Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 8
Martin Smith, yfirhönnuður Opel, við nýjan Astra. og fleiru. Búnaður er þó breytilegur eftir mörkuðum. VW ráðgerir að selja allt að 135.000 Golf á fyrstu þremur mán- uðunum sem hann er í framleiðslu. Áætlanir gera ráð fyrir sölu á 600.000 nýjum Golf á næsta ári, fyrsta fulla framleiðsluári 5. kyn- slóðarinnar. Alls hafa yfir 22 milljónir VW Golf selst frá því hann kom fyrst á mark- að. Fimmta kynslóð Golf er lengri og breiðari en núverandi gerð. Bíll- inn verður 4.204 mm á lengd, 57 mm lengri en núverandi gerð, 24 mm breiðari og 39 mm hærri. Það sem mestu munar er þó kannski meira innanrými. Farangursrýmið tekur nú 347 lítra í stað 300 lítra áður og lengdin á innanrýminu er 5,4 cm meiri. „Það er ljóst að verðið mun hækka eitthvað frá núverandi verði, enda bifreiðin mun betur búinn en núverandi kynslóð Golf. Við erum enn í samningaviðræðum við Volkswagen og það verður ekki fyrr en í kringum næstu áramót sem við gefum út verðlista fyrir fimmtu kyn- slóð. Eins og jafnan þegar Volks- wagen kynnir nýja kynslóð af Golf fær fjórhjóladrifinn Golf af kynslóð- inni áður að lifa lengur. Við munum því bjóða þann bíl áfram í skutbíls- útgáfu og það verður ekki fyrr en ári eftir að Golf V kemur á markað að hann mun fást með 4Motion fjór- hjóladrifinu frá VW,“ segir Jón Trausti Ólafsson, upplýsingafulltrúi Heklu. Nýr Opel Astra Opel hefur farið heldur róttækari leið við endurhönnun á sínum helsta sölubíl, Astra. Eins og sjá má af myndinni er brot í vélarhlífinni miðri og þetta þema gengur áfram inn eftir bílnum því fyrir miðju mælaborðinu er sama brotið. Hægt verður að fá stjórnsvæði mæla- borðsins málmklætt eða í fjórum öðrum útgáfum. Bíllinn verður fáan- legur með 6,5 tommu stórum upp- lýsingaskjá sem einkum nýtist þeim sem kjósa að hafa leiðsögukerfi í bílnum. Ein nýjung hjá Opel er lyklalaust aðgengi að bílnum líkt og boðið er upp á í sumum dýrari gerð- um bíla. Sala á nýjum Astra hefst í vor. Fyrst verður eingöngu fáanleg fimm dyra gerðin en því næst fylgja þriggja dyra gerð og langbakur. STÆRSTU tíðindin á bílasýning- unni í Frankfurt er frumkynning á nýrri kynslóð VW Golf, þeirri fimmtu. Þetta er ekki eingöngu mest seldi þýski bíllinn allra tíma heldur líka bíll sem setur staðal í sínum flokki. Fyrsti Golfinn var kynntur fyrir 29 árum, haustið 1974, og til dagsins í dag hafa að meðaltali 2.100 manns keypt sér nýjan Golf á hverjum degi. VW hefur sent frá sér myndir sem sýnir bílinn að innan. Þær sýna að bíllinn er mikið breyttur að innan og orðinn mun fágaðri á allan hátt. Einnig verður frumsýndur á sömu sýningu ný kynslóð Opel Astra sem er einn helsti keppinautur VW í þessum stærðarflokki í Evrópu. Fjórhjóladrifsútgáfa Ljóst er að ný gerð Golf á eftir að gera keppinautunum bilt við. Bíllinn hefur fengið nýja yfirbyggingu sem sumum þykir lítil breyting í miðað við fyrri gerð bílsins. Þegar nánar er að gáð má þó sjá að nýi bíllinn dregur að ýmsu leyti dám af Phae- ton lúxusbílnum. Bíllinn verður tals- vert lengri en núverandi gerð sem bætir mjög úr takmörkuðu rýminu í aftursætunum. Þá verður hann boð- inn með nýjum gerðum véla. Í fyrstu fæst hann með 1,4 lítra, 75 hestafla og 115 hestafla 1,6 lítra bensínvélum en auk þes 105 hest- afla, 1,9 lítra og 140 hestafla, 2,0 lítra dísilvélum. Með þessum vélum verður hann boðinn með fimm eða sex gíra handskiptum kassa. Fjór- hjóladrifsútgáfa af bílnum er einnig í burðarliðnum. Nýr Golf verður talsvert mikið búinn. Staðalbúnaður verður m.a. sex líknarbelgir, rafstýrðar rúður, samlæsing, ABS-hemlakerfi, fimm þriggja punkta belti og flaggskipið verður með rafstýrðum sportsætum Golf og Astra – sölubílarnir Það er kominn nýr svipur yfir innréttinguna í Golf. Fimmta kynslóð Golf er umtalsvert lengri en núverandi gerð. Myndir af Golf sem VW birtir nú á heimasíðu sinni voru teknar hér á landi. Dæmi um hvernig aftursætisbakið leggst niður í nýjum Golf. Nýtt yfirbragð í Opel Astra. 8 B MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Sími 535 9000 KIA Í S L A N D FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • WWW.KIA.IS Bílar sem borga sig! Alternatorar – Startarar í allflesta fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, bátavélar á lager og hraðpantanir. Trumatic gasmiðstöðvar í bíla, báta o.fl. Bílaraf Auðbrekku 20, s. 564 0400, f. 564 0404, n.bilaraf@isl.is umboðið umboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.