Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 6
RENAULT bregst þannig við samkeppni frá sjö sæta minni fjölnotabílum að bjóða Scenic II, aðra kynslóð þessa þekkta fjölnotabíls, í styttri og lengri gerð – fimm sæta og sjö sæta. Fyrstur á markaðinn verður fimm sæta bíllinn sem próf- aður var í síðustu viku í Svíþjóð. Þótt hann telj- ist minni en sjö sæta bíllinn er hann engu að síð- ur rúmgóður og státar enn af þeim hagnýtu lausnum sem gerðu hann að vinsælasta kost- inum í þessum flokki bíla strax og hann kom á markað 1996. Hann er líka 8 cm lengri en núver- andi gerð og hjólhafið lengist um 10 cm, sem gerir hann að talsvert betri akstursbíl en áður. Það fannst líka gjörla í reynsluakstrinum í Svíþjóð að Scenic hefur aksturseiginleika eins og venjulegur fólksbíll – hann er rásfastur og hljóðlátur, vel einangraður frá vegi og vél. Scen- ic er með stýri með rafmótor sem dregur úr bensíneyðslu en gerir stýrið jafnframt loðnara í svörun. Rafmagnsstýri er þó að verða stöðugt algengara í venjulegum fólksbílum. Mikill búnaður – en hvað fylgir? Blaðamanni er jafnan vandi á höndum þegar bíl er reynsluekið í útlöndum. Framleiðandi býður þar upp á bíla með toppútbúnaði – græj- um sem ósennilega eiga eftir að sjást í bílum hér á landi. Í reynsluakstursbílunum var t.a.m. að finna leiðsögukerfi, sem leiðir mann næstum blindandi um hraðbrautir og sveitavegi og krákustigu borga og bæja, þarna var líka finna sjálfvirka handbremsu sem gerir óþarfa hina hefðbundnu handbremsustöng á milli sætanna og sparar því mikið pláss; regnskynjari í fram- rúðu, fjarlægðarskynjari í afturstuðara, sóllúga og glerþak o.s.frv. Þegar svo bílarnir koma í sölu hér á landi sést sjaldnast nokkuð af þessum aukabúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá B&L, umboðsaðila Renault, verður bíllinn boðinn í tveimur útbúnaðarútfærslum, þ.e. Comfort og Dynamique, og verður fyrrnefnda útgáfan með 6 öryggispúðum, Isofix-barnabílstólsfestingu, velti- og aðdráttarstýri, fjarstýrðum samlæs- ingum með ræsivörn, lykilkorti, aksturstölvu, rafdrifnum útispeglum, hæðarstillingum á framsætum, færanlegum miðjustokki með armpúðum, geislaspilara og útvarpi og sjálf- virkri handbremsu. Í Dynamique-útgáfunni bætist að auki við loftþrýstinemar í hjólbörðum, handfrjálst lykilkort, xenon-ljós, skriðstillir með hraðatakmarkara, 16" álfelgur og hitastýrð mið- stöð með loftkælingu. Margar breytingar hafa verið gerðar á Scenic en útlitsbreytingar að utan eru vitaskuld fyr- irferðarmestar. Að aftan er bíllinn kominn með sama lag og hlaðbakurinn – kúpta afturrúð, stórar lugtir og rúður – afar keimlíkt bygging- arlag og á hlaðbaknum að því undanskildu að bíllinn er með mun hærra þaki. Þetta nýtist að sjálfsögðu að innan þar sem sætastaða er há, jafnt í framsætum sem aftursætum. Margar hagnýtar breytingar hafa verið gerð- ar á innanrýminu en þær stærstu eru í mæla- borðinu. Það er komið nýtt lag á það og gír- stöngin er sem fyrr felld inn í það. Allir stjórnrofar leika í höndum ökumanns og óhætt að segja að vinnuvistfræðin, ergónómían, hafi verið höfð að leiðarljósi við hönnunina. Stýrið er með veltu og aðdrætti og stjórnrofar fyrir hljómtæki eru á stýrissúlunni hægra megin en vinstra megin er ný gerð hraðastillingar með hraðatakmarkara. 91 lítra lítil geymsluhólf Eins og Laguna og Mégane hlaðbakurinn fæst Scenic með lyklalausu aðgengi. Það nægir að hafa lykilkortið á sér til þess að dyrnar opn- ist. Síðan nægir að þrýsta á start-hnappinn til að ræsa bílinn. Milli framsætanna, sem eru með hæðarstillingu auk hallastillingar og setustill- ingar, er 15 lítrahirsla, þ.e.a.s. ef bíllinn er með sjálfvirku handbremsunni, sem er færanleg og kæling er í 17 lítra hanskahólfi fyrir drykki. Eins og í fyrri gerðinni er hvarvetna að finna lít- il geymsluhólf og samtals taka þau 91 lítra. Aft- ursætin eru á sleða þannig að hægt er að renna þeim fram eða aftur eftir þörfum en einfalt er líka að kippa þeim úr bílnum ef þörf er á meira flutningsrými. Þá er hægt að halla sætisbökum í aftursætum meira en í fyrri gerðinni. Í farangursrýminu, sem er mjög drjúgt, er hægt að hafa pakkahillu í þremur mismunandi hæðum og auk þess er hægt að opna afturhlera- rúðu sjálfstætt. Það er því sami hagnýti fjöl- notapakkinn við nýju Scenic-gerðina og menn kannast við úr fyrirrennaranum. Frábær dísilvél Bíllinn var prófaður með þremur gerðum véla, þ.e. 1,9 lítra dísilvélinni, sem er togmeiri en áður, 2,0 lítra bensínvél og 1,6 lítra bensínvél. Fyrst nefnda vélin er þeirra skemmtilegust. Viðbragðið er meira en menn eiga að venjast frá dísilvél en það er togið sem gefur henni karakt- ereinkennin. Með þessari vél er Scenic skemmtilegur ferðabíll en því miður virðist það eiga að vera hlutskipti Íslendinga á tímum tæknibyltingarinnar evrópsku í dísilvélatækni að sitja hjá vegna óréttláts og úr sér gengins þungaskattskerfis. Þegar þungaskattskerfinu var lýst í stuttu máli fyrir forsvarsmönnum Renault í Stokkhólmi hristu þeir höfuð í for- undran og spurðu hvort ráðamenn á Íslandi gerðu sér ekki grein fyrir þjóðhagslegum ávinn- ingi af dísilvélanotkun. Og hvað er til svara? Ol- íufélögin stjórna því hvaða orkugjafa Íslending- ar nota? Tveggja lítra bensínvélin, sem afkastar 136 hestöflum, passar þessum bíl líka vel en báðar þessar vélar koma með sex gíra handskiptum gírkassa en 1,6 lítra bensínvélin ásamt 1,4 lítra bensínvélinni og 1,5 lítra dísilvélinni, sem vænt- anlega koma ekki hingað til lands, með fimm gíra handskiptingu. Sjálfskipting verður fáan- leg á næsta ári. Renault Scenic II kemur á markað á Íslandi í september næstkomandi. Ekki liggur ljóst fyrir hvert verðið á bílnum verður en líklegt má telja að verðið hækki í takt við stærri og betur búinn bíl. Renault Scenic II – 5 og 7 sæta Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Scenic II er væntanlegur hingað til lands í september. REYNSLUAKSTUR Renault Scenic II Guðjón Guðmundsson 6 B MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar RENAULT kynnti nýja gerð Scenic fyrir blaðamönnum í Stokkhólmi í síðustu viku. Þetta er önnur kynslóðbílsins en hann var frumkynntur árið 1996 og þar með varð til nýr flokkur lítilla fjölnotabíla. Síðan hafa komið á markað keppinautar frá mörgum öðrum framleiðendum, þar á meðal Opel Zafira, Citroën Picasso, Toyota Verso, Nissan Tino og nú síðast, VW Touran. Opel Zafira var strax boðinn sjö sæta og VW Touran er einnig sjö sæta og fáanlegur fimm sæta. Scenic verður hins vegar framleiddur í tveimur gerðum og verður lengri gerðin, sem kemur á markað á næsta ári sjö sæta. Scenic II, eins og nýja gerðin kallast, er hluti af nýju Megane-línunni frá Renault en þar trónir fremstur hlaðbakurinn sem valinn var bíll ársins í Evrópu 2003. Þrátt fyrir að vera á síðasta ári í framleiðslu var Scenic mest seldi bíllinn í sínum flokki í Evrópu med 25,9% markaðshlutdeild. Þar næst kom Zafira með 20,9%, Picasso með 18,6%, Verso með 3,5% og Nissan Tino með3,1%. Nýr jepplingur í stað RX Á blaðamannafundi sem Renault hélt í tengslum við kynninguna kom fram að mark- mið fyrirtækisins er að Scenic verði áfram mest seldi bíllinn í sínum flokki í álfunni. Sjö sæta gerð bílsins á að höfða til fjölskyldufólks og fimm sæta bíllinn til 1–2 barna fjöl- skyldna sem ekki vilja of langa bíla. Sjö sæta bíllinn verður nefnilega 23 cm lengri en hin hefðbundna gerð, sem samt er 8 cm lengri en fyrirrennarinn og með 10 cm lengra hjól- hafi. Þetta var gert á grunni markaðsrannsókna Renault sem leiddu í ljós að Scenic- eigendur voru ánægðir með hönnun bílsins og innanrýmið en kusu helst að aksturseigin- leikar hans yrðu bættir. Með lengra hjólhafi fæst stöðugri akstur og meira veggrip en ella. Scenic verður framleiddur í sömu verksmiðju Renault í Frakklandi og Mégane hlaðbak- urinn og kúpubakurinn eru framleiddir og verður framleiðslugetan um 2.500 bílar á dag. Á blaðamannafundinum kom fram að Scenic verður ekki framleiddur í RX-gerð með fjórhjóladrifi. Þess í stað kemur sérstakur jepplingur sem ekki verður byggður á Scenic II, bíll sem á að keppa við Nissan X-Trail, einhvern tíma á næstu árum. Önnur kynslóð brautryðjendabíls gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.