Morgunblaðið - 04.01.2003, Blaðsíða 4
ÞRÍR íslenskir handknattleiks-
þjálfarar héldu í gær til Júgóslavíu
þar sem þeir taka þátt í þjálfararáð-
stefnu. Þetta eru þeir Ágúst Jó-
hannsson, þjálfari Gróttu/KR, Geir
Sveinsson, þjálfari Vals, og Karl
Erlingsson, aðstoðarþjálfari meist-
araflokks kvenna hjá Stjörnunni.
RÁÐSTEFNAN er í tengslum við
fjögurra landa mót þar sem Frakk-
ar, Danir og Svíar keppa auk heima-
manna. Á ráðstefnunni mun Daniel
Constantini, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari Frakka, ræða sína útfærslu
á 5-1 vörn. Tobern Winter, lands-
liðsþjálfari Dana, ræðir sóknarleik
gegn 5-1 vörn og Bengt Johansson,
landsliðsþjálfari Svía, ræðir um 6-0
vörn. Claude Onesta, landsliðsþjálf-
ari Frakka, fer síðan yfir sóknarleik
gegn flatri vörn.
ROBBIE Fowler vill ekki fara frá
Leeds til Manchester City og þar
með hefur viðræðum milli ensku
knattspyrnufélaganna verið slitið.
City var reiðubúið til að greiða tæp-
an milljarð króna fyrir Fowler.
FOWLER er sagður hafa neitað að
fara til City þar sem hann hefði
lækkað nokkuð í launum. Hann er
með í kringum 6 milljónir króna í
laun á viku hjá Leeds, sem þarf
nauðsynlega að selja leikmenn
vegna fjárhagsvandræða sinna. Auk
Fowlers eru bæði Olivier Dacourt
og Lee Bowyer til sölu, Birming-
ham hefur sýnt Bowyer áhuga og
Dacourt er orðaður við Roma á Ítal-
íu.
ENSKI landsliðsdúettinn hjá Liv-
erpool, Michael Owen og Emile
Heskey, getur að öllum líkindum
ekki leikið með liðinu gegn Man.
City, þar sem þeir eru meiddir. Diet-
mar Hamann er einnig á sjúkralista,
en Danny Murphy leikur með á ný,
eftir að hafa verið í eins leiks banni.
ARSENAL hefur áhuga á gríska
markverðinum Stefanos Kotsolis, 24
ára, hjá Panathinaikos. Gríska blað-
ið Ta Nea sagði frá þessu í gær og
talsmaður Panathinaikos staðfesti
að Arsenal hefði óskað eftir því að
markvörðurinn kæmi til æfinga í
London eftir helgi
ARSENE Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, mun hvíla marga lyk-
ilmenn sína þegar liðið mætir Ox-
ford í bikarleik á Highbury í dag.
Thierry Henry er meiddur, einnig
Patrick Vieira, Ashley Cole, Gil-
berto Silva og Robert Pires, líklega
einnig Sol Campbell. Fyrir á sjúkra-
lista voru Ray Parlour, Fredrik
Ljungberg og Pascal Cygan, en
reiknað er með að Edu komi á ný inn
í lið Arsenal.
FÓLK
Guðmundur segir leikina veraprófstein á hvar íslenska
landsliðið stendur nú þegar komið
er að lokaundirbúningi fyrir HM.
„Það er ljóst að Slóvenar eru komnir
lengra en við í undirbúningi sínum
fyrir HM þar sem þeir hafa verið
saman við æfingar síðan um miðjan
desember,“ segir Guðmundur sem
reiknar með að nota flesta af þeim
22 leikmönnum sem eru í landsliðs-
hópnum í leikjunum þremur.
Guðmundur segist leggja höfuð-
áherslu á varnarleikinn í leikjunum.
„Það er algjört lykilatriði að varn-
arleikurinn verði í lagi. Með góðum
varnarleik þá batnar markvarslan.
Þessi atriði verða að vera í lagi hjá
íslenska landsliðinu til þess að það
nái árangri þegar út í alvöruna er
komið.“
Guðmundur segist reikna með að
Slóvenar leiki að mestu leyti fram-
liggjandi vörn og þá gefst kærkomið
tækifæri að hans mati að til þess að
spreyta sig gegn henni en reikna má
með að einhverjir af andstæðingum
Íslands á HM s.s. Katar leiki þess-
háttar vörn. „Þá verðum við einnig
að vera búnir undir það að Slóvenar
reyni að taka Ólaf Stefánsson úr
umferð. Það er atriði sem við verð-
um að geta brugðist við þegar á HM
verður komið,“ sagði Guðmundur.
„Síðan gefur það augaleið að þeg-
ar maður hefur úr stórum hópi leik-
manna að velja þá fá margir tæki-
færi á að spreyta sig um leið og
reynt er að byggja upp leik liðsins.
Nú gefst því kærkomið tækifæri
fyrir menn til að sýna sig og sanna
og láta ljós sitt skína, gera tilkall til
þess að vera í þeim hópi sem valinn
verður endanlega fyrir heimsmeist-
aramótið. En ég legg áherslu á það
að ætla að gefa mönnum tækifæri en
jafnframt gera það á markvissan
hátt,“ segir Guðmundur. „Leikur
okkar byggist á ákveðnum grunni
eða hugsun sem allir leikmenn
verða að falla inn í.“
Lykilmenn meiddir
Að sögn Guðmundar þá setja
meiðsli ákveðið strik í reikninginn
hjá landsliðinu. Patrekur Jóhannes-
son er meiddur á kálfa og hefur lítið
getað beitt sér á æfingum til þessa.
Gústaf Bjarnason glímir við meiðsli
í öxl og er ósennilegt af þeim sökum
að hann taki þátt í leikjunum í dag
og á morgun. Þá er Sigfús Sigurðs-
son meiddur á nára, en allir komu
leikmennirnir meiddir til landsins
frá félagsliðum sínum í Þýskalandi.
Aron Kristjánsson hefur í allan vet-
ur barist við meiðsli í hásinum og
hefur enn ekki fengið sig góðan.
Guðmundur sagðist ekki telja
meiðsli þeirra svo alvarleg að þau
væri sérstakt áhyggjuefni vegna
þátttökunnar á HM, en auðvitað
kæmu meiðsli lykilmanna alltaf á
einhvern hátt niður á undirbúningi
liðsins. „Það verður því fróðlegt að
sjá hvernig við förum í gegnum
þessa leiki við Slóvena vitandi það
að lykilmenn geta ekki lagt sig full-
komlega fram vegna meiðsla.
Meiðslin gera það að verkum að aðr-
ir leikmenn fá tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr,“ sagði Guðmundur
sem telur ástand manna vera þokka-
lega gott þótt auðvitað sé það ein-
staklingsbundið eins og gerist og
gengur.
Einn sigur, eitt tap
Íslendingar og Slóvenar hafa í tví-
gang mæst á handknattleiksvellin-
um, síðast á Evrópumeistaramótinu
í Svíþjóð í fyrra en þá tókust þjóð-
irnar á í Skövde. Íslenska landsliðið
sigraði örugglega í þeirri viðureign,
31:25. Slóvenar unnu hins vegar
fyrsta leik þjóðanna sem fram fór á
Evrópumótinu í Króatíu fyrir þrem-
ur árum, 27:26.
Frá því þjóðirnar áttust við í fyrra
hafa orðið þjálfaraskipti hjá Slóven-
um. Matjaz Tominec, sem stýrt
hafði landsliðinu um nokkurra ára
skeið, hætti eftir vonbrigði liðsins á
EM í Svíþjóð og við starfi hans tók
Niko Markovic. „Með nýjum þjálf-
ara hefur metnaður Slóvena vaxið á
nýjan leik. Ég reikna því með
skemmtilegum og lærdómsríkum
viðureignum við mjög sterkt lands-
lið. Að þeim loknum vænti ég þess
að við verðum margs vísari um það
hvar við stöndum nú þegar heims-
meistaramótið er á næstu grösum,“
sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson
landsliðsþjálfari.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íþróttamaður ársins 2002, Ólafur Stefánsson, mætti ánægður á æfingu hjá landsliðinu í gærmorgun og bregður sér hér í keppnis-
treyju. Einar Örn Jónsson og Sigfús Sigurðsson, sem einnig leika í Þýskalandi, voru ánægðir með íþróttamann ársins.
Stöðupróf
gegn
Slóvenum
„SLÓVENAR eru með sterkt lið
um þessar mundir og til að und-
irstrika það þá unnu þeir meðal
annars Rússa á æfingamóti í
Frakklandi á milli jóla og nýárs.
Þannig að það verður afar
spennandi að sjá hvernig við
stöndum að vígi gagnvart þeim
um þessar mundir,“ sagði Guð-
mundur Þ. Guðmundsson,
landsliðsþjálfari í handknatt-
leik, en í dag mætir íslenska
landsliðið Slóvenum í fyrsta vin-
áttulandsleik þjóðanna af þrem-
ur hér á landi. Leikirnir eru liður
í undirbúningi beggja þjóða fyrir
heimsmeistaramótið sem hefst
í Portúgal 20. janúar. Leikurinn
fer fram í Kaplakrika kl. 16 en
annað kvöld mætast þjóðirnar í
Laugardalshöll kl. 20 og á ný á
þriðjudagskvöldið á sama stað.
Eradze með
íslenskt
vegabréf
ÚKRAÍNUMAÐURINN
Roland Eradze, markvörður
Vals í handknattleik, fékk í
gær íslenskt vegabréf, en
hann fékk ríkisborgararétt
fyrir áramót. Guðmundur
Þórður Guðmundsson lands-
liðsþjálfari getur því notað
hann í æfingaleikjum lands-
liðsins fyrir HM í Portúgal.
Ekki er ólíklegt að hann
verði með í leikjunum við
Slóvena í dag í Kaplakrika og
á morgun og þriðjudag í
Laugardalshöllinni. Lands-
liðið tekur síðan þátt í fjög-
urra liða móti í Danmörku
um næstu helgi og leikur þar
gegn Pólverjum, Dönum og
Egyptum.