Morgunblaðið - 24.07.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 24.07.2003, Síða 1
24. júlí 2003 Þorskeldi í kví Keikós, nýr bátur til Keflavíkur, endurbætur í sjávarútvegi Rússa og arðbær reyking á laxi Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu SALTAÐAR fiskafurðir eru eini flokkur sjávarafurða, sem hefur hækkað í verði í erlendri mynt á þessu ári. Mælt í SDR hefur vísi- tala saltaðra afurða í heild farið úr 98,4 í 102,6 frá janúar til maí, en í maí í fyrra var hún 91,4. Mælt í íslenzkum krónum hefur vísitalan lækkað úr 109,5 í 108,2. Sé þorskurinn tekinn út úr var verðvísitala hans 104 í maí, en 101,5 í janúar. Í maí 2002 var vísi- talan hins vegar aðeins 94,4. Verðhækkun frá maí 2002 til 2003 er því ríflega 10% í mælt í SDR. Í íslenzkum krónum hefur vísitalan hins vegar lækkað úr 113 í janúar í 109,6 í maí. „Það er ekki mikil eftir- spurn eftir saltfiski um þessar mundir. Markaðurinn er í jafn- vægi og verð á saltfiski hefur ekki lækkað eins og á öðrum fisk- afurðum,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF. „Sala á sjávarafurðum héðan frá Íslandi hefur verið heldur ró- leg að undan- förnu og eftir- spurn frekar lítil á helztu mörkuðum í Evrópu. Það er alveg ljóst að mikill þrýstingur hefur verið á verðið á frystum afurðum. Saltfiskurinn er eini afurðaflokkurinn sem hefur hækkað aðeins í verði á þessu ári. Allir aðrir afurða- flokkar, svo sem síld, sjófrystar afurðir, landfrystar og rækja, hafa lækkað í verði í erlendri mynt. Það er líka ljóst að framleiðsla á saltfiski er mun minni nú en í fyrra. Það er hins vegar spurn- ingin hvaða áhrif 30.000 tonna við- bót á þorskkvótann kunni að hafa á ráðstöfun aflans, hvort hún muni leiða til aukinnar framleiðslu á saltfiski. Það er alveg ljóst að ekki er hægt að setja saman sem merki milli kvótaaukingarinnar og útflutningsverðmæta sjávaraf- urða, ætli menn sér að miða við verð eins og það var hæst. Raunveruleikinn er ekki þannig. Við sjáum það á ýsunni, þegar kvótinn var aukinn á miðju fisk- veiðiári. Þá jókst framboð veru- lega og verðið lækkaði,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. Verð á saltfiski hefur hækkað á árinu NÝVERIÐ ákvað stjórn norska rannsóknar- ráðsins að styrkja verkefnið „Accelerated intensive production of juvenile halibut: the impact of environmental regulation and water quality“ (Aukin framleiðsla í matfiskeldi lúðu: áhrif umhverfisþátta og vatnsgæða). Vísinda- legur verkefnisstjóri verkefnisins, prófessor Albert Kjartansson Imsland, starfar sem rannsóknar- og þróunarstjóri fiskeldis hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Akvaplan-niva, auk þess sem hann stýrir starfsemi fyrirtæk- isins hérlendis. Að sögn Alberts er hér um að ræða svokallað notendastýrt verkefni þar sem vísindastofnan- ir og fyrirtæki vinna saman að nýsköpun í fyr- irtækjunum. Auk Akvaplan-niva taka Háskól- inn í Bergen, norska Hafrannsóknastofnunin og fiskeldisfyrirtækið Dønna Marine Holding þátt í verkefninu. Norska fyrirtækið er stað- sett rétt sunnan við Bodø og gera framleiðslu- áætlanir ráð fyrir allt að 1.500 tonna fram- leiðslu árið 2005. Lúðan sem unnið verður með í verkefninu er að miklum hluta seiði frá Fiskeldi Eyja- fjarðar, en nýverið var gengið frá sölusamn- ingum á milli Dønna Marine Holding og Fiskeldis Eyjafjarðar og hafa nú þegar verið send um 50 þúsund seiði til Dønna. Seiðin eru síðan alin áfram í landeldisstöð fyrirtækisins þar til þau ná um 500 g stærð, en þá eru þau flutt í sjókvíar og al- in áfram allt þar til þau ná sláturstærð. Að sögn Alberts hefur seiðaframleiðsla gengið nokkuð brösuglega í Noregi og því ver- ið leitað til Fiskeldis Eyjafjarðar til að tryggja stöðugt framboð af seiðum. „Ég held hins veg- ar að innan fárra ára verði framleiðslan orðin stöðugri og mun stærri í sniðum, en við erum að sjá núna,“ segir Albert. „Í okkar verkefni einbeitum við okkur að því búa í haginn fyrir væntanlegt mat- fiskeldi með því að rannsaka hvernig við getum best stýrt fyrstu stigum eldisins þannig að hámarka megi afraksturinn á síðari stig- um. Í Noregi líkt og hérlendis mun hluti eldisins eiga sér stað í land- stöðvum og hér eru möguleikar á því að stýra umhverfisaðstæðum allt aðrar og betri en þeg- ar fiskurinn er kominn í kvíar. Við teljum að með því að stýra hitastigi og nýta svokallaðar kjörhitatröppur, ásamt því að ala fiskinn við sérstakar ljósaðstæður megi auka vöxt um allt að þriðjung jafnframt því sem komið verður í veg fyrir ótímabæran kynþroska.“ Albert bendir á að reynsla úr eldi annarra tegunda sýni að með því að skilgreina og nýta kjöreldisaðstæður á seiða- og stórseiðastigi megi ná fram umtalsverðri arðsemisaukningu í matfiskeldinu. „Til að líkja eftir eldi í endur- nýtingarkerfum munum við einnig rannsaka hvernig lúðan bregst við mismunandi magni súrefnis og ammoníaks í eldissjónum.“ Albert getur þess að niðurstöður verkefn- isins verði opinberar og sé stefnt að því að gera þær aðgengilegar um leið og þær séu fullunn- ar. Þær ættu því að nýtast eldisfyrirtækjum hérlendis að sama skapi og norskum fyrirtækj- um. Hérlendis hefur lítið sem ekkert verið unnið með lúðu í sjókvíum, en reynsla Norð- manna sýnir að áframeldið mun, að öllum lík- indum, verða að stórum hluta í sjókvíum. Þekkingin á eldi í kvíum gæti, hins vegar, nýst hérlendis þar sem finna má aðstæður við strönd Íslands sambærilegar þeim sem finnast á strönd Nordlands í Norður-Noregi. Hlýtur 26 milljónir til rannsókna á lúðu frá norska rannsóknarráðinu VEGNA aflaleysis í Breiðafirði hefur fjöldi handfærabáta, farið frá Ólafsvík til Skagastrandar þar sem á vísan er að róa. Góð afla- brögð á Skagaströnd, upp í fimm tonn á dag, freista trillusjómanna til að leggja sjó undir kjöl og halda á vit ævintýranna þar. Þorgeir Árnason bílstjóri hefur síðustu daga haft nóg að gera við að fara með fjölda báta á bílum sínum til Skagastrandar og var hann einn daginn að fara með þrjá báta norður. Einn trillukarlinn sem spjallað var við á bryggjunni í Ólafsvík, er hann var að setja bát sinn á bíl, sagði að það væri alveg steindautt á færin í Breiðafirði og tómur fíflaskapur að vera að eyða sínum dýrmæta tíma í að róa, og væri best í stöðunni að fara norður, þar sem Breiðafjörðurinn hafi verið eins og eyðimörk í sumar, og hafi bátar verið að koma í land með allt niður í sex fiska eftir daginn. Breiðafjörðurinn eins og eyðimörk ALLT að 250 störf kváðu verða lögð niður við sam- einingu fiskvinnslu- fyrirtækisins Huss- mann & Hahn í Cuxhaven og fyr- irtækisins Pickenpack í Lüneburg í Þýzkalandi, sem er í eigu Sam- herja. Ákveðið hefur verið að sam- eina fyrirtækin tvö í „Pickenpack Hussmann & Hahn Seafood GmbH“. Að sögn dagblaðsins Cux- havener Nachrichten ríkir reiði meðal starfsfólks yfir uppsögnum sem tilkynntar voru hinn 14. júlí og eiga að taka gildi um næstu mán- aðamót. Vinnustaðarstjórn Hussmann & Hahn skýrði frá því að ferskfisk- vinnsludeild fyrirtækisins yrði lok- að 31. júlí. Rekstri hennar yrði síð- ar að hluta til haldið áfram í nafni fyrirtækisins Kutterfisch. Það muni þó ekki taka yfir neina starfsmenn Hussmann & Hahn. Þá muni 100–120 starfsmönnum Hussmann & Hahn til viðbótar verða sagt upp. Skrifstofuhald Hussmann & Hahn verði að mestu fært til Lüneburg, þar sem skrif- stofur Pickenpack eru fyrir. Í heild muni 200–250 starfsmenn Huss- mann & Hahn missa vinnuna við þessar breytingar. Reiði meðal starfs- fólks Hussmann & Hahn vegna uppsagna KOLMUNNAVEIÐI hefur gengið vel að undanförnu en fjögur skip hafa landað rúmlega sex þúsund tonnum það sem af er vikunni. Kolmunnakvótinn er skv. út- hlutun Fiskistofu frá 5. júlí sl. 547.000 tonn. Hinn 23. júlí voru kom- in á land 277.528 tonn sem skiptast þannig að tæpur fjórðungur aflans, 65.712 tonn, er úr erlendum skipum en 211.815 tonn úr íslenskum skip- um. Eftirstöðvar kvótans eru því 335.000 tonn. Faxi RE landaði 1.400 tonnum í Þorlákshöfn og Sighvatur Bjarnason VE 1.097 tonnum í Vest- mannaeyjum, báðir 21. júlí. Hólma- borg SU landaði 2.250 tonnum sl. þriðjudag hjá Eskju á Eskifirði og Jón Kjartansson SU kom með 1.495 tonn í gær, miðvikudag, á sama stað. Mest hefur borist af kolmunna til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, 58.504 tonn, þá til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, 53.103 tonn, og 48.173 tonn voru komin á land hjá Eskju á Eskifirði. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva hafði verið landað alls 154.891 tonni af loðnu í fiskimjölsverksmiðjum að morgni 23. júlí. Þar af eru 58.068 tonn úr er- lendum skipum. Heildarkvótinn er 362.345 tonn og eftirstöðvarnar þ.a.l. um 265.520 tonn. Mestu hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði, 32.146 tonnum. Góð kolmunnaveiði síðustu dagana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.