Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 B 3 g mistækur og átti mörg ótíma- skot og mörkin utan af velli ti telja á fingrum annarrar dar. Gústaf Bjarnason komst na best frá leiknum en hann lék ns fyrri hálfleikinn og skoraði 5 k, Birkir Ívar átti ágætan leik á i stanganna en þegar öllu er á ninn hvolft léku flestir íslensku dsliðsmennirnir töluvert langt ir getu. Sigfús Sigurðsson leysti ert Sighvatsson af hólmi á lín- i en náði engan veginn að leika hlutverk jafnvel og Róbert ði í leikjunum tveimur á undan. rammistaðan í gær var von- gði og vekur ýmsar spurningar hvar liðið er statt núna. Rauði ðurinn í leikjunum þremur á i Slóvenum var slakur varnar- ur og vinnan sem framundan er r átökin í Portúgal verður fyrst remst að beinast að því að bæta n. Spilamennskan í gær var ís- ku leikmönnunum góð áminn- og vonandi geta þeir lært af öll- þeim aragrúa mistaka sem þeir ðu sig seka um. Fall er farar- l segir einhvers staðar og von- i á það við um íslenska lands- . Århus GF vill halda Róberti FORRÁÐAMENN danska hand- knattleiksliðsins Århus GF vilja ólm- ir halda línumanninum Róberti Gunnarssyni í sínum röðum. Hann hefur leikið mjög vel með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og hefur verið boðinn nýr samningur. „Róbert hefur sannað sig sem mjög traustur línumaður og sérlega mikilvægur hlekkur í vörn okkar. Við viljum því endilega semja við hann áfram,“ sagði formaður félags- ins, Henrik M. Jacobsen, í samtali við staðarblaðið Århus Stiftstidende í gær. „Við þekktum ekkert til Róberts en það kom strax í ljós að hann væri frábær leikmaður. Hann hefur einn- ig reynst afar traustur á öllum svið- um og því mikill fengur í að halda honum,“ sagði formaðurinn. Róbert sagði við blaðið að ekki hefði enn náðst samkomulag um nýj- an samning. „Ég vil gjarnan halda áfram hjá félaginu en til þess þarf ákveðnar breytingar. Ég hef rætt við formanninn og hann veit hvað hann þarf að gera til að ég leiki áfram með Århus GF. En þessa dag- ana einbeiti ég mér að því að komast í íslenska landsliðið og viðræðurnar við Århus GF verða að bíða á með- an,“ sagði Róbert Gunnarsson. „EINS og málin horfa í dag bendir ekkert til þess að Duranona komi á móts við landsliðið. Ég hef svo sem lært það á löngum ferli að vera ekki of yfirlýsingaglaður, en eins og staðan lítur út er það ekki inni í myndinni að Duranona komi. Ég hef ekkert heyrt frá honum og mér finnst það ansi langsótt að eitthvað breytist úr þessu. Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur núna að því að bæta okkar leik heldur en að vera að leita lausnanna annars staðar,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið. Guðmundur ákveður í dag hvaða 16 leikmenn halda til Danmerkur í fyrramálið en um helgina taka Ís- lendingar þátt í fjögurra þjóða móti ásamt Dönum, Pólverjum og Egyptum. Duranona ekki inni í myndinni Boðið var upp á flugeldasýningu íbyrjun þegar 8 af tíu fyrstu skotunum komu eftir glæsileg þriggja stiga skot. Njarðvíkingar voru skrefinu á undan en þegar Keflvíkingar snarbættu vörnina og náðu að halda Gary Hunter frá boltanum skilaði það þeim forystu. Hinsvegar náðu þeir ekki að fylgja því eftir og þegar þeir héldu að for- ystu væri orðin nægileg og slökuðu aðeins á klónni komu Njarðvíkingar skokkandi og söxuðu á forskotið. Þremur og hálfri mínútu fyrir leiks- lok tóku gestirnir síðan forystuna. Heimamenn gerðust þá heldur óþol- inmóðir og ætluðu sér að jafna og komast rækilega yfir á einni mínútu en gestirnir voru skynsamir og héldu út leikinn. „Við ætluðum að vinna leikinn á þann hátt sem við erum bestir, hlaupa og skjóta en það er ekki nóg að spila vel í sjö mínútur, það dugir ekkert annað en allur leikurinn,“ sagði Keflvíkingurinn Magnús Gunnarsson eftir leikinn. „Við spil- uðum ekkert síðasta korterið eins og sást á töflunni og þó að Damon John- son sé góður gerir hann ekki einn út um leikinn,“ bætti Magnús við, stað- ráðinn að nú væri nóg komið. „Það hefur angrað okkur í vetur að eiga svona slaka kafla í næstum hverjum leik. Við höfum tapað tvisvar fyrir Njarðvík og ef það eflir okkur ekki fyrir bikarleikinn við þá getum við hætt þessu. Þetta kemur ekki fyrir á föstudaginn.“ Magnús og Damon áttu góða spretti en eftir hlé skoruðu Keflvíkingar aðeins 29 stig. Damon og Kevin Grandberg tóku hvor sín 12 fráköstin. Annað hljóð var í strokknum hjá Friðriki Ragnarssyni þjálfari Njarð- víkinga. „Ég er ánægður með seinni hálfleik en afar ósáttur við bæði vörn og sókn í þeim fyrri. Við stilltum illa upp og spiluðum kerfin illa og stund- um alls ekki. Þeir hafa menn sem viðgetum leyft að skjóta en við lögð- um of mikla áherslu á þá fyrir hlé því við ætluðum frekar að stöðva skytt- urnar þeirra. Þegar við svo bættum úr því í síðari hálfleik var ekki spurn- ing um hvor myndi sigra. Við höldum alltaf áfram. Ég hef séð lið gefast upp á móti Keflavík þegar munur er tólf til þrettán stig en leikurinn er þá alls ekki búinn. Þeir byggja mikið upp á þriggja stiga skotum og ef það er tekið frá þeim er mikið komið. Svo erum við með Friðrik Stefánsson undir körfunni og það skorar enginn svo auðveldlega hjá honum,“ sagði Friðrik og ætlar sér að fylgja sigr- inum eftir. „Því miður telja þessir leikir við Keflavík ekki með í bik- arleiknum á föstudaginn en við erum þó með sjálfstraustið í lagi og vitum að við vinnum ef við leggjum okkur fram. Við getum betur en þetta. Að vísu vantaði okkur Pál svo að breidd- in var minni en við snerum þess í stað bökum saman.“ Gary Hunter var sprækur með 32 stig og 13 frá- köst í 40 mínútur en að ósekju hefði hann mátt gefa boltann meira í opn- um færum. Friðrik var einnig traust- ur undir körfunni með 14 fráköst og Teitur Örlygsson og Sigurður Ein- arsson voru einnig góðir. Slakir Grindvíkingar unnu Val Þetta voru tvö stig en ekki mikiðmeira en það, það hafa verið að hrjá okkur veikindi, meiðsl og svo jólin,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvík- inga eftir 92:79-sigur á Valsmönnum í gærkvöld. Það var meiri stemmning hjá Valsmönnum en okkur og þeir eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í þess- um leik. Við fengum góða kafla en það var kannski meiri vilji hjá þeim en okkur því við vorum langt frá okk- ar besta.“ Það er óhætt að taka undir orð Friðriks Inga Rúnarssonar því gest- irnir voru tilbúnir í þennan leik en heimamenn mestmegnis út á túni. Sá sem hélt þeim á floti í fyrri hálfleik var Guðlaugur Eyjólfsson og sá eini Grindvíkinga sem sýndi eðlilegan leik. Eftir jafnan fyrri hálfleik sigu heimamenn fram úr en munurinn var aldrei mikill þannig að Valsmenn gáfust ekki upp en leiknum lauk með öruggum sigri heimamanna 92:78. Bestir í liði gestanna voru þeir Ragnar Steinarsson og Gylfi Geirs- son og þá áttu nýir leikmenn í þeirra herbúðum Barnaby Craddock og Jason Pryor ágætan leik og ljóst að þeir styrkja Valsliðið verulega. Eins og áður sagði var Guðlaugur Eyjólfs- son sá eini sem spilaði vel þetta kvöld en líklegast var einbeitingarleysi og áhugaleysi meira einkennandi fyrir leik heimamanna en nokkuð annað. Njarðvík fór aftur fram úr ENN og aftur supu Keflvíkingar seyðið af því að láta sér nægja að spila einungis fjórðung leiks vel. Í gærkvöldi sóttu Njarðvíkingar þá heim og biðu þolinmóðir fram að lokasprettinum – hirtu þá for- skotið og héldu því örugglega til leiksloka í 80:77 sigri. Tap Keflvík- inga er því verra að sama gerðist í fyrri leik liðanna, Njarðvík skaust framúr í lokin, og liðin mætast aftur á föstudaginn í bikarkeppninni. Í Grindavík þurftu heimamenn engan stórleik til að leggja Val að velli, 92:79. Stefán Stefánsson skrifar Garðar Vignisson skrifar  KRISTJÁN Helgason sigraði Dav- id Brown Gilbert, sem er í 93. sæti heimslistans, 5:4, í 1. umferð Eur- opean Open-atvinnumannamótsins í snóker sem hófst í Blackpool í Eng- landi í gær. Í 2. umferð leikur Krist- ján við John Read, sem er í 97. sæti heimslistans, en sjálfur er Kristján í 66. sæti. Kristján hefur keppni á Ir- ish Masters-mótinu á sama stað í dag og mætir Matthew Selt, sem er númer 113 á heimslistanum.  ALDA Leif Jónsdóttir lék í gær- kvöldi fyrsta leik sinn á tímabilinu fyrir ÍS í úrvalsdeild kvenna í körfu- knattleik. Alda Leif, sem var valin besti leikmaður deildarinnar í fyrra, sleit krossband síðasta vor.  STEFÁN Þór Eyjólfsson, 18 ára varnar- og miðjumaður sem leikið hefur með knattspyrnuliði Hugins/ Hattar, er genginn til liðs við úrvals- deildarlið Fram. Stefán þykir mikið efni en hann lék 10 leiki með Aust- fjarðaliðinu í 3. deildinni á síðustu leiktíð og skoraði þrjú mörk.  HRAFNKELL Helgason hefur framlengt samning sinn við Fylki og gildir nýi samningurinn til ársins 2005. Hrafnkell er 24 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril hjá Fylki – samtals 37 leiki í efstu deild.  MANCHESTER United og Black- burn skildu jöfn, 1:1, í fyrri undan- úrslitaleik liðanna í ensku deildabik- arkeppninni á Old Trafford í gærkvöldi. Paul Scholes kom United yfir á 58. mínútu en þremur mínút- um síðar jafnaði David Thompson metin fyrir Blackburn.  PIERLUIGI Collina, knattspyrnu- dómari frá Ítalíu, hefur verið út- nefndur besti dómari heims af sam- tökum knattspyrnutölfræðinga. Urs Meier frá Sviss varð í öðru sæti og Daninn Kim Milton Nielsen hafnaði í því þriðja. Collina hafði yfirburði í kjörinu. Hann dæmdi úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu sl. sumar.  LEE Bowyer gekk endanlega frá samningi við West Ham í gær eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. West Ham þurfti aðeins að reiða fram 300.000 pund, um 39 millj. króna, fyrir Bowyer. Þegar Liver- pool bar víurnar í Bowyer fyrir rúm- um fjórum mánuðum var hann verð- lagður á 8 millj. punda, rúmlega einn milljarð króna.  STEVEN Gerrard á yfir höfði sér allt að þriggja leikja keppnisbann eftir að aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins taldi Gerrard hafa gert sig sekan um grófan leik gegn Gary Naysmith, leikmanni Everton, 22. desember sl.  JAMIE Clapham, félagi Her- manns Hreiðarssonar hjá Ipswich, hefur verið seldur til Birmingham fyrir 1,5 millj. punda, um 195 millj. króna. Þá er Stephen Clemence, miðvallarleikmaður Tottenham, einnig á leið til Birmingham. Hann er 24 ára gamall og er sonur Rays Clemence, sem um árabil varði mark Liverpool og enska landsliðsins.  HAKAN Yakin, miðvallarleikmað- ur Basel, segir að Liverpool hafi einnig sýnt sér áhuga en áður hafði Celtic lýst yfir áhuga á að kaupa kappann. Yakin segist ætla að gera upp hug sinn vegna næstu leiktíðar fyrir næsta leik Basel í Meistara- deild Evrópu 19. febrúar.  ROY Aitken, þjálfari varaliðs Leeds, hefur fengið leyfi félagsins til þess að ræða við forráðamenn Brann um að hann taki við þjálfun Björg- vinjarliðsins af Teiti Þórðarsyni sem sagði starfi sínu lausu rétt fyrir ára- mótin.  STOKE hefur sett sig í samband við belgíska miðvallarleikmanninn Robert Bisconti. Leikmaðurinn hef- ur verið á mála hjá skoska úrvals- deildarliðinu Aberdeen en samning- ur hans við félagið rennur út í sumar og þar sem hann hefur hafnað nýjum samningi er honum heimilt að fara til Stoke án nokkurrar greiðslu. Bisc- onti er 29 ára gamall. FÓLK Morgunblaðið/Árni Sæberg óvenum í gær en það dugði eik, 32:25. sem um ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.