Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2003 E 3 NÚR VERINU Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 en meira um það síðar í greininni. Fyrst það sem betur er kynnt. Rétt er að árétta að flestir viðmælendur vildu ekki að nafn þeirra kæmi fram þegar rætt var um „viðkvæm“ mál eins og það var kallað. „Það er margt sem má segja um fisk- veiðistjórnunarkerfið en mistökin voru þau í upphafi,“ segir einn skipverja, „að nýta ekki fiskmarkaðina strax.“ – Hvers vegna var það þá ekki gert? „Það var ekki gert, skal ég segja þér, vegna þess að sömu aðilar eiga veiðiheimildirnar, fiskiskipin og vinnslurnar.“ – Hvað er þá til ráða? „Lausnin er, að mínu mati, að setja meira í gegnum markaðina,“ segir hann. Honum, eins og mörgum skipsfélögum hans, líst illa á þá þróun sem á sér stað, að kvótinn færist á æ færri hendur. Félagi hans lýsir því sem snjó- bolta sem hlaðist stöðugt utan á og sá þriðji bætir við að „þetta splundrist allt fyrir rest“, þegar kannski einn aðili hafi nánast alla útgerð í landinu á sinni hendi. „Mesta frumkvæðið í útgerðinni kemur frá einyrkjunum í greininni,“ segir sá fyrsti, þeir hafi t.d. verið með þeim fyrstu til þess að nýta flugfrakt fyrir fiskútflutning. Þeir sem minni séu í greininni búi yfir meiri sveigjanleika í flestu tilliti. Því er skotið inn í umræðuna að kvótaþakið, sem margir útgerðarmenn vilji fá lyft upp fyrir 12%, megi alls ekki hækka því að þá gleypi þeir stóru alla hina, þeir vilji alltaf meira og meira af kökunni. Kvótaþakið svokallaða snýst um það að engin útgerð á Íslandi má eiga meiri kvóta en sem nemur 12% í þorski. Margar spurningar en færri svör Það eru fleiri en blaðamaður sem spyrja spurn- inga um borð í Frera. Af hverju eru útlending- arnir ekki reknir í burtu frá fiskveiðilínunni eins og t.d. á Reykjaneshrygg? spyr einn úr áhöfninni og heldur áfram: „Þeim er heimilt að veiða 105.000 tonn af úthafskarfanum þar, hann kæmi sér vel fyrir okkur.“ Blaðamaður kann ekki svarið við spurningunni frekar en svo mörgum öðrum. En hinn spuruli sjómaður heldur áfram: „Af hverju er Reykjavík ekki með byggðakvóta eins og aðrir, þar eru líka sjó- menn?“ Hann er ekki hættur: „Og af hverju eru alltaf sett lög á sjómenn þegar kemur að samn- ingum?“ Úthaldið mál málanna Það kom skrásetjara á óvart hvaða málefni brann heitast á flestum skipverja. Það var ekki kvótaumræðan, margir þeirra sögðu að sjó- menn fengju engu ráðið um hana, fisk- veiðistjórnun var ekki heldur efst á blaði, þótt menn hefðu vissulega skoðun á henni. Mál mál- anna var úthaldið á frystitogurunum. Algengt er að túr taki rúma þrjátíu daga. Fríreglan hjá strákunum er á þann veg að sjómaður á rétt á einni klukkustund í frí fyrir sex og hálfa stund á sjó. Tuttugu og sex dagar á sjó t.d. gefa því rétt til fjögurra sólarhringa frís en án launa vel að merkja. Og enginn er skyld- ugur til að fara í frí. Þar af leiðandi, segja sjó- mennirnir, verður ósjálfráð pressa að halda áfram, því fáir vilja eða telja sig hafa ráð á að fara í launalaust frí. Þess vegna, segja þeir, ætti hver sjómaður alltaf að vera á hlut. Margir sjó- mannanna vilja „útjöfnun á skiptaprósent- unni“. Þá væru menn t.a.m. alltaf á hlut og var mikið rætt um þrjá-fyrir-tvo-aðferðina, þ.e.a.s. að þrír sjómenn skiptu með sér tveimur hlut- um. Þá væri einn þremenninganna alltaf í fríi og niðurstaðan yrði sú að menn færu tvo túra í beit þar sem hvor þeirra væri að hámarki fjöru- tíu dagar. Í þessu máli eins og öðrum eru menn ekki á eitt sáttir. Einn skipverja sagði blaðamanni að ef hann ætti að vera á þrír-fyrir-tvo á skipi sem hefði ekki of mikinn kvóta yrði hann á sömu launum og fyrir níu-til-fimm vinnu í landi. Við- komandi skip yrði að hafa mikinn kvóta til þess að þessi hugmynd gengi upp. Til glöggvunar fyrir lesendur þá hefði há- setahluturinn á síðasta ári orðið einhvers stað- ar á bilinu 6,2–6,4 milljónir króna á Frera ef há- setinn hefði aldrei tekið sér frí. En það er ekki alltaf á vísan að róa. Vinnuframlag sjómannsins getur verið mjög mikið, svo ekki sé meira sagt. Í þarsíðasta túr, sem tók þrjátíu og þrjá daga, var hásetahluturinn um sex hundruð þúsund krónur. Að baki lágu hvorki fleiri né færri en fjögur hundruð og fjörutíu vinnustundir. Til þess að skýra hvaða áhrif frí getur haft á pyngju sjómanna er gefið dæmi eins skipverja. Árið er 1994. Hann tók sér frí í einn túr sem var slitið eftir tíu daga og skipinu haldið í Smuguna. Hann hélt áfram í fríi. Smugutúrinn tók fimm- tíu og einn sólarhring. Hann fór annan túr strax eftir Smugutúrinn sem tók sex vikur. Samtals fékk hann engin laun greidd í þrjá og hálfan mánuð þó að hann væri með tekjur síð- ustu sex vikurnar. Reglan er sú að menn fá ekki útborgað fyrr en að loknum túrnum. Eftir Smuguna var sett fjörutíu daga þak á úthald frystitogara og þótti sjómönnum ekki vanþörf á. Lífeyrissjóðsmál sjómanna Líf færist í umræðuna þegar minnst er á lífeyr- issjóðsmál sjómanna. Þau eru iðulega rædd í messanum. „Ungu mennirnir sem ætla sér ekki að gera sjómennsku að lífsstarfi eru áhugaminni um þessi mál en við sem eldri erum,“ segir einn þeirra eldri um borð, „og við sem höfum starfað við þetta í áratugi erum uggandi um hag lífeyr- issjóðsins.“ Sjómönnum finnst örorkugreiðslur úr sjóðn- um undarlega háar. Til þess að gefa einhverja mynd af þessum háu greiðslum má benda á að Lífeyrissjóður sjómanna greiddi 43% í örorku- lífeyri árið 2001 en til samanburðar voru greiðslur B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í örorkulífeyri 4,1% árið 2002. Sam- kvæmt tryggingafræðilegri úttekt Talnakönn- unar hf. á síðasta ári á stöðu Lífeyrissjóðs sjó- manna vantaði 7,5 milljarða króna til þess að sjóðurinn ætti eignir á móti heildarskuldbind- ingum eða 8,8%. Hinn lífsreyndi sjómaður heldur áfram: „Starfið virðist vera svo hættulegt að öryrkjar séu mun fleiri í sjómannastétt en öðrum stétt- um. Árið 1981 var okkur lofað í samningum að ef við værum búnir að vera 25 ár til sjós og orðnir sextugir mættum við hætta og fara á líf- eyri. Síðan hefur sigið á ógæfuhlið sjóðsins,“ segir hann, „og ef við ætlum að hætta sextugir núna verður 33% skerðing á lífeyrisgreiðslum til okk- ar vegna bágrar stöðu sjóðsins.“ Hann segir að sjómönnum finnist nauðsynlegt að komast að því af hverju sé svona mikil örorka á meðal sjó- manna? „Fyrst og fremst þarf að koma í veg fyrir slys og að menn verði öryrkjar á unga aldri.“ Það er ekki laust við að þreytu gæti í röddinni. „Þeir eða það sem veldur þessari miklu örorku ætti að greiða hana, finnst mér, en ekki lífeyrissjóðurinn okkar.“ Sjóriða í rúma þrjá daga Freri kom í land laugardaginn 31. maí, daginn fyrir sjómannadag, með rúm 136 tonn af grá- lúðu eftir sex daga í hafi. Það er af þeim að frétta er fyrst var vitnað í hér fremst að hann kenndi sjóriðu og steig ölduna í þrjá og hálfan sólarhring eftir að í land var komið. Hann reyndi þó að bera sig mannalega eins og strák- arnir um borð í Frera. um með Frera iðjutorginu Morgunblaðið/Árni Hallgrímsson es Einarsson hefur verið með Frera síðan um áramót, þar áður var hann leysingaskipstjóri hjá Brynjólfi Halldórssyni. Þeir höfðu verið saman á mikið skrafað og magafyllina. niðri á vinnsludekki. SETTUR hefur verið nýr Simrad SP70 sónar frá fyrirtækinu Friðriki A. Jónssyni ehf. í hafrannsókn- arskipið Bjarna Sæmundsson RE-30 á Akureyri. Sónarinn er af fullkomnustu gerð og er meðal annars útbúinn með stöðugleikaforriti fyrir leiðréttingu á hreyfingum skipsins, 90° halla- möguleika á sendigeisla sem gefur 90° og 180° þversniðsmynd, fjöl- tíðnivali frá 20–30 kHz, hringleitun (Omni), upptöku og afspilun af skjá- myndum, minni fyrir valdar still- ingar, íslenskum skjátexta, tveimur 20 TFT flatskjám og tveimur stjórnborðum. Sónarinn var valinn að undangengnu útboði ríkiskaupa. Simrad SP70 sónar í Bjarna Sæmundsson LANDHELGISGÆSLAN tók þátt í hátíðarhöldum í tilefni sjó- mannadagsins um síðastliðna helgi með margvíslegum hætti. Áhöfn TF- SIF flaug til Hornafjarðar, Nes- kaupstaðar og Seyðisfjarðar og sýndi björgun úr sjó. Varðskipið TÝR var til sýnis laug- ardag og sunnudag á Patreksfirði. Reyndar varð að gera hlé á heim- sóknum bæjarbúa og annarra gesta milli kl. 16 á 20 á laugardaginn þar sem varðskipið var sent í útkall vegna neyðarsendis sem var í gangi suður af Látrabjargi á Breiðafirði. Eftir helgina höfðu rúmlega 300 manns skoðað skipið. Starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar tóku að venju þátt í minning- arathöfn um látna sjómenn í Foss- vogskirkjugarði og sjómannaguðsþjónustu í Dómkirkj- unni. Þeir tóku einnig þátt í reiptogi og fótboltakeppni á Laugardalsvelli en það var Sjómannafélag Reykja- víkur sem stóð fyrir kappleikjunum. Fjögur lið kepptu í reiptogi. Keppn- islið varðskipsins Ægis vann fyrra reiptogið en tapaði naumlega fyrir áhöfn Kristrúnar RE-177 í úr- slitakeppninni. Fótboltalið Ægis gerði tvö jafntefli, tapaði tveimur leikjum og vann einn. Sá sigur vannst reyndar án mikillar fyr- irhafnar því mótherjarnir mættu ekki til leiks. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Fótboltalið Ægis: Páll Geirdal yfirstýrimaður, Halldór Nellett skipherra, Garðar Rafn sonur Halldórs, Óskar Ármann Skúlason, Ingvi Berndsen há- seti, Hulda Berndsen dóttir Ingva, Guðmundur Karl Guðmundsson bróðir Ívars háseta, Ásmundur Pétursson háseti og Ívar Guðmundsson háseti. Fótbolti og björgun úr sjó Sómi 860 til sölu Til sölu er Sómi 860, 5,86 brt., smíðaður árið 1988, plast, Hafnarfirði. Volvo Penta vél sem er 230 hestöfl sem samsvarar 119 kW. Línuspil fylgir og 4x DNG 5000i færavindur fylgja. Selst með veiðileyfi í krókaaflamarkskerfinu, með eða án aflahlutdeilda. Nánari upplýsingar veittar af skipasölu. Skipamiðlunin Bátar og kvóti, http://www.skipasala.com, Síðumúla 33, símar 568 3330 og 568 3331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.