Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.2003, Blaðsíða 2
GÍFURLEGAR breytingar hafa orðið á flota Þorbjarnar Fiskaness s irtæki og Valdimar hf. í Vogunum sameinuðust fyrir þremur árum. Á þ skipum og bátum verið lagt eða þeir seldir. Við sameininguna árið 200 í eigu félagsins 20 út 10 báta til að sæ hlutdeild en 20 ge tímabilinu hafa ve legar aflaheimildi Hámarka arðin „Það er alveg ljós gera út alla þá bát áttu við sameining gerðin engu og la unum yrðu mjög l Tómasson, framk bjarnar Fiskaness Hann segir grundvöllinn að þessum breytingum vera kvótakefið og f ilda. Án þess hefði þetta aldrei gengið upp. „Við settum okkur það mar inguna að vera með stöðugleika í vinnslu, áreiðanleika í afhendingu af gæði bæði á sjó og í landi. Við teljum okkur vera að ná þessum markmi skila okkur stöðugu úrvalshráefni til vinnslu bæði í Grindavík og í Vog skipin eru gerð út allt árið. Við erum með um 75% þorskkvóta okkar á landa afla sínum til vinnslu í landi, sem byggist á söltum og ferskum fis með flugi. Frystitogararnir taka aðrar tegundir eins og karfa, ufsa og mikið af gulllaxi. Grindvíkingur sér svo um uppsjávarfiskinn og ætluni mest af honum úti á sjó. Við teljum okkur því vera að hámarka arðinn a okkar með þeim breytingum sem við höfum gert á samsetningu skipak höfum við lokað tveimur vinnsluhúsum og vinnum fiskinn nú á tveimur Grindavík og öðrum í Vogunum, en miklar endurbætur hafa verið gerð og starfsmannaaðstöðu í þessum húsum,“ segir Eiríkur. Miklar breytingar Við sameininguna átti Þorbjörn frystitogarana Hrafn Sveinbjarnarson fisktogarann Sturlu, línubátinn Hrafnseyri, nótaskipið Háberg og neta Valdimar átti netabátinn Ágúst Guðmundsson, línubátinn Vesturbor Halldórsdóttur og tvo snurvoðarbáta, sem báðir hétu Dagný. Fiskanes átti nótaskipið Grindvíking, línubátana Skarf og Albatros o ana Gauk, Geirfugl, Reyni, Ólaf og Ólaf sem um þær mundir var að kom aður frá Kína. Nú er staðan þannig, að út eru gerðir frystitogararnir Hrafn Sveinbj Gnúpur. Loðnuskipið Háberg heitir nú Geirfugl og hefur verið breytt í ið er á netum, Hrafnseyri hefur verið seld, Sturlu hefur verið lagt og er Ágúst Guðmundsson var seldur til Mexíkó, en í hans stað var Gullbergi breytt í línuskip og heitir það nú Ágúst, Vesturborg heitir nú Valdimar togaranum Þuríði Halldórsdóttur hefur verið breytt í línuskip, Dagnýj verið seldar. Skarfur, Gaukur og Geirfugl hafa verið seldir, Grindvíkin og er hann til sölu, en nýtt vinnsluskip með sama nafni hefur verið key verður það gert út á troll og nót á uppsjávarfisk. Albatros er á línu, Re seldur svo og báðir Ólafarnir og fór sá kínverskættaði til Grænlands. N sem sagt fimm línuskip, einn netabát og fjögur vinnsluskip. 10 skip og bátar í stað 20 áðu Hinn nýi Grindvíkingur var keyptur frá Noregi. 2 C FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                                                !" #$  $##&#' ()*!                       !   "        M IKLAR breytingar hafa á undanförnum ár- um átt sér stað í ís- lenzka fiskiskipaflot- anum. Breytingarnar hefjast með tilkomu kvótakerfisins árið 1984. Upp úr því byrjar smábátum að fjölga verulega en fækkun verður í hinum hefðbundna vertíðarflota. Síðar var svo fjölgun smábáta stöðvuð og fækkaði þeim aftur á ný. Úreldingarkvöðin Sé litið til síðasta áratugar má segja að fækkun fiskiskipa hafi einkennt hann. Skýringin er ann- ars vegar sú, að útgerðir sem áttu litlar afla- heimildir lögðu skipum sínum og seldu afla- hlutdeildina. Hins vegar réð miklu sú kvöð, sem var við endurnýjun fiskiskipa, að kæmi nýtt skip inn í flotann yrði annað jafnstórt, eða fleiri smærri með sömu rúmlestatölu, að hverfa úr rekstri. Útgerðarmenn voru að stækka skip sín og varð niðurstaðan sú að fleiri skip voru úrelt en komu inn. Þannig stækkuðu stóru skipin en smærri skipunum fækkaði. Úreldingarrétturinn var þannig veruleg söluvara og voru léleg skip seld dýrum dómum til þeirra sem vildu stækka skip sín. Einnig kom til á þessum árum heimild til að skrá hér skip, sem ekki höfðu veiðiréttindi innan lögsögu, en beitt var til veiða á úthafinu. Var það meðal annars gert til að tryggja það að afla- reynsla þessara skipa yrði skráð á Íslandi, en ekki löndum eins og Kýpur eða Belize eða öðr- um ríkjum sem heimiluðu hentifánaskráningu. Engar hömlur Um aldamótin var lögunum um úreldinguna breytt í kjölfar Valdimarsdómsins svokallaða, en þá þurftu menn ekki að úrelda skip á móti nýj- um. Engar hömlur eru eftir það á fjölgun fiski- skipa og allir geta fengið veiðileyfi hafi þeir yfir einhverjum aflaheimildum að ráða. Við þessa breytingu varð verðfall á skipum. Þeir sem vildu endurnýja skip sín með stærri skipum þurftu ekki lengur að kaupa úreldingarrétt fyrir tugi milljóna króna. Þeir gátu einfaldlega lagt gömlu skipunum, eða selt þau og keypt ný, eða gert bæði þau gömlu og nýju út. Við þessa breytingu fjölgaði skipunum á ný og hófst þá veruleg útgerð kvótalausra eða kvóta- lítilla báta, sem byggðu afkomu sína á því að leigja til sín aflaheimildir. Niðurskurður afla- heimilda fyrstu árin á þessum áratug leiddi svo til þess að skipum fór að fækka á ný og hefur út- gerð hinna kvótalausu dregizt verulega saman. Einnig hefur verið mikið um sameiningu út- gerða, sem leitt hefur til þess að skipum hefur verið lagt eða þau seld úr landi og aflaheimild- irnar sameinaðar á færri skip. Línuvæðingin En það er fleira sem hefur breytzt. Inn í flotann hafa á síðustu árum komið mjög öflug fjöl- veiðiskip og eldri skip hafa verið stækkuð og endurbætt. Þessum skipum hefur fyrst og fremst verið beitt til veiða á kolmunna og norsk- íslenzku síldinni. Þá hefur orðið gífurleg fjölgun á línubátum með beitningarvélar um borð, en slík útgerð hefur skilað góðum tekjum og er tal- in skila afar góðu hráefni til vinnslu og tryggir hún jafnframt stöðugt og jafnt flæði af fiski til vinnslu í landi. Á sama hátt hefur netabátunum fækkað þrátt fyrir að þeir beri yfirleitt dýrasta og stærsta þorskinn að landi. Skýringin á því hefur meðal annars verið slakar vertíðir og óöryggi um fram- vindu fiskveiðistjórnunar, umræðan um lengra hrygningarstopp og bann við stórum möskva til að vernda stóra hrygningarfiskinn. Gangi þetta eftir getur það til dæmis leitt til þess að útgerð kvótalausra og kvótalítilla báta verður óarðbær- ari en ella. Möguleikar þ rakstur þeirra aflaheimil hafa minnkað. Minni mö og lægra verð. Aukinn sveigjanleik Þessir breyttu tímar í út hafa orðið í kjölfar Valdim greitt fyrir sveigjanleika geta flaggað skipum út o stækkað skipin án þess a arrétt og þannig aukið ör áhafnar, farið betur með       #  $    !"  #$! % ! &' ('  & ('  ! ) !  &#' ) !  &'* +  & % !  & ,+)-./+,,%        0&  "2  % $ !  " 3 4 && , & 5 1     1     1      1       1       1        1  + +     +,,%          1       1     +,,%         % $ ! " 3 4 &&   +,,%          6     47  &  $ !    &2 & 5 Engar hömlur fiskiskipa á Í Eitt af markmiðum kvótakerfisins var að laga sóknargetu fisk fiskistofnanna hverju sinni. Hjörtur Gíslason og Helgi Mar Árnaso hver þróunin í stærð og samsetningu flotans hefu ALLS hefur 81 fiskiskip verið tekið af skipaskrá á árinu, samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun og hefur ríflega þriðjungur þeirra verið seldur úr landi. Siglingastofnun hefur frumskráð 34 skip það sem af er árinu og þar af voru aðeins 4 skip stærri en 15 brúttótonn. Samkvæmt skipaskrá Siglingastofnunar samanstendur fiskiskipa- stóllinn af opnum vélbátum, vélskipum og togurum. Þó ber að athuga að skilgreining Siglingastofnunar á opnum vélbátum jafngildir ekki þeim flokki báta sem jafnan eru nefndir smábátar eða krókabátar. Alls eru nú 1.934 fiskiskip á skrá hérlendis og hefur fækkað um eitt frá síðustu áramótum. Þar af reyndust þilfarsskip vera 947. Meðal- aldur vélskipa var 19,6 ár en togara 22 ár. Þess ber þó að geta að ekki lögðu nema 1.519 skip upp afla á síðasta ári eða um 79% skráðra fiski- skipa. Af 988 opnum fiskibátum lögðu aðeins 67% þeirra upp afla, 89% skráðra vélskipa en allir skráðir togarar sem eru 76 talsins. Á árinu 2002 fækkaði í fiskiskipastólnum um 77 skip frá fyrra ári. Vélskipum fækkaði um 4 milli ára en opnum fiskibátum um 69. Tog- urum fækkaði um fjóra á sama tímabili eða úr 80 í 76. Flest skip voru á síðasta ári með skráða heimahöfn á Vestfjörðum eða alls 380 skip. Opnir fiskibátar voru flestir á Vesturlandi eða 187 en þeir voru 180 á Vestfjörðum. Flest vélskip voru á Vesturlandi eða 194 en togarar voru flestir á Norðurlandi eða 19 talsins. Mörg skip seld til útlanda Af því 81 skipi sem tekið hefur verið af skipaskrá það sem af er þessu ári, hafa alls 29 skip verið seld úr landi. Flest þeirra hafa verið seld til Færeyja, nokkur til Rússlands en auk þess hafa íslensk skip verið seld um víða veröld á árinu, s.s. Panama, Namibíu, Úrúgvæ og Kúvæt. Á síðasta ári voru 40 skip og bátar úr íslenska flotanum seld til út- landa eða rúmlega helmingi fleiri skip en seld voru úr landi árið á undan. Árið 2000 voru 20 skip seld úr landi og 19 skip árið 1999. Það eru einkum þrjár ástæður sem liggja að baki söluaukningu á skipum til útlanda og segja má að þær séu allar afleiðingar kvótakerfisins. Í fyrsta lagi hefur sameining útgerðarfyrirtækja þau áhrif að skipum fækkar, því samhliða hagræðingu í rekstri færist kvótinn á færri skip. Í öðru lagi hafa skipin stækkað, þau eru afkastameiri en áður var og þá þarf að selja minni skip í staðinn. Í þriðja lagi hafa rækjuveiðarnar dregist mikið saman á undanförnum árum. Verð á rækju hefur verið mjög lágt og því tiltölulega fá útgerðarfyrirtæki sem telja rækjuveið- ar arðbærar. Ólík örlög Örlög þeirra skipa sem tekin hafa verið af skipaskrá það sem af er árinu eru æði ólík. Áður voru nefnd skip sem seld voru úr landi en öðrum skipum hefur verið fargað, tvö fóru á áramótabrennur, önnur hafafarið á söfn og eitt var gefið á leikskóla. Siglingastofnun Íslands afskráði alls 116 skip og báta á síðasta ári en árið 2001 voru afskráð 46 skip og bátar og 70 skip og bátar árið 2000. 29 skip seld úr landi á árinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.