Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna, Essodeild: KA-heimili: KA/Þór - ÍBV.........................16 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Bikarkeppni kvenna Doritos-bikar, 8-liða úrslit: Keflavík: Keflavík B - Keflavík .................17 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - KR........................17.15 Stjörnuleikur KKÍ Leikurinn fer fram að Ásvöllum í Hafnar- firði kl. 15. Sunnudagur: 1. deild kvenna: Ásvellir: Haukar - UMFN....................19.15 KNATTSPYRNA Sunnudagur: Reykjavíkurmót karla Egilshöll: Fjölnir - Fylkir..........................19 Egilshöll: Leiknir R. - Valur .....................21 BLAK Laugardagur: 1. deild kvenna: Fylkishöll: Fylkir - Þróttur N...................16 KA-húsið: KA - HK. ...................................14 Keflav.flugv.: Nato - Þróttur R.................14 1. deild karla. Ásgarður: Stjarnan - HK......................16.30 Hagaskóli: Þróttur R. - Hamar.................18 UM HELGINA HANDKNATTLEIKUR Ísland – Pólland 29:22 Farum-höllin í Danmörku, LK keppnin, föstudagur 10. janúar 2002. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 3:2, 6:3, 6:5, 8:7, 10:7, 10:9 13:9, 14:9, 18:12, 20:15, 23:15, 26:16, 29:19, 29:22. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 5/2, Einar Örn Jónsson 4, Sigurður Bjarna- son 4, Patrekur Jóhannesson 4/1, Ólafur Stefánsson 3/2, Sigfús Sigurðsson 3, Gústaf Bjarnason 2, Rúnar Sigtryggsson 2, Dagur Sigurðsson 1, Róbert Sighvatsson. Aðrir leikmenn, Aron Kristjánsson, Heiðmar Felixson og Roland Valur Eradze. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 25/1 (þar af 10 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Pólverja: Daivid Nillson 4, Krysztof Görniak 3, Karol Bielecki 3, Bartosz Wusz- ter 3, Patryk Kuchczynski 2, Damian Wlek- lak 2, Mariusz Jurasik 2/1, Grezegorz Tkac- zyk 2/1, Maceij Dmytruszynski 1. Varin skot: Rafal Bernacki 8/2 (þar af 3/2 til mótherja). Andrzej Marzalek 6 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Áhorfendur: 400. Danmörk – Egyptaland.....30:20  Ísland mætir Danmörku í dag og Egyptalandi á morgun. Grótta/KR – ÍBV 21:24 Seltjarnarnes, 1. deild kvenna, Esso-deild- in, föstudagur 10. janúar 2002. Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 6:4, 8:8, 9:9, 11:13, 12:17, 17:21, 21:24 Mörk Gróttu/KR: Aiga Stefanie 6, Eva Björk Kristinsdóttir 6, Þórdís Brynjólfs- dóttir 3, Eva Margrét Kristinsdóttir 3, Kristín Þórðardóttir 1, Ragna Karen Sig- urðardóttir 1. Varin skot: Hildur Gísladóttir 9 (þar af 2 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsdóttir 7, Alla Gorkorian 4/4, Ana Perez 3, Silvia Strass 2/1, Edda Eggertsdóttir 1, Birgit Engl 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 6 (þar af 2 aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Áhorfendur: 30. Haukar – Víkingur 28:27 Ásvellir: Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 4:3, 6:3, 8:6, 8:9, 15:9 15:10, 16:11, 18:15, 19:17, 19:19, 20:20, 23:23, 25:24, 27:26, 28:27. Mörk Hauka: Harpa Melsted 7, Tinna Hall- dórsdóttir 6, Hanna G. Stefánsdóttir 6/3, Ragnhildur Guðmundsdóttir 5, Inga Fríða Tryggvadóttir 2, Sonja Jónsdóttir 1, Nína K. Björnsdóttir 1. Varin skot: Lukresija Bokan 11(þar af 1 sem aftur til móth.), Bryndís Jónsdóttir 2. Mörk Víkings: Guðmunda Ósk Kristjáns- dóttir 14, Gerður Beta Jóhannsdóttir 5/3, Helga Birna Brynjólfsdóttir 3, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 2, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 2, Heiðrún Guðmundsdóttir 1. Varin skot: Helga Torfadóttir 18 (þar af 6 sem fóru aftur til mótherja). Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Áhorfendur: Um 130. KA/Þór – Valur 18:27 KA-heimili: Mörk KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 6, Inga Sigurðardóttir 4, Sandra Jóhannes- dóttir 3, Eyrún Káradóttir 2, Ásdís Sigurð- ardóttir 2, Katrín Valsdóttir 1. Mörk Vals: Díana Guðjónsdóttir 6, Drífa Skúladóttir 6, Arna Grímsdóttir 5, Hafrún Kristjánsdóttir 3, Eygló Jónsdóttir 3, Kol- brún Franklín 2, Sigurlaug Rúnarsdóttir 1, Hafdís Guðjónsdóttir 1, Íris Kristinsd. 1. Fram – Stjarnan 17:30 Framheimilið: Mörk Fram: Guðrún Hálfdánardóttir 7, Rósa Jónsdóttir 5, Katrín Tómasdóttir 2, Anna Sighvatsdóttir 1, Sigurlína Frey- steinsdóttir 1, Þórey Hannesdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Jóna M. Ragnarsdóttir 7, Svanhildur Þengilsdóttir 6, Kristín Clau- sen 4, Margrét Vilhjálmsdóttir 3, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Júlíana Þórðardóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Hind Hannesdóttir 1, Amela Hegic 1. Staðan: ÍBV 15 14 1 0 424:300 29 Haukar 16 12 1 3 434:355 25 Stjarnan 16 11 3 2 373:307 25 Víkingur 16 8 3 5 346:311 19 Valur 16 9 1 6 335:342 19 Grótta/KR 16 7 1 8 328:338 15 FH 14 5 2 7 328:317 12 KA/Þór 16 3 0 13 331:379 6 Fylkir/ÍR 15 2 0 13 278:389 4 Fram 16 1 0 15 307:446 2 Mót í Frakklandi Þýskaland – Japan ................................29:18 Frakkland – Túnis.................................32:24 Forkeppni EM 2004 1. riðill: Ítalía – Litháen......................................22:23 Staðan: Litháen 3 2 0 1 68:63 4 Grikkland 3 2 0 1 64:64 4 Slóvakía 3 1 0 2 71:74 2 Ítalía 3 1 0 2 73:75 2 3. riðill: Færeyjar – Ísrael..................................15:24 Staðan: Finnland 3 3 0 0 84:55 6 Ísrael 3 3 0 0 81:57 6 Belgía 3 0 0 3 62:82 0 Færeyjar 3 0 0 3 50:83 0 4. riðill: Georgía – Tyrkland ...............................28:38 Staðan: Austurríki 3 3 0 0 101:62 6 Tyrkland 3 3 0 0 90:70 6 Kýpur 3 0 0 3 61:81 0 Georgía 3 0 0 3 71:110 0 5. riðill: Lettland – Makedónía...........................31:38 Staðan: Makedónía 3 3 0 0 107:84 6 Sviss 3 2 0 1 81:72 4 Lettland 3 1 0 2 79:89 2 Búlgaría 3 0 0 3 77:99 0 KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík – Njarðvík 81:72 Íþróttahúsið í Keflavík, bikarkeppni karla, Doritos-bikar, 8 liða úrslit, föstudagur 10. janúar: Gangur leiksins: 2:0, 5:3, 5:7, 9:9. 12:11,. 12:16, 17:16, 21:21, 21:28, 24:30, 36:31, 36:33, 38:39, 50:41, 50:51, 52:51, 54:56, 58:59, 58:62, 62:63, 74:68, 76:72, 81:72. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 26, Falur Harðarson 18, Edmund Saunders 14, Guð- jón Skúlason 10, Sverrir Þór Sverrisson 6, Jón Norðdal Hafsteinsson 4, Magnús Gunnarsson 3. Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn. Stig Njarðvíkur: G.Hunter 26, Teitur Ör- lygsson 16, Ragnar Ragnarsson 11, Guð- mundur Jónsson 7, Friðrik Stefánsson 6, Sigurður Einarsson 4, Þorsteinn Húnfj. 2. Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn. Villur: Keflavík 26 – Njarðvík 17. Dómarar: Leifur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson. Áhorfendur: 700. 1. deild karla Fjölnir – Stjarnan .................................75:70 Þór Þ. – Ármann/Þróttur......................84:76 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmótið Léttir – KR ................................................0:8 Jökull Elísarbetarson 3, Veigar Páll Gunn- arsson 2, Einar Þór Daníelsson , Sigurður Ragnar Eyjólfsson , Henning Jónasson . ÍR – Víkingur ............................................1:5 – Daníel Hafliðason 2, Gunnlaugur Garð- arson 2, Ragnar Hauksson. Jólamót Hitaveitu Suðurnesja FH – ÍA.......................................................3:0 Hermann Albertsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigmundur Ástþórsson. Keflavík – ÍBV ..........................................2:1 Haukur Ingi Guðnason, Hjörtur Fjeldsted – Bjarni Einarsson.  FH og Keflavík leika til úrslita kl. 14 á morgun og ÍA og ÍBV leika um þriðja sætið kl. 12. BLAK 1. deild kvenna. Fylkir – Þróttur N. ...................................0:3 19:25, 21:25, 13:25. Staðan: KA 8 6 2 19:9 19 Þróttur N. 7 7 0 21:3 21 HK 7 4 3 14:9 14 Nato 8 2 6 10:20 10 Fylkir 8 2 6 7:18 7 Þróttur R. 6 1 5 4:16 4 Steve Bruce, knattspyrnustjóriBirmingham, getur teflt fram þremur nýjum leikmönnum á móti Arsenal, Frakkanum Christoph Dugarry ásamt Jemie Clapan og Stephen Clemence en allir gengu þeir í raðir Birmingham í vikunni. Arsenal verður án fyrirliða síns, Pat- ricks Vieira, sem hefur átt við nára- meiðsli að stríða og Frederiks Ljungbergs, en að öðru leyti getur Arsene Wenger, stjóri Arsenal, teflt fram sínu sterkasta liði. Lárus Orri Sigurðsson verður í byrjunarliði WBA í leiknum við Manchester United í dag. Lárus og félagar þurfa nauðsynlega á stigum að halda en nýliðarnir eru í næst- neðsta sæti og hafa aðeins unnið einn af síðustu 15 leikjum sínum. United þarf sömuleiðis á stigum að halda til að halda í Arsenal. Roy Keane verð- ur í leikmannahópi United en hann hefur jafnað sig eftir meiðsli sem hann hlaut í bikarleiknum við Portsmouth um síðustu helgi. Alls 17 ár eru liðin síðan liðin áttust við á Hawthorns, heimavelli WBA, en United hefur unnið sex síðustu við- ureignir liðanna. Varnarmenn Unit- ed koma væntanlega til með að hafa góðar gætur á framherjanum stóra og stæðilega, Daniele Dicchio, en hann hefur skorað 6 mörk í síðustu sjö leikjum. Chelsea hefur aðeins misst flugið að undanförnu og situr í þriðja sæti, þremur stigum á Manchester United og átta á eftir Arsenal. Chelsea fær Charlton í heimsókn á Stamford Bridge í dag en þeir bláklæddu hafa tapað síðustu tveimur heimaleikjum sínum, gegn Leeds og Arsenal. Lærisveinar Claudio Ranieris hafa hins vegar verið sterkir á heimavelli og hafa ekki tapað leik þar síðan í september. Charlton hefur gengið allt í haginn á undanförnum vikum. Liðið hefur ekki tapað síðustu níu leikjum, unnið sex og gert þrjú jafn- tefli svo reikna má með spennandi viðureign í dag á milli þessara Lund- únarliða en á síðustu leiktíð hafði Charlton betur í báðum leikjum lið- anna, 1:0. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega á bekknum í liði Chelsea. Tekst Liverpool að brjóta múrinn? Liverpool tekur á móti Aston Villa á Anfield í dag og þar þurfa þeir rauðklæddu að kveða niður draug en Liverpool hefur nú leikið tíu deild- arleiki í röð án sigurs og fyrir vikið komið niður í sjöunda sæti, tólf stig- um á eftir toppliðinu. Aston Villa hefur svo sem ekki riðið feitum hesti frá leikjum leiktíðarinnar og hefur ekki unnið deildarleik á útivelli síðan í maí. Reiknað er með að Micheal Owen komi inn í byrjunarlið Liver- pool en hann hefur verið að jafna sig af meiðslum. Owen hefur gengið illa upp við markið og hefur ekki skorað í síðustu 10 deildarleikjum. Þessi leik- ur verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 15. Á Maine Road í Manchester er reiknað með spennandi og skemmti- legum leik þegar heimamenn í Man- chester City fá Leedsara í heimsókn. Þar mætast tveir fyrrum landslið- seinvaldar, Kevin Keegan og Terry Venables. Leikmenn Leeds virðast hafa vaknað af værum blundi og hef- ur liðið innbyrt 13 stig af 15 mögu- legum í síðustu fimm leikjum. City hefur sömuleiðis vegnað vel upp á síðkastið og hefur aðeins tapað ein- um af sjö síðustu deildarleikjum sín- um. Á Reebok-vellinum í Bolton verð- ur um sannkallaðan botnslag að ræða en þá mætast liðin í fjórða og fimmta neðsta sæti, Bolton og Ful- ham. Guðni Bergsson verður að vanda í byrjunarliði Bolton sem gengið hefur illa á undanförnum vik- um. Bolton hefur aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum. Ful- ham er í svipaðri stöðu, eitt stig af tólf mögulegum er uppskeran á þeim bænum svo það má reikna með taugaspennu í slag þessara liða í dag. Góðu tíðindin fyrir Bolton eru að Frakkinn Youri Djorkaeff hefur jafnað sig af meiðslum og verður klár í slaginn. Á Upton Park munu augu flestra beinast að Lee Bowyer en hann leik- ur í dag sinn fyrsta leik fyrir botnlið West Ham sem fær Newcastle í heimsókn. West Ham hefur enn ekki unnið deildarleik á heimavelli. Hjá Newcastle er skarð fyrir skildi því fyrirliðinn Alan Shearer tekur út leikbann. Þetta verður spennandi leikur –það er ekkert öruggt í þessu,“ sagði dyggur stuðningsmaður Hauka við Morgunblaðið skömmu áður en leik- ur Hauka og Víkings í 1. deild kvenna hófst á Ásvöllum í gærkvöldi. Og þetta voru orð að sönnu því mikl- ar sveiflur urðu í leiknum, sem Hauk- ar unnu þegar upp var staðið með einu marki, 28:27. Liðin keyrðu upp hraðann í byrjun leiks en með miður góðum árangri því mikið var um mistök í sóknarleik beggja liða á fyrstu mínútunum. Haukar náðu þó undirtökunum og eftir 11 mínútur, þegar staðan var 6:3 Haukum í vil, óskaði Andrés Gunn- laugsson, þjálfari Víkings, eftir leik- hléi og stappaði stálinu í sínar stúlk- ur. Hvatning hans virkaði vel á þær röndóttu og breyttu þær stöðunni í 8:8. Þá var komið að Gústafi Adolfi Björnssyni, þjálfara Hauka, að taka leikhlé og eftir það voru Haukar nær einráðir á vellinum fram að leikhléi og höfðu þá fimm marka forskot, 15:10. Leikhléið nýttu Víkingsstúlkur vel, mistökum í sóknarleik þeirra fækkaði verulega framan af síðari hálfleik og frábær leikur Guðmundu Kristjáns- dóttur, sem skoraði alls 14 mörk í leiknum, færði þeim jafna stöðu, 19:19, og var jafnt með liðunum allt til enda leiksins. En það var ekki að- eins stórleikur Guðmundu sem skipti sköpum, það gerði einnig sú und- arlega ákvörðun Gústafs Haukaþjálf- ara að taka Tinnu Halldórsdóttur, sem hafði spilað glimrandi vel í fyrri hálfleiknum, út af í byrjun þess síð- ari. Við það riðlaðist sóknarleikur Hauka verulega og hann batnaði í raun ekki fyrr en Tinna kom til sög- unnar að nýju í stöðunni 20:20. „Þetta var bara ótrúlega góður dagur hjá mér og ljóst að ég hef fengið góðan morgunverð,“ sagði Guðmunda Kristjánsdóttir, leikmaður Víkings, í leikslok. „Það var ofboðs- lega súrt að tapa þessum leik en við byrjuðum ekki nógu vel í fyrri hálf- leik og það að missa þær fram úr okkur með fimm mörkum má ekki gerast. Varnarvinnan hjá okkur var ekki nógu góð og við hleyptum þeim í alltof mörg hraðaupphlaup,“ sagði Guðmunda og sagðist aðspurð vera ánægð með það langa hlé sem var á deildarkeppninni. „Þetta hefur komið sér mjög vel fyrir okkur Víkinga, við höfum nýtt fríið vel og náum betur saman núna en áður.“ Guðmunda var sem fyrr segir mað- ur þessa leiks en auk hennar lék Gerður Beta Jóhannsdóttir vel í liði Víkings. Haukar eru ekki svipur hjá sjón miðað við hvað liðið sýndi á síð- Harpa Melsted úr Haukum gerir allt rimmu liðanna í gær á Ásvöllum Sveifla í H Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Meistarabarátta á Englandi Toppliðin sækja ný- liða heim TVÖ efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal og Manchester, þurfa bæði að glíma við nýliðana á útivöllum nú um helgina. Arsenal sækir Birmingham heim á St. Andrews á morgun en United leikur í dag á móti Lárusi Orra Sigurðssyni og félögum hans í WBA. Meistarar Arsenal tróna á toppi deildarinnar – hafa 5 stiga forskot á Manchester United og spá sparkspekinga segir að slagurinn um titilinn í vor komi til með að standa á milli þessara liða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.