Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 4
Anton Gylfi og Hlynur til Sviss ANTON Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, milliríkja- dómarar í handknattleik, verða í sviðsljósinu í Zug í Sviss á sunnudaginn. Þeir félagar, sem hafa staðið sig vel í vetur í Evrópuleikjum, dæma leik Svisslendinga og Makedóníumanna, sem fer þar fram í forkeppni Evr- ópukeppni landsliða – fyrir EM í Slóveníu 2004. Íslenska landsliðið tryggði sér rétt til að leika í Slóveníu þegar það hafnaði í fjórða sæti á EM í Svíþjóð fyrir ári.  LINDSAY Davenport frá Banda- ríkjunum lagði Iroda Tulyaganova að velli í einliðaleik kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær. Hin 26 ára gamla Davenport er í 9. sæti á styrkleikalista mótsins en hefur ekki verið mikið í sviðsljós- inu eftir aðgerð á hné á sl. ári. Tulyaganova sigraði í fyrsta settinu 6:7 en Davenport vann tvö næstu sett, 6:4 og 7-5. Þess má geta að Davenport sigraði á opna ástralska meistaramótinu árið 2000.  CAROLE Montillet frá Frakk- landi sigraði í risasvigi á heimsbik- armóti sem fram fór í Cortinu á Ítal- íu í gær. Renate Gotschl frá Austurríki varð önnur og Þjóðverj- inn Hilde Gerg varð þriðja. Mont- illet er efst í samanlögðum árangri í greininni á heimsbikarmótunum til þessa en Janica Kostelic frá Króat- íu er efst í samanlögðum árangri í heimsbikarkeppninni. Kostelic end- aði í sjöunda sæti í keppninni í gær.  ARGENTÍNSKI landsliðsfram- herjinn Hernan Crespo verður frá keppni í a.m.k. tvo mánuði en hann meiddist í leik með félagsliði sínu Inter frá Mílanó í ítölsku deildar- keppninni um sl. helgi. Crespo togn- aði illa í leik gegn Modena og segja talsmenn liðsins að fari allt á versta veg geti hann þurft að bíða í allt að fimm mánuði eftir fullkomnum bata.  ÍTALINN Gianfranco Zola er besti leikmaður Chelsea fyrr og síð- ar að mati stuðningsmanna félags- ins. Zola fékk flest atkvæði í kjöri sem stuðningsmenn félagsins stóðu fyrir. 15.000 stuðningsmenn Chelsea tóku þátt í kjörinu á Netinu og hlaut Zola 9.805 atkvæði eða um 60% atkvæðanna.  PETER Osgood varð annar með 1.446 atkvæði, Dennis Wise þriðji, Jimmy Greaves fjórði og Kerry Dixon fimmti. Næstu fimm leik- menn þar á eftir voru Ruud Gullit, Peter Bonetti, Charlie Cook, Gian- luca Vialli og Jimmy Floyd Hassel- baink.  MARSEILLE hafnaði í gær 8 milljón punda tilboði Manchester United í belgíska landsliðsmanninn Daniel van Buyten. Umræddur leik- maður er 24 ára gamall varnarmað- ur og fylgdist Alex Ferguson, stjóri United, með honum í leik á móti Rennes í fyrrakvöld.  BLÖÐ á Spáni segja að Barce- lona sé tilbúið að borga Chelsea 5,9 millj. punda fyrir hollenska lands- liðsmanninn Jimmy Floyd Hassel- baink. Chelsea vill aftur á móti fá 7,9 millj. punda fyrir hann. FÓLK Margir tala um að liðið sem varðheimsmeistari árið 1990 sé það sterkasta sem Svíar hafa teflt fram, en ég er ekki þeirrar skoðunar. Þá vou í liðinu átta til níu frábærir leikmenn í liðinu en í dag eru þeir sextán og sjö snjallir leikmenn eru fyrir utan hópinn. Ég átti til að mynda mjög erfitt að velja sextán manna hópinn sem fer til Portúgals,“ segir Johansson. Stefna á sjöunda gullið Svíar hafa sett stefnuna á að vinna sín sjöundu gullverðlaun á stórmóti í handknattleik undir stjórn Johans- son. Þeir urðu heimsmeistarar 1990 og 1999 og Evrópumeistarar 1994, 1998, 2000 og 2002. Ólympíugullið er það eina sem Svíar hafa ekki náð í en þrívegis hafa þeir krækt í silfrið, 1992, 1996 og 2000. HM-hópur Svía, sem sem mætir Íslendingum í Landskrona í kvöld, er þannig skipaður: Markverðir: Peter Gentzel, Nordhorn Thomas Svensson, Hamburger Hornamenn: Martin Frändesjö, Redbergslid Matthias Franzén, Barcelona Johan Pettersson, Kiel Jonas Ernlind, Hamburger Línumenn: Magnus Wislander, Redbergslid Robert Arnhenius, Santander Skyttur: Stefan Lövgren, Kiel Martin Boquist, Redbergslid Ola Lindgren, Nordhorn Staffan Olsson, Kiel Andreas Larsson, Nordhorn Kim Andersson, Sävehof Leikstjórnendur: Ljubomir Vrjanes, Nordhorn Magnus Andersson, Drott Bengt Johansson, þjálfari Svía, ánægður með sína menn Reuters Ola Lindgren hefur leikið lykilhlutverk í sigursælu liði Svía. BENGT Johansson, þjálfari sænska landsliðsins í handknattleik, segir í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet að Svíar mæti til leiks á HM í Portúgal með sterkasta liðið frá því hann tók við þjálfun þess árið 1989. Hann segist ekki hafa neinar áhyggjur þrátt fyrir að örlít- ið hikst í undanförnum leikjum og hann vonast til að sínir menn nái að stilla saman strengi sína í lokaleiknum fyrir HM sem er á móti Ís- lendingum í Landskrona í kvöld. Sterkasta liðið undir minni stjórn Ég á ekki von á öðru en að velverði tekið á í þessum leik því báðar þjóðir vilja örugglega fara með gott veganesti til Portúgals. Svíar tefla fram sínu sterkasta liði í fyrsta sinn í undirbúningn- um fyrir HM og þeir taka leikinn mjög alvarlega. Stefan Lövgren er mættur til leiks og mér heyrist að Svíar bindi miklar vonir við að hann getið komið með þann neista sem hefur vantað í sænska liðið í und- anförnum leikjum. Bengt Johans- son, þjálfari Svíanna, leggur mikið upp úr því að sínir menn nái einum góðum leik fyrir HM og þar með held ég að leikurinn geti orðið tals- vert erfiður fyrir íslenska liðið. Okk- ur hefur svo sem alltaf gengið illa með Svíana, hverju sem um er að kenna, og líkt og áður held ég að við þurfum toppleik til að leggja þá að velli því Svíar vilja sanna sig,“ sagði Guðfinnur við Morgunblaðið. Guðfinnur segir að sænsku leik- mennirnir virki vel upplagðir þessa dagana en eina spurningarmerkið sé fyrirliðinn Stefan Lövgren. „Lövgren hefur átt við talsverð meiðsli að stríða á tímabilinu og menn vita ekki alveg í hvernig formi hann er. Johansson mun eflaust láta hann spila mikið í leiknum við Ís- lendinga bæði til að fá hann í gang og athuga. Magnus Andersson, sem oft hefur verið meira eða minna meidd- ur, er heill heilsu og það er mikill styrkur fyrir Svíana og þá hefur hinn leikstjórnandi þeirra, Ljubomir Vrjanes, hrist af sér meiðslin og er kominn á gott skrið.“ Hverja telur þú möguleika Svía á HM? „Ég held að Svíar hafi alla burði til þess að berjast um heimsmeistara- titilinn og það kæmi mér ekkert á óvart þó svo þeir færu alla leið. Reynslan og seiglan er gríðarleg í þeirra liði og þegar mæta til leiks í stórmótin ná þeir yfirleitt alltaf að ná fram því besta út úr sínum leik. Svíarnir hafa ekkert gefið út nein markmið út á við að öðru leyti en þau að þeir ætla að tryggja sig inn á Ólympíuleikana.“ Hef trú á íslenska liðinu Þú hefur lítið séð til íslenska liðsins að undanförnu en hvaða tilfinningu hefur þú um gengi þess á HM? „Ég mundi segja að við ætt- um alveg möguleika á að verða í hópi sjö efstu og ég held að það sé raunhæft markmið að stefna á. Riðillinn sem íslenska liðið er í er þægilegur þannig að Guðmundur landsliðsþjálf- ari ætti að hafa gott tækifæri til að dreifa álaginu á leik- menn. Ég fylgdist með EM í Svíþjóð í fyrra. Þar keyrðum við mikið á sömu leikmönnun- um. Það getur verið hættulegt og ég sá að margir leikmann- anna voru gjörsamlega sprungnir í leiknum við Dani í leiknum um bronsið. HM er léttari keppni en EM að því leyti að léttir leikir koma inni á milli og þá leiki verður að nota til að spila á fleiri mönnum. Ég hef fulla trú á okkar liði og vonandi tekst þeim að ná Ólympíusætinu sem yrði mjög góður árangur.“ Guðfinnur Kristmannsson spáir þungum róðri hjá Íslendingum í kvöld gegn Svíum Svíar vilja sanna sig GUÐFINNUR Kristmannsson, þjálfari og leikmaður sænska hand- knattleiksliðsins Wasaiterna í Gautaborg, reiknar með þungum róðri hjá íslenska landsliðinu sem mætir Svíum í Landskrona í kvöld en leikurinn er lokahnykkurinn í undirbúningi liðanna fyrir HM sem hefst í Portúgal á mánudag. Guðfinnur er vel kunnugur báðum lið- um. Hann hefur leikið í sænsku úrvalsdeildinni í vetur þar sem nokkrir landsliðsmenn Svía leika og lék um tíma með íslenska landsliðinu og var í hópnum á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Golli Heiðmar Felixson og Guðfinnur Kristmannsson á HM 2001. Guðmundur Hilmarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.