Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ég átti alveg von á að það yrði ein-hver hrollur í mínum mönnum í byrjun leiks enda gerði ég miklar breytingar og gaf yngri mönnum tæki- færi. En einhvern veginn náðu leik- menn mínir ekki að hrista úr sér hrollinn. Það dró af lið- inu jafnt og þétt og eðlilega leið manni ekki vel að horfa upp á þessi ósköp. Ég fann virkilega til með strákunum sem voru inni á vellinum. En ég tek ekki frá FH-ingum að þeir spiluðu leikinn hreint frábærlega. Þeir hafa verið á miklu skriði og ég vil nota tækifærið til að óska þeim til hamingju með annað sætið.“ Það hlýtur að vera leiðinlegt fyrir ykkur meistarana að skilja við tíma- bilið með þessum hætti? „Já, vissulega, en það er bara eitt- hvað sem verður að lifa með. Það er fátt sem ég get sagt og útskýrt en þetta var ansi mikið högg. Hins veg- ar er mikilvægt að menn haldi haus. Nú er tímabilið að baki og við tekur undirbúningur að nýju tímabili og ný verkefni. Hópsins vegna held ég að það sé ágætt að setja punktinn aftan við i-ið og fljótlega förum við að byggja okkur upp fyrir ný verkefni. Hvort sem þú ert leikmaður eða þjálfari er hægt að draga lærdóm af svona leikjum. Mótlætið kennir manni oft mjög mikið. Þetta er samt ankannalegt mótlæti. Við stöndum uppi sem Íslandsmeistarar en erum svo sjálfir hægt og bítandi að ræna okkur sigurgleðinni. Það sem gildir fyrir okkur er að menn þjappi sér saman og njóti þess að vera Íslands- meistarar. Það alversta sem gerist er ef menn hlaupa út undan sér en okkar hópur er það þéttur og stend- ur vel saman að það gerist ekki. Ég ræddi þessa hluti við strákana inni í klefanum þar sem við sátum af okk- ur erfiðustu tilfinningarnar. Þegar tímabilið er tekið saman náðum við mjög góðum árangri. Við stóðum uppi sem Íslandsmeistarar, urðum meistarar meistaranna, komumst í undanúrslit í bikarnum og unnum „Atlantic cup“, svo uppskeran í sjálfu sér hefur í heildina verið góð. Það þýðir ekkert að einskorða tíma- bilið við þessa síðustu leiki.“ Willum Þór gerði fimm ára samn- ing við KR-inga og á nú þrjú ár eftir af þeim samningi. „Ég hef fullan hug á að halda áfram. Ég hef mjög gaman af þessu og læt þessar hrakfarir ekkert beygja mig í burtu.“ Skynjaðir þú á æfingum eftir að titillinn var í höfn að menn væru orðnir mettir og hugarfar þeirra breytt? „Ég skynjaði hættuna á spennu- falli, sem alltaf er hætta á undir þessum kringumstæðum. Menn lögðu sig hins vegar 100% fram á æf- ingum og auðvitað var stefnt að því að klára mótið með sæmd.“ Þú sem gamall leikmaður og þjálf- ari Þróttar hlýtur að vera sár fyrir þeirra hönd? „Já. Ég vonaði innilega að Þrótt- arar héldu sér uppi. Þeir áttu virki- lega fína takta á mótinu en Fram- arar hafa greinilega höndlað spennustigið betur. Í svona baráttu snýst allt um að hafa spennustigið rétt og Framararnir eru orðnir mjög sjóaðir í þessum efnum. Þróttur féll á 22 stigum og við unnum mótið á 33 og það segir ansi mikið um mótið.“ „Mótlætið kennir manni mikið“ „ÉG held að það sé best að segja sem minnst. Ég get ekkert sagt á þessum tímapunkti sem útskýrir þennan skell. Ég horfði einfald- lega upp á lið mitt yfirspilað af mjög góðu FH-liði,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Íslandsmeistara KR-inga, við Morgunblaðið eftir ósigurinn stóra gegn FH-ingum, 7:0. Eftir Guðmund Hilmarsson EINN mest spennandi lokaslagur í efstu deild karla í knattspyrnu, sem hefur verið boðið upp á hér á landi, var háður laugardaginn 20. septem- ber 2003. Þegar flautað var til leiks kl. 14 voru fimm lið í fallhættu – Þróttur 22 stig, Grindavík 22, KA 21, Valur 20, Fram 20. Við skulum fara yfir fallbaráttuna. 14.11: Jóhann Hreiðarsson skorar fyrir Val gegn Fylki í Árbænum, 1:0. Þá eru KA og Fram í fallsætum. 14.30: Sævar Þór Gíslason jafnar fyrir Fylki, 1:1. Þá eru Valur og Fram í fallstætum. KA var í fallsæti í 19 mín. 14.44: Kristján Brooks skorar fyrir Fram, 1:0, og þá eru Þróttur og Valur í fallsætum. 15.10: Steinar Tenden skorar fyrir KA í Grindavík, 1:0. Þá eru Grindvíkingar og Vals- menn í fallsætum. Valsmenn verða undir 4:1 stuttu síðar, þannig að ljóst var að þeir voru fallnir í þriðja skiptið á fimm árum – og á þess- um tíma – með þeim Grindvíkingar, sem eru þeir einu sem hafa aldrei fallið úr efstu deild síðan þeir unnu sér sæti í deildinni. Þegar Valur féll fyrir fimm árum voru Valsmenn þeir einu sem höfðu leikið í efstu deild síðan deildaskipting var tekin upp 1955. 15.40: Sinisa Kekic jafnar fyrir Grindavík þeg- ar þrjár mín. eru til leiksloka í viðureign gegn KA, 1:1. Þá eru Þróttur og Valur í fallsætum, KA og Þróttur með jafn mörg stig (22), en KA með tvö mörk í plús, Þróttur með tvö mörk í mínus.  Spennan var geysileg. Þróttarar sóttu grimmt gegn Fram, leikurinn í Grindavík var búinn og Valur fallinn eftir stórt tap fyrir Fylki, 6:2. Eitt mark Þróttar hefði fellt Fram.  Framarar náðu að halda hreinu og bjarga sér frá falli í lokaleik fimmta árið í röð og í fjórða skipti á Laugardalsvellinum, þar sem Fram vann Víking 3:2 1999, gerði jafntefli við Breiðablik 2000, vann Keflavík 5:3 árið 2001. Framarar björguðu sér frá falli á Akureyri í fyrra með því að leggja KA að velli, 3:0.  Án efa er þetta heimsmet hjá Fram og geysi- legt afrek út af fyrir sig. Leikmenn Fram hafa staðist ótrúlegt álag fimm ár í röð. Þegar Stein- ar Þór Guðgeirsson tók við þjálfun liðsins eftir fjórar umferðir var liðið með aðeins tvö stig. Þegar upp er staðið eftir átján umferðir er liðið með 23 stig.  Gengi Fram hefur verið ótrúlegt sl. fimm ár. Spámenn hefðu ekki fengið fullt hús stiga, ef þeir hefðu spáð um árangur Fram. Ekkert frek- ar en Helgi Daníelsson, Alþýðublaðinu, og síðan Eiríkur Jónsson, DV, þegar þeir spáðu um leiki á enska getraunaseðlinum í getraunaþáttum sín- um – rökstuddu spá sína leik fyrir leik, og fengu síðan ekki einn einasta leik réttan.  Lokastaðan á botninum: Grindavík 23 stig, Fram 23, KA 22, Þróttur 22, Valur 20.  Þróttur og Valur unnu sér sæti í efstu deild í fyrra, þá Símadeild, en féllu úr efstu deild ári síðar, þá Landsbankadeild. Sigmundur Ó. Steinarsson. Spennandi lokabarátta KR, FH, ÍA og Fylkir verða fulltrúar Íslendinga á Evrópu- mótunum í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. KR-ingar taka þátt í undan- keppni Meistaradeildarinnar, FH-ingar og Skagamenn skipta sitthvoru UEFA-sætinu á milli sín, FH fyrir að ná öðru sætinu og ÍA fyrir að komast í bikarúrslit en þar eiga þeir í höggi við FH-inga. Fylkismenn taka þátt í Intertoto-keppn- inni.  Frá því þriggja stiga reglan var tekin upp 1984 hefur Ís- landsmótið í efstu deild aldrei unnist á færri stigum. KR hlaut 33 stig í ár en KA-menn sem áttu metið fengu 34 stig þegar þeir urðu meistarar í fyrsta og eina skiptið árið 1989.  Markatala KR-inga var hag- stæð sem munaði einu marki og aldrei áður hefur marka- munur meistaraliðs verið svona lítill. KR, FH, ÍA og Fylkir í Evrópu- keppnina  DAGUR Sigurðsson, landsliðsfyr- irliði í handknattleik, þjálfari og leik- maður Bregenz, skoraði 2 mörk þeg- ar liðið sigraði Bärnbach, 30:22, á útivelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær. Dagur hefur byrjað vel því liðið er í efsta sæti með 6 stig eftir þrjár umferðir.  ARON Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður Hauka, skoraði 2 mörk fyrir Tvis Holstebro sem tapaði fyrir Bjerringbro, 28:26, í dönsku 1. deild- inni í handknattleik.  GÍSLI Kristjánsson, fyrrverandi liðsmaður Gróttu/KR, skoraði 2 mörk í liði Fredericia sem vann Helsinge, 33:28.  ARNAR Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Marel Baldvinsson voru allir í byrj- unarliði Lokeren sem tapaði fyrir Lierse, 2:1, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Ekkert gengur hjá Lokeren. Liðið hefur enn ekki unnið leik og er aðeins með 2 stig eft- ir sex umferðir. Næsti leikur hjá Ís- lendingaliðinu er í Manchester en þá sækir liðið Manchester City heim í UEFA-keppninni.  INDRIÐI Sigurðsson lék ekki með Genk sem gerði markalaust jafntefli við Mons.  EVRÓPUKEPPNI kvennalands- liða í körfuknattleik hófst um helgina í Grikklandi. Evrópumeistaralið Frakka tapaði í öðrum leik sínum gegn Serbíu/Svartfjallalandi, 70:68, en liðin eru í A-riðli. Frakkar höfðu áður lagt Ísrael að velli 91:55.  TÉKKAR urðu fyrstir liða til þess að skora yfir 100 stig í leik á þessu móti en það gerði liðið gegn Ísrael, 104:67.  TVEIR ungir leikmenn úr körfu- knattleiksliði Njarðvíkur eru á leið vestur um haf þar sem þeir munu dvelja við nám í Bandaríkjunum. Þeir eru Jóhann Ólafsson, sem verð- ur í Centralia skammt frá Seattle, og Kristján Sigurðsson, sem leikur með miðskólaliðinu Wakefield í Virginíu sem er skammt frá Wash- ington.  SVISSNESKUR maður hefur ver- ið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að hafa boðist til þess að myrða stúlk- una sem ákært hefur Kobe Bryant, leikmann NBA-liðsins Los Angeles Lakers, fyrir nauðgun. Patrick Gra- ber vildi fá um 240 millj. ísl. kr. fyrir verkið en þeir aðilar sem hann hafði samband við létu lögregluna vita og var Graber handtekinn.  LEIKSTJÓRNANDINN Kenny Anderson hefur samið við NBA-liðið Indiana Pacers en hann lék með Seattle og New Orleans á síðustu leiktíð. Anderson hóf ferilinn með New Jersey Nets árið 1991 og komst m.a. í Stjörnuliðið árið 1994, en hefur farið víða á síðustu árum. FÓLK Ef ég á að segja alveg eins og eróraði mig ekki fyrir því að við ættum eftir eftir að ná öðru sætinu. Okkur gekk allt í mót í vor en ég var samt sallarólegur. Ég var ekki kominn með þá leikmenn í vor sem ég átti eftir að fá og ég brýndi fyrir strákunum að halda áfram vinnu sinni hvernig svo sem gengi inni á vellinum í undirbúnings- leikjunum. Við vorum geysilega heppnir að fá Danina og koma þeirra til okkar gjörbreytti liðinu. Tommy og Allan gáfu liðinu mikið sjálfs- traust og þó svo að þeir eigi stærstan þátt í velgengni liðsins má ekki gleyma því að flestir ef ekki allir strákarnir í liðinu hafa staðið sig geysilega vel,“ sagði Ólafur, eftir að FH hafði unnið stórsigur á KR, 7:0. „Liðið er góð blanda og breiddin hefur aukist með tilkomu yngri strákanna. Hrakspárnar fyrir mótið urðu bara til að efla okkur en auðvit- að tek ég undir það að árangur okkar er óvæntur en að sama skapi mjög verðskuldaður. Þegar maður lítur til baka er tapið á mót Fram í 16. um- ferðinni sárustu vonbrigðin auk ósig- ursins gegn þeim á heimavelli. Ef við hefðum staðið okkur eins og menn í leiknum í Laugardalnum hefðum við alveg getað verið í þeim sporum í dag að hampa Íslandsmeistaratitlin- um,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið eftir stórsigurinn á KR-ingum. Ólafur segir mikilvægt að ná sín- um mönnum niður á jörðina sem allra fyrst enda stórleikur á döfinni gegn ÍA. „Ég sagði við strákana á bekknum þegar staðan var orðin 4:0 að nú væri nóg komið. Það væri kannski ekki gott að vinna stærri sigur. En auð- vitað er betri undirbúningur fyrir svona stórleiki að vinna en tapa. Ég var alveg sannfærður um að við myndum vinna þennan leik. Ég sá að KR-ingarnir voru hættir og algjör- lega búnir á því á sama tíma og við vorum á mjög góðu róli. Ég fann hversu vel mínir menn voru stemmd- ir og tilbúnir í að enda mótið með stæl. Það hvarflaði auðvitað ekki að mér að við ættum eftir að vinna 7:0, en eins og góður maður sagði vorum við kannski klaufar að vinna ekki með tveggja stafa tölu.“ Ólafur þjálfaði og lék með FH-ing- um þegar þeir höfnuðu í öðru sæti árið 1989 þar sem þeir sáu á eftir Ís- landsmeistaratitilinum í hendur KA- mönnum eftir ósigur í lokaumferð- inni á móti Fylki og Ólafur var sömu- leiðis við stjórnvölinn árið 1991 þegar FH tapaði fyrir Val í úrslita- leik bikarkeppninnar. „Við höfum oft verið nálægt því að vinna stóran titil en alltaf misst af honum. Nú fáum við tækifæri um næstu helgi til að brjóta ísinn. Leik- urinn á laugardaginn er einn mik- ilvægasti leikurinn sem FH hefur spilað og við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna.“ Ekkert viss um að halda áfram Ólafur og aðstoðarmaður hans, Leifur Sigfinnur Garðarsson, sömdu við FH út þetta tímabil. Forráða- menn FH-inga vilja halda þeim fé- lögum en ekki hefur verið gengið frá þeim málum enn sem komið er. „Við viljum klára tímabilið og sjá svo til. Ég er ekkert viss um að halda áfram. Ég ætlaði mér ekki að fara út í þjálfun. Ég taldi minn tíma liðinn í þessu en ég lét plata mig í starfið aft- ur og auðvitað er erfitt að slíta sig frá því þegar vel gengur. Ég held að ég kunni þetta ágætlega ennþá en hvort ég held áfram er svo annað mál. Ég hef upplifað nánast allt sem þjálfari en ég á þó eitt eftir, – að vinna titil.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ánægður með sína menn Hrakspárnar urðu til að efla okkur ÓLAFUR Jóhannesson, þjálfari FH-inga, má vera stoltur af sínu liði en þvert á hrakspár margra hafnaði Hafnarfjarðarliðið í öðru sæti í efstu deild, Landsbankadeildinni, í knattspyrnu, og á möguleika á að hampa sínum fyrsta stóra titli um næstu helgi þegar það leikur til úrslita við Skagamenn í bikarkeppninni. Eftir Guðmund Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.