Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 B 5 bílar Einstök Silfur-tækni Varta rafgeyma er bæði í Bláu og frábæru Silfur-línunni. Silfurinnihald gefur öflugt start og lengir líftíma geymanna um 20% (u.þ.b. 1 ár) í samanburði við venjulega rafgeyma. Rafgeymarnir eru algerlega viðhaldsfríir. Silfur-línan hefur þar að auki 30% meiri startkraft. Vertu viss um að næsti rafgeymirinn þinn sé Varta rafgeymir með silfri. Vilt þú vera með öruggt start? Við eigum rafgeymana á lager. Skiptu tímanlega og forðastu vandræði í ræsingu. Bestir í ra un! t æ k n i Borgartúni, Reykjavík Bíldshöfða, Reykjavík Dalshrauni, Hafnarfirði Hrísmýri, Selfossi Dalbraut, Akureyri Grófinni, Keflavík Lyngási, Egilsstöðum Álaugarvegi, Hornafirði Smiðjuvegi, Kópavogi Radíóþjónusta Bílanausts Síðumúla, Reykjavík RSH.is, Dalvegi, Kópavogi Viðurkenndir rafgeymar við allar aðstæður hann Formula Ford 1600-bíl aðra tíu hringi og að því loknu tíu hringi á Formula 3. Að endingu fær hann síðan For- mula 1-bílinn til afnota í tíu hringi, alls um 170 mílur, eða um 270 km. Nokkrir beinir kaflar eru á brautinni en aflið er takmarkað í bílnum í upphafi og vélin aðeins látin snúast CHARLES, sem á íslenska móður og bandarískan föður, hefur dreymt um það lengi að fá tækifæri til að setjast undir stýri á Formula 1-bíl og segir að með þessu sé draumur sinn að rætast. Um leið ætlar Charles að kynna nýja kartleigu, Icekart, og ökuskóla fyrir sex ára og eldri, sem hann hyggst opna um miðjan október næstkomandi hér á landi. Bíllinn sem Charles ekur var not- aður í Formula 1-keppninni árið 1996 af keppnisliðinu Forti Corse. Þetta er líklega ekki frægasta Formula 1 lið-sögunnar, keppti að- eins þetta eina tímabil og varð síð- an gjaldþrota. Eigendur ökuskólans ARDS eignuðust bílinn og leigja hann út til aksturs á Þriggja systra keppnisbrautinni í Wigan. 10 hringir – 150.000 krónur Charles segir að um þrjátíu fyr- irtæki leigi út Formula 1-bíla til aksturs. Bíllinn sem Charles ekur er með Ford Cosworth-vél, 600 hestafla. „Þetta hefur verið draum- ur minn. Ég hélt alltaf að þetta væri ekki hægt en svo kom bara í ljós að svo er. En þetta er ekki ódýrt. Mitt ævintýri kostar 150.000 krónur, þ.e.a.s. eingöngu fimm klukkustunda akstur. Þá á ég eftir að borga flugfar og gistingu. Þetta hefði ég ekki getað gert nema vegna þess að Bílabúð Benna styrkir mig til fararinnar,“ segir Charles. Hann mun aka tíu hringi í venju- legum fólksbíl með ökukennara til að læra á brautina. Síðan ekur að hámarki 5.000 snúninga á mín- útu. Það er síðan aukið upp í 6.000 snúninga. Bíllinn er með takkaskiptingu í stýrinu og Charles hefur verið sagt að hámarkshraðinn verði um 200 km á klst. Charles ætlar að nota þessa ferð til þess að auglýsa tilvonandi kart- leigu sína. Þar verður hann með nýja gerð af 50 hestafla körtu með rafmagnsmótor sem er sögð ná 100 km hraða á 3,5 sekúndum og 160 km hámarkshraða. Á brautinni verður tekin upp kvikmynd þegar kartan verður látin etja kappi við Formula 1-bílinn og verður sýnt frá þessu í sjónvarpi. Morgunblaðið/Kristinn Charles Onken verður í stærri og aflmeiri bíl 10. september nk. Ekur Formula 1-bíl í Bretlandi Charles Onken, einnig þekktur sem Róbert Karlsson, verður fyrstur Íslendinga, að því er best er vitað, til þess að aka Formula 1-bíl 10. september næstkomandi í Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.