Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.2003, Blaðsíða 4
 SÆNSKI handknattleikskappinn Magnús Wislander, fyrrverandi leik- maður Kiel og núverandi leikmaður Gautaborgarliðsins Redbergslid, verður með íslenska hópnum sem tekur þátt í Partille Cup – unglinga- mótinu í handknattleik í Gautaborg í sumar. Ferðaskrifstofan Úrval-Út- sýn hefur samið við Wislander um að hann verði með íslenska hópnum.  ÞRÁTT fyrir að verma tréverkið í varamannaskýli enska úrvalsdeild- arliðsins Liverpool þessa dagana segir pólski landsliðsmarkvörðurinn Jerzy Dudek að hann sé enn í að- alhutverki hjá liðinu. Dudek hefur ekki leikið sl. ellefu leiki með liðinu en Chris Kirkland tók stöðu hans í byrjunarliðinu eftir að Dudek hafði gert sig sekan um mistök í nokkrum leikjum í röð. „Ég tel ekki að tíma- bilinu sé lokið hjá mér. Ef ég væri hjá öðru félagi og í öðru landi þá væri ég kannski að líta í kringum mig en ekki ef maður er hjá Liverpool,“ seg- ir Dudek.  SERGEI Rebrov og Jean Tigana, knattspyrnustjóri Fulham, ræddu saman í gærkvöldi um hugsanleg kaup Fulham á Rebrov. Tottenham mun hafa slegið verulega af verðinu á Úkraíunumanninum og sættir fé- lagið sig nú við eina millj. punda, um 130 millj. króna fyrir leikmanninn sem það keypti á ellefu földu þessu verði fyrir fáum árum.  RÚSSNESKI leikmaðurinn Andr- ej Kanchelskis, 34 ára, gekk til liðs við Sheff. Wed. í gær, en liðið fékk hann að láni frá Southampton.  INTER Milanó vill fá Argentínu- manninn Gabriel Batistuta frá Róma til að taka við hlutverki landa síns Hernan Crespo, sem verður frá keppni næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla.  LEEDS hefur átt í viðræðum við Brasilíumanninn Kleberson síðustu daga en í gær sigldu þær í strand og hann kemur ekki til enska liðsins. FÓLK Þurfa að fá sér vinnu FULHAM, eina knatt- spyrnufélagið í Evrópu sem hefur haft atvinnulið í kvennaflokki, hefur neyðst til að draga saman seglin. Samningum við leikmenn hefur verið sagt upp og þeim boðið að halda áfram sem hálf-atvinnumenn, þannig að stúlkurnar þurfa að finna sér vinnu til hliðar við knatt- spyrnuna. Forráðamönnum Fulham hefur ekki tekist að afla nægilegra tekna til að halda úti atvinnuliði lengur. Þjálfarinn, Gaute Haugenes, er hættur af þessum sökum og er á leið heim til Noregs ásamt tveimur norskum leikmönnum liðsins. Fulham tók upp atvinnu- mennsku hjá kvennaliði sínu fyrir tveimur árum. Í kjöl- farið vann liðið ensku 1. deildina með miklum yfir- burðum síðasta vetur og varð jafnframt bikarmeist- ari með því að sigra Doncaster Belles, 2:0, í úr- slitaleik. Liðið er nú með fimm stiga forystu í úrvals- deildinni og er ósigrað í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Ensk lið hafa treyst því að leik-menn frá Norðurlöndunum væru góð kaup. Þeir eru ódýrir, vinnusamir og fljótir að tileinka sér lífsmynstrið í þeim löndum þar sem þeir leika. Knattspyrnustjórar enskra liða hafa einnig sagt að einn aðalkostur leikmanna frá Norður- löndum sé sá að þeir maldi aldrei í móinn á æfingum eða í leikjum og láti lítið að sér kveða utan vallar. Nú er öldin hinsvegar önnur og hafa sparksérfræðingar á Norðurlöndum leitt að því líkum að knattspyrnu- menn frá þessum heimshluta séu farnir að aðlagast aðstæðum of vel. Aðfaranótt þriðjudags var norski landsliðsmaðurinn Eirik Bakke handtekinn þar sem hann reyndist vera drukkinn undir stýri. Bakke mætir fyrir rétt í dag vegna málsins sem hressir hinsveg- ar lítið uppá ímynd Leeds, sem hef- ur verið mikið í sviðsljósinu að und- anförnu. Schwarz í réttarsalinn Sænski leikmaðurinn Stefan Schwarz þarf einnig að svara fyrir syndir sínar í réttarsal á næstunni. Hann er sakaður um að hafa ökkla- brotið 15 ára gamlan ungling í Sunderland, en hópur unglinga grýtti snjóboltum í bíl Svíans sem brást hinn versti við og tuskaði ein- hverja úr hópnum til með þessum afleiðingum. Hinn 33 ára gamli Schwarz hefur lítið leikið með Sund- erland í vetur en er einn af aðstoð- arþjálfurum liðsins. Eiður Smári Guðjohnsen er einn- ig nefndur á nafn í útekt norska dagblaðsins Aftenposten á afrekum knattspyrnumanna frá Norðurlönd- um utan vallar. Eiður Smári við- urkenndi sl. sunnudag að hafa átt við spilafíkn að etja og tapað a.m.k. 50 milljónum ísl. kr. á tæplega hálfu ári. Ráðist á ljósmyndara Sænski landsliðsmaðurinn Johan Mjällby komst í kast við skosku lög- regluna á dögunum er jólaveisla Glasgow Celtic fór úr böndunum og nokkrir leikmenn liðsins þurftu að gista fangageymslur Glasgowborg- ar. Mjällby og nokkrir félagar hans úr Celtic réðust á ljósmyndara sem myndaði þá í gríð og erg í jólaveisl- unni. Þeir mæta fyrir rétt í Skot- landi í mars. Knattspyrnumenn frá Norðurlöndum í sviðsljósinu í Englandi Farnir að aðlagast aðstæðum of vel ATVINNUKNATTSPYRNUMENN frá Norðurlöndum hafa haft orð á sér fyrir að vera „ljúfir“ og „góðir“ drengir sem hægt sé að stóla á en á undanförnum vikum hefur þessi ímynd fengið á sig brotsjó, þar sem hvert atvikið hefur rekið annað þar sem leikmenn frá Norð- urlöndunum hafa verið í aðalhlutverki. Sigurður hjá Stoke SIGURÐUR Donys Sigurðs- son, 16 ára knattspyrnumað- ur úr Einherja frá Vopna- firði, dvelur um þessar mundir hjá Stoke City í Eng- landi og verður þar í einn mánuð, eða fram í miðjan febrúar. Hann æfir og spilar með unglingaliði félagsins. Sigurður var hjá úrvalsdeild- arfélagi Middlesbrough fyrr í vetur og þótti standa sig vel þar og vakti athygli fleiri enskra félaga. Koukalova hafði fyrir leikinnaldrei unnið leik á stórmóti. Seles vann fyrsta settið í leiknum, 6:7. Koukalova, sem er í 113. sæti á styrkleikalista mótsins, rétt marði annað settið eftir að Seles, sem er í sjötta sæti listans, meiddist, 7:5 og það þriðja endaði 6:3. Eftir sigurinn fer hin tvítuga tékkneska stúlka inn á lista 100 efstu í fyrsta sinn á sínum ferli. „Ég fann mikið til“ Hin 29 ára gamla Seles fékk með- höndlun hjá sjúkraþjálfara eftir að hún meiddist og gekk því ekki heil til skógar það sem eftir lifði leiksins. „Ég fann mikið til í ökklanum og vissi að ég myndi eiga í vandræðum það sem eftir væri leiksins,“ sagði Seles en hún og fleiri keppendur á mótinu hafa kvartað yfir stömu yfir- borði keppnisvallarins í Melbourne. „Það er eins og yfirborðið sé klístrað og það kom mér á óvart þar sem hitastigið var ekki það hátt að þessu sinni.“ Koukalova er fædd og uppalin í Prag og segir hún að árangur Mart- inu Navratilovu hafi vakið áhuga hennar á íþróttinni. „Ég er glöð að hafa lagt Seles að velli því hún er ein af tíu bestu tenniskonum allra tíma. Samt sem áður er ég vart farin að trúa því að þetta hafi í raun og veru gerst,“ sagði Koukalova. Leikur best á leirvöllum Úrslit í flestum öðrum leikjum gærdagsins komu ekki á óvart þar sem m.a. Serena Williams komst í 3. umferð. Hins vegar er Brasilíumað- urinn Gustavo Kuerten úr leik en hann tapaði fyrir Tékkanum Radek Stepanek í 2. umferð en Kuerten kann illa við sig á öðrum keppnisvöll- um en þeim sem eru gerðir úr leir enda hefur hann þrívegis sigrað á opna franska meistaramótinu sem fram fer á leirvöllum. Reuters Monica Seles meiddist á ökkla og varð að játa sig sigraða. STÓRU stjörnurnar í tennisheimi kvenna eiga margar erfitt upp- dráttar á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem fram fer í Melbourne. Monica Seles frá Bandaríkjunum féll úr leik í gær en hún hefur ávallt komist í fjórðungsúrslit keppninnar í þau átta skipti sem hún hefur tekið þátt í henni. Seles hefur unnið mótið í fjögur skipti á sínum ferli en hún átti ekki möguleika gegn Klöru Koukalovu frá Tékklandi eftir að Seles hafði snúið sig á ökkla í öðru setti leiksins. Monica Seles úr leik í Melbourne ALEX Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, hefur afskrifað Liv- erpool í meistarabaráttunni í Englandi. Hann segir að það séu aðeins fjögur lið sem eiga möguleika á meistaratitli – Arsenal, Manchester United og Chelsea, ásamt New- castle, sem á til góða heima- leik við Chelsea. Afskrifar Liverpool

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.