Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.2003, Blaðsíða 4
ENN á ný er deilt um hvalveiðar. Enn á ný er reynt að breytastofnsamþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins og gera það aðfriðunarráði, ekki ráði til að stjórna veiðum á hvölum. Ráðiðsjálft virðist ekki taka mark á vísindanefnd sinni, sem við- urkennir að óhætt sé að stunda takmarkaðar veiðar úr ýmsum hvalastofnum án þess að vexti og viðgangi þeirra sé stefnt í voða. Meirihluti aðildarþjóða hvalveiðiráðsins er einfaldlega á móti hval- veiðum. Punktur. Þar virðast ráða tilfinningar fremur en skynsemi. Er hvalur nokkuð annað en stór fiskur, sem sjálfsagt er að nýta með sjálfbærum hætti? Er ekki rétt að nýta sem flesta hlekki líf- keðjunnar í sjónum svo hún raskist ekki eins og nú virðist vera þeg- ar svo stór hlekkur sem sjávarspendýr er ekki nýttur? Ekki er annað að sjá en rök þeirra sem vilja nýta hvalina standist fyllilega. Er þá ekki sjálfsagt að byrja bara veiðar? Þetta er því miður ekki alveg svona einfalt. Sala á afurðum er í algjörri óvissu. Án sölu bera veiðarnar sig ekki. Samkvæmt því borgar sig ekki að veiða. Þótt ljóst væri að jafnvel þó að salan væri greið og veiðarnar skiluðu hagnaði liggur ekki mesti hagnaðurinn þar, heldur í því að með fækkun hvalanna verður afrakstursgeta fiski- stofnanna meiri. Það gæti skilað okkur mun meiri tekjum en hval- veiðarnar sjálfar. Hvalveiðar og hvalaskoðun geta vissulega farið saman og ekki má gleyma því að Hvalstöðin í Hvalfirði var einn fjölsóttasti staður ferðamanna fyrr á árum. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr að þjóðir, eins og Bret- ar sem standa að mikilli mengun sjávar frá kjarnorkuveri sínu í Sellafield og hafa nánast rústað lífríkinu í Norðursjó með mengun og ofveiði, skuli telja það forgangsatriði að hlutast til um nýtingu auðlinda Íslendinga verðum við að taka tillit til alþjóðasamfélags- ins. Mikill meirihluti Íslendinga vill að hvalveiðar verði hafnar að nýju og hefur til þess gild rök. En það verður að hluta á hina hlið málsins líka. Færi það svo að hvalveiðar og viðskipti með afurðir hvala yrðu leyfð á ný er alls ekki þar með sagt að það borgi sig að hefja veiðar á ný. Neikvæð viðbrögð alþjóðasamfélagsins gætu gert arðinn af hvalveiðum að engu í einu vetfangi. Stórar verzlanakeðjur gætu hætt að kaupa íslenzkan fisk. Íslendingar gætu fengið á sig einhvern villimennskustimpil. Við sjáum engan mun á því að drepa hrefnu við Ísland eða kengúru í Ástralíu, enda skiptum við okkur ekkert af því sem Ástralar eru að gera. Það er nauðsynlegt að stunda veiðar á hval með sjálfbærum hætti. Það er hins vegar óvíst að svo verði nokkurn tíma. Því miður er það svo að í hvalamálum gilda engin rök. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason Kvalræði Því miður er það svo að í hvalamálum gilda engin rök hjgi@mbl.is TÖLUVERT er um það að fiski- kvótar hafi gengið kaupum og sölum í Noregi, þrátt fyrir að aflaheimildum sé ekki úthlutað á einstök skip. Skip- unum er skipt upp í flokka, sem hver um sig hefur ákveðnar aflaheimildir sem skiptast síðan á milli skipanna innan flokksins. Heildarverðmæti aflaheimilda er talið nema allt að 500 milljörðum króna. Frá þessu var greint í norska dag- blaðinu Aftenposten hinn 17. júní. Norska þingið ákvað á mánudag að auðvelda eigendum smábáta að selja aflahlutdeild sína, en mikil fækkun hefur orðið í flota smæstu bátanna undanfarin ár vegna sölu báta og afla- hlutdeildar. Mikil verðmæti Blaðið segir að í raun eigi aflaheim- ildir ekki að vera framseljanlegar. En staðreyndin sé sú að heimildirnar skipti um eigendur við kaup og sölu fiskiskipa. Það endurspeglist í verði skipanna, vegna þess að veiðiréttur- inn sé bundinn skipunum. Það dæmi sem gangi hvað lengst og Trondsen bendi á sé að stórt skip, sem hafi haft leyfi til veiða á síld og kolmunna, hafi verið smíðað fyrir tæplega 790 millj- ónir íslenzkra króna og síðan selt þremur árum seinna fyrir 2,3 millj- arða. Mest verðmæti í síldinni Trondsen segir að verðmætustu veiðiréttindin séu í síldinni. Skip, sem ekki séu bundin af því að landa afla sínum á ákveðnum stöðum, seljist á hærra verði en önnur. Togari með þorskveiðiréttindi en undanþeginn löndunarskyldu hafi í fyrra verið seldur á 630 milljónir og sama verð hafi fengizt fyrir togara með réttindi til veiða á síld og makríl. Trondsen byggir útreikninga sína á því sem greitt var fyrir veiðirétt á síðasta ári. Hann fullyrðir að það séu stöðugt færri og færri útgerðarmenn sem standi í viðskiptum með þessar verðmætu heimildir. Þess vegna séu veiðiheimildirnar sífellt að færast á færri hendur. Það eigi sér mest stað innan þess geira sem hafi leyfi til veiða á síld og makríl. Meira en 40% þeirra veiðiréttinda séu nú á Hörða- landi, að mestu leyti í Austevoll, en sá bær sé þekktur fyrir hæsta hlutfall milljónamæringa í Noregi. Sam- þjöppun af þessu tagi hefur ekki átt sér stað í þorskveiðunum þar sem yf- irvöld hafa lagt mikla áherzlu á að veiðiheimildirnar haldist áfram í sömu byggðarlögum. „Að kaupa nýja kvóta mun kosta mig ríflega þrjár milljónir (31,5 millj- ónir íslenzkar) og ég hef ekki ráð á því. Að auki er bæði kvótinn og verðið á honum óvisst í framtíðinni. Breyt- ingin sem Stórþingið hefur samþykkt færir fólki mikil verðmæti. Ég óttast það að aflaheimildirnar safnist fljót- lega á fáar hendur og að eigendurnir verði suðurfrá,“ segir Seljevoll í sam- tali við Aftenposten. Tekjurnar duga ekki Sjómenn í Finnmörku njóta starfa síns. Það eru sjómenn í öllum lifandi ættliðum Seljevoll-fjölskyldunnar. Sjálfur er hann skipstjóri á 17 metra löngum bát og finnst starfið bæði mikilvægt og skemmtilegt. „En á síðustu árum hefur hagnað- urinn horfið út úr greininni. Þrátt fyr- ir að ég skuldi ekkert, duga tekjurnar af veiðunum varla fyrir tryggingum, viðhaldi, netum, olíu og öðrum út- gerðarkostnaði. Það er nálægðin við fiskimiðin sem veldur því að fólk býr í þorpunum meðfram ströndinni. Væri strandveiðiflotinn ekki til, væru held- ur engar smábyggðir hér. Þegar stjórnmálamennirnir vilja fækka sjó- mönnum og draga úr afla, ættu þeir að snúa sér að stóru verksmiðjutog- urunum. Þeir leggja ekkert af mörk- um til að viðhalda byggðinni. Það er freistandi að hætta veiðum, en sonur minn fær að velja hvort hann vill verða sjómaður,“ segir Arnt Ronald Seljavoll í samtali við Aftenposten. Seldu aflaheimildir fyrir tugi milljarða Skip sem kostaði 790 milljónir var selt á 2,3 milljarða króna með veiðiheimildum í síld og kolmunna í Noregi Nú hefur verið rýmkað um framsal aflaheimilda báta undir 28 metrum að lengd í Noregi. RANNSÓKNASTOFNUN fisk- iðnaðarins (RF) og Sjávarútvegs- skóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (SSÞ) hafa gert samning um að RF taki að sér að semja kennsluefni fyrir háskóla í Víetnam sem tengist vinnslutækni og gæða- og öryggis- málum matvæla. Fjórir starfsmenn RF fóru til Víetnams á vegum SSÞ og vinna að námsefnisgerð fyrir þarlenda háskóla. Yfirvöld í Víet- nam óskuðu eftir samstarfi við Ís- lendinga þegar Davíð Oddsson for- sætisráðherra heimsótti landið á sl. ári. Undanfarin fjögur ár hafa verið í gangi í Víetnam ýmis verkefni á vegum SEAQIP (Seafood Quality Improvement Program), sem er rekið af sjávarútvegsráðuneyti Ví- etnams og DANIDA, sem er þróun- arhjálp á vegum Dana. Þessi verk- efni hafa aðallega beinst að gæðamálum og innleiðingu GÁ- MES-kerfa í fiskvinnslunni. Fjórir starfsmenn Í ljós hefur komið að þörf er fyrir bætta menntun á sviði fiskiðnaðar- tækni og í heilnæmi matvæla hjá starfsfólki sem starfar að gæðamál- um innan fiskvinnslunnar í Víet- nam. SEAQIP hafði samband við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna (SSÞ) varðandi gerð námsefnis á þessu sviði. Þar sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (RF) sér um þennan hluta námsins hjá SSÞ var ákveðið að RF tæki þetta verk að sér. Fjórir starfsmenn RF fóru til Ví- etnams í byrjun ágúst á síðasta ári og unnu þar að undirbúningi náms- efnis með hópum frá háskólanum í Can Tho, háskólanum í Nha Trang og starfsfólki SEAQIP. Vinna við námsefnisgerðina er nú í gangi. Þátttöku RF í verkefninu lýkur að loknum fyrstu námskeiðunum í Ví- etnam. Heimsókn Davíðs kveikjan Tumi Tómasson, skólastjóri Sjáv- arútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (SSÞ), segir skólann hafa verið í samstarfi við Víetnama í nokkur ár og m.a. haft nemendur þaðan. Í heimsókn Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra til Víetnams í apríl á sl. ári kom fram ósk frá Víetnömum um aukin samskipti við SSÞ og að námskeið á vegum skól- ans yrðu haldin þar vegna gæða- mála. Þegar forsætisráðherra Víet- nams kom til Íslands í september sl. var staðfest að af þessu yrði. SSÞ fékk fjárveitingu til verkefn- isins og voru fengnir til samstarfs kennarar við SSÞ sem vinna hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og einnig fyrrverandi nemendur skólans. Tumi segir gífurlegan vöxt í sjáv- arútvegi í Víetnam og til þess að auka tekjur hans verði Víetnamar eins og aðrir að auka verðmæti af- urðanna. „Sjávarútvegsskóli Háskóla Sam- einuðu þjóðanna er verkefni sem Háskóli Sameinuðu þjóðanna hefur falið Íslendingum með samningum við Íslendinga. Og þetta er hluti af þróunaraðstoð okkar,“ útskýrir Tumi. „Við njótum gífurlegs velvilja í löndunum sem við vinnum með,“ bætir hann við, „en þar hafa menn verið mjög ánægðir. Og það er ekki síst vegna þess hve vel hefur verið tekið á móti okkur hérna heima, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld eru mjög velviljuð okkur.“ Bætir samkeppnishæfni Sveinn Víkingur Árnason, verkefn- isstjóri hjá RF, var einn fjórmenn- inganna. Hann segir að Íslending- arnir hafi aðallega unnið með víetnömsku háskólafólki við verk- efni SSÞ. „Verkefnið lýtur að því að bæta samkeppnishæfni fiskiðnaðar- ins,“ segir hann, „sérstaklega gagn- vart mörkuðum í Evrópu og Banda- ríkjunum.“ Í ljós hafði komið að nám fyrir starfsfólk í fiskvinnslu- húsum, sem vinnur við gæðaeftirlit, var ekki nógu gott. „Þetta fólk hef- ur fengið sína menntun við fisk- vinnsluháskólana í Víetnam,“ segir Sveinn Víkingur. Námsefnið í háskólunum „Aðilar sem við búum til námsefni með eiga að halda námskeið fyrir fyrrnefnt starfsfólk sem er búið að fara í gegnum námið og vinnur í iðnaðinum og síðan á að nota náms- efnið til kennslu við víetnömsku há- skólana í framtíðinni,“ segir hann. Nú þegar eru um 60 verksmiðjur í Víetnam sem mega selja fiskaf- urðir á Bandaríkjamarkað og rúm- lega 40 af þeim mega einnig selja á markaði í Evrópu. Ætlunin er að fjölga slíkum verksmiðjum í land- inu. Kenna Víetnömum gæðaeftirlit TÆPLEGA 70% alls sjávarfangs í heiminum koma frá Asíu. Víetnam er í fjórða sæti þeirra Asíulanda sem framleiða mest sjávarafurða, á eftir Kína, Taílandi og Indlandi. Stór landsvæði hafa verið lögð undir fiskeldi og í kjölfar þess hefur magn eldisfisks og verðmæti vaxið hröðum skrefum. Verðmæti útflutnings sjávaraf- urða hefur tífaldast frá 1990. Á síð- asta ári var fiskafli víetnamskra skipa 1,434 milljónir tonna sem eru 60% af heildarframboði fisks í Víet- nam. Framleiðsla sjávarafurða í Víet- nam er aðallega frosin rækja (um 50%), frosinn fiskur (um 15%) og þurrkaðar vörur (um 10%). Stefnt er að mikilli aukningu í rækjueldi á næstu árum, úr 135 þúsund tonnum árið 2002 í 200 þúsund tonn 2005. Verðmæti útflutnings Víetnams á sjávarafurðum jókst úr um 800 millj- ónum Bandaríkjadala í um 1.700 milljónir á árunum 1997–2001. Á sama tíma jókst hlutfall sjávaraf- urða, sem fluttar eru til Evrópu og Bandaríkjanna, úr 15% í 34%. Út- flutningur til Japans dróst saman á því tímabili, fór úr 50% í 26%. Víetnam í fjórða sæti í Asíu       !" #  4 4 4 4          -&,& & $%   & #1,&- #"# 5&&,& '  & #1,&- #" 5&&,& (  & #1,&- #" 5&&,& )  & #1,&- #" 5&&,&   4 4 4  4 4 4 4  4 4 4 4  4 &#6   $ ! !  !" ! #  #!      + & 7 3&! 8! *   19& ), 0' + 19& ), 0' ,  19& ), 0'                                        - ( . '. / - ( . 0 %1' // 2   ( . &#6 &#6 &#6 *  + ,#-./ 5. & 4  !!*! /&, # #-'# ),.&,* &.& &#64*; &#6  &#6 ! #.&,.& <=&& $0  + * #  5. & 4  *!&,  #.#+&!. & 4  !&! * &#6,,   !!*  &#6,,#   ' ).  ' ).  ' ).    3 ). 1 )         # !         # !         # !         # !         # !      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.