Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 C 3 Ört vaxandi umferð um landið, bæði innlendra og erlendra ferðamanna, er hluti af þróun sem við höfum kall- að eftir og er af flestum talin æski- leg. Betra samgöngu- kerfi býður upp á fleiri tækifæri. Einangrun rofnar, hagræðing vex, og möguleikar á því að njóta íslenskrar náttúru aukast. Það eru rétt um 30 ár frá því að hring- vegurinn varð að veru- leika með tilkomu brúa um Skeiðarársand og við nýtum okkur bættar samgöngur með ýmsu móti í starfi og leik. Um miðja síðustu öld, þ.e. um tveim áratugum fyrir opnun hringveg- arins, var víða framsýnt hugsjónafólk í skóg- ræktarfélögunum sem plantaði til skóga. Hægt en örugglega hafa trjá- plönturnar teygt sig til himins og skógar orðið til. Þessir skógar verða nú markvisst gerðir aðgengilegir sem útivistar- og áningarstaðir. Á nýrri öld eru íslensku skógarnir orðnir sjálfsagður og eftirsóttur vettvangur í huga geisimargra Ís- lendinga. Í skjólgóðum og fallegum skógi getur fólk leitað afþreyingar og uppbyggingar með ýmsum hætti allan ársins hring. Þessu kalli, nýrra tíma, nýrra viðhorfa, nýs gildismats, er „Opinn skógur“ að svara. Í samstarfsverkefninu „Opinn skógur“ taka skógræktarfélögin og fyrirtækin Olís og Alcan á Íslandi höndum saman. Markmiðið er að opna fjölmörg skógræktarsvæði, þar sem aðgengi og öll aðstaða verður til fyrirmyndar, með það að leiðarljósi að almenningur geti notið þessara svæða sem best. Áhersla er lögð á aðgengilegar og vandaðar upplýs- ingar um lífríki, náttúru og sögu þessara svæða. Stuðningur Olís og Alcan Olís og Alcan á Ís- landi veita verkefninu fjárhagslegan stuðn- ing. Stuðningur þeirra er forsenda þess að skógræktarfélögin ráðist í jafn viðamikil verkefni. Framundan eru spennandi tímar og 4 ný áningarsvæði „Opins skógar“ verða opnuð í sumar. Þau eru kynnt sérstaklega í blaðinu. Svæðin eiga það sammerkt að vera í alfaraleið og þau munu um ókomna framtíð verða fjölmörgum kærkom- inn áningarstaður og unaðsreitur. Í upphafi var minnst á sam- göngur. Samgöngur geta merkt um- ferð, hraða, áreiti, álag. „Opinn skógur“ er afdrep og athvarf fyrir þá sem um landið fara. Valkostur fyrir þá sem vilja staldra við í skjól- sælum lundum. Afdrep í skarkala umferðar þar sem hraðinn er stöð- ugt að aukast. Athvarf fyrir fjöl- skyldur og alla þá sem vilja njóta þess sem skógurinn hefur að bjóða. Staður til þess að hvíla huga og lík- ama, áður en tekist er á við nýja áfanga þar sem athygli og meðvit- und þarf að vera í lagi. Þegar betur er að gáð er „Opinn skógur“ mikilvægur hlekkur í því að gera landið okkar auðugra og eft- irsóknarverðara. Kall tímans Brynjólfur Jónsson fram- kvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Íslands. Ve rke fn ið Op inn skógur e r dý rmætt f y r i r landsmenn. Bryn jó l fu r Jónsson seg i r hér nánar f rá ýmsu sem l ý tu r að þessu mál i . Á jörðinni Snæfoksstöðum í Gríms- nesi er Skógræktarfélag Árnesinga að undirbúa í samvinnu við Skóg- ræktarfélag Íslands að gera Opinn skóg, þ.e. opna aðgengi að skóginum við Kolgrafarhól fyrir almenning. „Þessi skógur er síðan 1954, þar var þá byrjað að gróðursetja þarna á vegum Skógræktarfélags Árnes- inga. Mikill hluti þessa skógar er gróðursettur af börnum og ungling- um á Selfossi,“ sagði Óskar Þór Sig- urðsson, formaður Skógrækt- arfélags Árnesinga. En hvers konar tré skyldu vera þarna í meirihluta? „Á þessu svæði er í meirihluta stafafura og sitkagreni. Plönturnar komu á sínum tíma frá gróðrastöð- inni á Tumastöðum. Fyrst fór al- menningur í gróðursetningarferðir í Snæfoksstaðaland en síðan bættist við samfelld barna- og unglinga- vinna þar frá 1958 og til 1972, og eft- ir á hverju sumri eitthvað, en í minna mæli. Krakkarnir önnuðust um áratuga skeið umhirðu trjánna auk gróðursetningarinnar. En af og til öll þessi ár hefur almenningur komið á ákveðnum dögum þarna upp eftir og gróðursett í sjálfboðavinnu.“ Hvað er þetta stórt svæði? „Jörðin öll, sem er í eigu Skóg- ræktarfélags Árnesinga, er um 750 hektarar og sá hlutinn sem nú verð- ur opnaður fyrir almenning er norð- an Biskupstungnabrautar, og er að- eins lítill hluti jarðarinnar, sem liggur alveg suður að Hvítá. Snæfoksstaðir eru býsna gömul bújörð en í elstu heimildum, mál- daga frá 1356, er hún nefnd Snjó- fuglsstaðir og var þá kirkjustaður. Jörðin var eign Skálholtsstóls öldum saman en 1836 komst hún í eigu ein- staklinga. Sama ættin var búandi á jörðinni út 19. öldina og framan af þeirri 20. Síðast bjuggu þar af þess- ari ætt feðgarnir Ingvi Þorsteinsson 1893 til 1913 og Jóhann Ingvarsson 1913 til 1920. Eftir það var jörðin í eigu ættmenna Jóhanns og barna hans en í leiguábúð þar til Skóg- ræktarfélag Árnesinga keypti hana 1954 og hóf þar skógrækt. Grímsnesið hefur alla tíð frá land- námi verið kjarrivaxið og þessi jörð hentar vel til skógræktar. Um það voru menn ekki vissir til byrja með en reynslan hefur sýnt þetta. Stærstu og mestu skógarnir eru á bökkum Hvítár, allfjarri þjóðveg- inum. Heita má að búið sé að gróð- ursetja í meirihluta 750 hektara Snæfoksstaða, allténd í öll bestu svæðin.“ Er áhugi manna mikill á opnum skógi þarna? „Mikil sumarhúsabyggð er þarna í kring og menn nota þetta svæði tals- vert til gönguferða. Við teljum að með því að opna skóginn og bæta að- gengið þar muni fólk nota þetta svæði enn meira, ekki síst fólk sem er á ferð og getur lagt þarna bílum sínum, gengið um og notið útivistar á svæðinu. Kolgrafarhóll sem fyrr var nefnd- ur er einn besti útsýnisstaður um neðanvert Grímsnes og verður gerð gönguleið að honum. Verið er að teikna upp vegi, bíla- stæði og gönguleiðir um svæðið og stefnt er að því að vinna verkið í sumar. Ef til vill verður hægt að opna þarna Opinn skóg á næsta ári, en þá eru 50 ár liðin frá því að Skóg- ræktarfélag Árnesinga eignaðist Snæfoksstaði.“ Opinn skógur á Snæfoksstöðum Frá Snæfoksstaðaskógi þar sem gróðursetning hófst 1954. fékk landið að gjöf þann 17. júní 1955. Byrjað var að setja niður sitka- greni og stafafuru og síðar var far- ið að setja niður víðiplöntur og ýmsar aðrar trjáplöntur. Þarna er kominn glæsilegur skógur í dag sem samstendur af þúsundum trjáa á 50 hektara svæði og er hæsta tréð um 12 til 14 metrar og það er sitkagreni. Trén hafa almennt staðið vel af sér veður og salt, þau eru í skjóli suður undir hamrabelti sem liggur með Stapanum og í skjóli fyrir norðanáttinni. Nú er verið grisja Sólbrekkuskógur er rétt sunnan við gatnamótin við Reykjanesbraut til Grindavíkur. Þar hefur fólk lengi getað gengið um og notið skógar- umhverfis en nú stendur í tengslum við verkefnið Opinn skóg- ur til að gera aðstæður til útiveru þar þægilegri og gagnlegri fyrir all- an almenning. „Fyrir um það bil 50 árum hófst skógrækt í Sólbrekku,“ sagði Hall- dór Magnússon formaður Skóg- ræktarfélags Suðurnesja. „Það hófst gróðursetning í þessu landi árin 1952 eða 1953 en Skógræktarfélag Suðurnesja skóginn og til stendur að setja upp upplýsingaskilti um svæðið. Einnig að bæta aðstöðu fyrir almenning til útveru þarna. Þegar eru fyrir hendi borð og bekkir og grillaðstaða en auka á við slíkt í náinni framtíð. Fólk allsstaðar að kemur í Sól- brekkuskóg og er hann fjölsóttur á sumrin. Þar eru skemmtilegar gönguleiðir og til stendur að gera gönguhring í gegnum skóginn. Alltaf er eitthvað gróðursett í Sólbrekkuskógi árlega, einkum á vegum Skógræktarfélagsins og þá gjarnan ungt fólk sem hlut á að máli. Sólbrekkuskógur. Þar hófst gróðursetning um 1952. Sólbrekkuskógur fjölsóttur á sumrin Reyniviður er íslenskt tré og mörg örnefni bera þess vott. Reynir á sér djúpar rætur í ís- lenskri þjóðtrú, var helgaður Ása- Þór til forna og kallaður björg Þórs. Í kristnum sið var líka helgi á reyni- viði og mátti ekki höggva hann eða skemma. Þjóðtrúin sagði ljós brenna á greinum reynis á jólanótt og hefur hin gamla þjóðtrú eflaust orðið til þess að mörgum reynitrjám var hlíft. Víða þykir til heilla að rækta reyni við hús sitt eða bæ. Morgunblaðið/Þorkell Reyniviður er fallegt tré. Reyniviður og íslensk þjóðtrú Opinn skógur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.