Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 1
25. september 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Fiskvinnsla í Kína veldur titringi á Vesturlöndum, lífslíkur undirmáls- þorsks og síldin sýnir sig fyrir austan Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu EFTIRLITSMÖNNUM verður fækkað um borð í rækjuveiðiskipum á Flæmingja- grunni og sparast við það umtalsverðir fjár- munir. Þetta var samþykkt á ársfundi Norð- vestur-Atlantshafs fiskveiðistofnunarinnar (NAFO) sem haldinn var í Dartmouth í Nova Scotia í Kanada dagana 15.–19. september sl. Fyrir fundinum lá tillaga um tilraunaverk- efni um breytt eftirlit á samningssvæði NAFO. Tillagan gerði ráð fyrir að draga mætti verulega úr fjölda eftirlitsmanna gegn mun nákvæmari upplýsingagjöf um veiðarn- ar, í gegnum gervihnetti. Byggist tillagan á hugmyndum og tæknileg- um útfærslum Ís- lendinga og hefur verið til umræðu á ársfundum NAFO í mörg ár. Tillögur Íslendinga gerðu ráð fyrir umtalsverðri fækkun eftirlitsmanna og að gerður yrði samanburður á þeim skip- um sem hefðu eftirlitsmenn um borð og þeim sem einungis væru með gervihnattaeft- irlit. Sú tillaga sem var samþykkt gerir ráð fyrir að eftirlitsmenn verða í helmingi fiski- skipa. Öll fiskiskip Íslendinga uppfylla tæknileg skilyrði fyrir þátttöku í þessu til- raunaverkefni. Með þessari breytingu er áralangri baráttu fyrir fækkun eftir- litsmanna að skila ár- angri og sparast mikið fjármagn vegna eftirlits með samþykktinni, bæði við rækjuveiðar á Flæmingjagrunni og einnig við úthafskarfaveiðar á NAFO- svæðinu. Fram kom hjá vísindanefnd NAFO að ástand rækjustofnsins á Flæmingjagrunni er gott. Samþykkt var óbreytt stjórn á veið- unum fyrir árið 2003 og að dagafjöldinn yrði sá sami. Ísland hefur frá því að NAFO sam- þykkti að taka upp sóknarstýringu til stjórn- unar á rækjuveiðum á Flæmingjagrunni árið 1995 mótmælt því fyrirkomulagi. Ísland ítrekaði mótmæli sín við sóknarmarkskerfið og mun áfram stjórna veiðunum einhliða með aflamarki, sem ákveðið verður á næstu mán- uðum. Formaður íslensku sendinefndarinnar var Þórir Skarphéðinsson. Eftirlitsmönnum fækkað á Flæmska LEIGUVERÐ á ýsukvóta hefur lækkað um 77% á einu og hálfu ári. Þetta kemur fram í útreikningum Útvegshússins á verðþróun afla- marks á síðustu fimm fiskveiðiár- um. Útvegshúsið hefur reiknað verð- vísitölu fyrir aflamark í botnfisk- tegundum fyrir sl. ár. Með vísitöl- unni er búið að taka saman í eina tölu verð á aflamarki helstu botn- fisktegunda. Hér er aðeins um leigukvóta að ræða ekki aflahlut- deild eða varanlegan kvóta. Króka- aflamark smábáta er ennfremur ekki meðtalið í þessum reikningum. Grunnur vísitölunnar er reiknaður m.v. verð á aflamarki í september 1998 þegar Kvótaþing tók til starfa. Kvótaverð ýsu hefur sveiflast mikið á tímabilinu og náði hámarki á vorvertíð 2002 þegar verðið var að meðaltali um 130 krónur kílóið og hafði þá rúmlega fjórfaldast frá því í september 1998. Síðan þá hef- ur leiguverð ýsukvóta nánast hrun- ið og í ágúst sl. var verðið að með- altali aðeins 30 krónur. Lækkun frá vorvertíðinni 2002 er því nærri 77%. Á sama tímabili hefur verð á ýsu á fiskmörkuðum fallið um 68%, úr 185 krónum í um 60 krónur, miðað við slægðan fisk. Lækkunina á fyrst og fremst rekja til batnandi ýsuveiði og aukins framboðs á kvóta, enda hefur ýsukvótinn aldrei verið meiri en á fiskveiðiárinu sem nú er nýhafið. Verð á úthafsrækju- kvóta sveiflast verulega mikið og ekki síst innan hvers fiskveiðiárs. Leiguverð úthafsrækjukvóta er jafnan hæst í upphafi fiskveiðiárs- ins en lækkar þegar líða tekur á fiskveiðiárið. Skýringin er vafa- laust sú að undanfarin ár hefur ekki tekist að veiða upp í kvótann. Hátt verð í upphafi fiskveiðiárs má hugsanlega rekja til þess að þá rík- ir nokkur óvissa um hvort náist nýta allan kvótann en þegar líða tekur á fiskveiðiárið er hins vegar útséð með hvort það tekst. Frá nóvember 2001 hefur verð úthafs- rækjukvóta fallið jafnt og þétt úr 35 krónum kílóið í aðeins 1 krónu í sl. ágústmánuði. Stöðugt verð á karfa Ólíkt öðrum kvótategundum þá hefur verð á karfa verið afar stöð- ugt eða í kringum 40 krónur kílóið. Í ágúst sl. kostaði karfakvótinn þó um 34 krónur samanborið við 42 krónur í ágúst 2002. Kvótaverð steinbíts var í sl. ágústmánuði um 41 króna en um 53 krónur í ágúst- mánuði í fyrra. Kvótaverð steinbíts er nú samt sem áður um helmingi hærra en það var í september 1998. Erfitt er að segja til með ná- kvæmum hætti hvað ræður verði á leigukvóta hverju sinni enda nokk- uð margir þættir sem geta haft þar áhrif. Hagnaður af veiðunum ætti að ráða þar mestu, að því gefnu að kvótinn takmarki veiðarnar að ein- hverju ráði. Hagnaðurinn ræðst af fiskverði og kostnaði við veiðarnar. Þegar ekki næst að veiða upp í heildarkvótann hefur það að sjálf- sögðu afgerandi áhrif. Aflabrögð hafa einnig áhrif og þegar vel veiðist skapast eftirspurn eftir kvóta sem leiðir til hækkunar. Jafnframt geta reglur um tilfærslu aflamarks milli tegunda haft mikil áhrif og einnig væntingar manna. Þá getur aflasamsetning viðkom- andi veiða þar að auki haft áhrif, m.a. hvort tegundin er meðafli eða ekki. Verð á ýsukvóta hefur hrunið Hefur lækkað um 77% frá vorvertíðinni 2002 – einnig verðfall á ýsuverði             ! "## ## $#### $###$ $##$#% & ' (  ) * + ,-. (    ÞAU eru mörg, náttúr- unnar furðuverk. Í fljótu bragði virðist ekkert at- hugavert við þessa mynd en ef vel er að gáð sést að sandkolinn til vinstri snýr öfugt, ef svo má að orði komast, en sá sem er til hægri snýr rétt. Kolinn veiddist í Faxaflóa á dög- unum og segjast sjómenn stundum verða varir við slík afbrigði. Jónbjörn Páls- son, fiskifræðingur á Haf- rannsóknastofnuninni, segir þetta ekki algengt en þó ekki einsdæmi meðal sand- kola. Þegar myndbreyting eigi sér stað af lirfustigi lendi augu sandkolans á „rangri“ hlið. Jónbjörn seg- ir „öfuga“ sandkola komast jafnt af í lífsbaráttunni og þeir sem rétt snúa, enda megi líkja þessu við þegar fólk er örvhent. Augun á rangri hlið Morgunblaðið/Jim Smart 29 SÆNÁLAR hafa nú bætzt í fjölskrúðugt safn lifandi fiska í Fiska- og náttúrufæðisafni Vest- mannaeyja. Það var áhöfnin á Portlandi VE sem færði safninu þessa fremur fágætu fiska, en þeir fundust í þangdræsu sem kom í net bátsins á fimm faðma dýpi við Sandinn milli lands og Eyja. Kristján Egilsson, forstöðumað- ur safnsins, segir að frekar sjald- gæft sé að lifandi sænálar veiðist hér við land, hvað þá svona marg- ar í einu. Sænálin er eins og nafnið gefur til kynna öll á lengdina og verður 20 til 30 sentímetrar að lengd hér við land en getur orðið tvöfalt lengri í heimskynnum sín- um í hlýrri sjó, en útbreiðslusvæði hennar nær allt suður til Azora- eyja og Marokkó. Talið er að aukin hlýindi sjávar hér við land skýri vaxandi gengd sænála við landið. Sænálin er í ætt við sæhest og syndir upprétt í sjónum. Hrygnan hrygnir 400 til 1.000 hrognum og límir þau á hænginn, oft fleiri en einn ef hrognin eru mörg. Hæng- urinn sér svo um að klekja þeim út. Kristján segir að sænálarnar þrífist vel, að minnsta kosti enn sem komið er, en þær lifa á ör- smáum svifdýrum, sem hann hefur fengið frá Fiskeldi Eyjafjarðar sem notar þau í fæðu fyrir lúðu- seiði. Kristján hefur notað þetta fóður fyrir hrognkelsa- og stein- bítsseiði og hefur það reynzt vel. Festir hrognin á hænginn Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sænálar eru í ætt við sæhesta og synda uppréttar í sjónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.