Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 1
2003  FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HAUKAR SIGRUÐU NJARÐVÍKINGA Í FJÓRÐA SINN / C2 STAÐARBLAÐIÐ Budstikka í Nor- egi segir í ítarlegri umfjöllun sinni um Marel Baldvinsson að hann hafi aldrei náð sér á strik á þeim 50 klukkustundum sem hann var inni á vellinum með norska úrvalsdeildar- liðinu Stabæk. Marel skoraði 10 mörk og segir norska blaðið að félag- ið hafi borgað um 70 milljónir ísl. kr. í heildarkostnað vegna Marels og eru laun hans hjá félaginu tekin með í reikninginn. Gaute Larsen, þjálfari Stabæk, segir að vissulega sé slæmt að sjá á eftir leikmanni – segir jafn- framt að Marel hafi í raun aldrei sýnt hvað í honum bjó frá því að hann var keyptur árið 1999 frá Breiðablik fyr- ir um 35 millj. ísl. kr. Í vikunni var Marel seldur til belgíska liðsins Lokeren fyrir um 25 millj. ísl. kr. „Marel nýtti færin sín ekki nógu vel. Ég veit hins vegar að það býr meira í honum en hann sýndi hjá okkur. Hann var meiddur nánast allt fyrsta keppnistímabilið og átti í kjöl- farið í ýmsum meiðslum og það hafði veruleg áhrif á hann. Ég stend hins vegar við það sem ég hef sagt áður að Marel getur orðið ótrúlega góður. Í UEFA-leik gegn Anderlecht hér í Ósló sýndi hversu hann er megnugur í leik gegn sterku evrópsku liði,“ seg- ir Larsen og hann tekur það fram að hann hafi ekki dottið aftur fyrir sig er hann frétti af sölunni á Marel. „Það þurfti að skera niður kostnað hjá félaginu og fá inn tekjur. Það er veröld sem við þurfum að sætta okk- ur við og ég vissi að Marel gæti farið frá okkur á næstunni.“ Marel náði sér ekki á strik EINAR Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Handknattleiks- sambands Íslands, hefur mikið að gera þessa dagana við undirbúning landsliðsins fyrir HM í Portúgal. Einar er jafnframt aðstoðarmaður Guðmundar Þ. Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Einar fór degi seinna til Svíþjóð- ar en landsliðshópurinn, þar sem hann varð að ganga frá ýmsum mál- um í sambandi við HM. „Ég er ekki sáttur við hvernig byrjunin er hjá okkur við komuna til Viseu í Portú- gal. Við höfum verið settir á hótel sem við þurfum síðan að yfirgefa eftir eina nótt og fara á annað. Þetta er óþolandi, þar sem við erum með það mikinn farangur með okk- ur og þurfum að koma okkur sem best fyrir strax fyrir átökin, heldur en að þurfa að vera að koma okkur fyrir á keppnisstað í tvo daga. Það skapar óstöðugleika og er ekki boð- legt fyrir þátttöku í heimsmeist- arakeppni,“ sagði Einar. Íslenska landsliðið æfir tvisvar í Svíþjóð í dag – heldur síðan til Portúgals á morgun. Fyrsti leikur liðsins á HM verður gegn Ástralíu á mánudag. Landsliðið þarf að skipta um hótel Scanpix Stefan Lövgren, lykilmaður sænska landsliðsins í handknattleik, skorar gegn Íslandi í vináttuleik þjóðanna í Landskrona í gærkvöldi án þess að Rúnar Sigtryggsson og Sigfús Sigurðsson fái nokkuð að gert. Svíar unnu nauman sigur, 27:26. Sjá nánar á C3. Jóhannes Karl hefur fengið fátækifæri hjá spænska 1. deild- arliðinu Real Betis frá því að hann var keyptur frá hollenska liðinu RKC Waalwijk í október árið 2001 fyrir um 350 milljónir ísl. kr. „Það sem hangir á spýtunni er leigusamningur á milli liðanna og ef allt gengi upp myndi Aston Villa kaupa mig í lok leiktíðarinnar. Ég er spenntur fyrir þessu en þori ekki að ganga að neinu vísu fyrr en allt er klappað og klárt. Ég og unnusta mín, Jófríður Guðlaugsdóttir, eigum von á frumburði okkar eftir um átta vik- ur. Við erum því að falla á tíma ef við ætlum að fara að rífa okkur upp frá Spáni og flytja áður en barnið kemur í heiminn. Við verðum hér í Birm- ingham fram á sunnudag og sjáum Aston Villa taka á móti Tottenham í deildakeppninni á laugardag. Á sunnudag munu forráðamenn lið- anna funda og taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Það mun því eitthvað gerast á sunnudaginn. Öll umgjörð Aston Villa er til fyr- irmyndar. Ég yrði mjög glaður ef ég fengi tækifæri hjá þessu liði,“ sagði Jóhannes. Aston Villa og Real Betis taka ákvörðun á sunnudag um framtíð landsliðsmannsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar „Er spenntur en bíð enn rólegur“ „ÉG er búinn að hitta Graham Taylor knattspyrnustjóra liðsins og við ræddum saman stuttlega og það er hans mat að Aston Villa þurfi leikmann með svipaða hæfileika og ég bý yfir. Það er hins- vegar næsta skref í málinu að Real Betis og Aston Villa þurfa að komast að samkomulagi um sín mál. Þangað til verð ég bara að bíða rólegur,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson við Morgunblaðið í gær. Hann er staddur í Birmingham á Englandi en úrvalsdeildarliðið Aston Villa hefur áhuga á að fá hann í sínar raðir. FRAMHERJINN okkar Georgi Bujuliev fór í jólafrí og átti að koma 29. desember en hann hefur ekki enn látið sjá sig. Því höfum við feng- ið framherja í hans stað,“ sagði Bárður Eyþórs- son, þjálfari úrvalsdeildarliðs Snæfells í körfu- knattleik, í gær en Selwin Conrad Reid mun leika sinn fyrsta leik með Snæfelli í kvöld er lið- ið fær Skallagrím í heimsókn í úrvalsdeildinni. Selwin er 26 ára gamall og leikur í stöðu fram- herja. „Hann kemur frá eyju í Karíbahafinu, sem ég veit ekki hvað heitir. Hann lofar góðu og á eftir að auka breiddina í okkar liði. Banda- ríkjamaðurinn Clifton Bush er að ná sér eftir handarbrot og hefur sýnt fádæma hörku í þeim meiðslum. Það eru ekki margir sem leika á sunnudegi eftir að hafa losnað við gifsumbúðir tveimur dögum fyrr,“ sagði Bárður. Conrad Reid í raðir Snæfells

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.