Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 2
SYSTKININ Magnús og Hulda Guð- mundarbörn, sem eru átta og fimm- tán ára, fóru í vikunni að sjá myndina Tristan og Ísold. Hvernig fannst ykkur myndin? Hulda: „Mér fannst þetta mjög fín mynd fyrir krakka á hans aldri.“ Magnús: „Já, mér fannst hún fynd- in og skemmtileg og spennandi.“ Um hvað fjallar hún? Magnús: „Hún er um strák og stelpu sem eru vinir en strákurinn lýgur að stelpunni og segir henni að hann sé einhver annar en hann er. Svo sér hún sverðið hans og kemst að því að það var hann sem barðist við frænda hennar.“ Endaði hún vel? Magnús: „Já, endirinn var bara venjulegur eins og hann er alltaf í barnamyndum.“ Hulda: „Hann var svolítið ósenni- legur eins og oft í barnamyndum. Það var samt svolítið annar stíll á myndinni en á Disney-myndunum. Brandararnir voru svolítið öðruvísi og það var meiri stíll á teikningunum en í þeim teiknimyndunum sem maður er vanur.“ Krakkarýni: Tristan og Ísold Morgunblaðið/Kristinn Öðruvísi myndir og brandarar 2 C LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÆJA, þá er komið að því! Við ætlum að halda æsispennandi mynda- og sögusamkeppni hér í blaðinu og efnið verður að sjálf- sögðu gæludýr. Reglurnar í keppninni eru þær að þið eigið annað hvort að teikna mynd eða taka ljós- mynd af gæludýri og senda okkur með frásögn af dýrinu. Dýrin mega þó alveg eins vera ímynduð og frásagn- irnar mega bæði vera stuttar og langar. Þið hafið þrjár vikur til stefnu en ættuð þó strax að fara að undirbúa ykkur þar sem það eru stórglæsileg verðlaun í boði. Þrír heppnir vinningshafar fá nefnilega nýju Hundabókina sem kemur út hjá Eddu í desember. Í bókinni eru myndir af næst- um 300 hundategundum og mikill fróðleikur um hunda bæði fyrir þá sem eru að hugsa um að fá sér sinn fyrsta hund og einnig fyrir þá sem hafa hundabakteríu á háu stigi. Myndirnar þurfa að berast til okkar fyrir 22. nóvember en vinningshafarnir munu fá bókina um leið og hún kemur út. Heimilisfangið er: Morgunblaðið/Börn Kringlunni 1 104 Reykjavík. Verðlauna- leikur Spurninga- og orðaleikur Svör: 1. hundar 2. úlfar 3. refir 4. hvolpar 5. tík 6. urra 7. loppa 8. seppi SVARIÐ spurningunum hér að neðan og leitið síðan að svörunum í orðasúpunni: 1. Minnstu hundar í heimi eru kallaðir dverg.... 2. Hvaða dýr eru forfeður hunda? 3. Hvaða villtu dýr á Íslandi eru náskyld hundum? 4. Hvað heita afkvæmi hunda? 5. Hvað heitir kvenkyns hundur? 6. Hvað gera hundar þegar þeir eru reiðir? 7. Hvað heitir löpp á hundi? 8. Finndu gamalt gæluorð fyrir hund. TALIÐ er að hundar hafi verið jafnlengi á Íslandi og mannfólkið þar sem landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson og félagar hans hafi komið með fyrstu ís- lensku fjárhundana hingað til lands á landnámsöld. Síðan hefur hundurinn fylgt okkur og fram á síð- ustu öld hafa örugglega flestir íslenskir krakkar leikið sér við hunda þar sem það hafa verið hundar á flestum sveitabæjum á Íslandi. Það er þó ekki bara hér á landi sem hundurinn hefur fylgt manninum svo lengi sem vitað er. Við vitum nefnilega að veiðimenn í Evrópu notuðu hunda við veiðar fyrir 17 þúsund árum, þar sem það hafa fundist gamlar myndir af veiðimönnum með hunda í hellum í Frakklandi. Í Odysseifskviðu, sem er fræg bók sem var skrif- uð um 850 árum fyrir Krist, er hundurinn kallaður tryggasti vinur mannsins en auk þess sem hundar hafa veitt mönnum félagsskap í gegnum aldirnar hafa þeir verið notaðir til margra starfa. Þannig hafa hundar til dæmis verið notaðir sem varð- hundar, leitarhundar og smalahundar og í Kína hafa lifandi hundar jafnvel verið notaðir sem vett- lingar. Það hversu vel hundum og mönnum kemur sam- an má sennilega rekja til þess að rándýrseðli hunda sé ekki jafnsterkt og margra annarra rándýra. Flestar villtar hundategundir lifa líka í hópum þar sem skýr virðingarröð ríkir. Þetta gerir það að verkum að hundar eiga auðveldara með að venjast því að hlýða mönnum en flest önnur dýr. Í villtum hundahópum er einn hundurinn leiðtogi hópsins og hinir hundarnir hafa allir ákveðna stöðu í hópnum og vita hvaða hundum þeir þurfa að hlýða og hvaða hundar verða að hlýða þeim. Tamdir hundar líta því á alla á heimili sínu sem hópinn sinn og raða þeim í virðingaröð. Stórt skref að fá sér hund Það er mikil ábyrgð og binding að eiga hund og áður en maður tekur að sér hund þarf maður helst að hugsa langt fram í tímann. Hundar geta nefni- lega orðið tólf til sautján ára gamlir og það er sko ekki gaman að þurfa að láta frá sér hund sem manni er farið að þykja vænt um og sem farið er að þykja vænt um mann. Hundar eru líka mjög misjafnir eftir tegundum og því er mikilvægt að kynna sér vel eðli hverrar tegundar áður en maður ákveður hvernig hund maður ætlar að fá sér. Það er sem sagt ekki nóg að velja hundinn eftir því hvaða manni finnst fallegast eða flottast. Sumir hundar þurfa til dæmis mikla hreyfingu, aðrir eru lítið fyrir að láta hnoðast með sig og enn aðrir þurfa mikla umhirðu eins og til dæmis púðluhundar, sem þurfa sífellt að vera í hárgreiðslu til að líta sem best út út. Það flækir líka málin að það sést ekki endilega á hundunum hvernig umönnun þeir þurfa. Það fer til dæmis ekki endi- lega eftir stærð þeirra hversu mikla hreyfingu þeir þurfa eða hvað þeir gelta mikið en það eru oft minnstu hundarnir sem eru hávaða- samastir. Mörg hundruð tegundir Það eru til mörg hundruð tegundir af hreinrækt- uðum hundum, stórum sem smáum, auk þess sem óteljandi afbrigði af blendingum eru til. Margar þessara tegunda eru mjög ólíkar eins og til dæmis hinn frægi sankti bernharðs-hundur og dvergundurinn chiuhuahua, sem er minnsti hundur í heimi. Bernharðs-hundurinn er oft kallaður „góði risinn“ af því að hann er svo risastór og ljúfur í lund en chiuhuahua er svo lítill að hann er alltaf innan við eitt kíló að þyngd. Þið sjáið því að það er ýmsu að hyggja áður en maður velur sér hund og að það borgar sig að kanna málið vel áður en maður ákveður sig. Upplýsingar og myndir eru úr Hundabókinni sem kemur út á íslensku hjá Eddu í desember. Besti vinur mannsins HULDU Lilju Hannesdóttur, sem er 9 ára, finnst gaman að semja ljóð. Hún samdi þetta ljóð um dverghamsturinn sinn sem heitir Trítla. Trítla er góð og dáldið fróð. Ekki blanda þér í þetta. Æ passaðu þig þú ert að detta. Trítla hleypur hratt. Þó að það sé bratt. Ég heppinn er. Að hún borði ekki ber. Þú heldur oft á henni. Vona að þetta þér kenni. Ég er hissa/ að hún skuli pissa/ svo mikið. Ljóð um hamsturinn Trítlu Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞAÐ geta verið nokkrir keppendur í þessum einfalda og skemmtilega leik en einn þarf þó að fylgjast með og dæma úrslitin. Þið byrjið á því að afhenda öllum keppendum jafn langa bandspotta sem þeir binda öðrum megin í eldspýtustokk og hinum megin í blýant. Síðan setja þeir eldspýtustokkinn á gólfið og kartöflu ofan á hann. Þegar dómarinn segir til draga keppendurnir spottann að sér með því að snúa upp á blýantinn en þeir verða þó að gæta þess að gera það ekki af svo miklum krafti að kartaflan detti af eldspýtustokknum. Sá sem er fyrstur að draga stokkinn til sín vinnur leikinn. Kartöfluveiðar BÖRN m h u n d a r l v l o p p a a o f u r r a s l a s t í k k p r e f i r b a s p a b i d r u p p l a s m u i l m a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.