Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 2
Ó SEY hf. var stofnuð árið 1987 og voru starfs- menn fjórir. Byrjað var í spil- smíði sem þróað- ist í minniháttar viðhaldsvinnu sem vatt fljótt upp á sig og fyrr en varði var unnið við að gera upp eldri skip. Ár- ið 1994 keypti fyrirtækið skipasmíða- stöðina Bátalón í Hafnarfirði þar sem það gerði gömlu skipin upp, „gerði þau ný og stærri“ eins og Hallgrímur Hall- grímsson, framkvæmdastjóri Óseyjar, kemst að orði. „Þetta var á þeim tíma þegar rúm- metrareglurnar voru í algleymingi. Menn gátu ekki keypt sér ný skip öðru- vísi en að koma með rúmmetra á móti nýja skipinu.“ Það þróaðist í nýsmíði fyrir innlendan markað og fyrstu ný- smíðinni var hleypt af stokkunum árið 1997. Ári seinna, í nóvember 1998, brann skipasmíðastöðin þeirra, gamla Bátalón. Þá voru Óseyjarmenn með fjögur skip í smíðum og reksturinn dreifðist á fimm staði vítt og breitt um Hafnarfjörð. Vorið 1999 var búið að semja við bæjaryfirvöld og bygginga- verktaka um smíði nýrrar skipasmíða- stöðvar á nýrri uppfyllingu sem verið var að gera utan við hafnargarðinn. Flutt var inn í mars ári seinna og var þá búið að klára bátana fjóra sem voru í smíði þegar bruninn varð 1998. Fyrsti báturinn sem var sjósettur á nýja staðnum var Geir ÞH 150 á Þórs- höfn. Útgerðarmaður Geirs ÞH, Jónas Jóhannsson, gerði samning við Óseyj- armenn um smíðina á sjávarútvegssýn- ingunni 1999 þó að aðstaða væri afar takmörkuð hjá fyrirtækinu. „Við þekkt- um Jónas því að við höfðum útbúið fyrir hann annan bát til tog- og dragnóta- veiða sem hann átti áður. Okkur fannst þetta mikið traust, að semja við okkur á þeim tíma,“ segir Hallgrímur. Því næst var dráttarbátur Hafnar- fjarðarhafnar, Hamar, smíðaður, sem var níunda nýsmíði fyrirtækisins. Ekki nóg að vera í EES Þá tóku við samdráttartímar. Útgerð- irnar létu smíða skipin fyrir sig ann- aðhvort í Chile eða Kína eða þá annars staðar erlendis. „Við vorum komnir með fjárfest- inguna og allt í kringum þetta. Við ætl- uðum okkur aldrei í málningarvinnu og venjulega slippvinnu heldur í nýsmíði og meiriháttar breytingar,“ segir Hall- grímur. Það var komið að því að róa á önnur mið. Óseyjarmenn leituðu fyrir sér í Færeyjum, á Írlandi, í Skotlandi og víð- ar, þeir auglýstu m.a. í sérblöðum fyrir sjávarútveginn víða um lönd. Þeir þekktu til Íranna en þeir voru að byggja upp fiskiskipaflotann með styrkjakerfi Evrópusambandsins sem kjölfestu. Eftir því sem írsku útgerð- irnar sögðu Óseyjarmönnum var eigin- lega sagt við útgerðirnar þar að ef þær færu ekki með sína nýsmíði til Spánar eða Frakklands gæti orðið svolítið erfitt fyrir þær að fá styrki þó að íslensku skipasmíðastöðvarnar ættu að eiga sama rétt vegna samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið. Hallgrímur segir að það sé ekki nóg að vera í EES. Hann segir að Óseyj- armenn hafi lagt fram kvörtun og reynt að fylgja henni eftir „en einhvern veg- inn eru spottarnir frá Íslandi ekki jafn- stuttir og spottarnir frá Brussel til Ís- lands,“ segir hann. „Það er nú svo merkilegt að Írar voru að láta smíða fyrir sig á milli fimmtíu og sextíu skip og þau voru smíðuð út um alla Evrópu en ekki eitt einasta skip rataði til Ís- lands eða Noregs þó að Norðmenn telji sig vera þjóða stærsta í þessum málum í Evrópu. Ég held að þetta segi það sem segja þarf varðandi styrkina.“ Þegar fór að rofa til hjá Færeyingum eftir samdráttinn á síðasta áratug leit- uðu þeir til Íslands um bátasmíði. Hall- grímur segir að Ósey hafi getað boðið lægra verð en Norðmenn og á svipuðu verði og Danir og Spánverjar. Það var Morgunblaðið/Golli Næsti bátur sem fer til Færeyja á að afhendast í september nk. Í honum eins og öðrum Óseyjarbátum eru spil smíðuð hjá fy Skipasmíðastöð í Hafnarfirði selur Færeyingum hvert skipið Eina skipasmíðastöðin á Íslandi sem smíðar stálskip um þessar mundir er Véla- og skipaþjónustan Ósey hf. í Hafnarfirði. Árni Hallgrímsson var sendur út af örkinni og ræddi við framkvæmda- stjóra fyrirtækisins um t.a.m. Evrópska efnahagssvæðið, gengi krónunnar, háa vexti og fréttaflutning fjölmiðla af skipasmíðum. Hallgrímur Hallgrímsson, framkvæmda skipasmíðastöðina í baksýn. Skipin eru d Afskiptir á Ev þrátt fyrir samn 2 D FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafn- arfirði afgreiddi í síðustu viku nýjan Cleopatra 33 bát til Ermasundseyj- arinnar Jersey. Kaupandi bátsins er Robert Viney, eldri útgerðarmaður frá St. Helier í Jersey. Báturinn hef- ur hlotið nafnið Louis B J-7. Louis B er bátur af gerðinni Cleopatra 33, 10 metra langur og mælist 10 brúttó- tonn. Heimahöfn bátsins er í höf- uðstaðnum St. Helier. Báturinn er sérútbúinn til humarveiða með gildrum. Lest bátsins er fyrir 9 380 lítra fiskikör. Í lúkar er svefnpláss fyrir 2 ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, ör- bylgjuofni og ísskáp. Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 430hp. Sigl- ingatæki eru af gerðinni Furuno. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar í Jersey í þessari viku. Sonur útgerðarmannsins, Robert Viney yngri, mun sigla bátnum. Trefjar afgreiða nýjan humarbát til Jersey ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Huldu Keli ehf. í Bolungarvík hefur fengið afhentan nýjan Cleopatra 38 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafn- arfirði. Þetta er þriðji báturinn af þessari gerð sem afhentur er til Bolungarvíkur á skömmum tíma. Báturinn er systurskip Guðmundar og Hrólfs Einarssona ÍS sem komu til Bolungarvíkur fyrr á árinu. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Huldu Keli ÍS-333. Báturinn leysir af hólmi eldri bát með sama nafni. Eigendur útgerðarinnar eru bræð- urnir Guðni og Falur Þorkelssynir. Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 650 hestöfl. Sigl- ingatæki eru af gerðinni Furuno og skipstjórnartölva koma frá Brimr- ún. Báturinn er útbúinn til línu- veiða. Spilbúnaður er frá Beiti. Báturinn er 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Rými er fyrir 19 380 lítra kör í lest. Í bátn- um er innangeng upphituð stakka- geymsla. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar ásamt salernisaðstöðu. Borð- salur fyrir fjóra er í bátnum auk eldunaraðstöðu með eldavél, ör- bylgjuofni og ísskáp. Nýr Huldu Keli ÍS til Bolungarvíkur                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                                       !                                     !   "      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.