Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar V IÐ fyrstu sýn virkar Volkswagen Phaeton eins og stór og uppblásinn Passat en þegar bílunum er stillt upp saman rjúka slíkar samlíkingar út í veður og vind. Phaeton er 5,05 metra langur en hann er ekki að öskra á athyglina með íturvöxnum línum eða tísku- bóluútliti. Heldur dregur hann hana fremur til sín með hægðinni eins og náttúrulega falleg kona með sterkan persónuleika. Það er klassísk fegurð sem umlykur þennan bíl. Hann er framlag Volkswagen til lúxusbíla- flokksins þar sem fyrir eru landar eins og Mercedes-Benz S, BMW 7 og Audi A8. Þarna er við ramman reip að draga og VW þarf á öllu sínu að halda í samkeppninni, ekki síst í ljósi þess að VW er nýr þátttakandi í þessum slag og hefur ekki áður boðið upp á bíla í lúxusbílaflokki. 420 hestöfl – 550 Nm Fyrsti Phaeton sem hingað hefur rekið á fjörur var tekinn til kostanna í síðustu viku. Bílinn fékk Hekla að láni frá Wolfsburg og hann er á þýskum númerum. Ætlunin er að kynna bílinn fyrir væntanlegum kaupendum og það er aflmesta gerð- in sem hingað var fengin; með tólf strokka, w-laga vél sem skilar að há- marki 420 hestöflum og togar mest 550 Nm. Hann er nú einnig fáanleg- ur ytra með V10 dísilvélinni og innan tíðar einnig með V6 vél. Með tveimur fyrrnefndu vélunum er staðalbúnað- ur 4Motion fjórhjóladrifskerfi VW. Sala á bílum af þessu tagi er hverf- andi hér á landi en þó er það alltaf einn og einn forstjóri sem fær slíkan bíl til umráða. Það má til dæmis geta þess til marks um lífið á þessum markaði að þegar síðast frétti hafði B&L selt þrjá svokallaða „pakka“, þ.e. Range Rover fyrir húsbóndann og BMW 7 fyrir freyjuna. Kæling og nudd í sætum Phaeton er einmitt hugsaður sem einkabíll með bílstjóra, (chauffeur driven limousine kallast það á eng- ilsaxnesku). Hann er þess vegna að- eins fjögurra manna og aðbúnaður fyrir aftursætisfarþeganna er með miklum ágætum. Milli sætanna er stjórnborð með skjá. Á því eru stýr- ingar fyrir miðstöð og loftkælingu og sömuleiðis eru þar rofar fyrir raf- stýringar á báðum aftursætunum. Þau eru líka með kælingu, sem kem- ur sér vel á heitum dögum, og upp- hitun sem kannski hentar betur hér á landi. Þá er hægt að setja í gang nudd fyrir mjóbakið sem er eigin- lega nauðsynlegt á lengri leiðum. Það er hægt að fá bílinn í annarri út- færslu með þremur aftursætum en þá hverfur stjórnstöðin góða. Phaeton er að sjálfsögðu með lyk- illausu aðgengi eins og Touareg- jeppinn, en þessir tveir bílar marka innreið Volkswagen í lúxusbílaflokk- inn. Það er ýmislegt annað í innanrým- inu sem minnir á Touareg, eins og t.d. fjölrofa stýrið, stór og mikil gír- skiptingin og frágangur í kringum hana og svo loftpúðafjöðrunin. Bíll- inn er með fimm þrepa sjálfskipt- ingu með handskiptivali bæði í gír- stönginni og einnig á tveimur, fremur grófgerðum skiptiörmum við stýrið. Bíllinn er að sjálfsögðu klæddur mjúku leðri og viðarlistar eru á mælaborði og víðar og stýrið er jafn- framt úr viði og klætt leðri. Bæði framsætin eru með rafstillingum og þremur minnum en auk þess einnig kælingu og upphitun og nuddi fyrir mjóbakið. Sjónvarp og skynræn skriðstilling Eins og í öðrum bílum í þessum klassa er mikið af stjórnrofum. Hjá BMW kallast stjórnrofakerfið i- Drive og Command í Mercedes Benz. Stjórnrofarnir eru margir í Phaeton en hann býður líka upp á einfaldasta kerfið. Í kringum átta tommu skjáinn eru átta takkar sem hafa mismunandi virkni eftir því hvaða aðalmynd er á skjánum. Auk þess er snúningsrofi neðan við skjá- inn sem er einfaldur í notkun. Auk hefðbundinna aðgerða er þarna að finna valmyndir fyrir sjónvarp, leið- sögukerfi (sem ekki er nothæft hér- lendis), hljómtækin o.s.frv. Á millistokknum eru síðan hnapp- ar sem stýra fjórum mismunandi mýktarstigum loftpúðafjöðrunarinn- ar, allt frá þægindum upp í sportstill- ingu, og sömuleiðs annar hnappur sem stillir hæð fjöðrunarinnar á tvo vegu. Á stýrinu eru rofar fyrir Morgunblaðið/Arnaldur Phaeton er fyrsti lúxusfólksbíll Volkswagen. Afl og lungamjúkur akstur í Phaeton Það nægir að þrýsta á merkið til að opna skottlokið. Talsvert af krómi og tvö stór púströr. Leður og viður og fjölrofastýri. Vél: 12 strokkar, W-12, 5.998 rúmsentimetrar, 48 ventlar, tveir yfirliggj- andi knastásar. Afl: 420 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 550 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. Hröðun: 6,1 sekúndu úr kyrrstöðu í 100 km/klst, 4,4 sekúndur úr kyrr- stöðu í 80 km/klst. Hámarkshraði: Takmark- aður við 250 km/klst. Eyðsla: 23,9 lítrar innan- bæjar, 15,6 lítrar í blönd- uðum akstri. Gírskipting: Fimm þrepa sjálfskipting, tiptronic. Drifkerfi: 4Motion fjórhjóladrifskerfi. Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, loftpúðar, rafeindastýrðir vökva- fylltir demparar. Dekk: 235/50 R 18. Lengd: 5.055 mm. Breidd: 1.903 mm. Hæð: 1.450 mm. Hjólhaf: 2.881 mm. Eigin þyngd: 2.364 kg. Verð: 11,7 milljónir kr. Umboð: Hekla hf. VW Phaeton W12 4Motion Gírskiptirinn er svipaður og í Touareg. REYNSLUAKSTUR VW Phaeton W12 4Motion Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.