Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.02.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 D 3 NFJARSKIPTI  OZ greindi frá því á 3GSM World-farsímasýningunni sem stendur yfir í Cannes að finnski far- símaframleiðandinn Nokia hefði gert samning við OZ sem felur í sér að Nokia mun kaupa leyfi á Instant Messaging (skyndiskilaboðaþjón- ustu) og hópþjónustutækni OZ. Þjónustan styður GPRS, MMS og SMS og byggir á opnum staðli sem nefnist Wireless Village. Skyndi- skilaboða- og hópþjónusta OZ verð- ur hluti af Wireless Village heild- arlausn sem Nokia er að selja farsímafyrirtækjum um allan heim. Wireless Village er opinn staðall fyrir skyndiskilaboðatækni fyrir farsíma sem er runninn undan rifj- um Nokia, Motorola og Ericsson. Hilmar segir að fyrirtækið hafi ákveðið fyrir tveimur árum að hefja þróun á eigin skyndiskilaboðalausnum fyrir farsíma, sem voru sambærilegar þeim sem fyrirtækið hefði þróað fyrir Ericsson. „Wireless Village- staðallinn hefur að nokkru leyti verið byggður á þeirri vinnu sem við unnum fyrir Ericsson á sínum tíma. Við sáum að með tilkomu staðals- ins ættu skyndiskilaboðaþjónustur fyrir far- síma eftir að ná töluverðri útbreiðslu innan nokkurra ára. Við ákváðum því að hætta að þróa hugbúnað fyrir aðra og hófum þróun á eigin vörum. Samkomulag okkar við Nokia er viðurkenning á þeirri þróun sem við höfum unnið undanfarin tvö ár og sýnir að við stönd- um einna fremst á þessu sviði í heiminum í dag.“ Viðurkenning innan Wireless Village Hilmar segir að OZ hafi undanfarið ár sýnt fram á virkni tækni sinnar á opinberum staðla- fundum í Wireless Village-staðlaráðinu, þar sem framleiðendur skyndiskilaboðakerfa og farsíma komi saman og tengja vörur sínar saman. Hann segir að búnaður þess hafi virkað hvað best af búnaði allra að- ildarfélaga. „Hugmyndin að baki tækninni er sú að hugbúnaður ólíkra fyrirtækja geti átt samskipti hver við annan í stað þess að far- símafyrirtæki þurfti áður að kaupa heildarlausn frá einu og sama fyr- irtækinu. Á þessum fundum hefur okkur tekist að fá vottun á okkar netmiðlaratækni og hugbúnað fyrir mismunandi farsíma og tölvur.“ Hann segir mikil tækifæri fyrir hendi í þróun á skyndiskilaboða- þjónustum fyrir farsíma, ekki síst fyrir núverandi skyndiskilaboða- þjónustur, svo sem MSN Messeng- er, AOL og ICQ. „Það eru mikil tækifæri fyrir aðra að notfæra sér Wireless Village- staðalinn til þess að teygja sína þjónustu frá tölvum yfir í farsíma með því að nota hugbúnað frá fyrirtækjum innan staðlaráðins. Okkar markmið er að vinna að framgangi þeirrar tækni sem fyrirtækið hefur þróað og Wireless Village-staðalsins, og aðstoða önnur fyrirtæki sem veita skyndiskilaboðaþjónustu því það mun verða hagkvæmast fyrir alla að nota stað- al sem hefur fest sig í sessi. Það er til dæmis athyglivert að Nokia hafi lagt svona mikla áherslu á þennan staðal eins og samningurinn við þá staðfestir, en þeir eru langstærsti farsímaframleiðandinn í dag, með um 40% markaðshlutdeild. Þegar Nokia ákveður að styðja ákveðinn staðal og setja slík- an hugbúnað í síma má búast við að viðkom- andi staðall og tæknin í kringum hann verði að veruleika. Við gerum ráð fyrir að skyndiskilaboðaþjón- ustur byggðar á Wireless Village-staðlinum muni taka við af SMS-þjónustum, og á end- anum verða að samhæfðu viðmóti fyrir alls kyns samskipti á farsímum, textaskilaboð jafnt sem venjuleg símtöl.“ Miklar breyt- ingar hjá OZ Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi tæknifyrirtæk- isins OZ frá því höfuðstöðvar þess voru fluttar frá Íslandi til Montreal fyrir tveimur árum. Hilmar Gunnarsson, mark- aðstjóri OZ, segir þá ákvörðun heillaskref. SIGURÐUR Jónasson hjá Zoom, sem hefur einbeitt sér í framleiðslu á hreyfimyndum fyrir MMS-símaþjónustu, segir greinilegt að skort- ur sé á slíku efni fyrir farsíma. Hann segir að þau viðbrögð sem fyrirtækið hafi fengið á sýningunni bendi til þess. „Við höfum fengið ákaflega góðar viðtökur og greinilegt að fyrirtæki sunnar í Evrópu eru að huga að slíkum lausnum, en við höfum einkum einbeitt okkur að Norður-Evrópu hing- að til,“ segir Sigurður. „Þá virðist áhugi vera hjá fyrirtækjum frá Kína, Miðausturlöndum og við Miðjarð- arhafið,“ segir hann um vöru Zoom. „Það kæmi mér ekki á óvart að mikið yrði um að vera í tengslum við fjarskiptaiðnaðinn í Mið- austurlöndum.“ Zoom, sem er meðal annars í eigu Sonera í Finnlandi, hefur gert samninga við Telenor í Noregi og Sonofon í Danmörku um dreifingu á vörum þess. Sigurður sagðist telja að næsta hálfa árið yrði spennandi í ljósi þeirra möguleika sem væru til staðar. Símarnir eru nú til staðar en það vantar hins vegar enn símfélög til þess að taka slíka þjónustu í notkun.“ Skortur á hreyfimynd- um fyrir farsíma MASKÍNA er eitt íslenskra fyrirtækja á 3GSM World, en um er að ræða hugbún- aðarfyrirtæki, sem selur hugbúnað til fjar- skiptafyrirtækja til þess að stýra virðisauk- andi þjónustu. „Við leggjum mesta áherslu á þjónustu- gerð, en það tekur einungis nokkrar mín- útur í okkar umhverfi að búa til nýja þjón- ustu og gera hana að- gengilega fyrir notend- ur,“ segir Baldur Stef- ánsson, fram- kvæmda- stjóri Maskínu, sem var stofnað árið 2000. „Það er margra mán- aða ferli að búa til nýja þjónustu fyrir notendur og slík vandamál eru fjarskiptafyrirtæki að glíma við. Okkar hugbúnaður býr yfir einföldum eyðublöðum í vefumhverfi þar sem notandi, sem vill búa til virðisaukandi þjónustu, getur gert það á nokkrum mínútum. Við erum því búnir að sjá um öll þau tæknivandamál sem fyrirtæki þurfa oft að glíma við, skiptir þá engu máli hvernig gögn er um að ræða. Einnig er hægt að stýra aðgangi að ákveðnum not- endum, sem hafa aðgang að ákveðnum upp- lýsingakerfum. Þessi ferill tekur einungis nokkrar mínútur.“ Baldur segir að Maskína sé í samstarfi við sex erlend fyrirtæki og Tal og Íslandssíma. „Við höfum meðal annars selt beint til far- símafyrirtækja, sem nota búnaðinn sem um- sýslukerfi, en við erum einnig að selja not- endum, sem reka vefgáttir og nota búnaðinn fyrir umsýslukerfi fyrir SMS-þjónustu. Meðal viðskiptavina okkar má mefna MSN, Sonofon í Danmörku og viðskiptavini í Króatíu. Þá erum við í viðskiptum við fyr- irtæki eins og Smarttrust, sem er einn af okkar stærri viðskiptavinum. Þeir kaupa umsýslukerfið okkar og selja það sem hluta af sinni lausn,“ segir Baldur. Hann segir að viðtökur á sýningunni séu góðar, enda mikilvægir hópar sem skoða hana. „Það er kannski ekki mikilvægast af öllu að hafa bás hér heldur að geta sýnt vör- una í samstarfi við okkar samstarfaðila.“ Uppsetning á virðisaukandi þjónustu Morgunblaðið/Gísli Þorsteinsson ÞAÐ eru einkum farsímar með litaskjá og stuðningur við Java sem hefur ýtt undir þróun á farsímaleikjum undanfarna sex mánuði, að mati Andy Hodg- son, markaðsstjóra hjá THQ Wireless í Bretlandi, en THQ Wireless er eitt þekktasta fyr- irtækið í framleiðslu á tölvu- leikjum og þróar meðal annars leiki fyrir PS2 og GameBoy. Andy segir að farsímar í Bandaríkjunum hafi stutt Java en símar með litaskjá hafi ekki komið fram fyrr en fyrir ári. Jafnhliða því hafi símar með Java og litaskjá farið í dreifingu í Evrópu. „Notendur hafa sýnt þessum möguleika mikinn áhuga og vilja meira. Við höfum því framleitt leiki sem búa yfir titr- ingi og litum.“ Hann segir að mikil gróska sé á leikjamarkaði, ekki einungis fyrir farsíma held- ur einnig fyrir framleiðendur leikja fyrir leikjatölvur. Hann segist sjá fyrir sér jafnvel enn meiri þróun í leikjum fyrir far- síma, því gera megi því skóna að notendur muni framvegis upp- færa símana sína á ársfresti. Þá munum við sjá enn öflugri síma en áður.“ Væntanlegir undir lok ársins Breska fyrirtækið Superspace hefur þróað stýrikerfi sem byggt er á þrívíddartækni, en fyrirtækið er meðal annars í samstarfi við THQ Wireless, Symbian og fleiri um þróun á slíkri tækni. Swerve-þrívíddar- tæknin byggir einnig á stuðningi við Java og C/C++ forritunar- málið fyrir EDGE og þriðju kynslóð farsímakerfa. Þá er tækni Superspace einnig byggð fyrir SMS og MMS. Mike Grant hjá Superspace, sem hóf starfsemi árið 1986, segir að fyr- irtæki í far- símaiðnaði horfi til vin- sælda leikja- tölva og leiti leiða til þess að auka þá af- þreyingu sem er að finna í farsímum og skapa tekjur. „Ég tel að slík hugsun eigi þátt í því hversu hratt farsímaleikir hafa þróast að undanförnu. Önnur skýr- ing kann einnig að vera sú að við séum að kom- ast á það stig að geta gert hágæða leiki. Hér áður fyrr voru fram- leiddir ein- faldir leikir í svarthvítu sem fáir sýndu áhuga. Nú eru símar bún- ir litaskjá og auknu minni og öflugri grafík. Allir þessir hlutir eiga þátt í því að gera leiki fyrir farsíma að áhugaverðri vöru.“ Grant segir að þrívíddarleikir séu enn í þróun og einhver bið verði á að þeir fari í dreifingu. Það eru til einfaldir þrívíddar- leikir og eru ágætir sem slíkir. „Hins vegar hef ég ekki trú á að notendur muni laðast að þeim. Leikir sem eru þróaðir í Swerve eru í sama anda og leikir fyrir Playstation eitt leikjatölvu Sony. Þannig gæðum vilja not- endur kynnast. Það mun hins vegar taka framleiðendur lík- lega 6–9 mánuði að koma nýrri tækni fyrir í farsímum og því er ekki gert ráð fyrir að þrívídd- artæknin verði innleidd fyrr en undir lok ársins eða í upphafi ársins 2004.“ Aðspurður segir Grant að fjarskiptafyrirtæki muni horfa til leikja í auknum mæli til þess að auka tekjur sínar og hugs- anlega muni leikir efla iðnaðinn frá því sem nú er. „Markaðurinn fyrir farsímaleiki er enn lítill ef borið er saman við leikjatölvur, sem eiga sér mun lengri sögu. Hins vegar tel ég að farsíma- leikir eigi mikla möguleika því farsímanotendur eru nær einn milljarður á sama tíma og leikja- notendur eru um hundrað millj- ónir.“ Farsímaleikir í þrívídd Veruleg þróun hefur orðið í leikjum fyrir far- síma og er svo komið að leikir sem framundan eru nálgast tölvuleiki í myndgæðum. Tækni- fyrirtækin THQ Wireless og Superspace eru meðal þeirra sem tekið hafa þátt í þessari þró- un innan í leikjaiðnaðarins. Morgunblaðið/Gísli Þorsteinsson Mikil þróun hefur orðið í leikjum fyrir farsíma undanfarið og eru myndgæði leikjanna farin að nálgast þau gæði sem þekkj- ast í tölvuleikjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.