Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.2003, Blaðsíða 4
BÖRN 4 C LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKURÐLÆKNAR í Tyrklandi urðu heldur betur undrandi þegar þeir fundu heil tvö kíló af hári í maga á 17 ára stelpu. Stelpan leitaði til læknis af því að henni var svo oft illt í mag- anum. Það kom í ljós að þegar hún var lítil hafði hún oft borðað hár og það festist í maganum. Læknarnir telja að hárið hafi verið í maganum á stelpunni í 15 ár. Með tvö kíló af hári í maganum MÖRG okkar tengja kirkjur við há- tíðlegar messur þar sem það getur kannski verið erfitt að skilja allt sem presturinn segir. Í langflestum kirkjum á Íslandi er hins vegar mikið barna- og unglingastarf þar sem krakkar koma saman og gera eitthvað skemmtilegt. Barnablaðið leit í heimsókn í Háteigskirkju en þar er TTT (tíu til tólf ára) starfið komið í fullan gang eftir sumarfríið. Krakkarnir byrjuðu stundina á því að syngja en svo voru þau á leið í ratleik. Bergsteinn Már (12 ára) og Guð- rún Elín (11 ára) eru bæði í Há- teigsskóla og taka þátt í kirkjustarf- inu í Háteigskirkju. Bergsteinn er nýbyrjaður en Guðrún Elín hefur verið með í TTT áður. Skutlukeppni og föndur Þeim finnst báðum mjög gaman í kirkjustarfinu enda finnst þeim fé- lagsskapurinn góður. „Við gerum ýmislegt. Við syngjum eiginlega alltaf. Svo höfum við farið í skutlu- keppni, föndrað og á einum fundi fórum við upp í kirkjuturninn og skoðuðum útsýnið,“ segir Berg- steinn og Guðrún bætir við að hún hafi einu sinni farið í ferðalag með starfinu og að það verði vonandi aft- ur. „Mér finnst þetta eiginlega allt skemmtilegt. Núna erum við að fara í ratleik sem ég held að verði mjög gaman,“ segir Guðrún. Bergsteinn og Guðrún fara bæði í messur af og til en finnst það ekk- ert sérlega skemmtilegt. „Ég held að það væri alveg hægt að gera messurnar skemmtilegri, til dæmis með því að fara í leiki,“ segir Guð- rún og Bergsteinn skýtur inn í að það væri líka hægt að segja brand- ara. „En TTT kemur eiginlega bara í staðinn fyrir messur,“ segir Guð- rún. Þau segjast bæði hafa nóg að gera í sínum frítíma. „Ég er í skák og fótbolta og svo læri ég á píanó,“ segir Bergsteinn. „Ég spila líka fót- bolta og læri á píanó. Svo á ég hesta og er nýbúin að eignast lítið systk- ini,“ segir Guðrún. Krakkar í TTT-starfi Kemur í staðinn fyrir messur Morgunblaðið/Jim Smart T.T.T. (tíu til tólf ára) krakkar í Háteigskirkju syngja oftast nokkur lög á fundum. Guðrún ElínBergsteinn Már SINDRI Karl er 7 ára strákur í Mýrarhúsaskóla. Hann teikn- aði þessa skemmtilegu mynd af vélmenni og sendi okkur. Vélmenni TÓLF ára stelpa í Bandaríkjunum, Brianna LaHara, þarf að borga 160.000 krónur í sekt fyrir að stela tónlist af Netinu. Brianna hlóð niður um 600 lögum með uppáhalds poppstjörnunum sínum. Eins og svo mörg önnur börn, og reyndar fullorðnir líka, hélt hún að það væri löglegt að ná sér í ókeypis tónlist á Netinu en raunin er önnur. Sektuð fyrir að ná sér í tónlist á Netinu Uppáhalds blómið SIGRÍÐUR Stella Gunnarsdóttir, 5 ára, sendi okkur þessa mynd af fallegu blómi. Fyrirmyndin fylgdi jafn- framt með en að sögn Siggu Stellu er þetta uppá- haldsblómið hennar þar sem það er bleikt að lit. MYNDIRNAR virðast í fljótu bragði vera alveg nákvæmlega eins en þegar vel er að gáð kemur í ljós ákveðinn munur. Ef þú skoðar myndirnar gaumgæfilega ættirðu að geta fundið tíu villur. Finndu tíu villur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.