Morgunblaðið - 10.07.2003, Page 4

Morgunblaðið - 10.07.2003, Page 4
   #  #$ # %   #  #$ %    #  #$ %    #  #$ %  # &'( )&'( *+,'* -'& +'+ )&.') ))') )/'( )&-'( &'+ *'& )-+'(    &') &) &($ &#' &#) &( #) #$ & ($ $ (& , -   , - .    0 "1 21 /#  3     0  3     1#  3     *+4 *+4 **4 *44 )/4 )&4 )+4 )*4 )44 )&4 )+4 )*4 )44 /4 &4 +4 *4 4 )&4 )+4 )*4 )44 /4 &4 +4 *4 4 +44 -(4 -44 *(4 *44 )(4 )44 (4 4     *           +*   ,      #5 #5 #5   !" #$% %/*'( 11  1   6  /#7 #  6  */) #5 ' 8)&& #5  )++ #5 1 #  9: &   "'(% %),+'-  1   6 *.# #1),-') 1  )4* #5    *  *  *    -   2 -4& *(( ; *4+ )&4 )-+ ; )&4 )*/ #'  #$  #  #  ##  #(  #'  #$  #  #  ##  #(  #'  #$  #  #  ##  #(  #'  #$  #  #  ##  #(  #'  #$  #  #  ##  #( VANDI kvótalausra eða kvótalítilla báta hefur verið mikill undanfarin misseri vegna þess hve þorskkvótinn hefur verið lítill og vegna þess hve margar tegundir eru komnar inn í kvótann. Fyrir vikið hefur verð á aflaheimildum hækkað upp úr öllu valdi og leigan sömuleiðis. Þessir bátar hafa verið eða gætu verið leið- in inn í sjávarútveginn fyrir unga menn, en verð á veiðiheimild- um er það hátt að segja má að tugi og jafnvel hundruð milljóna króna þurfi til að komast af stað. Slíkar upphæðir liggja ekki á lausu og hátt vaxtastig og sterk króna bæta ekki úr skák. Endurnýjun hlýtur að þurfa að vera einhver í útgerð eins og öðrum atvinnugreinum. Til þessa hafa menn átt nokkuð greiða leið inn, sérstaklega aftur, í gegnum smábátakerfið, en nú hefur verið þrengt að því líka, enda hefur hlutur smábátanna vaxið gíf- urlega á undanförnum tveimur ára- tugum og menn þar snúa sér í aukn- um mæli að því að verja núverandi hagsmuni sína. Þegar möguleikinn opnaðist fyrir því að hefja útgerð án þess að hafa fengið úthlutað aflaheimild- um, heldur með því að kaupa þær og/eða leigja, í kjölfar Valdi- marsdómsins svokallaða, fjölgaði mjög í flotanum og margir fóru að gera út. Áður gátu menn sótt í keilu, löngu, lúðu, skötusel og fleiri tegundir utan kvóta. Svo er ekki hægt lengur og allir eru háðir leigumarkaðnum. Það má spyrja sig til hvers sé verið að binda í kvóta tegund eins og skötusel, þegar kvótinn hefur ekki náðst. Þeir sem hafa fengið kvótann sjá sér ekki hag í að sækja heimildir sínar. Af hverju mætti ekki hugsa sér að gefa veiðar frjálsar þegar kvótinn næst ekki? Þar væri leið inn fyrir unga, kappsama menn, sem gætu smám saman aflað sér fjár með þess- um veiðum til kaupa á frekari aflaheimildum í öðrum greinum. Það þarf að ná sátt í sjávarútveginum, en þeir sem vilja inn eða vilja auka hlutdeild sína, verða að gera sér grein fyrir því að til að svo verði, verður einhver að láta eitthvað af hendi. Það hlýtur að orka tvímælis að taka af einum hópi og færa til annars. Smábátaflotinn hefur þegar aukið hlutdeild sína verulega á kostnað annarra og um það er takmörkuð sátt. Stefni hugur þeirra til ennfrekari aukningar hlutdeildar sinnar með því að njóta bæði ákveðins hluta byggðakvótans og línuívilnunar, gætu menn verið að seilast fulllangt. Aukningin yrði tekin af öðrum, sem örugglega myndu ekki sætta sig við slíkt. Öll helztu hags- munasamtök í sjávarútvegi, nema Landssamband smábátaeig- enda, hafa lýst sig mótfallin bæði byggðakvóta og línuívilnun. Um þær leiðir ríkir því engin sátt. Það virðist felast í því lítil sátt ef útgerðarflokkarnir berjast sín á milli í stað þess að sameinast um lausnir. Ef einhugur er ekki innan raða þeirra sem við sjávarútveginn starfa, getur hann ekki komið fram sem sterkt, sameinað afl sem hefur mátt til þess að byggja sér það rekstrarumhverfi sem sjávarútvegurinn á skilið og þarfnast. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason Það þarf að ná sátt í sjávarútveginum Ætti að gefa veiðar frjálsar þegar kvótinn næst ekki? hjgi@mbl.is kg á hvert tonn. Köfnunarefnisúr- gangur hefur verið talinn orsök þör- ungabreiða víða við strendur sem leiðir til súrefnisskorts í sjónum. Mengunarslysum fjölgar Heimildarmenn blaðsins í fiskeldis- geiranum segja að mögulegt sé að rækta 30.000 tonn af þorski og 10.000 tonn af öðrum botnfiski árlega innan tíu ára. Því er einnig spáð að árið 2030 sé líklegt að botnfiskeldi verði umfangsmeira en laxeldi er nú (150.000 tonn árið 2002). Þrátt fyrir að upplýsingar um mengunarslys í ám og vötnum af Í SKOTLANDI eru menn orðnir áhyggjufullir vegna vaxandi þorsk- eldis til þess að mæta minnkandi þorskveiði. Að sögn skoska dagblaðs- ins The Scotsman er óttinn mestur við mengun í ám og stöðuvötnum. Eldi þorsks, lúðu og ýsu mun fær- ast í vöxt, segir í blaðinu, en því er haldið fram að þorskeldi stuðli að helmingi meiri úrgangi en laxeldi. Úrgangurinn sé losaður í nærliggj- andi firði þar sem hann geti ógnað viðkvæmu lífríkinu. Í blaðinu segir að samkvæmt rannsóknum skili hvert tonn ræktaðs lax 48,2 kg af köfnunar- efni út í umhverfið en þorskeldi 72,3 völdum fiskeldis sýni fram á tvöföld- un á síðasta ári styður Umhverfis- stofnun Skotlands (The Scottish Environment Protection Agency) aukið fiskeldi. Talsmaður skosku um- hverfisstofnunarinnar segir að magn úrgangs á tilteknum svæðum verði tekið með í reikninginn þegar úthlut- að verði leyfum til fiskeldis í framtíð- inni. Mögulegt að rækta 30.000 tonn af þorski og 10.000 tonn af öðrum botnfiski Í JÚNÍHEFTI Seafood Business, bandarísks tímarits um sjávarfang, er fjallað um þá neikvæðu umræðu sem verið hefur í Norður-Ameríku um laxeldi og sterkar fullyrðingar um skaðsemi þess fyrir bæði neyt- endur og náttúru. Andstæðingar fiskeldis í Banda- ríkjunum og þeir sem halda fram óæskilegum áhrifum þess á náttúr- una hafa sameinast í samtökum ell- efu umhverfisverndarsamtaka sem nefnast Coastal Alliance for Aqua- culture Reform (CAAR) og fer mikið fyrir m.a. í fjölmiðlum vestra. Farmed and Dangerous (Alinn og hættulegur) er heiti baráttu sem samtökin hafa staðið fyrir frá síðasta hausti þar sem neytendur eru m.a. hvattir til þess að sniðganga matvör- ur framleiddar úr eldislaxi. Seafood Business tók saman fimm staðhæfingar sem CAAR hefur hamrað á í baráttunni og leitaði út- skýringa á þeim hjá opinberum stofnunum, fiskeldisiðnaðinum og síðast en ekki síst vísindamönnum. Tilbúin litarefni 1. fullyrðing: „Fæði laxa inniheldur ekki náttúruleg litarefni og því er fiskkjöt eldislax gráleitt og ólystugt á að líta. Til þess að gera framleiðsl- una markaðsvænni setja sumir fram- leiðendur tilbúin litarefni í laxafóð- ur.“ Staðreyndir: Umrædd litarefni eru astaxanthin og canthaxanthin sem eru af flokki karótína, sem eru litarefni í ýmsum matvælum, m.a. gulrótum, sem mannslíkaminn vinn- ur úr A-vítamín. Bæði eru náttúruleg efni nauðsynleg fiskinum og gefa fiskholdinu rauðan litblæ. Villtur lax fær þessi litarefni úr átu og öðrum smákrabbadýrum sem hann nærist á en al- gengast er að eldislaxi sé gefið tilbúið litarefni sem sett er í fóðrið. Astaxanthin og canthaxanthin eru fram- leidd á sama hátt og vítamín fyrir mannfólkið. Efnafræðileg gerð nátt- úrulegra og tilbúinna astaxanthin og canthaxanthin er eins. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (Food and Drug Administration, FDA) leyfði notkun þeirra hvors um sig í laxafóður árin 1995 og 1998. Í janúar sl. minnkaði Evrópusam- bandið leyfilegt hámark canth- axanthin í fóðri laxa um meira en tvo þriðju eftir að rannsókn benti til að inntaka þess í stórum stíl skemmdi sjónhimnu manna. Að sögn vísinda- manna þyrfti að borða 12 kíló af eld- islaxi á dag í nokkrar vikur til þess að svo færi. Canthaxanthin er t.d. notað í kjúk- lingafóður til þess að skerpa gulan húðlit hænsnanna og gefa eggja- rauðu fallegri lit. Matvæla- og lyfja- eftirlitið bandaríska hefur ekki gefið út ráðleggingar um hámarksdag- skammt astaxanthin. Aðskotaefni/mengun 2. fullyrðing: „Rannsóknir benda til að í eldislaxi sé meira magn PCB (polychlorinated biphenyls) en í villt- um laxi. Þessi aðskotaefni geta vald- ið krabbameini, of háum blóðþrýst- ingi, heilablóðfalli, raskað ónæmiskerfinu og dregið úr frjó- semi.“ Staðreyndir: Rannsóknin sem vís- að er til er frumrannsókn gerð árið 2001 af meðlimi í CAAR-samtökun- um. Í niðurstöðum hennar er gefið til kynna að laxafóður innihaldi mögu- lega hættulegt magn af PCB og öðr- um aðskotaefnum. En að sögn Charl- es Santerre, aðstoðarprófessors í matvælafræði við Purdue-háskóla [þekktur matvælaháskóli], er rann- sóknin ómarktæk vegna óvísinda- legra og ónákvæmra vinnubragða. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni (World Health Organization, WHO) er magn aðskotaefna í eldislaxi og villt- um laxi nánast það sama og langt undir hættumörkum. PCB finnst nánast í öllum matvæl- um, sérstaklega þeim sem innihalda dýrafitu. Til þess að vernda neytend- ur hafa verið sett ákveðin mörk og að sögn Santerre er magn PCB í eldis- laxi langt undir mörkum. [Í íslenskri reglugerð um aðskotaefni er sett ákveðið hámarksgildi sem er 0,2 fyr- ir fisk og fiskvöru en í fyrrnefndri rannsókn sem CAAR studdist við var gildið 0,05 sem verður að teljast töluvert undir mörkum þó að CAAR hafi fullyrt hið gagnstæða.] Fúkalyf 3. fullyrðing: „Fúkalyf eru notuð í laxeldi til þess að varna sjúkdómum. Leifar þeirra geta borist í neytendur og stuðlað að ónæmi þeirra gagnvart fúkalyfjum og rutt brautina fyrir bakteríur ónæmar fyrir fúkalyfjum.“ Staðreyndir: Atlantshafslaxi sem er alinn í kvíum eru gefin fúkalyf til þess að koma í veg fyrir fisksjúk- dóma. Neytendur ættu að vera á varðbergi gagnvart leyfum fúkalyfja í matvælum vegna þess að þau geta stuðlað að ónæmi sjúkdómsvaldandi örvera í mannslík- amanum gagnvart fúkalyfjum. En leyfar fúkalyfja í eldislaxi finnast ekki á þeim tímabilum þegar fyrir- mæli eru um að minnka lyfjagjöfina til fisksins. [Á Íslandi er notkun fúkalyfja bönnuð í fóður eldisfiska nema að ráði dýralæknis og undir hans eftir- liti. Notkun fúkalyfja er nánast horf- in í fiskeldi í Evrópu og víðast hvar annars staðar. Í Bresku-Kólumbíu hafa fúkalyf verið notuð síðustu tvö ár undir ströngu eftirliti vegna stað- bundinna sjúkdóma í eldisfiski þar.] Næring 4. fullyrðing: „Rannsóknir gefa til kynna að eldislax sé ekki eins hollur og villtur lax.“ Staðreyndir: Hin bandaríska hjartavernd (The American Heart Association) mælir með að fullorðnir borði a.m.k. tvisvar sinnum í viku hverri fiskmeti, sérstaklega fisk sem inniheldur mikið af omega-3 fitusýr- um, t.d. makríl, silung, síld, sardínur, túnfisk og lax, bæði villtan og alinn. Magn omega-3 fitusýra er ekki minna í eldislaxi en þeim villta. Magn omega-3 í laxi er mismunandi eftir stofnum. Atlantshafslaxinn er ríkari Staðleysustafir og staðreyndir um lax af þeim en allir fimm stofnar Kyrra- hafslaxins. Í sérhverjum laxastofni er mismikið af mettuðum, ómettuð- um og fjölómettuðum fitusýrum. Atl- antshafslaxinn er feitastur laxa, heildarfitumagn 10,8 grömm. Flóttafiskar 5. fullyrðing: „Síðan árið 1988 hefur meira en ein milljón eldislaxa sloppið úr kvíum í Kyrrahafið [skv. uppl. frá laxeldisbændum]. Sérfræðingar segja að talan sé mun hærri. Atlants- hafseldislaxinn keppir við villtu stofnana um umráðasvæði og vitað er að hann étur hrogn og seiði villta laxins … og hinn framandi lifir af í náttúrunni.“ Staðreyndir: Á tímabilinu 1991 til 15. apríl 2002 slapp um ein milljón Atlantshafslaxa úr kvíum í Bresku- Kólumbíu og Washington-ríki skv. opinberum gögnum. En tala laxa sem sluppu lækkaði stöðugt, árið 1999 sluppu rúmlega 150.000 fiskar en árið 2001 voru þeir 30.000 þó að mikil aukning hefði orðið í eldinu á þeim tíma. Fulltrúar opinberra vís- indastofnana í Bandaríkjunum og Kanada fullyrða að mjög lítil hætta sé á að Atlantshafslax sem hafi sloppið úr kvíum muni ógna villtum stofnum í ám á norðvesturströnd N- Ameríku. Atlantshafslax er mjög lít- ill hluti laxfiska í Bresku-Kólumbíu skv. gögnum frá ráðuneyti landbún- aðar, matvæla og fiskveiða þar. Fjöldi rannsókna bendir einnig til þess að Atlantshafslax þrífist ekki vel innan um aðra laxastofna og ekki hefur tekist að sanna með rannsókn- um að hann lifi á öðrum villtum laxastofnum. Morgunblaðið/RAX Áhyggjur af auknu þorskeldi í Skotlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.