Ingimarsson verður að öll- um líkindum á varamannabekk Wolves sem tekur á móti Coventry.  ALEX Ferguson, stjóri United, teflir líklega fram sama byrjunarliði og í síðustu tveimur leikjum liðsins á móti West Ham í dag. Það þýðir að ekkert pláss er fyrir David Beck- ham.  DRAUMUR Gerard Houllier, knattspyrnustjóra Liverpool, hefur ræst. Hann hefur beðið í fjögur og hálft ár eftir því að stjórna Liver- pool í leikjum gegn liði frá heima- landi hans, Frakklandi, í Evrópu- keppninni. Í gær drógst Liverpool gegn franska liðinu Auxerre í 16- liða úrslitum UEFA-bikarkeppninn- ar.  HOULLIER var ánægður í gær og sagði að hann væri búinn að þekkja Guy Roux, þjálfara Auxerre í meira en 25 ár. „Hann er mjög góður vinur minn. Það eru ekki nema ár síðan við vorum saman um jólin á Korsíku,“ sagði Houllier. „LEIKURINN leggst nokkuð vel í mannskapinn og hann veit það af fenginni reynslu að viðureignin verð- ur erfið. Við erum hins vegar stað- ráðnir í að gera okkar besta,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/ KR, í samtali við Morgunblaðið í gær þar sem hann var staddur í Álaborg í Danmörku en í dag mætir Grótta/ KR liðsmönnum Aalborg HSH í síð- ari leik liðanna í 16-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Grótta/ KR vann fyrri leikinn á heimavelli um síðustu helgi með þremur mörk- um, 23:20, og Ágúst viðurkennir að forskotið sé nokkuð naumt en von- andi takist að spila rétt úr spilunum. „Við ætlum að reyna að halda hrað- anum í leiknum niðri og reyna þann- ig að pirra Danina því að þeir vilja hafa mikinn hraða í leiknum. Annars verðum við að spila þetta svolítið eft- ir eyranu eftir því sem leikurinn þróast,“ sagði Ágúst. Alfreð Finnsson er lítillega meiddur og Magnús A. Magnússon, línumað- ur, var lasinn í gær. Ágúst vonast eftir að báðir verði klárir í slaginn í dag ásamt öðrum liðsmönnum. Margir Íslendingar á meðal áhorfenda Talsverð eftirvænting ríkir vegna leiksins og mun vera nærri því upp- selt á hann en um 2.000 áhorfendur rúmast í íþróttahöllinni í Álaborg. Að sögn Ágústs reiknar Íslendinga- félagið í Álaborg með því að á milli 200 og 300 Íslendingar verði á meðal áhorfenda. „Hér er mönnum í fersku minni þegar íslenska landsliðið felldi Dani í undankeppni HM hér í Ála- borg fyrir sex árum,“ segir Ágúst og væntir þess að fá góðan stuðning. Við gerum okkur vel grein fyrir þvíað verkefnið er mjög krefjandi en alls ekki óvinnandi. Lið Ademar er geysiöflugt. Þetta er eitt besta hraðaupp- hlaupslið Spánar og það er enga veikleika að finna í þessu liði. Vörn þeirra er sterk, sóknarmenn- irnir góðir og þeir geta nánast teflt fram tveimur jafnsterkum liðum,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, í samtali við Morgunblaðið. Eins og staðan er fyrir leikinn er þá ekki ljóst að þið verðið að taka ein- hverja áhættu í leiknum? „Jú, við verðum að gera það og tjalda öllu sem við eigum. Það fyrsta sem við höfum sett okkur sem mark- mið er að vinna leikinn og sjá til hvernig leikurinn þróast og hvort við eflumst ekki við hvert mark. Við tök- um eitt mark í einu og erum meðvit- aðir um miklar sveiflur sem geta átt sér stað í Evrópuleikjum. Það er oft þannig að þegar lið er með svona gott forskot, reynir það að verja það og það getur oft reynst erfitt samanber þegar við fórum til Sandefjörd með tíu marka forskot sem hvarf í fyrri hálfleik. Ég er með ása uppi í erminni sem ég ætla að láta liggja milli hluta að ræða um hverjir eru en að sjálf- ögðu ætlum við að gera það sem við getum til að komast áfram.“ Viggó segir það breyta heilmiklu fyrir lið sitt að endurheimta fyrirlið- ann Halldór Ingólfsson en hans var sárt saknað á Spáni. Halldór var for- fallaður í þeim leik þar sem eiginkona hans átti von á sér og fæddist þeim sonur á mánudag, daginn sem Hauk- arnir komu heim frá Spáni. „Halldór er einn okkar besti leik- maður sem oftar en ekki stígur upp í svona stórleikjum svo það segir sig sjálft að það er gott að fá hann til baka. Lykilatriði ef við ætlum að vinna er að hver einasti leikmaður nái fram toppleik og við verðum að fá mörk úr hornunum og úr hraðaupp- hlaupum sem var ekki var til staðar á Spáni. Það er mjög mikilvægt að við náum að stjórna leiknum og byrjum vel og ef það tekst þá er allt mögu- legt. “ Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær verður Ademar Leon án Norð- mannsins Stian Vatne í leiknum í dag og segir Viggó það veikja varnarleik Spánverjanna til muna. „Hann bind- ur vörn þeirra mjög vel saman og fjarverja hans veikir tvímælalaust varnarleik þeirra,“ segir Viggó. Reyna að pirra Danina Ljósmynd/Norberto Leikmenn Hauka úr Hafnarfirði leggja hér á ráðin í fyrri leiknum við Ademar í Leon. Þungur róður hjá Haukum HAUKAR eiga í vændum þungan róður á heimavelli sínum á Ásvöll- um í dag þegar þeir taka á móti Ademar Leon frá Spáni í síðari við- ureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik. Spánverjarnir standa vel að vígi – eru með átta marka forskot eftir sigur í ljónagryfju sinni um síðustu helgi, 29:21, en að sögn Viggó Sigurðssonar, þjálfara Hauka, eru hans menn ekki búnir að játa sig sigraða og ætla að berjast til síðasta manns. Guðmundur Hilmarsson skrifar Edda í hópi þeirra bestu EDDA Garðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr KR, var valin í þriðja lið 1. deildar kvenna í bandarísku háskóladeildinni fyrir ár- ið 2002. Það eru þjálfarar í deildinni sem velja lið ársins en alls eru valin níu 12 manna lið í árslok ár hvert. Þrjár deildir eru í há- skóladeildinni og eru valin þrjú lið í hverri deild. Það er því ljóst að afrek Eddu er mikið þar sem hún er í hópi 36 bestu leikmanna bandaríska háskólaboltans. Edda er við nám í Richmond-háskól- anum í Virginíu-fylki og er þar á þriðja ári. Áður hefur Ásthildur Helgadóttir verið valin í lið ársins, það var árið 1998 er hún var val- in í fyrsta lið 1. deildar og var því í hópi 12 bestu leikmanna deild- arinnar. Athygli vekur að í þessum þremur liðum er einn mark- vörður í hverju liði, þrír varnarmenn, fjórir miðjumenn og fjórir sóknarmenn, þannig að sóknarleikurinn er í hávegum hafður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.