Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 1
2003  MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR BLAÐ B LÍKURNAR á að enski knatt- spyrnumaðurinn Lee Sharpe leiki með Grindavík í úrvalsdeildinni í sumar hafa minnkað verulega. Sig- urbjörn Dagbjartsson, einn þeirra sem hyggjast standa straum af komu þessa fyrrverandi leikmanns Man- chester United til landsins, segir þó að málið sé ekki úr sögunni. „Við teljum að við séum komnir langt með að mæta fjárhagslegum kröfum hans. Hann gaf okkur afsvar í gær án þess að á það reyndi, en einn okkar fer síðar í mánuðinum til Eng- lands, færir honum fisk eins og hon- um hafði áður verið lofað, og þá fær hann formlegt tilboð frá okkur í hendurnar,“ sagði Sigurbjörn við Morgunblaðið í gær. Sharpe vill fá um 400 þúsund krón- ur fyrir hvern leik sem hann spilar með Grindavík, sem gerir um 7 millj- ónir króna ef hann yrði með í öllum leikjum í úrvalsdeildinni. „Okkar til- boð er ekki alveg svo hátt, en með aukagreiðslum og ef allt gengur upp, gæti hann farið nærri þeirri upphæð. Þetta skýrist síðar meir, en þó ekk- ert yrði af þessu á ég von á að Sharpe komi eftir sem áður í heimsókn til okkar í sumar þar sem góð kynni hafa tekist milli hans og okkar,“ sagði Sigurbjörn Dagbjartsson. Litlar líkur á að Sharpe komi B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A TEITUR ÞÓRÐARSON ÆTLAR SÉR AÐ BERJAST UM GULL MEÐ LYN / B4 FÆREYSKA landsliðið í knatt- spyrnu mætir vel undirbúið til leiks gegn Íslendingum í und- ankeppni Evrópumóts landsliða 7. júní. Henrik Larsen landsliðsþjálf- ari kallar saman 25 manna hóp til æfinga um aðra helgi á Tóftum og aftur í Þórshöfn tveimur vikum síðar. 14. febrúar fer færeyski hópurinn í níu daga æfingabúðir til Spánar og eftir það kemur hann af og til saman frameftir vori. Í lok apríl leika Færeyingar tvo lands- leiki við Kasakstan á heimavelli. Færeyingar standa vel að vígi því flestallir leikmanna þeirra spila með færeyskum liðum og þeir eiga auðvelt með að kalla hóp- inn saman. Í 25 manna hópnum sem boð- aður hefur verið fyrir fyrstu æf- ingarnar eru fjórir fyrrum leik- menn íslenskra liða. Það eru þeir Jens Martin Knudsen, Sámal Joen- sen og John Petersen sem spiluðu með Leiftri og Pól Thorsteinsson sem lék með Val. Leikurinn við Ísland á Laugar- dalsvellinum 7. júní er fyrsti leikurinn af fimm hjá Færeyingum á þessu ári. Þeir eiga síðan eftir heimaleiki við Þýskaland, Ísland og Litháen og útileik gegn Skot- landi. Færeyska liðið gerði jafn- tefli við Skota, 2:2, og tapaði 2:0 í Litháen og 2:1 í Þýskalandi í fyrstu þremur leikjum sínum í keppninni. Góður undirbúningur hjá Færeyingum DÖNSKU Olsen-bræðurnir eiga að syngja dönskum handknattleiksmönnum og dönsku þjóðinni baráttuanda í brjóst á meðan heims- meistaramótið stendur yfir í Portúgal. Bræð- urnir, sem slógu eftirminnilega í gegn þegar þeir unnu Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva fyrir nærri þremur árum, hljóðrituðu nýlega baráttusöng tileinkaðan danska lands- liðinu sem á eftir að óma í Danmörku á meðan keppnin fer fram. Lagið heitir „Vi tænder lys- et“ eða „Við kveikjum ljósið“. Lagið verður frumflutt ásamt myndbandi á blaðamannafundi danska landsliðsins í íþróttamiðstöðinni í Ballerup á morgun. Olsen-bræðurnir vilja með laginu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að blása danska karlalandsliðinu baráttuanda í brjóst með von um að það komi heim með verð- laun frá HM eftir 26 ára bið. Olsen-bræður kveikja á Dönum Eradze lék sinn fyrsta landsleikfyrir Íslands hönd sl. laugardag í Kaplakrika en hann lék áður með landsliði Georgíu þar sem hann er fæddur. „Ég var tauga- óstyrkur fyrir fyrsta leikinn og það var mjög skrítið að upplifa það að standa úti á gólfinu og heyra þjóðsöng Ís- lands. Þegar ég fékk tækifæri í síð- ari hálfleiknum var gaman að finna stuðninginn frá félögum mínum í landsliðinu og áhorfendum. Ég geri miklar kröfur til mín og veit einnig að margir búast við því að ég verji öll skot sem koma á markið. Í lands- leikjum er maður að glíma við at- vinnumenn sem skjóta betur á markið en áhugamenn hér á Íslandi. Það er staðreynd.“ Eradze lék ekki í þriðja leiknum vegna meiðsla í baki sem eru ekki alvarleg. „Það vill eng- inn taka áhættu þegar aðeins tvær vikur eru þar til HM hefst í Portú- gal. Ég tel mig eiga jafna möguleika á við hina markmennina á að komast í lokahópinn og er bjartsýnn á að leika fyrir íslenska landsliðið á HM.“ Eradze sagði að landslið Georgíu, sem hann lék með áður væri ekki eins sterkt og það íslenska. „Georgía er ekki með Ólaf Stefánsson, Patrek Jóhannesson, Guðjón Val Sigurðs- son og Sigfús Sigurðsson. Ég yrði stoltur og glaður ef ég fengi tæki- færi á stórmóti,“ sagði Eradze. Morgunblaðið/Árni Sæberg Varnarmenn Slóveníu tóku fast á Íslendingum í gær og komst Sigurður Bjarnason hvorki lönd né strönd að þessu sinni. „Skrítið að heyra þjóðsönginn“ „ÞETTA voru æfingaleikir og það gengur á ýmsu þegar verið er að prófa nýja hluti. Ég hef að minnsta kosti ekki miklar áhyggjur þessa stundina þrátt fyrir að við höfum tapað frekar illa í þriðja og síðasta leiknum gegn Slóvenum,“ sagði markvörðurinn Roland Valur Eradze að loknum þriðja leik Íslendinga gegn Slóvenum í Laug- ardalshöll. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.